Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.10.2007 at 11:04 #600506
Stundum þegar það gengur illa að klippa og líma milli forrita dugar að nota gömlu góðu lyklaborðsaðferðina þ.e. nota "Ctrl-c" fyrir "copy" og "Ctrl-v" fyrir Paste og síðan er "Ctrl-x" sama og "cut".
19.10.2007 at 22:57 #600110Það nú samt ótrúlega mikið af jeppum á ferðinni í mið-evrópu miðað við hvað er lítið við þá að gera, en það er raunar rétt hjá Leo að það sést ekki mjög mikið af Landcruser hérna og raunar ekki mikið af Toyota yfir höfuð.
Hins vegar var ég á ferð í Asíu núna í september, nánar tiltekið í Kambódíu og þá varð mér ljóst hvers vegna Toyota er orðin stæðsti bílaframleiðandi í heimi. Á götunum í höfuðborginni Phnom Penh voru svona u.þ.b. 80-90% af bílunum Toyota og mikið af Landcruser enda þarf ekki nema að fara í útjaðar borgarinnar til að vera komin á frumstæða moldarslóða. Og við millilentum og vorum í einn dag í Bangkok í Thailandi og þar var Toyota kannski ekki alveg jafn ráðandi en samt óhemju mikið af þeim.
Í Phnom Penh er samt aðalfarartækið mótorhjól og mjög algengt að sjá fjóra á einu litlu 125cc mótorhjóli.
18.10.2007 at 21:02 #600338Mín skoðun:
Mér finnst mjög óeðlilegt að umræða um fjármál félagssins fari fram á opnum þræði þannig að ég styð ákvörðun vefnefndar. Þetta hefur ekkert með ritskoðun að gera. Fjármál klúbbsins koma engum öðrum við heldur en þeim sem eru félagsmenn.
Ég sá fyrsta innleggið fyrr í dag og hélt að viðkomandi hefði gert mistök og var að spá í að senda inn ábendingu en gleymdi því síðan.R 156
18.10.2007 at 10:24 #600280Nánar um þessi bönd:
Sagan segir að kallinn hafi komið fyrir talíu inni í bílnum sem hann notaði til að koma fætinum upp á pedalana þegar hann var orðinn of gigtveikur til að lyfta þeim.
Hann hafði orð á sér fyrir að fara ekki beinlínis hratt yfir þannig að þessi búnaður skerti kannski umferðaröryggi ekki svo mikið.
Það er til haugur af skemtilegum sögum af honum og væntanlega gildir um margar þeirra að það á aldrei að láta góða sögu gjalda fyrir sannleikann.
17.10.2007 at 15:18 #600082Þegar bílar velta (í akstri á vegi) þá skeður það venjulega þannig að bíllinn fer einhverra hluta vegna úr jafnvægi þ.e. bílstjórinn missir stjórn á farartækinu. Eftir það skipta einhverjar örfáar gráður sem bíllinn þolir meira eða minna í hliðarhalla sjaldnast öllu máli heldur ræður heppni og það hve fljótt ökumaðurinn nær tökum á bílnum aftur miklu meiru um það hvort bíllinn veltur eða ekki.
Spurninginn er hins vegar hvers vegna fór þetta farartæki eiginlega úr jafnvægi yfirhöfuð og þar ráða aksturseiginleikar og það hvernig fjöðrun dekk og stýrisgangur vinna saman öllu.
Margir breyttir bílar hafa fína aksturseiginleika og oft jafnvel betri en óbreyttir (eru t.d. lengri milli hjóla sem gerir þá stöðugri) en það eru líka innanum fullt af bílum sem eru ekki fyrir hvern sem er að aka.
Dæmi um þetta er Suzuki Samuri sem ég átti einu sinni. Hann var orðin það breiður að hann þoldi ágætlega hliðarhalla (það reyndi verulega á það á þessu tiltekna eintaki og ég er samfærður um að óbreyttur hefði oltið) en aksturseiginleikarnir voru svo hræðilegir (miklu verri heldur en á óbreyttum) að það reyndi á þó nokkuð á hæfileika ökumannsins að halda honum á veginum.
16.10.2007 at 14:23 #599774Ef ég skil málið rétt er þá niðurstaðan þessi:
1. Litlanefndinn dó og hennar starfsemi er þar með lokið sem er slæmt má fyrir eigendur lítið breyttra og óbreyttra bíla sem vilja ferðast undir merkjum 4×4. Þeir eru semsagt komnir á byrjunarreit aftur.
2. Stofnuð var ný nefnd til að halda utanum nýliðaferðir sem er gott mál fyrir nýliða hvort sem þeir eru á óbreittum eða mikið breittum bílum.
