Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.11.2007 at 01:33 #604662
Ef ég man rétt voru Buick, Oldsmoile og Pontiac vélar eins að aftan en Chevrolet er aðeins öðruvísi, það var þó hægt að láta þetta passa saman með einfaldri milliplötu.
Og þessar vélar voru oftast með TH 200 skiptingu.
Það er getur þó verið að það hafi verið TH 700 skipting í bílnum upphaflega , það fer eftir hvaða vél hefur verið í honum, allavega hefur það ekki verið þessi Olds maskína.
15.11.2007 at 16:53 #603168Hjartanlega sammála Ólsaranum hérna. Um leið og svona búnaður er komin í bílana verður byrjað að hamast á næsta skrefi.
Stjórnvöld hafa allstaðar og alltaf viljað fylgjast með þegnunum og borið fyrir sig allskonar afsakanir og afsökunin með öryggi er ekki ný. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið að standa á móti svona tilburðum.
15.11.2007 at 11:30 #603260Já Skúli, líklega er bara best að hafa lögfræðinginn staðsettan á kerrunni, það er þá hægt að nota hann til að moka líka !!!
14.11.2007 at 23:41 #603250Hjólagrind sem viktar eitthvað smotterí með torfæruhjól sem viktar jafnvel ennþá minna eru örugglega stórhættulegt eyki sem er eins gott að fari ekki yfir 60
14.11.2007 at 21:24 #603244Eins og ég skil þetta þá fæst kerra sem er bremsulaus ekki skráð fyrir meira heldur en 750kg heldarþunga sama hvað hún getur raunverulega borið þannig að þú getur óhræddur farið og skráð hana þess vegna.
Þetta með hámarkshraðann þá hafa menn oftast verið látnir í friði með 80 en ég heyrði einhvertíman að lögregla í ónefndu umdæmi hefði gert sér góðar tekjur úr þessu á vélhjólamóti fyrir nokkrum árum og hirt menn með litlar mótorhjólakerrur á yfir 60 í stórum stíl.
14.11.2007 at 11:14 #603132Veit ekki nákvæmlega með 5.9 enn…
Ég átti svona bíl með 4L sexu, hann var að eyða 11-13 við bestu aðstæður í langkeyrslu og 20-22 við verstu aðstæður í borgarakstri á köldum vetrardögum. Það er oft talað um að 5.2L V8 sé með 1-2 lítrum meira heldur en sexan, þannig að tölurnar gætu verið 13-15 og 22-24. 5.9L ætti ekki að eyða neitt mikið meira heldur en 5.2L (nánast jafnþungir bílar) kannski 1 líter umfram og þá erum við komnir í 14-16 og 23-25.
Alvöru bílar eyða og annað hvort sætta menn sig við það og hafa gaman eða ekki og aka um á einhverjum hundleiðinlegum kolatogara.
13.11.2007 at 19:56 #603090Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt neinn tala vel um þessa bíla.
13.11.2007 at 13:34 #201164Eins og áður hefur komið fram féll Toyota Hilux á hinu fræga „Elgsprófi“. Sjá nýjustu fréttir um þetta mál hérna. Er ekki komin tími til að Íslenskir bílabreytarar taki Toyota í kennslustund?
10.11.2007 at 00:09 #602510Ok, það eru tvær nýliðaferðir á sama tíma og þá má enginn annar boða til ferðar á sama tíma??? Er sem sagt ferðabann á þá sem ekki fara í þessar nýliðaferðir? Og hvað varðar notkun á síðu klúbbsins og litludeildar þá er væntanlega verða menn að hætta að boða til ferða á þessum síðum yfirhöfuð.
Ja hérna!!!
Einar
R156
04.11.2007 at 17:24 #601846Fyrsta ágiskun:
Hljómar eins og tölvan fyrir miðstöðina fá þau skilaboð að það sé nógu heitt vinstra megin og þá skrúfar hún fyrir hitann. Það er nokkuð örugglega termostat og/eða skynjari fyrir þetta einhversstaða, er það ekki bara annaðhvort úr sambandi eða bilað?
04.11.2007 at 15:15 #601790Það er örugglega rétt hjá Ofsa að það er miklu alvarlegra að keyra á elg heldur en rollu eða grasmótor en það breytir því ekki að flestir ökumenn hafa því miður ekki yfirunnið svokölluð "ósjálfráð viðbrögð" og reyna þess vegna að svegja hjá svona hindrunum þrátt fyrir að það sé ekki rökrétt viðbrögð. Það eru jafnvel til dæmi um að menn hafi velt bílum vegna þess að það hljóp mús yfir veginn.
Þess má geta fyrir þá sem ekki muna eftir því Mercedes Benz varð að endurhanna litla A-Benzinn vegna þess að hann kolféll á þessu margumrædda prófi. Þetta var mikill álitshnekkir fyrir þá þar sem þeir hafa reynt að skapa þá ímynd að bílarnir þeirra hafi sérlega góða aksturseiginleika.
Þetta próf er að mínu áliti þrælsniðugt og reynir á eitthvað sem auðveldlega getur komið upp í akstri á þjóðvegum hvar sem er í heiminum hvort sem fyrirstaðan eru elgir eða eitthvað annað.
03.11.2007 at 00:25 #601772Íslenskar rollur og hestastóð hafa náttúrulega sömu virkni.
