Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.08.2006 at 00:54 #557320
Einu vélarnar sem hægt var að breyta úr bensín í diesel sem ég man eftir voru gömlu 4 cilendra vélarnar í Landrover seriu II og III. Minnir að olíuverkinu hafi verið stungið í kveikjugatið!!!
28.07.2006 at 11:26 #556870Sammála, allt teiknað af tölvum og þær hugsa allar eins. En þessi (og nokkrir aðrir) sannar að það hugsa ekki allir eins: [url=http://www.pakwheels.com/wallpapersview.asp?galleryId=2&manId=242&catId=246&imageField.x=46&imageField.y=13:14yav30w][b:14yav30w]Jeep Rescue[/b:14yav30w][/url:14yav30w]
18.07.2006 at 00:22 #556562Það fæst aldrei neitt af viti út úr eigendum Toy og Datsun. Það eina sem þeir kunna er: "Minn er miklu betri en þinn og drífur miklu betur".
15.07.2006 at 17:01 #556436Snilldarbílar og aldrei verið með ódýrari jeppaútgerð og kvikindið bilaði varla. En svo urðu mér þau mistök á að fara Gæsavatnaleið á honum. Hann komst svo sem alla leið en ég mátti þakka fyrir að tína ekki nýrunum á leiðinni og ég lofaði sjálfum mér að fara þá leið aldrei aftur fyrr en ég eignaðist bíl sem fjarðaði að minsta kosti smávegis.
14.07.2006 at 15:49 #556242Rétt hjá þér nafni, enda er ekki óalgengt að sjá kerrur sem hafa sligast undan hlassinu með bogin öxul. Þú spurðir um þyngd, mín kerra (heimasmíðuð) er með palli sem er 3m x 1.25m og með alvöru sverum öxli og á 15" dekkjum er 260kg samkvæmt löggiltri vikt.
14.07.2006 at 14:11 #556238Ég hef alltaf skilið þetta með 750kg þannig að það skipti engu máli hvað hún er burðarmikil, ef hún er hemlalaus þá má aldrei setja á hana meira hlass en það að kerra+hlass verði ekki meira en 750kg. Og það jafnvel þó að kerran geti fræðilega borið 7500kg. Mér finnst þetta alls ekki vitlaus regla því að ég veit af eigin reynslu að kerra af þessari þyngd ýtir þó nokkuð hraustlega á bíl í bratta eða við hemlun.
12.07.2006 at 14:25 #556076Ég vildi heldur ekki lenda í árekstri við 40 tonna trailer ef ég væri á Yaris. Bílar eru bara misjafnir og lítið við því að gera.
21.06.2006 at 13:33 #555016Ef skiptingin getur verið í P þá er öxullinn aftur úr skiptingunni læstur fastur og þá ætti að vera í lagi að draga skiftingarinnar vegna en ég hef heyrt að sumum millikössum sé illa við þetta.
Hvað varðar sjálfskiptingar og beinskiptingar varðar þá er það eins og að starta bíl, það er fræðilega hægt að snúa bíl í gang með sveif en það er löngu búið að finna upp startarann. En svo eru sumir náttúrulega svo miklir böðlar og fantar að það er ekkert hægt að láta í hendurnar á þeim nema gróf verkfæri eins og sleggjur, járnkalla og beinskipta gírkassa.
18.06.2006 at 21:12 #554822Það er silikon-mismunadrif í millikassanum og þetta hljómar eins og lýsing á því hvernig það byrjar að gefa sig. Það er ekki eins og margir halda að það fari að gefa eftir heldur missir kvoðan einmitt eiginleikan til að gefa eftir og bíllinn virkar eins og hann sé læstur, það er sagt versna þegar hann hitnar. Þetta er svona köggull sem öxlar ganga inn í framan og aftan þannig að það á ekki að vera mikið mál að skipta um hann en hann er því miður ekki ódýr
16.06.2006 at 20:21 #554602Það er rétt hjá nafna mínum að að fara undan straumi er ekki eina leiðin til að fara yfir, stundum eru aðstæður þannig að það er enginn önnur leið en upp á móti eða að vaðið undan er svo slæmt að skársti kosturinn er að fara upp ánna og þá er bara að láta sig hafa það eða snúa við (sem er ALLTAF kostur). Svo er lika hægt að fara þvert yfir en þá er eins gott að standa klár á því að lenda ekki niður fyrir áætlaðan lendingarstað því að bíll sem fer þvert í straumvatn rekur oft ótrúlega mikið undan straumi.
Hvað það varðar að leggja sig í hættu við að bjarga bílum úr ám veit ég um marga rútueigendur sem banna sínum mönnum að nota bílana í björgunaraðgerðum nema að um líf og dauða sé að tefla. Ástæðan er að þeir eru orðnir þreyttir á skemdum á bílum í svoleiðis æfingum sem enginn er síðan tilbúinn að borga.
Ég held síðan að það sé öllum hollt að fá að skoða myndaalbúmið sem er til hjá skálavörðunum í Langadal með myndum af hinum ýmsu óhöppum í ánum í nágrenninu.
