Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2010 at 00:43 #686302
Það er náttúrulega hárrétt hjá þér Guðmundur GM rúlar að sjálfsögðu allavega þegar kemur að mótorum og hvernig gat ég gleymt Pontiac 455 (hún ætti eiginlega að heita 458). Þetta eru þá fjórar vélar sem maðurinn er að spyrja um og listinn er þá svona:
Chevrolet 454: 7.44 lítra, 108 mm borun, 100 mm slaglengd
Oldsmobile 455: 7,45 lítra, 104.8 mm borun, 108 mm slaglengd
Buick 455: 7,45 lítra, 109.54 mm borun, 99 mm slaglengd
Pontiac 455 (457.6 cu in) 7.5 lítra, 105.5 mm borun, 107.2 m
07.03.2010 at 22:37 #686292Þú ert eiginlega að spurja um þrjár mismunandi vélar vegna þess að það voru til bæði Oldsmobile 455 og Buick 455 og þær áttu ekkert annað sameiginlegt en að vera V8 frá GM. Ég eignaðist einu sinni Scout með Buick 455 og það var ekkert yfir henni að kvarta en ég myndi samt án þess að hugsa mig um taka Chevrolet 454 af þeirri einföldu ástæðu að hún er algengust og þess vegna mest úrval af dóti í hana og um leið ódýrast. Það bar hætt að framleiða Buick of Olds vélarnar um 1976 en 454 er enn til.
Chevrolet 454: 7.44 lítra, 108 mm borun, 100 mm slaglengd
Oldsmobile 455: 7,45 lítra, 104.8 mm borun, 108 mm slaglengd
Buick 455: 7,45 lítra, 109.54 mm borun, 99 mm slaglengd
17.02.2010 at 16:26 #683290Einn skipverji á varðskipi lést við björgunarstörf þegar flutningaskipið Vikartindur strandaði. Það atvik má rekja beint til þess að skipstjóri og eigendur Vikartinds drógu of lengi að þiggja aðstoð vegna þess að þeir þurftu að borga fyrir hana og loksins þegar þeir gáfust upp voru aðstæður orðnar miklu hættulegri. Því sama munu björgunarmenn lenda í ef það á að fara að rukka fyrir björgunarstörf, kall eftir hjálp mun koma seinna heldur en áður og aðstæður til björgunar verða erfiðari og hættulegri.
16.02.2010 at 14:27 #683392Nú getið þið bara lagt þessum ónýtu jeppadruslum ykkar og fengið ykkur Lödu!!
07.02.2010 at 23:47 #682080Efast stórlega um að þau séu lögleg til aksturs á vegum í Evrópu nema á vinnuvélum en þó er aldrei að vita.
03.02.2010 at 23:03 #681152Í þessari útfærslu þarf bíllinn að vera afturdrifin, fáir svoleiðis á markaðnum nema Benz og BMW.
31.01.2010 at 23:18 #679972Benz notaði svipað uppsetta kassa í flesta vinnubíla undir u.þ.b. 200hö frá litlum sendibílum upp í vörubíla. Væntanlega eru þeir misstórir og misöflugir en yfirleitt mjög svipað uppsettir. Þetta eru eiginlega ekki eiginlegir 5 gíra kassar heldur 4 gíra + extralágr. Mér fannst alltaf mesti gallinn á þeim að gírunin var svolítið ójöfn þannig að maður þurfti að þenja í rauðabotn í sumum gírum og svo dó næstum því á þeim þegar skipt var næsta sem er ekki gott þegar vélarnar eru afllitlar en skiptir kannski minna máli með stórar vélar. Ég man ekki eftir því að væru neitt að bila en það verður þó að hafa í huga að vélarnar sem sem voru fyrir framan þá voru gjörsamlega andvana þannig að það reyndi kannski ekki svo mikið á þá, veit ekki hvernig þeir standa sig aftan við alvöruvélar.
Seinna (líklega milli 1980 og 1990) fóru þeir að koma með sex gíra kassa (5 + extralágr) sem er kannski álitlegri kostur.
Hvað varðar að skipta þeim þá eru þeir engir fólksbílakassar, orginal eru þeir yfirleitt með frekar langri stöng og þar með ekki þungir að skipta þeim en með styttri stöng eru þeir væntanlega ekkert sérstaklega léttir né þægilegir.
