Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.12.2007 at 21:48 #606084
Sæl
Ég vona að einhver geti dregið lærdóm af nýlegum mistökum mínum. Það er EKKI í lagi að bora kertin úr!
Ég sleit nýlega tvö glóðakerti í Patrol 2.8 þegar ég var að skipta um þau. Það var reynt að sjóða á þau en það gekk ekki, þau voru í sundur alveg við heddið. Þá voru þau boruð úr, gatið snittað og settir í hólkar sem kertin voru skrúfuð í, ekki var þetta nógu nákvæmt borað, því endinn á kertinu þarf að fara í gegnum gat inn í forbrunahólfið. Við þetta eyðilögðust tvö ný kerti, en endinn á kertinu er úr keramik efni sem er mjög hart en stökkt og því viðkvæmt fyrir hliðarátaki og höggi. Aftur var tekin röng ákvörðun og útbúinn stýring til að stækka gatið þannig að endin á kertinu færi í gegn án þess að snerta. Þetta heppnaðis að því er virtist og vélin fór í gang og allt virtist í lagi. Ekki hafði ég keyrt langt þegar hljóð kom í vélina sem ekki hafði heyrst áður, tikk hljóð sem var áberandi undir álagi, og var í takt við snúningshraðan, ég keyrði beint heim. Það var svo gagnsett aftur þegar mér fróðari menn um vélar voru viðstaddir, fyrst var sama tikk hljóðið en svo kom hár smellur og verulegur hávaði úr vélinni.
Það var drepið á vélinni um leið, bíllinn er kominn á verkstæði og bíður þess að heddið verði tekið af og skaði metinn.Það er sjálfsagt að prófa að reka í þetta torx bita eða reyna að sjóða á þetta bolta eða ró, það er auðvelt að vera vitur eftir á en það gengur alls ekki að bora í hedd á vél á þennan hátt, það segir sig sjálft. Mér skilst að best sé að taka kerti úr heitri vél, og nota lítið skrall lítið átak og fara varlega. Til að athuga ástandið á kertunum þá er mjög einfalt að setja ampertöng á leiðslunna sem liggur í kertin, það eru 6 – 7A sem fara í hvert kerti, straumurinn er mestur fyrst en lækkar þegar kertin hitna, þetta er það sem ég mældi hjá mér, samtals eru það 36 -42A í byrjun, ef eitt eða fleiri kerti eru ónýt, þá er straumurinn minni sem því nemur. Til að finna ónýt kerti þá þarf að aftengja straumskinnuna og ohm mæla hvert kerti fyrir sig, kerti sem er í lagi mælist ca. 1 ohm. hjá mér hafa ónýt kerti verið rofinn þeas. engin leiðni.
Einar.
-
AuthorReplies