Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.04.2007 at 19:56 #589416
…að maðurinn hefði loksins séð ljósið og keypt sér Jeep…
18.04.2007 at 17:30 #588694Sagan segir frá bónda sem þótti frekar rauður af nágrönnum sínum. Dag einn tók hann rútuna í bæinn og kom dagin eftir heim í sveitina, stoltur og ánægður á þessum fína GAZ-69 sem hann hafði keypt hjá B&L. Um kvöldið lét hann fjölskylduna setjast saman í stofunni og kom inn með varadekkið úr vagninum og lagði það á stofuborðið. Síðan losaði hann loftventilinn úr dekkinu til að fjölskyldan gæti andað að sér hreinu og tæru rússneska byltingarloftinu sem leið út úr varadekkinu.
Annars er UAZ ennþá að framleiða jeppa sjá [url=http://www.uaz.ru/eng/:2jlnlfj3][b:2jlnlfj3]hér[/b:2jlnlfj3][/url:2jlnlfj3].
17.04.2007 at 17:02 #587962Samkvæmt síðunni skaffaði VM vélar í Toyota Land Cruiser frá 1986-1992, sem sagt Krúser með Ítölskum vélum sjá [url=http://www.vmmotori.it/en/01/02/02/index.jsp:brsbqrhy][b:brsbqrhy]hér[/b:brsbqrhy][/url:brsbqrhy]. En þetta virðist rétt með vélina í Grand, samkvæmt mínum upplýsingum átti hann að fá sömu vél og er í Mercedis M jeppanum frá og með 2006 en það virðist ekki hafa gengið eftir samkvæmt þessu. VM gefur hann samt ekki upp sem "[url=http://www.vmmotori.it/en/01/01/index.jsp:brsbqrhy][b:brsbqrhy]current[/b:brsbqrhy][/url:brsbqrhy]"
Og já Tryggvi, bæði Daimler og Magna eru búnir að vera að gefa svona "segja ekki neitt en samt" yfirlýsingar á víxl í nokkra mánuði.
17.04.2007 at 14:51 #587956Svona sem smá fróðleikur til hliðar við þessi vélamál. Þær sögur ganga fjöllum hærra þessa dagana að Daimler-Chrysler samsteypan sé að klofna aftur og Chrysler hlutinn (og þar með líklega Jeep) verði seldur. Sem líklegasti kaupandi er nefnt til sögunar Kanadíska fyrirtækið "Magna International Inc." sem er móðurfyrirtæki "Magna Steyr" í Austurríki sem framleiðir meðal annars Grand Cherokee fyrir evrópumarkað og Mercedes G jeppan ásamt fleiri bílum.
17.04.2007 at 14:34 #587952Ekkert BMW dót. Nýr Grand Cherokee kemur í dag með dieselmótor frá Mercedes Bens.
15.04.2007 at 23:44 #588070Veit ekki hvort ég er gjaldgengur
Ástæður:A. Ég bý ekki á landinu í augnablikinu.
B. Ég er búinn að selja gripinn (Grand ’96).
C. Ég tvo Ford-a í augnablikinu.
D. Báðir eru fólksbílar.
E. Báðir eru diesel !Skelfilegt ástand!!!
13.04.2007 at 18:50 #587874Finnur sagði að dieselvél þyrfti bara loft og hráolíu Það var þannig einu sinn en nútíminn er öðruvísi. Ég er með tvo bíla hérna úti á plani með nútíma hátækni dieselvélum og þeir þurfa gott betur en loft og hráolíu. Þeir fara hvorki lönd né strönd án rafmagns, skynjara og tölvuheila. Dæmi: Þegar ég keypti annan þeirra var hann með bilaða vatnsdælu. Hann gekk eðlilega á meðan hann var að byggja upp hita en um leið og hitinn fór í hættumörk dó mótorinn og varð ekki virkur aftur fyrr en hitinn fór niður. Þannig eru dieselmótorar í nútíma bílum. Að þessu leiti er engin munur lengur á diesel og bensín.
13.04.2007 at 13:55 #587850Oftast eru dieselbílar eitthvað dýrari en bensínbílar í innkaupum. Hvað ætli taki langan tíma að vinna þann mismun upp miðað við 10.000km á ári?
13.04.2007 at 13:20 #588232ABS er snilldarbúnaður. Það sem hann gerir er að leyfa þér að gera tvennt í einu þ.e. bæði stýra og bremsa. Ofnotkun á bremsum er búin að drepa haug af fólki í umferðinni vegna þess að þegar bíl er hemlað harkalega verður hann um leið stjórnlaus. Góður bílstjóri getur minkað áhrifin af þessu með því að hemla og stýra til skiptis en það er akkúrat það sem ABS gerir, bara skiptingin milli þess að hemla og stýra verðum miklu hraðari en bílstjórinn ræður við þannig að í reynd er bæði hægt að stýra og hemla í einu. Án ABS er mjög algengt að fólk nauðhemli og renni stjórnlaust á fyrirstöðu (eða ofaní holu) án þess að geta stýrt framhjá. Í einstaka tilfelli er gott að geta tekið ABS af og það er yfirleitt einfalt að setja rofa í bílinn til að gera það óvirkt og það eru raunar til bílar þar sem slýkur rofi kemur orginal, man eftir að hafa séð svoleiðis í AUDI t.d.