15.06.2006 at 22:06 #554594Þegar ég var að keyra rútur þarna inneftir varð ég oft var við það að jeppar sem voru þarna á ferðinni biðu eftir okkur á rútunum til að sjá hvernig við færum yfir og komu svo á eftir okkur og það er svosem eðlilegt en menn gleyma því oft að stór rúta þarf annarskonar vað heldur en jeppi. Margar af þeim rútum sem eru þarna á ferðinni eru með loftinntakið í hátt í tveggja metra hæð og jafnvel með búnað til að geta tekið loftið innan úr bílnum. Hún er líka kannski 10-15 tonn á þyngd og þetta gefur henni færi á að fara í miklu dýpra vatn heldur en jeppi getur leyft sér. Rútan er hins vegar löng á milli hjóla og löng fyrir aftan afturhjól og er þess vegna viðkvæm fyrir bröttum bökkum sem jeppi klifrar auðveldlega uppá. Þess vegna er staðurinn sem rútan fór yfir ekki endilega besti staðurinn fyrir jeppa.
Einhver hérna var að tala um að fara skáhalt upp í strauminn en því er ég algjörlega ósammála og hef alltaf reynt að fara undan straumi ef það er nokkur möguleiki. Fyrir því eru tvær ástæður.
1. Streymandi vatn býr yfir ótrúlegri orku og ef þú ekur á móti straumi þarftu að vinna upp þennan kraft en ef þú ekur undan straumi bætist hann við afl bílsins. Ég veit dæmi um bíla sem hafa lent í að hafa ekki afl til að aka á móti miklum straumi þó að þeir hafi haft grip.
2. Þeim megin sem straumurinn er verður vatnsborðið hærra en undan straumi lækkar það og það þýðir að ef þú ekur á móti straumi ertu fyrr búinn að fá vatið í þá hæð sem loftinntakið er.
15.06.2006 at 21:14 #554590… hvað ég er búinn að fara oft inn í Þórsmörk á hinum ýmsu faratækjum frá handónýtum rútukálfum til öflugra jeppa og einnig á öflugustu fjallatrukkum (4×4 rútum) sem völ er á, en mér hefur aldrei tekist að fara þarna inn eftir án þess að hafa hnút í maganum hvort sem það er lítið vatn eða mikið. Og ég er á því að þann dag sem ég fer framhjá gömlu Markafljótsbrúnni án þessa hnúts er komin tími til að snúa við og fara eitthvað annað. Það vill gleymast að Þórsmörk hefur tekið fleiri mannslíf á síðari tímum heldur en flestar ef ekki allar aðrar fjallaslóðir og maður hefur séð menn sína ótrúlegt kæruleysi og að mínu áliti oft hreinan hálfvitaskap í ánum þarna.
08.06.2006 at 20:31 #554128Ólýginn sagði mér að einu sinni hefði komið nýr Land Rover til landsins og hann hefði ekki lekið (hvorki inn né út). Þegar bretarnir fréttu af þessu sendu þeir flugvél eftir honum og flugu með hann aftur í verksmiðjurnar og unnu í honum dag og nótt þangað til hann lak eins og sannur Land Rover (bæði inn og út). Síðan var hann sendur til eigandans aftur. Skúli var þetta nokkuð þinn? Annars hef ég alltaf hlýjar tilfinningar til þeirra enda byrjaði ég minn ökumannsferil á einum slíkum þegar ég var 10 ára. Þetta eru alvöru jeppar ekki fólksbílar á sterum. (Sagan er stolin og stílfærð af vef Land Rover manna)
07.06.2006 at 23:17 #553820STEYR er ekki beinlínis systurbíll G bílsins heldur eru þeir báðir framleidir í sömu STEYR verksmiðjunni í Austurríki og hann er upphaflega hannaður af STEYR, ekki MB. Damler Bens keypti hinsvegar STEYR einhvertíman á síðustu öld. Austurríki er eina landið þar sem hann er seldur sem STEYR. Síðan mun hann vera til líka undir merkjum Peugeot þá framleiddur í Frakklandi.
22.03.2006 at 00:56 #547100Samála Ásgeiri, átti sjálfur Scout með no-spin f/a, snilldarbúnaður. Alltaf til taks, ekkert vesen með loft eða rafmagn, bara einfaldlega virkaði og sveik aldrei. Innanbæjar er hægt að lifa með þeim en það krefst ákveðins aksturslags. Í hálku var hann ekki verri en bíll með diskalæsingum.
13.03.2006 at 00:34 #546248…af nýja Hummernum hans Þóris? Eru einhverjar myndir til af honum?
02.03.2006 at 20:49 #545346Óskar er væntanlega að tala um bókamarkaðinn í Perlunni
19.02.2006 at 20:38 #543366Eftir mínum upplýsingur var ein af mörgum endurbótum sem var gerð á Grand Cherokee 1996 að NP 249 millikassin var eftir það með læstum millikassa í lágadrifi, þ.e. Sídrif – Hlutlaus – Læst lága.
Þegar þessar silikon (þetta er ekki nein olía heldur seigfjlótandi silikon kvoða) kúplingar fara að bila er það ekki þannig að þær fari að svíkja heldur öfugt, þær missa þann eiginleika að gefa eftir.
12.02.2006 at 20:38 #542458Hver eru inntökuskilyrðin? Toyotu og Nissan eigendur komast væntanlega sjálfkrafa inn?
06.02.2006 at 03:14 #541624Ég er enginn FORD maður en ég verða að viðurkenna að með réttu pústkerfi koma dýrlegustu hljóð sem til eru úr nokkuri bílvél úr þessum gömlu gripum.
-
AuthorReplies