Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.12.2008 at 23:32 #634404
Engin skömm að þora ekki yfir, veit um ýmsa sem hefðu betur ekki þorað eða öllu heldur haft vit á að fara ekki.
10.12.2008 at 18:25 #20334309.12.2008 at 22:11 #633912"I’d rather push a Chevy than drive a Ford"
[img:2ck8p7t7]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/54540.jpg[/img:2ck8p7t7]
09.12.2008 at 17:21 #633608Var kramið úr þeim fjólubláa notað í þennan?
07.12.2008 at 11:57 #633598Það er ágætis lesning um sögu Scout á [url=http://en.wikipedia.org/wiki/International_Harvester_Scout:14xe3dax][b:14xe3dax]Wikipedia[/b:14xe3dax][/url:14xe3dax].
Þar kemur meðal annars fram að þessi átti að taka við af Scout II en komst aldrei í framleiðslu, boddíið átti að vera að stórum hluta úr trefjaplasti.[img:14xe3dax]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/54489.jpg[/img:14xe3dax]
[img:14xe3dax]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/54490.jpg[/img:14xe3dax]
05.12.2008 at 09:05 #633900Breitir það nokkru hvor er betri, þeir eru báðir á hausnum og verða fljótlega keyptir af Kínverjum eða Indverjum eins og Landrover.
29.11.2008 at 19:32 #633586Úr því að menn eru að setja myndir af sínum skátum þá er sá sem ég átti hérna:
[img:1xs0b1yl]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3712/24468.jpg[/img:1xs0b1yl]
International Scout II 1974 38" dekk, 455 Buick vél, TH400 sjálfskipting, 4:88 drif, NoSpin læsingar f/a í orginal dana 44 hásingum. Endalaus orka og tork, en eyðslan var skelfileg. Ég keypti hann af Rúnari Birgi Sigurðssyni. Þegar ég keypti hann var Rúnar nýbúinn að setja Buick vélina í en hann var lengst með Oldsmobile 5.7L diesel V8 í honum. Eftir því sem ég veit best var hann síðar notaður sem varahlutir í annan Scout. Ég sakna hans alltaf svolítið, þetta voru góðir bílar.
22.11.2008 at 11:48 #633142Já þeir voru duglegir að nota dropann en við hverju er að búast af bíl sem hefur sömu loftmótstöðu og múrsteinn og allt of litla vél, það er uppskrift að mikilli eyðslu.
Þeir voru líka ansi valtir og margir þeirra lentu á hliðinni, ef ekki í akstri þá bara standandi einhverstaðar í roki.
Ég komst í kynni við einn sem vegagerðin átti og þótti ekki mikið til koma. Það var ferlega leiðinlegt að sitja í honum vegna þess að hann steipti svo stömpum. Og svo var maður alltaf með lífið í lúkunum að leggja hann á hliðina (sá bíll fór allavega einu sinni á hliðina í einhverju brölti).
Póstur og sími og rafveiturnar áttu svona bíla löngu áður en farið var að selja þá á almennum markaði og þá fóru miklar tröllasögur af því hvað þetta væru mikil torfærutröll, en eftir á að hyggja hefur það líklega verið vegna þess að þessir bílar voru á stærri dekkjum heldur en þekktust þá og þess vegna komust þeir meira en aðrir frekar en vegna eiginleika bílanna sjálfra.
21.11.2008 at 16:33 #633138Sá bíll sem við þekkjum sem Lapplander hefur tegundarheitið C202 og er útgáfa fyrir almenning af herbíl sem hét L3314. Lapplanderinn er raunar ekki sænskur heldur var hann framleiddur í Ungverjalandi fyrir Volvo.
Lapplander nafnið (stundum skrifað Laplander með einu p sem er líklega réttari ritháttur) er ekki bara Íslenskt heldur notað víðar t.d. sést það oft á Þýskum síðum en ég held að það komi ekki frá Volvo.
Valp er annað nafn sem ég hef stundum séð notað á C202 og L3314 bílana.