Ég veit að í sumum tilfellum skarast þessi tvö mál en finnst samt að eigendur "litlu" bílanna hafi verið skildir eftir úti í kuldanum.R 156
15.10.2007 at 23:51 #599764Einhvernvegin finnst mér gleymast í þessari umræðu að það er fullt af fólki sem ekur um á óbreyttum eða lítið breittum bílum án þess að vera einhverjir nýliðar í fjallamennsku.
Mér finnst oft í gangi einhver hroki gagnvart þeim sem sem kjósa af ýmsum ástæðum að aka um á svona "ómerkilegum" bílum en vilja samt gjarnan ferðast á fjöllum. Það voru í gangi hérna ekki fyrir löngu umræður þar sem menn töluðu um í að því að virtist fullri alvöru um að það ætti að setja reglur um hvað stórum dekkjum menn þyrftu að vera til að fá að fara á fjöll að sumri til !!!
Var það ekki einmitt svona sjónarmið sem voru ein af ástæðunum fyrir því að Litlanefndin var stofnu ekkert síður en að vera vettfangur fyrir nýliða?
27.09.2007 at 19:31 #598026….að evrópskar CB stöðvar hafi verið á öðrum tíðnum en amerískar og þess vegna ekki hægt að tala á milli þeirra en kannski misminnir mig. Hér voru nánast eingöngu notaðar amerískar CB stöðvar á gullaldarárum þessara ágætu dyrasíma.
14.09.2007 at 05:06 #595222Vefsíður og spjallþráðarkerfi er hægt að nálgast fyrir lítið fé víða, og frítt ef menn sætta sig við auglýsingar í bland. Og lén sem eru t.d. .net .org eða .com kosta lítið, mig minnir að ég sé að borga um 10 dollara á ári fyrir mitt lén sem er .net . Íslensk .is lén eru hins vegar óeðlilega dýr. [url=http://www.isnic.is/payments/tariff.php:3ktv5huy][b:3ktv5huy]Hérna[/b:3ktv5huy][/url:3ktv5huy] er gjaldskrá [url=http://www.isnic.is:3ktv5huy][b:3ktv5huy]ISNIC[/b:3ktv5huy][/url:3ktv5huy] fyrir Íslensk lén.
Hins vegar vilja síður sem fjalla um tiltekið málefni á litlum markaði oft deyja drottni sínum á tiltölulega skömmum tíma og þess vegna vil ég leggja fram tvær tillögur sem gætu orðið til þess að lengja líftímann:
1. Áhugamenn um jeppategundir almennt (Jeep – Bronco – Rússi – fleyri?) stofni sameiginlegan vef með spjallþráðum og fræðsluefni.
2. Einhverjar viðbætur yrðu gerðar á vef f4x4.is sem gerðu mönnum fært að fjalla sérstaklega um hinar ýmsu tegundir jeppa.
28.08.2007 at 13:29 #595402Verður þá ekki bara farið að setja Land Rover vélar í þessar Patrol hækjur, það virðist allavega vera betri ending á þeim
25.08.2007 at 19:59 #595314Ég legg til að sumir hérna sæki um vinnu við að semja reglugerðir í Brussel. Reglugerðir um hvernig bílar mega ferðast á hálendinu? Eru menn ekki í lagi? Eruð þið búnir að gleyma því að óbreyttir bílar eru búnir að ferðast á hálendinu miklu lengur en breyttir bílar og það voru óbreyttir bílar sem fóru fyrstir nánast allar sumarleiðir sem til eru í dag. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hverskonar bílstjórar það eru sem ekki sjá aðra leið til að komast algengar fjallaslóðir heldur enn að vera á minnst 38" og helst stærri. Legg til að þeir haldi sig á malbiki.
Það vita allir sem til þekkja að leiðir sem yfirleitt eru ágætlega færar verða skyndilega ófærar sérstaklega í vatnavöxtum. Þannig er það og þannig mun það verða. Þeir sem ekki átta sig á því að aðstæður geta breist lenda í vandræðum hvort sem þeir eru útlendingar á Yaris eða íslendingar á 44" súperjeppa.
Ég er búinn að ferðast það mikið og koma það mörgum til aðstoðar á hálendinu að ég veit að íslendingar koma sér alveg eins í vandræði eins og útlendingar. Stundum er ástæðan kunnáttuleysi og stundum hreinn aulaskapur en stundum ákváðu menn bara að taka smá áhættu og komust í eitt skipti af hundrað ekki upp með það. Hver hefur svo sem ekki tekið smá áhættu einhvertíman?
18.08.2007 at 20:37 #20066317.07.2007 at 23:17 #593648Ástæða hægt er að fyrir því að hægt er að kaupa þessa bíla í Þýskalandi er að þjóðverjar kaupa þá án þess að skrá þá og breyta vélunum þannig að þær standist mengunarkröfur, skrá þá síðan og selja aftur. Og verðmiðinn hækkar að sjálfsögðu um leið.
