Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.10.2006 at 20:06 #563424
Ég man eftir nokkrum óhöppum og því miður líka banaslysum í ám á breyttum bílum. Held að heimskan hafi ekkert með breytta eða óbreytta bíla að gera.
02.10.2006 at 08:20 #562028Mer finnst allavega grillinu vera illa stolið frá Cadillac Escalade. En það er svo sem ekki nema von að bílar séu farnir að líkjas hver öðrum, þeir eru allir hannaðir af tölvum með hliðsjón af loftmótstöðu og tölvurnar komast allar að sömu niðurstöðu. Það sem mér finnst hinsvegar gott að sjá er að nýjir bílar eru að koma með almennilegt "andlit" aftur þ.e. stórt og veglegt grill. Mér finnst fátt ljótara en þeir bílar sem komu á tímabili í lok síðustu aldar með ekkert á trýninu nema litlar loftraufar.
28.09.2006 at 19:47 #561720* Þegar þú finnur reglulega riðflyksur í eyrunum
* Þegar WD40 hefur hærri forgang í innkaupum heimilisins heldur en mjólk
* Þegar merki eftir vélarblokk sjást á eldhúsborðinu
* Þegar þú finnur engin föt sem ekki eru með geymasýrugötum eða vélarolíu blettum
* Þegar ekki einu sinni rússar trúa því að bíllinn þinn sé bara tuttugu ára gamall
* Þegar einu búðirnar sem þú þekkir í bænum eru partasalar og verkfærabúðir
* Þegar þú veltir því fyrir þér hvers vegna mosinn í hurðunum er grænni heldur en garðurinn þinn
* Þegar þú ert vanur því að slökkva á aðalljósunum áður en þú gefur stefnuljós vegna þessa að þau geta ekki unnið saman
* Þegar þú getur ekki gert upp við þig hvort þú átt að leggja bílnum í brekku vegna þess að startarinn gæti klikkað eða niðri á jafnsléttu vegna þess að handbremsan gæti bilað
* Þegar þú ferð í úlpuna þegar þú ferð inn í bílinn
* Þegar konan veit að ef þú kemur ekki heim heila nótt er það ekki vegna þess að þú ert með annari konu heldur ertu fastur úti í mýri
* Þegar lögreglan tekur í hendina á þér og óskar þér til hamingju þegar þeir taka þig fyrir of hraðan akstur
* Þegar þú stoppar á bensínstöðvum til að fylla af smurolíu og tékka á eldsneytisstöðunni í leiðinni
* Þegar þú geymir olíuhreinsi í sturtunni
* Þegar þú ferð að hugsa um LUKAS rafkerfi þegar einhver reykjir nálægt þér
27.09.2006 at 23:48 #561558Er ekki komin tími til að hætta að hræra í þessum helv… leiðinda grautarpotti og fá sé sjálfbíttara í eðalvagninn???
12.09.2006 at 20:00 #559982…en nota evrópskar CB stöðvar ekki aðrar tíðnir heldur en amerískar CB ???
12.09.2006 at 19:49 #559946Ég hef það oft á tilfinningunni að það sé talið til mannréttinda að hafa bílpróf á Íslandi en geta og hæfileikar til að aka bíl sé ekki talin nauðsynleg.
07.09.2006 at 11:22 #559540Bíllinn á myndinni er líklegast frá því nítjánhundruðsextíu og eitthvað og ef það verður svona mikið eftir af Toyotunni þinni þegar hún verður orðinn fertug þá ertu í góðum málum.
06.09.2006 at 20:09 #559484… þá var það atvinna mín að aka yfir Hellisheiðina nokkrar ferðir á dag. Maður sá þetta sumar nokkuð mörg tilfelli þegar hurð skall nærri hælum en tiltölulega fá þeirra voru vegna vegna ofsaaksturs þó að það kæmi fyrir. Flest þessara tilfella urðu í venjulegum framúrakstri í kringum bíla sem óku hægar en eðlilegur umferðarhraði sem var þarna 90-110. Þegar menn héldu þessum eðlilega umferðarhraða var yfirleitt ekkert að gerast og engin að taka framúr og þess vegna engin hætta á ferðum. Hvað varðar upprunalegt efni þráðarins þá finnst mér persónulega hundleiðinlegt og líka afskaplega þreytandi að draga með bíl sem hefur ekki afl til þess. Þú þarft að vera allan tíman á vaktinni að spá í að missa ekki niður hraða að óþörfu, misbjóða ekki bílnum og athuga hvort þú ert ekki fyrir. þetta er þreytandi bæði andlega og líkamlega. Að draga með bíl sem hefur nóg afl er miklu meira afslappandi og þú nýtur ferðalagsins betur. Og þar á ofan kemur aflmeiri bíllinn líklega til með að eyða minna.