C303 er síðan öflugri og eitthvað stærri bíll sem er til bæði 4×4 og 6×6.
14.11.2008 at 18:00 #632762Samkvæmt "WHOIS" upplýsingum um jeepiceland.com hefði átt að endurnýja það 8 nóvember en það hefur greinilega ekki verið gert. Þannig að lénið er "On Hold" og þar með óvirkt.
Á mannamáli: Einhver hefur gleymt að borga.
18.09.2008 at 21:05 #628218Besta útfærslan af Small Block Chevy fyrir jeppa er 383. Hún hefur mestu slaglengdina og þar með auðveldast að fá mikið tog út úr henni.
Það sem er merkilegt við hana er að hún hefur aldrei verið til frá Chevy heldur er hún strókaður bastarður sem menn smíða með því að nota 350 blokk og sveifarás úr 400.
Spurning: Og hvers vegna þá ekki að nota 400 vélina?
Svar: Hún er vandræðagripur vegna þess að það er orðið svo lítið bil á milli sílendar að það eru engir almennilegir vatnsgangar á milli þeirra þannig að hún er mjög viðkvæm fyrir hita. Ber að forðast hana enda er hún hvort sem er mjög sjaldgæf en sveifarásinn er hins vegar mjög vinsæll varahlutur.Ef menn ætla sér að byggja almennilega vél eiga þeir að byrja með 350 fjögurra bolta blokk (fjórir boltar á höfuðlegubökkum, þær eru líka til með tveimur), þá er bara ímyndunaraflið (og kannski veskið) sem takmarkar hvað hægt er að gera. Hvað viltu? 1000hp? Tog sem fær öflugustu dieselvélar til að skammast sín? Ekkert mál, það hefur allt verið gert með Small Block Chevy. Það er engin vél til í heiminum sem býður upp á meira úrval af skemmtilegu dóti sem hægt er að kaupa heldur en þessar undravélar sem voru upphaflega hannaðar upp úr 1950.
20.08.2008 at 18:15 #627850Nokkuð örugglega er ekkert mál að nota biodiesel á hvaða dieselvél sem er.
Hins vegar eru jafnvel sumir hörðustu talsmenn þessarar vöru farnir að draga í land, t.d. er evrópusambandið búið að gefa út að þeir hafi verið of fljótir á sér að ýta undir framleiðslu á biodiesel.
Ástæðurnar eru m.a. eftirfarandi:
1. Það er of orkufrekt að framleiða það, það getur þurft 27-118% (eftir hráefni) meiri orku til að framleiða það heldur en kemur út úr framleiðslunni sjá [url=http://http://www.sciencedaily.com/releases/2005/07/050705231841.htm:2gcuwif0][b:2gcuwif0]hér[/b:2gcuwif0][/url:2gcuwif0], þegar tekið hefur verið tillit til vinnslu, flutninga o.s.fr.
2. Það er stór siðferðisleg spurning hvort það sé hægt að réttlæta framleiðslu á eldsneyti úr matvælum þegar milljónir svelta í heiminum.
3. Mikil eftirspurn vegna eldsneytisframleiðslu hefur nú þegar valdi mikilli hækkun á matvælum sem veldur ennþá meiri erfiðleikum í fátækari hlutum heimsins sem aftur kemur að ástæðu númer 2
4. Efnasamsetningin er önnur og það þarf að blanda ýmsum efnum í olíuna til að gera hana samkepnishæfa við jarðolíu, útkoman er sú að mengun frá biodiesel er ekki minni og jafnvel meiri ef eitthvað er.
03.07.2008 at 12:13 #625252Einn kosturinn við vefútgáfur er að það ætti að vera auðvelt að leiðrétta villur eins og þá sem Sigurður er að benda á.
01.07.2008 at 18:15 #625240Til hamingju með þetta. En ég er sammála Tryggva, tveggja dálka uppsetning á heima í prentuðu efni, ekki því sem gefið er út fyrir tölvuskjái.
