Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2008 at 13:15 #622746
Alveg rétt hjá þér Rúnar. Olgeir sendu mér myndirnar og ég skal koma þeim inn: einar@ulfur.net . Bíllinn í Danmörku gæti verið gömul Scania frá Norðurleið.
14.05.2008 at 12:21 #622738Þessar myndir eru teknar 1988 eða 9 við Steinholtsá eftir að ökumaður á eldhústrukki frá Guðmundi Jónassyni gerðist full bjartsýnn og reyndi að fara upp á móti straum í miklum vatnavöxtum. Trukkinn þraut hreinlega afl og komst ekki lengra, síðan gróf undan honum og hann valt, um borð voru ökumaður og tvær ráðskonur. Önnur þeirra var komin út úr bílnum og sjónarvottur sagði að hún hefði verið komin hálf undir bílinn en verið svo heppin að hann valt á "rétta" hlið og hífði hana upp úr vatninu.
[img:l4gdcltf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51376.jpg[/img:l4gdcltf]Þarna standa R 342 frá GJ og X 853 frá SBS á bakkanum. Ég var á X 853 ásamt Gulla heitnum á leiðinni að sækja fólk í Langadal sem hafði verið rútu sem festist í Krossá daginn áður (myndir af því er hægt að finna í link fyrr í þessum þræði hjá Þorbirni Gerðar)
[img:l4gdcltf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51378.jpg[/img:l4gdcltf]R342 komin yfir að gera sig kláran að koma böndum í eldhúsbílinn.
[img:l4gdcltf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51377.jpg[/img:l4gdcltf]Við Gulli komnir yfir líka. Á þakinu á eldhústrukknum er skálavörður úr Langadal sem ég man því miður ómöguleg hvað heitir, á bakkanum snýr baki í okkur Guðmundur Gunnarson frá GJ, Eygló skálavörður í Langadal og Gulli frá SBS.
13.05.2008 at 23:51 #622728Ég var að keyra hjá Jóa milli 1994 og 2000 minnir mig. Ekki svo langt síðan.
13.05.2008 at 23:36 #622722Þetta er það versta við þessa bíla, maður er alltaf á nálum að setja þá niður á rassinn eða kviðinn við svona aðstæður. Búin að þurfa nokkrum sinnum að stoppa og hlaða undir til að komast yfir svona hvörf. Að öðru leiti er alveg magnað hvað er hægt að komast á þessum hlunkum.
Aaa…. þetta voru skemmtilegir tímarBið að heilsa pabba þínum Bazzi.
13.05.2008 at 22:09 #622718Gott að gripurinn er í höndunum á traustum aðila. Ef þú ert með góða mynd máttu senda mér hana, ég skal skella henni inn, netfangið er í prófílnum mínum.
Hvað varðar nafnið á Trölla/Ellefunni þá var Trölla nafnið sjaldan notað hjá Vestfjarðaleið og ég heyrði Jóa aldrei nota það, hann kallaði hana alltaf Ellefuna.
Og Þorbjörn, hvað varðar manninn fyrir framan Sjöuna í myndasafninu þínu þá heitir hann Björgvin og er ef ég man rétt Bæringsson, þannig að það bendir flest til að hann sé faðir Bazza. Myndin segir alla söguna um hvers vegna rútumönnum er illa við undirakstursvarnir.
Samkvæmt mínum heimildum var Sjöan ekki eins heppinn og Ellefan, hún var seld austur á land og var í keyrslu í Kárahnjúkum og fékk þar herfilega meðferð. Seinasta sem ég frétti var að einhver væri búin að kaupa hana í bæjinn aftur og ætlaði að koma henni í stand.
12.05.2008 at 14:52 #622710Mér sýnist að þetta sé Tvisturinn (R 52002). Hann er að vísu ekki trukkur þannig séð en eins nálægt því og einsdrifs, 13 metra löng rúta getur orðið, ótrúlegt farartæki. Ef ég man rétt slapp hann að mestu óskemdur frá þessu ævintýri. Þetta var líklega 1988.
12.05.2008 at 14:24 #622706Af því að Bazzi minntist á Jóa í Vestfjarðaleið og Ellefuna þá má geta þess að hann verður sjötugur 22. júní.
