Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2007 at 15:41 #578092
Small Block Chevy með Dana44 og 9"Ford=Góður grunnur fyrir alvöru jeppa.
Úr því að maðurinn spyr um Chevy 305 og 350. Ég held að jafnvel hörðustu Ford og Mopar menn verði að viðurkenna að "Small Block Chevy" er einhver best heppnaða bílvél allra tíma. Það að hún er hönnuð upp úr 1950 og samt í framleiðslu enn þann dag í dag segir sína sögu. Einn stæðsti kosturinn við hana er að það er hægt að fá nánast óendanlegt úrval af dóti í hana og það hve margir eru að búa dótið til veldur því að það verðið er frekar hagstætt. 305 eða 350 skiptir ekki öllu máli, örugglega hægt að sýna fram á að 305 sé sparneytnari einfaldlega af því að slagrýmið er minna (5L á móti 5,7L). Annas eru þær til frá 265 til 400 in³ en 383 var aldrei til í neinum verksmiðjuframleiddum bíl heldur er hún sérstaklega vel heppnaður "bastarður" og er í grunnin 350 blokk með sveifarás úr 400 blokk. Margir segja að hún sé besta útfærslan í jeppa vegna slaglengdar og mikils torks. 400 vélin sem hún tekur sveifarásinn og þar með slaglengdina frá er hins vegar gallagripur vegna þess að borunin er orðin svo mikil að það er ekki pláss fyrir alvöru vatnsganga milli stimpla. Ef menn vilja byggja svona vél í jeppa er væntanlega besti grunnurinn 350 fjögra bolta (sterkari útfærsla með 4 höfuðleguboltum í stað 2), sveifarás úr 400 og síðan kaupa dót í samræmi við hvað mörg hundruð hestöfl menn vilja. svona 300-400 hestafla vél er varla dýrari en uppgerð á grútmáttlausri Nissanvél sem dugar í 20000km. Og ef hún er rétt uppsett þá mokar hún yfir þetta 2-3L dieseldót hvað tork varðar. Það er svo sem þekkt staðreynd að stórar og öflugar vélar eyða slatta af bensíni en þyngd bílsins og þyngd hægri fótarins á ökumanninum er samt miklu stærri áhrifavaldur heldur en stærð vélarinnar.
16.01.2007 at 20:11 #575828Trausti, ef það sendur einungis "4HI N 4LO" við millikassastöngina þá er í bílnum umræddur Quadra Trac millikassi (NV249). Ég hef alldrei heyrt annað en að hann væri nógu sterkur en eldri útgáfurnar (95 og eldri) voru illa nothæfar í alvöru jeppa eins og Izeman er að benda á hér að ofan.
16.01.2007 at 14:42 #575818Þetta breyttist frá og með árgerð 96, þá er quadra trac kassinn fullæstur í lágadrifinu, eldri kassarnir voru aldrei fulllæstir.
16.01.2007 at 13:06 #575814Ég spurðist fyrir fyrir u.þ.b. 2-3 árum og þá tóku þeir rétt tæpa milljón (900ogeitthvað þúsund) fyrir 38" breitingu á 93-98 árgerð af Grand fyrir utan dekk, drifhlutföll og læsingar. 35" breiting kostaði sama, hann sagðist breita þeim eins fyrir 35 og 38. Ég hef ekkert heyrt nema hrós um þeirra vinnu en verðið hefur örugglega hækkað eins og annað.
10.01.2007 at 11:39 #571884Ég er búinn að sjá þessa auglýsingu í Þýsku sjónvarpi
10.01.2007 at 08:58 #574780Eins og Ofsi sagði orð skulu standa. Ef menn eru ekki tilbúnir til að standa við það sem þeir segja eiga þeir að sleppa því að skrifa hérna. Og ef menn eru að skrifa eitthvert bull hérna í ölæði (eins og stundum hefur sést) þá eiga þeir að hafa vit á að halda sig frá tölvunni. Það er búið að pirra mig mjög hérna að lesa þæði sem eru dottnir úr öllu samhengi vegna þess að færslum hefur verið eytt eða þeim breitt efnislega. Með þessari breitingu hafa menn tækifæri til að laga augljósar villur en síðan verða menn að standa við sitt. Gott mál.
