Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.06.2010 at 06:48 #696562
Man eftir að hafa heyrt um þessa Stapa stúlku en síðan eru til fleiri svipaðar sögur annarstaðar af landinu. Alltaf gaman að góðum draugasögum.
21.05.2010 at 13:24 #693794Það sem er nú kannski athyglisverðast við þetta allt saman er að bilanir skuli allt í einu vera orðnar skemmtilegar og það sem meira er skemmtiefni
17.05.2010 at 18:57 #693742Ég þekki ekki af eigin raun bílana sem komu eftir 1998 (WJ) en ég átti 1996 4L bíl (ZJ) og það var ekkert nema gott um bæði vél og bíl að segja.
4L vélin er jeppavélar jálkur af gamla skólanum og nánast ódrepandi ef það er hugsað um grunnþarfir eins og olíuskipti og svoleiðis. Hún er ekki nein kvartmíluvél en vinnur samt ágætlega og togar eins og jeppavél á að gera.
4.7L vélin er nýrri hönnun, kom ný 1999 og ég þekki hana ekki en hef aldrei heyrt neitt nema gott um hana og flestir virðast sammála um að hún sé þrælskemmtileg. Eftir 2002 koma þær í tveimur útgáfum, venjuleg (223hö) og hinsvegar "high output" 258hö í Grand Cherokee Overland.
Hvað það varðar að keyra þessa bíla á gasi þá er það breyting sem er mjög algengt að menn geri á þessum bílum úti í Evrópu og miðað við hvað það er algengt mætti halda að það komi vel út. Ég setti að ganni mínu upp leit á http://mobile.de að Grand Cherokee (allar árgerðir) sem væru til sölu með gaskerfi og fékk 80 bíla.
Að keyra svona bíl mestmegnis sem innanbæjarbíl er í sjálfu sér sóun en ef menn vilja vera dags daglega á jeppa er varla til skemmtilegri bíll. Þeir eru snarpir liprir og ljúfir í akstri og það fer vel um mann í þeim, þeir eru alls ekki mikið stærri en stórir fólksbílar þannig að það er ekki neitt mál að koma þeim fyrir. Það er nóg pláss í þeim og þeir eru vel búnir.
Það er hins vegar ekki hægt að ganga framhjá því að þetta eru bílar sem eru að fara með 18-22 lítra í hreinum innanbæjarakstri (ég sá 24 lítra hjá mér við allra verstu aðstæður að vetri til), þeir sem reyna að halda öðru fram eru einfaldlega haldnir veruleikafyrringu.
Varahlutir eru ekkert vandamál. Í fyrsta lagi bila þeir ekki mikið og þegar þeir bila er afskaplega einfalt að fá í þá frá t.d. Benna eða Bílabúð H Jónsson & Co. Eina sem ég lenti í vandræðum með var framljós vegna þess að minn bíll var smíðaður í Austurríki fyrir Evrópumarkað (allir bílarnir sem eru seldir nýir af umboðum í Evrópu eru smíðaðir þar en ekki í USA) og ljósin í þeim voru öðruvísi og hvorugur þessara aðila gat reddað því og ef ég hefði keypt það í umboðinu sem þá var Ræsir hefði það kostað skelfilega upphæð. Ég endaði með því að láta kunningja minn kaupa það í Þýskalandi og senda mér það.
Niðurstaða:
Þrælgóðir, þrælskemmtilegir og vandaðir bílar og alvöru jeppar, drífðu þig í því að kaupa eitt stykki.
13.05.2010 at 23:29 #693292[quote="ingaling":3s8k51yw]Megi guð gefa okkur fulla gjöf og engar bremsur. Amen.[/quote:3s8k51yw]
Það þýðir ekkert að segja þetta við þá sem eru á hrísgrjónadósunum, það gerist ekkert hjá þeim við fulla gjöf.
09.05.2010 at 19:16 #693276Svona er hægt að leysa bremsumálið.
[attachment=0:1t5bkpa7]animation2009.gif[/attachment:1t5bkpa7]
09.05.2010 at 17:23 #693270Þið misskiljið þetta, þessir menn komast ekkert nema malbik á þessum tíkum sínum og þurfa að hafa með sér JEEP til að nota utan malbiksins.
01.05.2010 at 08:23 #692210Það kemur t.d. fram undir "[b:2x6frloa]Spjallið – Fletta spjalli[/b:2x6frloa]" nánar til tekið hérna:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … topics&fid
08.04.2010 at 20:58 #689776Ótrúleg heppni að þeir notuðu Toyotu og komust þar með ekki mjög langt….