Ellefan (stundum nefnd Trölli, númer R 52011) er stórmerkilegur bíll sem verður að tryggja að glatist ekki. Hún er ennþá í tiltölulega góðu ástandi og þess vegna góður tími núna til að tryggja varðveislu hennar. Það eru líklega ekki mörg áramót sem hún hefur ekki rutt leiðina inn í Langadal með áramótaferð Ferðafélagsins.
Undirvagnin er Scania 111 hertrukkur svipaður og þessi: [img:165bvmve]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51291.jpg[/img:165bvmve] um 300hp og sjálskiptur.
Því miður á ég ekki tiltæka mynd af Ellefunni sjálfri en ef einhver lumar á henni má hann gjarnan setja hana inn.
11.05.2008 at 22:00 #622692The Pikes Peak International Hill Climb, stundum nefnd The Race to the Clouds er ein sögufrægasta kappaksturskeppni sem haldin er. Hún fer fram á leiðinni upp hið 4301m háa Pikes Peak vestan við Colorado Springs í Colorado USA. Keppnin var haldin í fyrsta sinn 1916, vegalengdin sem ekin er er tæpir 20km, byrjað í 2862m hæð og klifrað upp um 1439m upp á topp. Það eru 156 beyjur á leiðinni og meðalbrattinn 7%.
Núverandi met er 10:01.408min sett í fyrra (2007) af japananum Nobuhiro Tajima á sérsmíðuðum 1000hp Suzuki XL7. Vinningstíminn í fyrstu keppninni 1916 var 20:55.40min.
Myndbandið sem Birkir benti á er margverlaunuð stuttmynd frá 1988 gerð af franska leikstjóranum Jean Louis Mourey og heitir "Climb Dance" Ari Vatanen sigraði þá keppnina á Peugeot 405 Turbo 16 GR á tímanum 10:47.77min sem var þá nýtt met.
Þess má geta að í keppninni er líka trukkaflokkur og þar með er hægt að snúa sér aftur að alvörubílum (lesist trukkum) og þar með efni þráðarins eftir þennan útúrdúr.
04.05.2008 at 20:57 #620666Hreiðar átti náttúrulega að vera Heiðar
04.05.2008 at 20:51 #620664Hvar eru þeir sem buðu sig fram úr landsbyggðar hreppi???
04.05.2008 at 20:10 #622176Það er örugglega hægt að ná þessari tölu þegar menn taka þátt í sparaksturskeppni, en hver nennir að vera í svoleiðis alla daga. 20 +/-1-2L er raunhæft. Minn 4.0L bíll var bæði léttari og með minna rúmtak og hann var oftast með 19 +/-1 að sumarlagi og 21 +/-2 að vetrarlagi.
Í langkeyrslu við góðar aðstæður á crusecontrole á 90 (Lesist 100) var hann í 12-13L.
Og þessir bílar eru hverrar krónu virði, mæli hiklaust með þeim. "Jafnbesti" bíll sem ég hef átt sem þýðir það eru til bílar sem gera suma hluti betur en það eru fáir sem gera jafnmargt jafn vel.
26.03.2008 at 11:36 #202183Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors hefur keypt Land Rover og Jagúar af Ford sjá frétt í Morgunblaðinu. Heimasíða Tata er hérna
10.03.2008 at 15:04 #617228Hef ekki séð þetta á fjöllum en á landi samt, þ.e. á þjóðvegi eitt.
Var einu sinni að keyra austur í Rangavallasýslu um nótt í éljaveðri. Stoppaði til að teygja úr mér og þegar ég steig út heyrði ég eitthvert snarkhljóð. Þegar ég leit á bílinn stóðu u.þ.b. 10 cm logar upp af loftnetsstöngunum.
