Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.03.2007 at 15:26 #585170
Sá guli er mjög greinilega af sveru gerðinni. Ekki bara það að húddið er lengra og mjórra heldur sést á seinni myndinni að hann er á blaðfjöðrum en allir þessir stuttu sem ég hef séð á Íslandi eru af þessari "fjölskylduvænu" gerð á gormum. Ég hélt alltaf að þessi sutti hefði bara verið til þannig en það er greinilega rangt.
21.03.2007 at 00:26 #585162Runnu einhvertíman tveir eins af færibandinu hjá þeim?
20.03.2007 at 20:12 #585152Þá var millilangi bíllin til í tveimur mismunandi útfærslum, annarsvegar bíll sem var nánast bara lengri útfærsla af þessum stutta með gormafjöðrun sömu hásingum og litlu vélunum og hinsvegar bíll sem var meira í ætt við stóra langa 70 crucerinn, allt sverara og á blaðfjöðrum og stærri vél. Útlitsmunurinn var hins vegar lítill. Er þetta kannski vitleysa hjá mér? Einn kunningi minn á svona stuttann bensínbíl á 35" (sumar) og 36" (vetrar) og hann virðist sallaánægður með hann. Minnir samt að hann hafi verið að nöldra einhvertíman um að nokkur hestöfl til viðbótar myndu ekki skaða. Mín reynsla af bílum sem eru lítið lengri en þeir eru breiðir er hinsvegar sú að í hálku er nóg að gera og eins gott að menn séu sæmilega klárir ökumenn.
20.03.2007 at 13:09 #585048Þessir bílar eru aflmiklir og léttir og þess vegna auðveldara að leika svona hundakúnstir á þeim heldur en mörgum öðrum. Þess vegna hafa þeir væntanlega fengið þetta orð á sig. Og hásingarrörið er ekkert endilega sterkara á Dana 44 heldur en Dana 30 þó að drifið sé sverara. Það er einhverveginn þannig að sumir komast ár eftir ár áfram á tiltölulega veikum búnaði án þess að brjóta eða skemma á meðan aðrir eru í endalausum eltingarleik við sterkari og sterkari búnað og brjóta samt alltaf allt í mél. Hvers vegna skildi það nú vera ???
19.03.2007 at 21:52 #585040Bæði ZJ (1993-1998) og WJ (1999-2004) eru á hásingum bæði framan og aftan. Ef þú ætlar að kaupa ZJ mæli ég með að þú finnir 1996 eða yngri (þekkist á því að grillið gengur aðeins niður í stuðarann í staðin fyrir að vera slétt fyrir ofan hann). Á þeirri árgerð voru gerðar margar endurbætur og t.d. er Quadra-Trac (sídrifs) millikassinn sem er í flestum V-8 bílunum og mörgum 6 cylendra líka orðin nothæfur en í eldri árgerðum læsti hann sér aldrei fullkomlega. Og til fróðleiks ef bíllinn hefur verið fluttur inn nýr og er með evrópskum stefnuljósum og hraðamæli sem sýnir km/h sem aðaltölur er hann líklegast ekki frá USA þó það standi í skráningarskírteininu heldur frammleiddur í Austurríki í sömu verkmiðju og Mercedes Bens G jeppinn.
17.03.2007 at 00:18 #584824Gunnar, mig minnir að það eigi að vera hægt að laga þetta "Check engine" ljósa mál með litlum viðnámum við skynjarana. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
16.03.2007 at 11:21 #584182Menn gleyma því allt og oft að þegar eitthvað kemur fyrir er upplýsingaflæði eitt af því mikilvægasta og þar hafa opin fjarskipti (talstöðvar) algjöra yfirburði yfir lokuð fjarskipti (síma) og það er nokkuð sem ég held að margir björgunarsveitarmenn hafi rekið sig á eftir að NMT væðingin gekk yfir.
Gefum okkur smá dæmi:
Maður fellur í sprungu á jökli. Í nokkura km. fjarlægð er hópur vanra björgunarsveitarmanna á ferð á einkavegum með góðan búnað.
a. Félagar þess sem féll í sprungu nota síma til að kalla á hjálp. Björgunarsveitarmennirnir halda ferð sinni áfram og lesa um málið í blöðunum daginn eftir, en aðstoð berst eftir nokkra klukkutíma. Þá er maðurinn í sprungunni orðin illa haldin af kulda og vosbúð.
b. Félagar þess sem féll í sprungu nota talstöð til að kalla á hjálp. Björgunarsveitarmennirnir heyra kallið, snúa við og eru komnir á staðinn innan nokkura mínútna og síga í sprunguna og hlú að manninum.
01.03.2007 at 19:56 #582874Thjaa… þú sérð það nú bara sjálfur. Hann keypti sér Patrol, það er náttúrulega ekkert nema bilun.
01.03.2007 at 12:57 #582866Legg til að fyrsta verkefnið verði að aðstoða þennan Patrol eiganda sem [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1256164:1viqmjtk][b:1viqmjtk]bilaði[/b:1viqmjtk][/url:1viqmjtk] í Ártúnsbrekkunni !!!
22.02.2007 at 13:49 #580616Samkvæmt framleiðanda á ekki að vera neitt mál að aka á malbiki en sá hámarkshraði sem þeir mæla með er 40 mílur sem er u.þ.b. 65km/klst. Þetta virðist vera dýr búnaður, þau verð sem verið er að tala um virðast hlaupa á einhverjum milljónum. Á spjallrásum á netinu er verið að tala um verð milli 20.000-40.000$ fyrir settið (í USA) eftir útfærslu. Á móti kemur að ekki þarf að hækka bílinn. Svo er bara spurninginn hvort að þetta dót virkar eitthvað yfirhöfuð í snjó?