08.01.2007 at 16:23 #574406Engin spurning, þetta er Willys-Overland Jeepster sem kom first fram 1948 sjá [url=http://www.off-road.com/jeepster/jeephist.htm:1h4fs486][b:1h4fs486]hér[/b:1h4fs486][/url:1h4fs486]
08.01.2007 at 13:39 #574348Samkvæmt fræðunum á að vera í 4L Grand smíðuðum eftir mitt ár 1993 skipting sem heitir 42RE og er 4 gíra. Smá lesning um hana er [url=http://www.asashop.org/autoinc/july98/techtips.htm:39kneqlb][b:39kneqlb]hérna[/b:39kneqlb][/url:39kneqlb]. Eftir því sem ég veit best hefur Grand aldrei notað neitt nema amerískar sjálskiptingar nema kannski í diesel bílunum. Átti sjálfur svona bíl í tæp 4 ár og ekkert nema hamingja
04.01.2007 at 23:12 #573242Flatskjáir eru öðruvísi en túbuskjáir að því leiti að þeir hafa eina ákveðna upplausn sem "passar" Það er hægt að nota aðrar upplausnir (td. 800×600 í stað 1024×768) en þá lenda menn í því að myndin verður óskýrari og "loðin". Þannig að mikilvægt er að finna skjá sem hefur næga upplausn til að sýna nógu stórann hluta af kortinu.
ps.
Það er algengt að sjá fartölvur þar sem fólk hefur stillt á minni upplausn vegna þess að því finnst letur of smátt. Útkoman er að skjárinn verður eins og hann sé ekki í fókus. Betra er að haldra "réttri" upplausn og stækka letur í staðinn.
21.12.2006 at 18:35 #572118Murphy hefur haft nóg að gera síðan tölvukerfi komust í almenna notkun. Ég hef ekki lent í því í minni vinnu að tveir diskar hafi gefið sig í einu en man eftir tilfelli þar sem diskur númer tvö gaf upp öndina óhugnalega stuttu eftir að "Hot spare" diskurinn kláraði að taka við. Það þarf í sjálfu sér ekki annað en einn rafmagnspúls úr bilaðri stýringu til að taka út tvo eða fleiri diska í einu.
Ps. Þar sem menn eru farnir að sverja af sér tengsl við hýsingar aðilann (sem ég veit ekki einu sinni hver er) er best að gera það líka.
21.12.2006 at 16:02 #572062Þetta er væntanlega endi á loftnetsstöng sem stendur upp úr krapanum.
21.12.2006 at 14:11 #572112Speglun ER ein útgáfa af RAID nánar tiltekið RAID 1. Það gildir um flestar útgáfur af RAID (t.d. RAID 5 sem er mjög mikið notuð) að ef tveir diskar eyðileggjast eru gögnin töpuð. Það er hægt að vera með svokallaðnn "hot spare" disk í stæðunni sem er ónotaður diskur sem bíður eftir að diskur bili og fer þá í gang og tekur við, en ef diskur númer tvö bilar áður en stæðan nær að skrifa allt á "Hot spare" diskinn þá er stæðan hruninn. Síðan eru til útgáfur sem t.d. spegla saman tvær stæður en það er mjög dýrt og spurning hvaða verði á að kaupa einn dag af gögnum? Meira um hvernig RAID virkar er [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Redundant_array_of_independent_disks:1thopm85][b:1thopm85]hér[/b:1thopm85][/url:1thopm85]
21.12.2006 at 13:14 #572108Það er mjög sjaldgjæft að afritun fari fram oftar en einu sinni á sólahring vegna þess að afritunartaka hægir mikið á þjóninum og þess vegna er yfirleitt afritið tekið á næturlagi þegar minnst er verið að nota þjóninn. Þetta þýðir að sjálfsögðu að ef diskar bila þá tapast gögn sem komið hafa inn síðustu 0-24 tíma. Til að dekka þetta og líka til að minnka þann tíma sem netþjónnin er óvirkur (það getur tekið 1-2 sólarhringa að koma stórum netþjóni í gang af afriti) nota flestir netþjónar einhverja útgáfu af "RAID" (Redundant Array of Independent Disks). Einfaldasta og ein öruggasta útgáfan af svoleiðis kerfi er "RAID 1" öðru nafni speglun sem þýðir að öll gögn eru skrifuð á tvo diska þannig að þó að einn diskur eyðileggist getur þjónnin unnið áfram og aðeins þarf að skipta um bilaða diskinn og þjónninn byrjar að spegla gögnin yfir á nýja diskinn í rólegheitum. Það að báðir diskarnir bili í einu er sérstök óheppni og varla hægt að argast mikið yfir því. Eins og jeppamenn vita manna best geta allir vélrænir hlutir bilað og sundum fleiri en einn í einu.
12.12.2006 at 11:55 #570994Land Rover er ekki einn um að vera með verðið í skýjunum. Þegar framleiðandi er í þeirri aðstöðu að eftirspurn er meiri en framleiðslan þá er rökrétt að verðið fari upp. Svo eru sumir bílar líka þannig að þú ert að kaupa meira en bara bíl. Þú ert að kaupa ákveðna ímynd og pláss í sögunni. Sumir bílar eru einfaldlega "classic" og það kostar. Mercedes Benz er annað dæmi um slíkt, þó að hann sé vandaður og fullkomin er það ekki nóg til að réttlæta verðið heldur er ímyndin sem fylgir vörumerkinu líka inni í verðinu. Sama gildir um mörg önnur vörumerki t.d. í fötum og fleiru. Land Rover er bara búinn að skapa sér slíka ímynd að þeir geta verðlagt sig í samræmi við það.