14.07.2007 at 23:01 #593604Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um Grand Cherokee þar sem sá litli (Cherokee) hefur aldrei komið með V8.
4.0L línusexan er 180-195hp 225-230lb-ft eftir árgerðum.
Fyrsta kynslóð 1993-1998 fékkst með tveimur V8, 5.2L (318) 220hp 300 ib-ft og 5.9L (360) 245hp 345 ib-ft, sú seinni var aðeins til í 1998 árgerð.
Í annari kynslóð 1999-2004 kemur alveg ný V8, 4.7L 235 hp 295 lb-ft og þeim gömlu er lagt. 2002 er hægt að fá hana í High Output útgáfu 265 hp 330 lb-ft.
Þriðja kynslóð 2005-? helur áfram með 4.7L 235 hp 305 lb-ft og einnig er hægt að fá 5.7L 330 hp 375 lb-ft Hemi vél og 2005 kemur SRT-8 með 6.1L Hemi 420 hp 420 lb-ft.
Ég átti 4.0L 1996 og hann vann ágætlega en var enginn sportbíll. Ég hef keyrt 5.2L og hann vann mjög vel. Ég hef líka keyrt 1998 5.9L og hann er verulega skemmtilega kraftmikill (7-8 sek í hundraðið). Allir þessir bílar áttu það sameiginlegt að hafa mjög gott tog eins og alvöru jeppum sæmir.
Ég hef ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að aka annari eða þriðju kynslóð en mér er sagt að þeir séu mjög skemtilegir.
06.07.2007 at 19:46 #593100Ef ég hef skilið Patrol menn rétt þá fór endingin á 2.8L 6 sílindra Nissan mótor úr 5-700.000km niður í 150-170.000km við það að setja ál ofan á þá. Ég er enginn sérfræðinur í Nissan þannig að það getur verið að fleira hafi breist í þeim heldur en heddið.
Ég held að það sé allavega öruggt að vél með pottheddum þolir meiri "misnotkun" heldur en vél með álhedd sérstaklega hvað varðar hita.
Ef þetta er rangt hjá mér leiðréttið það vinsamlegast.
20.06.2007 at 22:39 #592642Sagt er að blaðafulltrúi Landrover hafi verið spurður að þvi á blaðamannafundi í tilefni kynningar á 2007 árgerðinni hvað kaupendur mættu búast við að Land Rover entist lengi. Og það stóð ekki á svari:
"Thja.. við vitum það nú eiginlega ekki sjálfir, við erum nú ekki búnir að smíða hann nema í tæp 60 ár þannig að það er nú eiginlega ekki komið í ljós ennþá!"
13.06.2007 at 19:18 #592444Mig minnir að hönnunin hans Stjána hafi verið einhverskonar sjálfberandi flugvélarskrokkur. Er nokkurstaðar til mynd af því tæki?
13.06.2007 at 19:18 #592446Mig minnir að hönnunin hans Stjána hafi verið einhverskonar sjálfberandi flugvélarskrokkur. Er nokkurstaðar til mynd af því tæki?
12.06.2007 at 17:21 #592388Þið ættuð að skoða [url=http://www.youtube.com/watch?v=YpI0q52wHxg:x2w6wkbb][b:x2w6wkbb]þennan[/b:x2w6wkbb][/url:x2w6wkbb]
12.06.2007 at 14:43 #592364Ég lenti oft í því að draga bíla upp úr ánum í Þórsmörk á þeim tíma þegar ég hafði atvinnu af því að aka rútum, og veruleg stór hluti af þeim hafði stoppað af því að menn voru að reyna að aka upp á móti straumi. Fyrir utan að þurfa að vinna á móti nokkrum tonnum af vatni á fullri ferð (í stað þess að láta þau vinna með sér) þá er hæðarmunurinn á vatninu straummegin og skjólmegin talsverður eins og sést vel á meðfylgjandi mynd og getur munað öllu hvað varðar það hvort mótorinn tekur inn vatn eða ekki. Á þessum bíl er loftintakið á orginal stað bak við grillið hægra megin þannig að menn geta ímyndað sér hvað hefði skeð hefði ég snúið honum upp í strauminn. [img:1qehi9cy]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3985/26732.jpg[/img:1qehi9cy]
Það er svo sem gott og blessað að vaða ár en straumvötn eru bara þess eðlis að það er alls ekkert víst að áin leyfi þér að fara eftir þeirri línu sem þú varst búinn að ákveða á bakkanum, hún getur vel átt það til að senda þig miklu neðar heldur en þú hafðir hugsað þér.
-
AuthorReplies