Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.06.2007 at 11:53 #592284
Einhverjar myndir [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1090:xbc3jir3][b:xbc3jir3]hérna[/b:xbc3jir3][/url:xbc3jir3] frá [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=2810:xbc3jir3][b:xbc3jir3]Hlyni[/b:xbc3jir3][/url:xbc3jir3]. Hann kallar þetta að vísu DYE 2, veit ekki hvort það er það sama.
05.06.2007 at 21:25 #591942Það er einn bónus sem fylgir 302. Með réttu púskerfi koma ekki fegurri hljóð úr nokkuri bílvél. Ef bílvélar væru óperusöngvarar héti 302 Luciano Pavarotti.
03.06.2007 at 10:41 #591760Í framtíðinni megið þið eiga von á að bílar verði með 36 eða 48 volta rafkerfum. Svoleiðis er í farvatninu hjá mörgum bílaframleiðendum. Ástæðan er að 12 volta kerfi henta illa fyrir allan þann rafeindabúnað sem fylgir bílum í dag. Kerfi með hærri spennu eru einfaldlega ekki eins viðkvæm og 12 volta kerfin.
24.05.2007 at 13:31 #591482Hvað varð annars um Jakann?
20.05.2007 at 23:39 #589798Veit svo sem ekki hvort lagg skiptir máli, það er væntanlega matsatriði. En allavega finnst mér það alltaf hundleiðinlegt.
Það er tvennt sem veldur því eftir því sem ég veit best:
1. Sá tími sem það tekur túrbínuna að ná upp þrýstingi eftir að gefið er í. Gallin er sá að hún byrjar ekki að vinna fyrr en eftir að afgas byrjar að streyma inn í pústgreinina, þ.e. mótorinn verður að byrja að bregðast við inngjöf án hennar.
2. Sú vegalengd sem loftið þarf að fara frá túrbínu inn á soggrein, þ.e. þeim mun lengri leið (fjarlægð millikælirs frá vél) þeim mun meira lagg.
20.05.2007 at 23:23 #591336Þessi hálf-átta var stórundarlegur mótor, var V8 blokk sem var búið að fjarlægja 4 cílendra af. Þeir 4 sem eftir voru hölluðu eins og í áttu og ef ég man rétt var lok á blokkinni þar sem hinir fjórir hefðu annars verið.
19.05.2007 at 22:33 #591328Scout er einn af þeim bílum sem ég hef alltaf sterkar taugar til. Ég átti þennan [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/3712/24468:vt1i2tja][b:vt1i2tja]hérna[/b:vt1i2tja][/url:vt1i2tja] og hann var hrein snilld. Þessir bílar voru einhverskonar uppfyllingar framleiðsla hjá International en engu að síður voru þeir mjög vel heppnaðir, sterkir og góðir bílar en ryðguðu því miður talsvert hratt eins og fleiri bílar frá þessum tíma. Gömlu Scout 80/800 voru án nokkurs vafa fyrirmyndinn þegar Ford setti Bronco á markaðinn. Þegar framleiðslu var hætt 1980 var á teikniborðinu framúrstefnulegur jeppi sem hefði verið gaman að sjá komast á götuna.
14.05.2007 at 15:25 #200309Samkvæmt þessari frétt er það orðið að veruleika sem hefur lengi legið í loftinu að Chrysler hefur verið selt úr úr DaimlerChrysler samsteypunni. Þannig að nú geta Mopar og Jeep aðdáendur farið að kætast að vera ekki lengur í tengslum við þetta snobb drasl frá Þýskalandi.
07.05.2007 at 23:59 #590512Já það eru nokkrar vélar í þessum dúr til frá GM (574 (9.4L)) og Mopar (528 Hemi (8.7L) og 540 (8.8L)) og þá væntanleg eitthvað svipað frá Ford líka en þær eru svokallaðar "Factory Crate Engines". En þær eru ekki seldar í bílum heldur til ísetningar í bíla eftirá þannig að ég veit ekki hvort þær teljast með.
Svo eru líka til allskonar vélar í þessum dúr til frá "aftermarket" fyrirtækjum.
07.05.2007 at 21:18 #590508Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um rúmtak í fólksbílum, pickup-um eða jeppum.
Ef við tökum síðari hluta síðustu aldar til nútímans (fyrr á síðustu öld var rúmtak véla stundum langtum meira) eru það líklega Dodge og Cadillac. sem hafa farið upp í 500ci (8.2L). Cadillac í nákvæmlega 500ci með V8 og Dodge Viper með 506ci (8.3L) V10. 2008 árgerð á að verða 510ci/8354cc 600hp.
Þess má geta að Hennessey Viper Venom 1000 er tjúnnuð útgáfa af Viper frá [url=http://www.hennesseyperformance.com/hennesseyperformance/index.php:156ccf9c][b:156ccf9c]Hennessey Performance Engineering[/b:156ccf9c][/url:156ccf9c], þar sem vélin er tjúnuð í 1000hp og 1500Nm tork. Þá er hún komin í 522ci (8.5L). Þessi bíll er 2.9 sekúndur í hundraðið og nær 410km/klst og er löglegur á götu en bara smíðaður í takmörkuðu upplagi.