24.01.2010 at 16:32 #679128Hef aldrei lent í þessu. Það er hins vegar þekkt vandamál ef vélar eru sýktar af illa skrifuðum njósnahugbúnaði (spyware) að við einhverjar aðstæður fari sá búnaður að taka fram fyrir hendurnar á fólki þegar það er að skrifa. Hins vegar eru þau tilfelli sem ég þekki um slíkt frekar tengd Íslenskum sérstöfum sem þessi óværa virðist ekki höndla almennilega heldur en alþjóðlegum stöfum eins og T. En til vonar og vara myndi ég skanna tölvuna með bæði vírusvörn og rusla/njósna skanna.
19.12.2009 at 21:41 #672284Hugsa að það sé rétt hjá Hafsteini að ZJ er ekkert endilega mikið notað þó að margir þekki það. Leit að "Grand Cherokee" skilar hins vegar 604 niðurstöðu (örugglega 605 eftir þennan póst).Það eru búnir að vera margir góðir þræðir hérna um þessa bíla.
17.12.2009 at 21:33 #671772Ég gerði smá tilraun, ég ákvað að athuga hvað tæki mig langan tíma að búa til nýtt albúm og setja mynd í það. Ég hef ekki sett mynd áður í þetta kerfi síðasta mynd sem ég setti inn var í gamla kerfið. Ég þekki kerfið af afspurn (þetta er jú eitt af vinsælustu myndakefum í heiminum) en ég hef aldrei notað það og þekkti þess vegna ekki aðgerðirnar sem þarf til að gera þetta, og ég ákvað að lesa EKKI leiðbeiningarnar
. Niðurstaðan er að eftir um það bil nákvæmlega 2 mínútur voru komin inn bæði nýtt albúm og mynd í albúmið.
Ég get skilið að þetta geti vafist fyrir þeim sem skilja ekki ensku (þýðing er vonandi á leiðinni) en að öðru leiti er þetta ekkert flóknara heldur en Facebook (sem er hræðilega lélegt hvað varðar það að skoða myndir). Það eru örugglega hægt að fara fleiri leiðir að þessu en þetta er það sem ég fann á þessum tveimur mínútum.Aðgerðirnar eru eftirfarandi ef búa á til nýtt albúm og setja inn mynd:
1. Opna myndaalbúm
2. Opna þitt albúm (heitir "Your Album" efst hægra megin).
3. Smella á örina við hliðina á "album action" (neðst vinstra megin) og velja "Add Album" úr fellilistanum.
4. Gefa albúminu nafn (Þarna eru fleiri möguleikar en ég notaði þá ekki í þetta skipti, það má líka gera eftirá)
5. Smella á "Create" og þá er albúmið tilbúið.
6. Smella á "Add Item" í listanum vinstra megin.
7. Smella á "Browse…" hnappin við hliðina á reitnum sem merktur er "FILE" og finna myndina ykkar og velja hana.
8. Smella á "Add Item" og myndin er komin inn eftir nokkrar sekúndur.Ef einungis á að bæta við mynd í eldra albúm er þetta aðferðin:
1. Opna myndaalbúm
2. Opna þitt albúm (heitir "Your Album" efst hægra megin).
3. Opna albúmið sem bæta á mynd inn í.
4. Smella á örina við hliðina á "album action" (neðst vinstra megin) og velja "Add Items" úr fellilistanum.
5. Smella á "Browse…" hnappin við hliðina á reitnum sem merktur er "FILE" og finna myndina ykkar og velja hana.
6. Smella á "Add Item" og myndin er komin inn eftir nokkrar sekúndur.Af hverju er þetta eitthvað flókið? Og hvað varðar að bara tölvumönnum finnist þetta einfalt þá þarf ekki bifvélavirkja til að keyra bíl heldur bara að setja sig inn í hvernig hlutirnir virka.
26.10.2009 at 16:36 #663778Þú áttir bara að borga hel&$%#s sektina og heimta síðan bílinn "þinn".
06.10.2009 at 13:31 #659722Ég veit alveg hvers vegna ég hætti að heimsækja vef 4×4 á tímabil og það hefur ekkert með síðuna sjálfa að gera heldur fólk. Á tímabili fóru flestir þræðir út í skítkast, leiðindi og persónulegan níð og þar sem ég hef takmarkaðan áhuga á að lesa svoleiðis hætti ég að nenna að opna vefinn og mig grunar að svo sé um fleiri. Þó að þetta virðist hafa lagast þá er of mikið af þessum ósóma í gangi ennþá og ég held að mikið af tryggum lesendum vefsins séu einfaldlega farnir og komi ekkert endilega aftur í bráð.