12.04.2007 at 22:54 #587816Tveir af þessum fimm mótorum sem Hjörtur nefnir ná eða slaga hátt í 4L . Um 3L V6 Toyota get ég ekki verið sammála, mótorinn var önnur af tveimur ástæðum fyrir að ég hætti við að kaupa svona Toy. Hina þekki ég ekki en það er að sjálfsögðu ljóst að það er stöðug þróun í vélum og talan sem þarf til að gera mótora skemtilega fer stöðugt lækkandi.
Þessari 4L tölu er slegið fram sem þumalputtareglu og er jafn nákvæm og áræðanleg og aðrar slíkar. Mín skoðun og öðrum er frjalst að vera ósammála
Ástæðan fyrir því að svo mikið er til af dieselbílum er augljós. Fyrir mjög marga er stæðsti punkturinn hvað kostar að reka bílinn og lengi vel fengu menn dieselolíuna nánast gefins og það er stæðsta ástæðan fyrir fjölda dieselbíla. Það hefur alltaf verið ljóst að dieselvél eyðir minna þó að við margar aðstæður er munurinn ekki eins mikill og margir halda. Fyrir marga eins og t.d. mig skipta aðrir hlutir en eyðsla meira máli við verðum bara að borga fyrir það. Nú þegar dieselverð er komið á sama grunn og bensín fjölgar hins vegar bensínjeppum engin spurning.
12.04.2007 at 20:16 #587980JEEP hefur í gegnum tíðina verið ein mesta vélamella allra framleiðanda, þeir hafa notað amerískar vélar frá GM, Mopar, AMC og örugglega fleirum, ítalskar vélar, þýskar vélar að ógleymdum hinum og þessum vélum sem hafa verið notaðar í bíla sem hafa verið framleiddir í hinum og þessum hornum heimsins undir framleiðsluleifi. Síðan hafa eigendur bætt um betur, hvaða vélar hafa t.d. EKKI verið notaðar í JEEP CJ línuna? Það er örugglega ekki auðvelt að finna vél sem hefur ekki verið notuð í slíkum bíl. Þannig að ég held að JEEP fólk sé almennt ekki viðkvæmt fyrir hvaða tegund er notuð í húddið. Það hefur hins vegar löngum verið talið æskilegt að vélar í JEEP gerðu eitthvað annað en að segja ha? þegar stigið er á gjöfina.
En hugmyndin er góð enda JEEP klúbbar starfandi í mörgum löndum.
12.04.2007 at 17:41 #587802Jæja Hjörtur, þú hefur greinilega prófað eitthvað fleira heldur en ég, segðu mér hvaða vélar undir 4L myndir þú flokka sem skemmtilegar, sprækar jeppavélar? Og ég hefði kannski átt að taka það fram að ég er að hugsa um bíla í þyngdarflokknum svona t.d. Hilux og uppúr, ekki smájeppa.
12.04.2007 at 13:41 #587794Mikið ansk… eru menn komin út á hálan ís með svona umræðu!
Fyrir mig er engin spurning í jeppa vil ég bensín (en í vörubílum á að sjálfsögðu að vera diesel). En þrátt fyrir það að ég sé hliðhollur bensínbílum þá sitja í innkeyrslunni hjá mér tveir dieselfólksbílar og virka svo sem fínt sérstaklega sá minn (Ford Fiesta 2006 með 1.6L 90hp hátækni diesel). En það er samt einhvern vegin þannig að mér finnst alltaf eitthvað vanta uppá sálina í dieselbílum. Þetta er einhvernegin eins og að hestamaður færi í útreiðatúr á dráttarklár í staðin fyrir að fara á vökrum gæðingi. Kannski er ég bara búinn að fá nóg af dieselbrælu, ég eyddi nefnilega 14 árum í það að hafa atvinnu af að keyra dieselbíla bæði stóra og smáa þannig að ekki segja mér að ég þekki ekki diesel.
Þegar ég keypti Grand Cherokee á sínum tíma þá reyknaðist mér til að miðað við að kaupa jafngamlan, svipað ekinn bíl í sama stærðarflokki þá var verðmunurinn það mikill á bensínbíl og diesel að það tók dieselbílinn 3-4 ár að borga það hvað hann var dýrari þrátt fyrir minni eyðslu. Tek það fram að þetta var áður en þungaskatturinn fór í olíuna og forsendurnar hafa breyst mikið síðan þó ég sé ekki viss um hvorum það er í hag. Þetta hlutfall hlítur líka að vera mismunandi eftir því hve dýra bíla er verið að kaupa.
