You are here: Home / Einar Steinsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Einhvernveginn hef ég aldrei litið á Útivist og Ferðafélag Íslands sem fyrirtæki heldur klúbba áhugafólks um útivist (yfirsást mér eitthvað?) þannig að ég get ekki skilið að hér geti verið einhverjir hagsmunaárekstrar.
Kann einhver að breyta flokkinum sem myndirnar lenda í eftir á. Mikið af myndum er að koma undir flokknum "Gamla síðan", þar á meðal mínar, klaufaskapur hjá mér ég veit en er hægt að breyta því?
Einhver hérna var að tala um ameríska bíla og Grand Cherokee í sömu andrá. Það er eiginlega ekki alveg rétt. Bílarnir sem voru fluttir inn nýir af Jöfri og væntanlega þá líka þeir sem Ræsir flytur inn núna hafa aldrei til USA komið. Þeir eru smíðaðir í Austurríki.
Og t.d. hefur aldrei verið smíðaður neinn svona bíll með diselvél í USA, þá er eingöngu hægt að fá frá Austurríki.
Þetta gildir um Grand Cherokee og mig grunar að það sama gildi um "litla" Cherokee og Wrangler líka.
En bílarnir sem eru fluttir frá Ameríku eru náttúrulega jafn amerískir og Elvis.
Svo er náttúrulega stór hluti af Toyotum og Nissan sem eru að streyma til landsins í dag breskir eða spánskir, vissuð þið það?
Einar Steinsson