Sammála nafna mínum eik, þessi lýsing á Vísindavefnum passar ekki alveg við það sem ég sá. Held að Þorsteinn sé að tala um eitthvert annað náttúrufyrirbrigði. Ég hef áður heyrt sjómenn tala um þetta upp af möstrum á skipum og kalla það þessu nafni "Hrævareldar"
07.03.2008 at 21:44 #616916Ég hef bæði átt Suzuki og Range Rover og að því gefnu að hún komist fyrir er V8 Rover/Buick álvélin stórsniðugur kostur. Hún viktar svipað og 4 sílenda vél, er fyrirferðarlítil og skilar ágætu afli. Eldri vélarnar voru með tveimur Stromberg blöndungum sem var umdeildur búnaður en það fengust á þær millihedd fyrir fjögra hólfa blöndung. Ég myndi hins vegar taka EFI vélina eins og var í mínum 1988 Rover eða nýrri 3.9L vélina úr Discovery, og ef hægt væri að nota Borg&Warner sjálfskiptinguna sem var í þeim á þessum tíma þá hún er skemmtilegasta sjálfskipting sem ég hef komist í kynni við. Og millikassinn er með lægra lágadrifi heldur en í nokkurum öðrum orginal bíl.
Gallinn á þessum búnaði er að hann hefur tilhengingu til að leka.
Og svo er spurningin hvernig gengur að koma því fyrir en ég hef trú á að það sé minna mál heldur en hefðbundin V8 eins og Ford 289-302 eða jafnvel margar V6 vélar.
06.03.2008 at 16:53 #616684Ég er með þráðlausan búnað fyrir Nokia síma með vöggu sem símanum er stungið í (CARK 126 frá Nokia) í bílnum hjá mér. Í þennan búnað er hægt að tengja loftnet. Þetta hleður líka símann á meðan hann er í vöggunni. Fínn búnaður.
06.03.2008 at 14:02 #615188
03.03.2008 at 18:11 #615638Þessi Karíol er varðveittur á bíla og tækjasafninu á Ystafelli
[img:304jzz48]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/49046.jpg[/img:304jzz48]
Ég legg til að ef menn hafa á annað borð einhvern áhuga á gömlum tækjum þá stansi þeir á Ystafelli næst þegar þeir eiga leið um Þingeyjarsýslur.
Heimasíðan þeirra er: [url=http://www.ystafell.is:304jzz48][b:304jzz48]ystafell.is[/b:304jzz48][/url:304jzz48]
02.03.2008 at 20:51 #615628Af því að það var verið að kvarta yfir of stórum myndum í spjallþráðum:
Ég legg til að þeir sem vilja setja myndir inn í þræði stofni myndasafn fyrir "Myndir í spjallþræði" á sínu svæði og byrji á því að setja myndirnar sem þeir ættla að nota inn í það myndasafn og vísi síðan í þá mynd í stað upprunalegu myndarinnar.
Hvers vegna?
1. Þegar myndin er sett í myndasafn F4x4 fer hún í stærð sem er mátuleg fyrir spjallþráðinn.
2. Þetta kemur líka í veg fyrir að ef upprunalega myndinn er tekin af vefnum þá hverfi hún úr spjallþráðinum.Hvort þessi aðferð stenst síðan höfundalög er svo annað mál.
02.03.2008 at 20:29 #615626Willys Jeep Station Wagon var framleiddur frá 1946 til 1965, fyrsta árið bara afturdrifinn en eftir það bæði 2×4 og 4×4. Sumir segja að hann hafi verið fyrsti bíllinn sem fellur undir skilgreininguna á SUV (Sport utility vehicle) og sumir kalla hann afa nútíma SUV bíla.
Wagoneer leysti hann að lokum af hólmi en hann var þó framleiddur áfram í tvö ár eftir að Wagoneer kom á markaðinn. Hann var líka til sem pickup.Það var lengi svona bíll (hvítur og rauður ef ég man rétt) austur í Mýrdal, seinast þegar ég frétti af honum var hann á 44". Veit einhver hvað varð um hann?
Bíllinn sem MHN setti inn myndina af er held ég Dodge WC Weapons Carrier. Íslendingar lásu Weapons sem Vípon og kölluðu þessa bíla alltaf "Dodge Vípon".
Nokkuð svipað og þegar "JEEP" breittist í "Jeppi".
25.02.2008 at 17:56 #615260Var verið að skamma mennina? Þeir eru svo svakalega niðurlútir.
-
AuthorReplies