21.02.2007 at 20:14 #581716…að flestir vörubílar hafa nokkur hundruð lítra af hráolíu í meira og minna óvörðum tönkum á hliðinni.
21.02.2007 at 18:57 #580608Samkvæmt [url=http://www.mattracks.com/html/company_information.htm:k32i9o50][b:k32i9o50]þessu[/b:k32i9o50][/url:k32i9o50] korti á heimasíðunni þeirra hafa þeir selt þetta á Íslandi. Og þetta er væntanlega annað fyrirtæki heldur en þessi gömlu belti komu frá vegna þess að samkvæmt síðunni settu þeir þetta ekki á markað fyrr en 1994.
21.02.2007 at 15:37 #580596Ég man að björgunarsveitinn í Vík átti svona sett fyrir einhverjum áratugum. Jeepsterinn sem varð seinna minn fyrsti jeppi var stundum á þessu á veturnar áður en ég eignaðist hann en hann var algjörlega ólæstur þannig að það virtist ekki vera fyrirstaða. Ég veit ekki hvort Víkverjar eiga þennan búnað ennþá en ég held að það hafi verið til fleiri sett á landinu á þessum tíma (milli 1970 og 1980).
09.02.2007 at 18:25 #579894Þá þá að þessu tilefni minn á að hámarkshraði með númerslausa (undir 750 kg) kerru er að öllum líkindum 60 km/klst. Mér skilst að lögreglan hafi verið að angra vélhjólamenn með þessu atriði í kringum eitthvert vélhjólamót eitt sumarið.
05.02.2007 at 12:39 #579182Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Jeep í Austurríki verður Jeep Wrangler boðinn á þessu ári í fyrsta sinn með dieselvél. Vélin verður 2.8 lítra 177HP, 410 Nm. Vélin er 4 cilendra.
05.02.2007 at 12:12 #579178[url=http://www.jeep.at/Seiten/Modelle/pdf/neu10/Spec%20Commander.pdf:2tlyxaja][b:2tlyxaja]Þessi[/b:2tlyxaja][/url:2tlyxaja] er til orginal með þessari V6 3,0L dieselvél eða stórri V8 5,7L . Sá hann á bílasýningu í haust, mjög flottur bíll en ég hef ekki spáð í hvernig gengi að breita honum. Menn hafa væntanlega ýmsar skoðanir á útlitinu en persónulega finnst mér hann líta út eins og alvöru jeppi ekki sportbíll á sterum eins og margir SUV bílar í dag. Svo skemmir náttúrulega ekki að þetta er JEEP með 7 göt í grillinu eins og hefðin segir til um.
05.02.2007 at 12:09 #579176[url=http://www.jeep.at/Seiten/Modelle/pdf/neu10/Spec%20Commander.pdf:axuutk1p][b:axuutk1p]Þessi[/b:axuutk1p][/url:axuutk1p] er til orginal með þessari dieselvél eða stórri V8 5,7L . Sá hann á bílasýningu í haust, mjög flottur bíll en ég hef ekki spáð í hvernig gengi að breita honum. Menn hafa væntanlega ýmsar skoðanir á útlitinu en persónulega finnst mér hann líta út eins og alvöru jeppi ekki sportbíll á sterum eins og margir SUV bílar í dag.
05.02.2007 at 01:37 #578892Þessir bílar voru hannaðir Steyr-Daimler-Puch AG og eru í dag framleiddir af arftaka þess Magna-Steyr AG í borginni Graz í Austurríki en ekki af Mercedes-Benz eins og margir halda.
Þegar þeir voru seldir í heimalandinu, Sviss, Bretlandi og nokkrum öðrum löndum var framundir árið 2000 ekki ein einasta stjarna eða Benz merki á þeim heldur voru þeir seldir sem "Puch G".
Í upprunalega bílnum frá því 1979 er fátt annað en vélin frá Mercedes-Benz.
Þeir voru líka (og eru kannski ennþá) framleiddir í Frakklandi sem Peugeot P4 og þá með Peugeot vél. Auk G jeppans framleiðir Magna-Steyr AG eftirtalda bíla:
# BMW X3
# Chrysler Voyager
# Chrysler 300
# Jeep Commander
# Jeep Grand Cherokee
# Mercedes-Benz E-Class 4MATIC
# Saab 9-3 Cabrio
Auk þess að framleiða bíla framleiðir fyrirtækið ýmsan tæknibúnað meðal annars búnað til geimferða.
02.02.2007 at 15:40 #578678Gallinn við GPS kerfið er hver eigandinn er að kerfinu, þ.e. Sámur frændi. hann getur gert hvað sem honum sýnist við kerfið og eins og þið munið væntanlega ruglaði hann útsendingu kerfisins til margra ára þannig að nákvæmnin var nokkuð hundruð metrar. Það er ekkert sem segir að hann geri það ekki aftur eða jafnvel loki því þegar honum sýnist.
01.02.2007 at 15:13 #578496Heyrði einu sinni þá sögu að Ford umboðið á Íslandi sem ég man ekki hvað var þá (Brimborg hefur líklega bara selt saumavélar á þeim tíma), hefði sent kvörtun til Ford í USA um það að toppurinn á Bronco héldi ekki vatni. Svarið sem kom til baka (samkvæmt sögunni) var að á Bronco væri ekki harður toppur heldur stál blæja.
-
AuthorReplies