En menn voru eitthvað að rífast um það hérna um daginn hvaða áhrif breitingar hefðu á stöðuleika jeppa. Það væri kannski sniðugt að senda nokkur eintök til Svía og láta þá taka elgsprófið til að skera úr um þetta.
01.11.2007 at 21:55 #601742LandRover er ekki bara jeppi, hann er lífsstíll. Það ætti ekki að leyfa neinum að fá ökupróf nema hafa tekið tíma á LandRover. Hann er jeppamennska í sinni hreinustu mynd og enginn jeppamaður með sjálfsvirðingu ætti að láta hjá líða að kynnast honum, hvort þeim líkar síðan við hann er svo allt annað mál.
Ég er alin upp í LandRover, mínar fyrstu minningar um bíla tengjast LandRover, LandRover var fyrsti bíllinn sem ég keyrði þegar ég var 10 ára gamall. Þannig að hann skipar stórann sess hjá mér.
En ég held að ég að ég eigi ekki eftir fá mér minn eigin, hann er bara ekki mín týpa, en ég elska hann samt!!!
01.11.2007 at 18:33 #601622Sko við skulum prófa hjálpartólið ti hægri.
Þessi linkur er settur inn með [url=http://www.opera.com:23kxo3mz][b:23kxo3mz]Opera[/b:23kxo3mz][/url:23kxo3mz] (útgáfa 9.24). Síðan lokum við, förum inn með IE7 og setjum [url=http://www.microsoft.com/windows/products/winfamily/ie/default.mspx:23kxo3mz][b:23kxo3mz]þennan[/b:23kxo3mz][/url:23kxo3mz] link inn með honum. Vistum aftur og förum inn með Firefox (2.0.0.8) og reynum að setja enn einn linkinn in en það gengur ekki nema að setja hann inn [url=http://en.www.mozilla.com/en/firefox:23kxo3mz][b:23kxo3mz]handvirkt[/b:23kxo3mz][/url:23kxo3mz] . Að lokum prófað ég með [url=http://www.apple.com/safari/download:23kxo3mz][b:23kxo3mz]Safari fyrir Windows[/b:23kxo3mz][/url:23kxo3mz] en með honum var ekki hægt að logga sig inn en það er kannski ekki að marka vegna þess að hann er ennþá bara til í beta útgáfu.
Þetta sannar fyrir mér (það sem ég vissi fyrir) að Firefox er stórlega ofmetinn vafri en Opera og IE7 eru bestir. Gamli IE6 var ekki sérlega góður en IE7 er allt annar handleggur og virkilega uppfærslunnar virði fyrir þá sem ekki eru búnir að því.
31.10.2007 at 17:50 #601594Hvorki sjálfstæð grind né lágt drif þurfa að vera úrslitaatriði.
Lágt drif í millikassa er einfaldlega aðferð til að ná nægilegri niðurgírun við erfiðar aðstæður, góð aðferð enda mikið notuð en ekki endilega sú eina.
Sjálfstæð grind er aðferð til að ná nægum styrk og sveigjanleika í bílinn þegar mikið gengur á, líka góð og mikið notuð aðferð en ekki endilega sú eina. Og ekki gleyma að bílar eins og Grandinn eru með sterka grind þó að hún sé ekki sjálfstæð.
En þetta með "JEEP" er náttúrulega algjört úrslitaatriði jafnvel þó að sumir þeirra séu svo óheppnir að fæðast fatlaðir (2×4) þá eru þeir samt með jeppasál!!! En það má líka alltaf laga fötlunina.
Ætli [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Jeep_DJ:2m5dolsv][b:2m5dolsv]"Póst-jeppinn"[/b:2m5dolsv][/url:2m5dolsv] (DJ-3A) hafi ekki verið sá fyrsti af þessari ætt án framdirifs?
31.10.2007 at 15:40 #601584Ef ég man rétt var fyrir nokkrum áratugum hérna til talsvert af International Scout II sem voru ekki með lágt drif í millikassa heldur skriðgír í gírkassa í staðin og voru samt kallaðir jeppar.
En þetta er náttúrulega rétt hjá Tryggva með "jeppa" og "Jeep". Útlendingar skilja t.d. aldrei neitt í því hvað við erum að bulla með að tala um "jeep’s" þegar ekkert sést í margra mílna fjarlægð nema einhverjar Toyotur og Nissan eða eitthvað álíka drasl!!!
28.10.2007 at 19:34 #601236Eigum við ekki að leyfa honum að njóta vafans og flokka þetta sem mistök. Við vitum allavega að hann á loftpressu og hún er föl. Og nú erum við búnir að auglýsa auglýsinguna hans.
28.10.2007 at 18:13 #601210Má þá ekki spyrja hvort þessi lög útiloki ekki vörubifreiðar? Ef ég man rétt flokkast bifreiðar sumra félagsmanna sem vörubifreiðar en ekki venjulegar bifreiðar, liklegast í sama flokki og þetta ágæta 49" [url=http://www.123.is/album/display.aspx?fn=sms&aid=695718846:1mp956kz][b:1mp956kz]Volvo tröll[/b:1mp956kz][/url:1mp956kz] sem Tryggvi var að tala um.
22.10.2007 at 18:39 #600638Svo er enginn alvöru landrover nema að það sé líflegur mosavöxtur inni í honum. Ef svoleiðis finnst ekki er þetta bara léleg eftirlíking
20.10.2007 at 12:37 #600518Til hvers að vera að smíða eitthvert flott tæki og eyðileggja það svo með dieselvél, oji bara!!!
-
AuthorReplies