14.06.2008 at 21:17 #624498Ég er að opna síðuna frá Austurríki og það er strax áberandi hvað hún er miklu hraðvirkari héðan.
29.05.2008 at 07:42 #202486Hann er nokkuð laglegur hjá Palla Hall
Nokkrar spurningar til Páls eða einhvers sem þekkir til:1. Er búið að fara prufuferð og hvernig gekk?
2. Hvað er hann þungur?
3. Hvernig var vandamálið með farþegahurðina leyst?
4. Hvernig er kostnaðurinn við að breyta svona bíl?
5. Einhver veruleg vandamál sem komu upp?
19.05.2008 at 07:51 #623046Hérna: [url=http://vefmidlar.visir.is/VefBlod:1jfb8eit][b:1jfb8eit]http://vefmidlar.visir.is/VefBlod[/b:1jfb8eit][/url:1jfb8eit] , Fréttablaðið-laugardagsblað. Skoða t.d. í html formi, velja "blaðhlutar" og þetta er í þeim hluta sem heitir "ALLT". Beinn linkur á síðuna er [url=http://vefblod.visir.is/index.php?s=2022&p=54200:1jfb8eit][b:1jfb8eit]hér[/b:1jfb8eit][/url:1jfb8eit]. Síðan er bara að klikka á greina og textinn kemur upp.
16.05.2008 at 23:33 #622902Snorri, ég veit ekki hver munurinn er á normal og ultimate diesel, líklega aðalega að hægt er að plokka meira af viðskiptavinunum. Ég prófaði þetta góðgæti á mínum eðal dieselfák (Ford Mondeo 2.0 TDCi) og fann engan merkjanlegan mun hvorki á afli né eyðslu en ég gerði svo sem engar vísindalegar kannanir á hvorugu.
Hvort Diesel á íslandi sé "hágæða" þá hef ég mínar efasemdir, vonum að það nái því að vera normal.
16.05.2008 at 19:29 #622894Mig langar að deila með ykkur verðinu hérna í Austurríki en ég var einmitt að koma heim frá því að fylla á frúarbílinn:
Diesel (normal): 1.384 Euro
Diesel Ultimate (hágæða): 1.459 Euro
Bensin (91okt): 1.334 Euro
Bensin Super (95okt): 1.334 Euro
Jarðgas (verð á kg): 0.899 EuroÞetta er úrvalið á bensinstöðinni sem ég versla oftast við (BP), jarðgasdælunni var bætt við í vetur þegar skipt var um allar dælur á stöðinni enda verða bílar sem ganga á LPG gasi (LPG = Liquefied petroleum gas) sífellt meira áberandi.
Hér fór verð á Diesel yfir verð á Bensini í fyrsta sinn í sögunni í vetur og þóttu mikil tíðindi enda eru um 60-70% fólksbíla hérna Dieselbílar.
14.05.2008 at 19:00 #622752Hérna kemur myndinn frá honum Olgeir "[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=4566:yqodzfl6][b:yqodzfl6]Weapon[/b:yqodzfl6][/url:yqodzfl6]"
[img:yqodzfl6]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51405.jpg[/img:yqodzfl6]
Eftirfarandi texti fylgdi með myndinni frá honum:
Þessi mynd er nú ekki mjög skýr,en samt segir hún sitthvað um ferðamátann á þessum árum,fatnað og fl. Ég sá einhversstaðar að þegar Chevrolet vörubílarnir voru teknir úr kössunum kom í ljós að einn bíllinn var Ford. Það var bíllinn sem Guðmundur Jónasson eignaðist og keyrði á yfir Tungnaá á Tangavaði 1949 og svo fyrsti bíll yfir Hófsvað 1950. Enn vantar marga gamla trukka eins og frambyggða Reoinn sem Austurleið átti auk þeirra sem ég nefndi í pistlinum á undan. Gaman af svona þráðum frekar en einhverju skítkasti út og suður.
-
AuthorReplies