01.09.2006 at 20:17 #559170Er einhverstaðar hægt að lesa um þessa frægðarför annarstaðar heldur en í þessu blaði?
31.08.2006 at 20:55 #559066Gæsavatnaleið – Bensíneyðla – Verkfræðingar að pissa – Óli Ket – Vegagerð í Kömbum. hvar lendum við næst?
31.08.2006 at 20:13 #559076Ef þið hafið áhuga á að keyra ekki allan tíman heldur rölta svolítið líka mæli ég með Strútslaug, það er um klukkustundar labb frá bílastæði.
31.08.2006 at 20:06 #559060Þessi orð um verkfræðinga eru ef ég man rétt höfð eftir Ólafi Ketilssyni rútubílaeiganda á Laugarvatni og voru höfð um verfræðinga ákveðinnar stofnunar þ.e. Vegagerðar Ríkisins en honum var sérlega uppsigað við þá og taldi sig vita mun betur hvernig ætti að leggja vegi. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann hafði mun meira vit á þvi en þeir.
31.08.2006 at 14:40 #559000Jæja þeir hafa sex ár til að leysa málið. Hef trú á því að miðað við orkuverð og kröfur um umhverfisvernd í dag finni þeir lausn á þeim tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bandarískir bílaframleiðendur hafa þurft að hisja upp um sig vegna reglugera. Kannski henda þeir líka þessari vel rúmlega hundrað ára hönnun sem srengjihreifillinn er og fara að nota þessa nýju furðulegu vél sem þráðurinn átti að fjalla um. Vill ekki einhver setja sig í sambandvið manninn og gerast "testari" á þessa fínu græju? Og talandi um nýjar vélar þá veit ég að einhverstaðar í heiminum er verið að hanna og prófa bílvélar sem byggja á nútíma útfærslu á gufuvél.
31.08.2006 at 08:53 #558996Miðað við þetta [url=http://www.greencarcongress.com/2006/07/cummins_to_prod.html:emgjpyzc][b:emgjpyzc]hérna[/b:emgjpyzc][/url:emgjpyzc] eru góðar fréttir af dieselvélum í USA
24.08.2006 at 20:08 #558602Hef tvisvar lent því að slökkva eld í bílum. Í fyrra sinnið var eldur í húddinu á Willis jeppa inni í húsi, logarnir náðu upp í þak en ein gusa úr tækinu kæfði hann. Í seinna sinnið var það í vélarrúminu á 50 sæta rútu sem ég keyrði fram á uppi á Öxnadalsheiði. Tæmdi tækið en það dugði.
19.08.2006 at 18:26 #558222Einhvenveginn minnir mig að í Dodge og Ford fáist diesel ekki nema í 250/2500 HD og 350/3500 en að í Chevrolet/GMC hafi diesel verið til líka í 1500. Síðan held ég að enginn af þeim smíði minni bílana nema með bensín.
17.08.2006 at 22:52 #558072Búinn að prófa bæði og fæ mér aldrei aftur beinskiptan jeppa.
17.08.2006 at 21:12 #557894Ég þekki ekki litla Cherokee en ég átti Grand sem er núna því miður seldur (ég flutti úr landi) og ég get alveg mælt með honum. Ég er 190 og það fór vel um mig í honum þannig að það er að mínu áliti ekki vandamál. Farangurspláss í honum er svona í lagi og ef þú ert ekki hrifin af amerískum bílum þá skaltu leita að einum sem er með km. tölurnar í hraðamælinum stærri en mílu-tölurnar, þá eru að kaupa bíl sem er settur saman í Evrópu nánar til tekið í Austurríki jafnvel þó að það standi í skráningarskírteininu að hann sé framleiddur í USA. Minn var 4L sex sílendra og það var allt í lagi en eins og einhver sagði hérna áður ef þú finnur 1998 mótel 5.9L , nammi nammm
Í innanbæjar akstri eins og fólksbíll en á fjöllum alvöru jeppi og hann vigtar bara um 1700kg óbreittur. Bestu kaupinn.
10.08.2006 at 22:31 #557662Það hafa margir staðið agndofa yfir "Bleika rjóðrinu" á Sprengisandi þegar þeir sjá það í fyrsta skipti.
08.08.2006 at 18:28 #557478Bróðir minn átti einn svona bensín, sjálfskiptan 90og eitthvað módel. Það var eini Patrol sem ég hef ekið sem mér hefur þótt eitthvað varið í. Og svo geturðu örugglega keypt bensín í mörg ár fyrir peningana sem kostar að breyta honum í diesel.
-
AuthorReplies