En eitt er ég samfærður um: Sama hvort það er bensín eða diesel, ef vélin er undir 4L þá er hún of lítil í jeppa
12.04.2007 at 10:57 #587712Ég held að hafi sýnt sig gegnum tíðina að Dana44 er alveg nógu sterk hásing fyrir tiltölulega léttan bíl á 38". Ef menn eru að brjóta þær við eðlilegar aðstæður þarf ekki bara að athuga stillingu á drifi heldur miklu frekar stillingu á aksturstölvunni í hausnum á ökumanninum. Ég átti hérna í eina tíð Scout með 44 hásingum, NoSpin í báðum, 4.88 hlutföll, 38"dekk og vélin var 455 Buick (7.3L). Það var oft tekið ansi hraustlega á honum en það gaf sig ekkert í þeim hásingum. Hvað varðar álið þá er steypujárn svo sem ekki endilega neitt mikið sterkara þegar kemur að því að lemja því niður í grjót allavega hef ég séð svoleiðis hásingar með götum eftir grjót.
Stærri kúla þýðir þyngri hásing=meiri fjaðrandi vikt=verri fjöðrun. Stærri kúla þýðir líka meiri fyrirstaða þegar menn fara að draga kúlu í snjónum. Hvað varðar drifhlutföll þá er þetta bíll með VÉL en ekki einhver grútmáttlaus grútarbrennari sem þarf að gíra niður úr öllu valdi til að hann geti eitthvað.
Auk þess eru þeir sjálfskiptir og ég las einu sinni grein þar sem menn komust að þeirri niðurstöðu að það þyrfti flestum tilfellum að gíra beinskiptan bíl allt að 30% meira niður en sjálfskiptan til þess að vega upp á móti þeirri niðurgírun sem verður í vökvakúplingunni í sjálskiptingu ef menn vilja ná sömu niðurstöðu. Því miður er ég búin að týna slóðinni á þetta en kannski er hægt að Google-a það.
11.04.2007 at 10:53 #587628Eitthvað fjallað um þetta í [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8841:26l0zksr][b:26l0zksr]þessum þræði[/b:26l0zksr][/url:26l0zksr]
10.04.2007 at 08:45 #587534Þetta eru ekki netþjónar heldur hin ýmsu routerar sem viðkomandi fer í gegnum. Niðurstaðan er mismunandi eftir því hvaðan menn tengja sig og hvaða internetþjónustu menn eru að nota og svo framvegis. Í þessu tilfelli eru bara tveir þeir síðustu hjá hýsingaraðila síðunnar sem er mjög eðlilegt.
Þið getið prófað þetta frá ykkur með því að fara í: START og RUN og skrifa cmd í línuna sem kemur upp. Þá opnast svartur "DOS" gluggi og þar skrifið þið "tracert old.f4x4.is" og ýtið á ENTER. Þið sjáið hvað hvert tæki er lengi að svara (í millisekúndum). Í sumum tilfellum (eins og fyrsta hoppinu hér að ofan) kemur ekkert svar frá einhverjum punktinum sem getur líka verið eðlilegt, sum tæki svara einfaldlega ekki svona fyrirspurn. Í þessu tilfelli eru öll svörinn frekar snögg þannig að hægagangurinn liggur líklega ekki í netinu sem farið er í gegnum, frekar á netþjóninum sem hýsir síðuna.
06.04.2007 at 21:31 #587352Þessi vél er upprunalega hönnuð og framleidd af Buick og vandamálið hjá þeim var ekki að hún væri ekki í lagi heldur treystu amerískir kaupendur ekki álvél á þeim tíma þannig að bílar með henni seldust illa. Þannig að Buick hætti að nota hana og seldi hönnunina og allt sem til þurfti til Rover. Ég átti svona vél í Range Rover 1988 3.5 EFI. Hún reyndist ágætlega nema hún var gjörn á að leka eins og fleira frá Rover. Þetta er létt og nett vél og þó að í Range Rover hafi ekki verið neitt óskaplegt afl með henni þá myndi hún örugglega rótvirka í léttari bíl og síðan er mikið til af dóti til að tjúnna hana. Man eftir að einhver setti svona vél í Ford Escort og notaði í rally. Minn bíll var með Borg Warner fjögra gíra sjálfskiptingu sem var ein sú skemmtilegasta sem ég hef komist í kynni við. Millikassin er sídrifin með mjög lágu lagadrifi eins og vera ber í Rover.
05.04.2007 at 19:58 #587282[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/326:3sm50150][b:3sm50150]Þessi[/b:3sm50150][/url:3sm50150] bíll er með svona vél, 4.6L
04.04.2007 at 20:10 #587264Smá upplýsngar [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Chrysler_PowerTech_engine:2odkos79][b:2odkos79]hérna.[/b:2odkos79][/url:2odkos79]
04.04.2007 at 16:59 #587254Sumir hafa farið þá leið að "stroka"sexuna upp í 4.5L eða 4.6L
-
AuthorReplies