Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2007 at 10:28 #587026
…hvað sætta menn sig við.
…hverju hafa menn efni á.
…hvað dugar til að komast á áfangastað.
…hvað vilja menn hafa gleðistuðulinn háan.
…hvað hefur forgang.
…hverju hafa menn trú á.
Ég hef svo sem gefið það sterklega í skyn að ég vilji hafa bensínvélar í jeppum en það hefur samt ekki komið í veg fyrir að það standa tveir diesel knúnir fólksbílar í innkeyrslunni hjá mérPS. Gunnar, fyrir utan það að SRT-8 tekur Porsche Cayenne í nefið fyrir helmingi minni pening þá er þetta Cayenne fyrirbrigði einhver ljótasti bíll sem sögur fara af.
04.04.2007 at 00:04 #587018Chevrolet LS7
Small block Chevy fjórða kynslóð (á 50 árum)
7 lítra (427cid en ath. ekki big block)
Fuel: premium required. 91 octane minimum
Horsepower: 500 (373 kW) @ 6,200 rpm
Torque (lb-ft): 475 (644 Nm) @ 4,800 rpm
Engine redline(rpm): 7,000
Engin leiðindabúnaður eins og túrbínur og svoleiðis drasl
Búinn að vinna sinn flokk í 24tíma LeManz í nokkur ár í röð. Þar er keyrt á útopnu í 24 tíma stanslaust (nema til að taka eldsneiti). Ekki slæm ending það.
Kannski ekki heppileg jeppavél en samt…
Er bara mig sem langar í svona sælgæti???
03.04.2007 at 23:17 #587006Vissulega er árgerð Jeepster 1967 úreltur, hann var samt ekki alveg jafn úreltur þegar ég átti hann fyrir u.þ.b. 20 árum síðan.:) Og henn er raunar til og gangfær enn þann dag í dag. Það er eitt sem menn gleyma oft þegar þeir eru að tala um bilaða ameríska bíla að menn hafa í gegnum tíðina oft verið að nota eldgamalt samansafn af haugslitnu dóti, sett saman af vanefnum. Svoleiðis bílar bila, sama hvað þeir svo sem heita, engin spurning.
03.04.2007 at 23:00 #586934Ég átti óbreittan Grand ’96 með 4L 185hp. fór með 18-20l innanbæjar í Reykjavík, 12-13l á 100km/kl. á cruse control á suðurlandinu og einhverstaðar þar á milli á fjallvegum. Sérlega skemtileg jeppavél mjög gott tog og mjög gott vélarafl þó að hún sé ekki stærri en þetta. Og sló aldrei feilpúst þrátt fyrir mikið vatnabusl og mikla notkun við þungan drátt. Sumir vilja halda því fram að hún sé besta alhliða jeppavél allra tíma, ég veit svo sem ekki hvort það er rétt en góð vél allavega.
03.04.2007 at 22:19 #586996…engin reynsla bara sleggjudómar. Ég er búinn að eiga nokkrar amerískar vélar í gegnum tíðina, sú elsta 1967 og sú yngsta 1996 og þær hafa verið í öllum tilfellum sérlega vandræða lausar og gangvissar.
03.04.2007 at 21:45 #586988Af því að vélar undir 4L hvort sem það eru bensín eða diesel eiga heima í fólksbílum en ekki jeppum. Og stór hluti Toyota jeppa svo ágætir sem þeir eru eru bara einfaldlega með of litlum vélum. Og GM (Chevrolet) framleiðir fínar vélar sem passa ágætlega ofaní Toyota.
03.04.2007 at 21:07 #586926Það eru þrjú megin atriði sem ráða því hvað bíll eyðir:
1. Þyngd bílsins
2. Þyngd bensínfótar ökumannsins
3. Stærð vélarinnar
Og vægi þessara þriggja atriða er svona í meginatriðum í þessari röð. Þriðja atriðið hefur vissulega áhrif en hin tvö eru samt það sem mestu skiptir. Mátulega stór vél sem fer létt með bílinn getur í sumum tilfellum komið betur út heldur en kraftlítill mótor sem ræður ekki við bílinn sérstaklega í aðstæðum þar sem þarf á miklu afli að halda. Í venjulegum akstri þar sem ekki reynir mikið á afl er hinsvegar stór mótor undantekningalítið að eyða meiru.
03.04.2007 at 14:44 #586976Hjörtur ertu nokkuð að tala um svona eðal mótora eins og í Nissan Patrol?
03.04.2007 at 14:03 #586970Það er orði svolítið erfitt að fá "Japanska" japanska bíla. Flestir "Japanskir" bílar sem seldir eru í Evrópu eru eru einmitt framleiddir og HANNAÐIR í Evrópu, dæmi eru Toyota Avensis og Nissan Micra sem eru báðir framleiddir í Bretlandi. Og sama gildir í Ameríkuhreppi, bílarnir sem eru seldir þar eru oftast hannaðir og framleiddir þar.
03.04.2007 at 13:17 #586910Það hefur löngum verið sagt: "There’s no substitute for cubic inches". Og þó að það sé hægt að tjúnna afl út úr litlum vélum þá er oftar en ekki ódýrara að henda litlu vélinni úr (sérstaklega ef að hún er gömul og slitin) og fá sér aðra sem er stærri og aflmeiri. Ég myndi allavega ekki nenna né tíma að eyða peningum í að tjúnna gamla HilLux vél.