Þess má líka geta að Cadillac smíðaði milli 1930 og 1940 V16 vélar en þær voru aðeins milli 7L og 7.4l í rúmtaki.
Ég veit ekki um fleiri sem hafa farið yfir 500ci, leiðréttið mig ef það er rangt.
07.05.2007 at 17:56 #590502"Ford does not categorize its engines using the big/small block nomenclature. Rather, Ford literature distinguishes engine by its series, or family. Enthusiasts unaware of this fine point will nonetheless classify the larger families as big block engines. Third-party equipment vendors, following suit, have adopted the practice as well"
Sjá [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Small-block:14nsu4y9][b:14nsu4y9]hérna[/b:14nsu4y9][/url:14nsu4y9].
En þetta þarf svo sem ekki að vera heilagur sanleikur frekar heldur en margt annað sem stendur þar.
07.05.2007 at 14:21 #590532Hverjir hafa það hlutverk að bjarga hjálparsveitinni núna?
06.05.2007 at 19:34 #590492Tegund – Small Block Chevy:
265, 283, 302, 305, 307, 327, 350, 400
Tegund – Big Block Chevy:
396, 402, 427, 454
Ford flokkar sínar vélar ekki sem big eða small block heldur í tegundarflokka:
Tegund – MEL (almennt talin big block):
410
Tegund – FE (almennt talin mid sized):
390, 406, 410, 427
Tegund – Winstor (almennt talin small block):
255, 260, 289, 302, 351
Tegund – 385 (almennt talin big block):
370, 429, 460
Tegund – Cleveland (almennt talin mid sized):
351, 400
Ég veit ekki hvaða tegund 330 tilheyrir en hún er Ford vélNotað af bæði Ford og Chevy:
302, 400, 427
Ford í fleiri en einni tegund:
351, 410
Það eru miklu fleiri stærðir í flestum þessum tegundum
06.05.2007 at 14:20 #590328Tja.. Austmenn myndu efalaust skera upp felgurnar og skella þeim í 20" áður en þeir sprengdu.
Og svo samhryggist ég Ása fyrir að vera bara orðin enn einn dekkjakallinn og þurfa að vinna undir þessu hræðilega misheppnaða vörumerki.
06.05.2007 at 00:00 #590460Sumar tegundir bíla flokkast undir trúarbrögð. Mercedes var lengi þar í fararbroddi en Toyota á Íslandi er löngu kominn fram úr þeim. Þeir hafa hvergi í hinum vestræna heimi aðra eins markaðshlutdeild. Þegar framleiðandi er kominn í þessa stöðu skiptir engu máli hvað þeir senda frá sér, sértrúarsöfnuðurinn er öruggur kaupendahópur.
Ekki það að ég er samfærður um að Toyota eru yfirhöfuð ágætir og vandaðir bílar en það gildir líka um fullt af öðrum bílum sem oft á tíðum bjóða upp á miklu meira og eru ódýrari.
Og nú verðum við Gunnar skotnir á færi.
03.05.2007 at 13:36 #590190Það verður væntanlega sama með þessa og þá gömlu (og t.d. 105 bílinn), það verður hægt að fá þá gegnum fyrirtæki í t.d. Þýskalandi sem kaupa á, breita þeim til að þeir standis evrópskar kröfur og selja aftur í Evrópu. En þannig eru þeir væntanlega frekar dýrir. En verðlagning á cruser hefur nú svo sem aldrei staðið í heittrúuðum Toyota mönnum.
02.05.2007 at 19:31 #590182Þeir höfðu allaveg vit á að setja á hann fjórar hurðir í þetta sinn en framendin er í besta falli litlaus og jafnvel ef menn vilja vera dómharðir, ljótur. Örugglega sterkur og endingargóður jálkur eins og þessir bílar hafa alltaf verið.
01.05.2007 at 20:13 #590088Kalli, KTM verksmiðjurnar eru í svona tæplega 70km fjarlægð frá mér, á ég að fara og kaupa inn fyrir þig?
01.05.2007 at 20:00 #590080Ameríkanarnir halda raunar líka keppnir á svona tækjum innanhúss í stórum íþróttahöllum.
01.05.2007 at 19:44 #590076Í þessum keppnum eru nokkrir flokkar af misumundi byggðum bílum, bæði með og án fjórhjóladrifs. Þeir hraðskreiðustu eru yfirleitt framdrifslausir.
Þetta eru skemmtilegar keppnir mikið að gerast og og oft mikil afföll. Svona bílar eru bæði í keppnum á lokuðum brautum og á löngum leiðum í "Dakar" stíl.
-
AuthorReplies