Hvað varðar vefinn þá held ég að það hafi verið hárrétt ákvörðun að hverfa frá notkun gamla kerfisins vegna þess að í félagskap eins og þessum þar sem vinnan byggist á sjálfboðaliðum og menn koma og fara er nánast vonlaust að halda uppi þekkingu til að halda í gangi sérsniðnu kerfi eins og gamla vefnum.
Kerfin þrjú sem þessi nýji vefur er saumaður saman úr (Vefurinn sjálfur=[b:3gfv4uc8]Joomla[/b:3gfv4uc8], spjallkerfið=[b:3gfv4uc8]phpBB[/b:3gfv4uc8] og myndaalbúmin=[b:3gfv4uc8]Gallery2[/b:3gfv4uc8]) eru hins meðal vegar vinsælustu og mest notuðu kerfi í heiminum hvert á sínu sviði og miklu auðveldara að finna fólk sem getur haldið þessu gangandi og á vefnum í gegnum leitarvélar má finna endalausan fróðleik og ráð við vandamálum. Einnig eru þau öll mjög sveigjanleg hvað varðar útlit og uppsetningu.
Hvað útlitið og uppsetninguna varðar þá er endalaust hægt að deila, persónulega finnst mér þetta frekar ljótur vefur og myndi vilja breyta því, og það sem menn þurfa að skilja er að breyting á útliti og uppsetning á vef sem er byggður upp eins og þessi er einfaldlega eins og að skipta um föt. Ef aðalfundur myndi t.d. ákveða að það ætti að skipta um útlit þá er bara að "sauma fötin" (fullt til af fólki sem kann það) og þegar þau eru tilbúinn kemur vefurinn upp með gerbreyttu útliti eftir nokkra músarsmelli án þess að það þurfi neitt að eiga við innihaldið. Það væri jafnvel hægt að hafa í gangi nokkur mismunandi afbrigði af útlitinu í gangi og menn gætu valið hvernig þeir vilja sjá vefinn ef vilji væri fyrir hendi.
03.10.2009 at 15:42 #659690Bragi var hér að framan að kvarta yfir að smettið á Jóni Gnarr væri að flækjast fyrir honum og ég er sammála, þessi auglýsing er á ferlega leiðinlegum stað að því leiti að hún ýtir öllu efni neðar á síðuna og þá þarf að skrolla meira fyrri vikið (já já, ég veit að hún skaffar okkur peninga en hún er jafn leiðinleg fyrir því).
En á öllum vandamálum er til lausn eins og þeir vita sem smíða fjallajeppa úr afgöngum og brotajárni. Fyrir bæði Internet Explorer og Firefox eru til viðbætur sem blokka auglýsingar og með þeim er auðvelt að fjarlægja þetta glottandi andlit og enturheimta skjáplássið.
Hvað varðar þá sem eru að kvarta mest yfir myndaalbúminu held ég að gildi: [b:gi0tsksb][size=150:gi0tsksb]RTFM[/size:gi0tsksb][/b:gi0tsksb].
(Þetta þýðir fyrir þá sem ekki vita: (Read the Fucking Manual eða á Íslensku "lestu helvítis leiðbeiningarnar")
25.09.2009 at 15:28 #658630Ratarvarar virka fínt ef það er einhver umferð, þá verðurðu var við þegar verið er að mæla bílana á undan þér, ef þú ert einn á ferð ertu í verri málum. Valentine One er talinn bestur í öllum testum sem ég hef séð en hann er heldur ekki sá ódýrasti. http://www.valentineone.eu eða http://www.valentine1.com/ Þeir eru stilltir mismunandi fyrir mismunandi lönd.
31.08.2009 at 13:13 #655798Ég hef nú ekki gáð hvernig þetta virkar nýlega en það var allavega þannig að það var hægt að breyta pósti í u.þ.b. klukkutíma eftir að hann var settur inn en siðan ekki meir. Þetta var fært í þetta horf vegna þess að menn voru að breita og taka út löngu eftir að póstarnir voru birtir og það setti oft það sem á eftir kom og heilu þræðina algjörlega úr samhengi þannig það þeir voru þeim sem lásu þræðina síðar óskiljanlegir.
22.08.2009 at 13:23 #649304Það sem pirrar mig pínulítið er að þegar farið er í "´[b:2vn2fk09]Sýna virkar umræður[/b:2vn2fk09]" og "[b:2vn2fk09]Sýna nýja pósta[/b:2vn2fk09]" koma bæði umræður og auglýsingar, ég myndi vilja hafa þetta meira aðskilið ef hægt er.