Margir hafa sett í HiLux 4.3L Chevy með góðum árangri, tiltölulega ódýr, létt og sparneytin vél sem skilar sér ágætlega og allt til til að láta hana passa í. Ef menn vilja endilega halda sig við diesel þá eru væntanlega fáir ódýrir kostir til, almennilegar dieselvélar eru yfirleitt dýrar og líklega best að halda sig við það sem er í og hugsa bara: "Kemst þó hægt fari" sem er svo sem rétt þó að það sé hundleiðinlegt.
Að mínu áliti eiga vélar undir 4L í rúmtaki heima í fólksbílum en ekki jeppum hvort sem þær eru bensín eða diesel en menn mega gjarnan vera ósammála því ef þeir vilja.
03.04.2007 at 09:40 #587070Takk fyrir góðar breytingar. Rakst samt strax á smá "bug". Nýja flettistýringin virkar þannig að ef myndin er mjórri þá dettur "næsta" hnappurinn niður um eina línu.
31.03.2007 at 21:52 #586716Skil ekki þetta væl. Hraðatakmarkarinn er miðaður við þyngd (3500kg heildarþyngd eða meira) en ekki tollaflokka. Þetta gildir um ALLA bíla sem fara yfir þennan þyngdarflokk óháð því hvaða gjöld eða tollar eru greiddir af þeim og sama hvað þeir eru notaðir í. Ég veit um menn sem hafa notað rútur sem einkabíla og það er þeim fullkomlega frjálst alveg eins og ykkur er frjálst að nota þessa bíla sem einkabíla þó að þeir séu hannaðir sem vöru og dráttarbílar, ykkar val. En mörkin verða að lyggja einhverstaðar og í allri Evrópu liggja þau við þessi 3500kg.
Og ekki gleyma því að almenn ökuréttindi takmarkast við þessa þyngd líka. Það þarf aukin ökuréttindi til að keyra þyngri bíla en 3500kg heildarþyngd.
29.03.2007 at 18:44 #586488Einhvertíman voru nefnd verð í kringum milljón fyrir breitingu á eldri gerðinni (1993-1998) ef það var gert uppí Mosó hjá "GK Viðgerðir ehf" en þeir hafa breitt þó nokkrum svona bílum. Það verð var fyrir utan dekk, drif og læsingar. Ég veit ekki hve mikill munur er á breitingu á þessum tveimur kynslóðum en það er margt líkt með þeim þó að þeir séu alls ekki eins.
28.03.2007 at 10:02 #586372Já Tryggvi og ég er ekki í nokkrum vafa um að með réttan flugstjóra við stýrið sem nennir að hugsa um hann og klappa honum kemst hann til baka eftir nokkur ár en það á eftir að kosta margar vinnustundir og verk í veskinu.
28.03.2007 at 09:42 #586366Mér finst þetta vera tvö aðskilin mál.
Annarsvegar er að breita bíl, Það kostar einfaldlega ákveðnar upphæðir mismunandi eftir því hve mikið menn leggja í það, hvort menn geta get mikið sjálfir eða þurfa að kaupa vinnuna o.s.fr.
Hitt atriðið er viðhald. Mér finnst menn alltaf verða jafn hissa þegar þeir kaupa bíla sem eru keyrðir hálfa leiðina til tunglsins eða meira og þurfa að fara að gera við þá. Menn virðast stundum halda að af því að þeir eru að kaupa einhverjar "góðar" tegundir á uppsprengdu verði (nefnum engin nöfn) þurfi ekki að eyða í viðhald. Staðreyndin er sú að viðhald eykst í hlutfalli við aldur og kílómetrafjölda SAMA HVAÐ BÍLLINN HEITIR. Það er jú örugglega mismunandi mikið eftir tegundum, en samt verður fólk að muna að allir gamlir mikið eknir bílar eru dýrir í rekstri.
23.03.2007 at 20:44 #585758Banks túrbínuframleiðandinn tók svona vél, tjúnaði hana í 735 Hö og 1300 ft.-lb. skrúfaði hana ofan í Dodge Dakota pickup og setti hann í rúmlega 350 km/h og tók þar með heimshraðametið á pickup af Ford Ranger með 800 hestafla Nascar bensínmótor.
23.03.2007 at 20:19 #585642Munar bara svona sirka einu 49" dekki á felgu
22.03.2007 at 20:49 #585750Einhverjar tölur um það [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Dodge_Ram:7zttmusu][b:7zttmusu]hérna[/b:7zttmusu][/url:7zttmusu]
22.03.2007 at 15:53 #585188Cherokee eða Grand Cherokee er rétti bíllin fyrir manninn en í guðanna bænum ekki fara að eyðileggja góðan bíl með grútarbrennara.
22.03.2007 at 15:44 #585592Hérna einu sinni fóru menn um þvert og endilangt hálendið á bílum á 38" og jafnvel niður í 33" dekkjum og gekk svona þannig séð ágætlega.
Síðan fóru fleiri og fleiri að nota 44" og eiginlega fór að vera ómöglegt að ferðast að neinu ráði nema að hafa 44" bíla til að "ryðja".
Núna er síðan að koma upp sú staða að eiginlega er ekki lengur hægt að ferðast á 38" eða minni og 44" eru líklega hættir að geta "rutt" leiðina og ekkert virkar nema 46" eða helst 49"
Hvað kemur næst?
Eða heyrði ég einhvern tala um klaufadekk?
-
AuthorReplies