Og eitt í lokin: Blaðafulltrúi Land Rover var spurður hvað kaupandi LR gæti átt von á að nýr landróver entist lengi? Svarið var: Við höfum því miður ekki svar við þessu, við erum bara búnir að framleiða hann í tæp 60 ár þannig að það er ekki komið í ljós ennþá!!
02.12.2006 at 19:22 #569640Náungi sem setti saman svona vél á síðu [url=http://www.rockcrawler.com/techreports/stroker40/index.asp:34d1n3u8][b:34d1n3u8]RockCrawler[/b:34d1n3u8][/url:34d1n3u8]
02.12.2006 at 16:01 #569634Ef ég man fræðin rétt þá hefur það ekki úrslitaáhrif hvort hún er fyrir framan eða aftan hásingu, svo framalega sem hún er fyrir framan þyngdarmiðju bílsins. Hins vegar er líklega rétt að þeim mun nær sem hún er þyngdarmiðjuni þeim mun minni hluti þyngdarinnar lendir á framhjólunum. Svo skiptir kannski máli hvar mótorfestingarnar eru, þar lendir þyngdin á grindinni, er samt ekki vissu um hvort það er rétt, fylgdist líklega ekki nógu vel með í eðlisfræðitímunum hjá Ara Hrausta í menntaskóla
02.12.2006 at 10:46 #569626[url=http://www.rpmmachine.com/amc-stroker-kit-4l.shtml:24e2w2xe][b:24e2w2xe]RPMmachine[/b:24e2w2xe][/url:24e2w2xe]
[url=http://www.hescosc.com/shop.asp?action=cat&catID=7550:24e2w2xe][b:24e2w2xe]Hesco[/b:24e2w2xe][/url:24e2w2xe]
[url=http://www.speedomotive.com/ps-147-15-jeep-40l-to-45l-stroker-crank-kit.aspx:24e2w2xe][b:24e2w2xe]Speed-O-Motive[/b:24e2w2xe][/url:24e2w2xe]
Einu sinni hélt einn góður Jeep sérfræðingur því fram við mig að Grandinn hefði upprunalega verið hannaður utan um 4L vélina og að hann hefði bestu aksturseiginleikana mað henni, V8 bílarnir væru framþyngri og höguðu sér ekki eins vel á vegi. Ég hef ekki reynslu af V8 þannig að ég þekki það ekki en með sexunni er hann fínn keyrslubíll.
29.11.2006 at 16:27 #569614Ég komst ekki til að hækka minn áður en ég lét hann frá mér og flutti úr landi ,en ég verð að segja að þetta var einn vandræðaminnsti og "jafnbesti" bíll sem ég hef átt. Ég ferðaðis mikið á honum að sumri til þau 4 ár sem ég átti hann og einu bilarnirnar voru hjöruliðskross og vatnsdæla. Ég held að margir séu hræddir við þá vegna þess að þeir eru ekki á sjálfstæðri grind (það er þó undir þeim sterkleg grind sem er föst við botnin) en ég held að þeir og litli bróðir Cherokee séu löngu búnir að sanna að þetta meinta "grindarleysi" skiptir engu máli. Það er hægt að gera verulega góð kaup í þessum bílum notuðum og og þó að menn kaupi þá með 4L sexunni er fínt afl og gott tog svo ég tali nú ekki um V8. Og fyrir þá sem sem enn hafa ekki séð ljósið og eru fastir í grútarbrennurum er hægt að fá þá með 2.5-3.1L svoleiðis leiðindum ef menn vilja vera að kvelja sig. Beinskipta er líka hægt að fá ef menn vilja kvelja sig ennþá meira. Óbreittur 4L bíll er rétt innan við 1700kg ef ég man rétt.
22.11.2006 at 10:44 #199019Frétt í Morgunblaðinu: Landmælingar Íslands hætta útgáfu landakorta. Við hvað skyldi sýsli ætla að miða eftir þetta?
21.11.2006 at 14:32 #568924Einn helsti sérfræðingur landsins í Webasto olíu-bensín miðstöðvum sagði mér einu sinni að besta aðferðin við að halda svona græjum í lagi væri að setja þær reglulega í gang helst ekki sjaldnar en 2-3 vikna fresti, líka á sumrin. Þegar ég var í rútuakstri fór samviskusamlega eftir þessu og í bílnum sem ég var með var aldrei neitt vesen með miðstöðina en á þeim bílum sem þær voru lítið sem ekkert notaðar yfir sumarið var iðulega allt stíflað og bilað á haustin þegar til átti að taka.
-
AuthorReplies