29.06.2009 at 14:14 #649254[quote="asigurds":bkyg39zr] við viljum leyfa ótakmarkaðan tíma á breytingar á auglýsingunum, en ekki á spjallinu. þetta eru viðbætur sem þarf að setja inn í spjallkerfið og eru akkúrat í prófun hjá okkur núna.[/quote:bkyg39zr]
Það er líka pirrandi að þegar maður fer í linkana: "[b:bkyg39zr][i:bkyg39zr]Sýna pósta sem ekki hefur verið svarað • Sýna nýja pósta • Sýna virkar umræður[/i:bkyg39zr][/b:bkyg39zr]" þá koma allar auglýsingarnar innan um umræðurnar. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það hefði verið betra fyrir ykkur að setja upp tvær uppsetningar af phpBB, aðra fyrir spjall en hina fyrir auglýsingar en hugsamlega hefði það samt búið til fleiri vandamál heldur en að það leysti. En það að nota spjallkerfið fyrir auglýsingar er eitthvað sem mér finnst að öðru leiti vera að koma vel út.
Síðan vantar að sjálfsögðu linkana: "[b:bkyg39zr]Sýna nýjar auglýsingar • Sýna allar auglýsingar[/b:bkyg39zr]"
27.06.2009 at 17:05 #649640Diesel? Powerstroke? Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað svona græja kostar eða hvað kostar að koma henni fyrir en gef mér tölu út í loftið, ein miljón íslenskar vandræðakrónur að kaupa vélina og það sem þarf til að koma henni í. Gefum okkur að bíllinn verði í gangi í 10 ár (húsbílar verða oft nokkuð gamlir), þá þarf diesel hækjan að vera 100.000kr ódýrari í rekstri á ári til að koma út á sléttu án þess að vextir séu teknir inn í dæmið, 200.000,- ef hann dugar í fimm ár. Tölurnar eru örugglega ekki réttar, hlýtur að vera einhver hérna sem getur fyllt réttar tölur inn í þetta reikningsdæmi.
27.06.2009 at 13:40 #650600Það var til útgáfa af "Small-block Chevy" sem var þekkt fyrir hitavandamál en það var 400 cid útgáfan en það var vegna þess að borunin var orðin svo mikil að það var ekki lengur pláss fyrir almennilega vatnsganga milli sílindrana. 350 cid vélinn er með nóg pláss á milli og ég hef aldrei heyrt að þær væru með hitavandamál.
Hins vegar gera menn stundum þau mistök þegar þeir setja stórar vélar í staðin fyrir litlar að nota áfram vatnskassann frá litlu vélinni og skilja svo ekkert í því að bílarnir fara að hita sig, vélinn þarf að sjálfsögðu vatnskassa sem passar henni.
Talandi um "Small-block Chevy" sem togmótor þá er líklega besta útgáfan af þeim vélum til að nota í jeppa 383 cid. Hún var aldrei til í neinum fjöldaframleiddum bíl en það mun vera hægt að fá hana sem varahlut frá GM og auðvelt er að búa hana til þegar menn eru að smíða svona vélar frá grunni. Hún er þannig að notuð er 350 blokk og 400 sveifarás. Við það verður hún slaglengri sem þýðir meira tog.
23.06.2009 at 15:04 #649240Það er stundum þannig að þegar verið er að uppfæra svona vefi finnst þeim sem eiga að nota vefinn finnst ekkert vera að gerast og ekkert gangi og þá gerast fólk þolinmótt og pirrað. Ein ástæðan fyrir "aðgerðaleysinu"er sú að það er yfirleitt ekkert verið að vinna við "lifandi" vefinn heldur fer mest öll vinnan fram á afriti af vefnum sem er á annari slóð heldur en opinberi vefurinn. Þetta er gert til þess að ekkert eyðileggist og engin truflun verði. Það er síðan fyrst þegar búið er að fullvissa sig um að allt virki rétt að breytingarnar eru fluttar yfir á aðalvefinn.
Eins og sást á myndunum sem Hafsteinn setti inn hérna að ofan er það akkúrat það sem er verið að gera á þessum vef, þar er til dæmis myndasafn komið í gang og í prófun sem ekki sést ennþá á aðalvefnum.
Þannig að það er best að anda með nefinu og njóta þess sem komið er, hitt mun skila sér bráðum.
-
AuthorReplies