08.04.2010 at 18:03 #689766[quote="mbl.is":12ebh9hn]Varðandi fréttaflutning og umræðu um „akstur á hrauninu“ er rétt að taka fram að eingöngu var framdekkjum á einum bíl ekið upp á heitan hraunjaðarinn. Tilgangurinn var að láta kvikna í dekki fyrir myndavélarnar og þegar því markmiði hafði verið náð var bílnum þegar í stað bakkað niður af hraunjaðrinum aftur.[/quote:12ebh9hn]
Það er greinilega eitthvað orðum aukið að "ekið hafi verið á hrauninu"
08.04.2010 at 14:18 #689864Einmitt
Stundum þarf að vísu að "þýða" lausnina
08.04.2010 at 13:58 #689860Sama setningin á tveimur tungumálum (Kínversku eða japönsku og arabísku), þýðingin er líklegast:
[i:mncoqiya]"Þetta á líklega að vera hrós hjá þér en ég tek því bara ekki þannig"[/i:mncoqiya]
01.04.2010 at 16:18 #688802Ef þú ætlar að kaupa Grand Cherokee ZJ (1993–1998) þá áttu einmitt að velja 96-98 árgerðina en ekki 93-95. 1996 voru gerðar heilmiklar breytinga á þessum bílum, t.d. er QuatraTrack millikassinn orðin nothæfur í 1996 og yngri en var það eiginlega ekki í eldri bílunum.
01.04.2010 at 16:05 #681768Það á að vera hægt að stilla spjallkerfið þannig að það minnki myndina sjálfvirkt þannig að hún passi inn í spjallvefinn.
30.03.2010 at 14:11 #688538[quote="Bragi":3ggiisdy]Þetta er nú ekki svo slæmt hér:
Póstar samtals 131792 • Samtals umræður 20593 • Meðlimir samtals 6542 • Nýjasti notandinn er kjarrihEr að spá í hverju menn séu að ýja að með þessari getraun ??[/quote:3ggiisdy]
Eins og Jón "Ofsi" benti á eru tölurnar f4x4.is margra ára samansafn og ekki bara það heldur er búið að læsa talsverðan hluta af þessum 6542 notendum úti í kuldanum. Það væri gaman að vita hve stór hluti af þessari tölu eru virkir notendur.[quote="stefanio":3ggiisdy]Þessi síða náði hápunkti sínum 2006-7 og hefur svo hægt og rólega verið að deyja. [/quote:3ggiisdy]
Fyrri hlutin af þessu gæti verið rétt en ég held nú ekki að hún muni alveg deyja drottni sínum þó að þessi lokun hafi að mínu áliti verið ansi markviss tilraun til sjálfsvígs og á allan hátt illa ígrunduð.
29.03.2010 at 20:16 #688522Líflegur og nokkuð vel heppnaður spjallvefur.
27.03.2010 at 17:30 #688202[quote="cruser":3cop3kai]Ég get ekki opnað þennann link hjá Landsbjörg.
Kv Bjarki[/quote:3cop3kai]
7-ZIP heitir mjög gott frítt forrit sem opnar nánast allar tegundur af þjöppuðum skrám (og býr líka til ýmsar tegundir) þar á meðal þetta "RAR" format, það er hægt að ná í það á: http://www.7-zip.org
22.03.2010 at 22:10 #687498Þrátt fyrir að Jeep sé einhver allra mesta vélamella allra tíma þá hefur það aldrei farið þeim vel að vera með olíubrennara.
19.03.2010 at 11:57 #6874841995-1998 árgerð (ZJ) kom með Ítalskri VM Motori 4 sílendra 2,5L 114 hö 300 Nm
1999-2001 árgerð (WJ) kom með Ítalskri VM Motori 5 sílendra 3,1L 138 hö 384 Nm
2001-2004 árgerð (WJ) kom með Mercedes Benz 5 sílendra 2.7L 161 hö 400 Nm
2005-2010 árgerð (WK) kom með Mercedes Benz V6 3L 215 hö 512 NmBílar sem eru voru smíðaðir í Ameríku og fyrir Ameríkumarkað hafa aldrei verið smíðaðir eða seldir með dieselvélum, það eru einungis bílar sem eru smíðaðir í Austurríki fyrir Evrópumarkað sem koma með diesel.
Til gamans má geta þess að einfaldasta leiðin til að sjá hvort Grand er framleiddur í Evrópu eða Ameríku er að skoða hvort mílu eða Km tölurnar eru stærri á hraðamælinum, í Evrópu bíl eru stórar Km tölur og litlar mílu tölur en öfugt í bílum sem framleiddir eru í Ameríku (gildir allavega fyrir 1993-1998 ZJ).
14.03.2010 at 00:59 #686864Frekar rólegt hérna, lítið hægt að rífast þegar engin svarar.
11.03.2010 at 22:34 #686596Í mínum bílakaupaleiðöngrum í gegnum tíðina hef ég nokkrum sinnum labbað nokkra hringi í kringum HiLux enda eru þetta snilldar bílar. En það hefur alltaf verið það sama sem stoppaði mig frá því að kaupa. Ég er svona aðeins meira en meðalmaður á hæð og ég nenni ekki að eiga og aka bíl þar sem afstaða sætis og yfirbyggingar er þannig að ég þarf að aka með hnén nánast upp í nösunum.
-
AuthorReplies