Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2011 at 15:00 #724144
[quote="Rangur":29axz7g4]Ágætt að fá þessa yfirferð hjá Guðbrandi, þó að hún komi umfjöllunarefninu kannski ekki mikið við, enda ekki verið að nota vetnið sem eldsneyti heldur hjálparefni til að bæta brunann.
ÞÞ[/quote:29axz7g4]
Það er akkúrat málið menn eru endalaust að rugla þessu saman, það er einfaldlega ekki fræðilega hægt að láta vélina framleiða eldsneytið sjálfa, það heitir eilífðarvél og er einfaldlega ekki hægt.
Það sem vetnið sem á að gera samkvæmt þeim sem eru að selja þetta er að virka sem einhver konar hvati á brunann, væntanlega hraðari bruni/sprenging sem skilar meiri hreyfiorku og þar með fer minna til spillis í formi varma.
Það sem Guðbrandur er hins vegar að tala um og menn eru endalaust að rugla saman við þetta er notkun á vetni sem eldsneyti eitt og sér og þá þarf gott betur en einhvern líter öðru hvoru og meiri orku heldur en frá einhverjum aumum rafal. Þá er verið að nota raforku til að losa vetni úr vatni (vatn er 2 hlutar vetni og einn hluti súrefni (H2O)) sem er svo sem sama aðferðinn en í margfallt meira magni og síðan er vetnið notað sem eldsneyti eitt og sér. Vegna þess að verið er þar að umbreita raforku sem er háð raflögnum er yfir í færanlega orku er oft talað um vetnið sem "orkubera" frekar en ekki eiginlegt eldsneyti.
Ég hef miklar efasemdir um þessi 20-30% sparnað sem sumir eru að tala um með notkun á vetnis innspýtingu en hef séð annarstaðar tölur um 2-5% sparnað. Sumir segja engin áhrif, kemur vonandi í ljós.
21.03.2011 at 20:04 #724134Ef bílvélar væru fullkomnar væri ekki hægt að tjúnna þær en það hafa menn samt verið að gera með góðum árangri frá því að ottomótorinn varð til. Þá segja menn að tjúnning sé bara spurning um að nota meira eldsneyti en hvernig stendur þá á því að nútímavélarnota minna eldsneyti fyrir sama eða meira afl heldur en t.d. fyrir 20 árum (árangur sem bílaframleiðendur eyðileggja hins vegar með því að þyngja bílana stöðugt).
Það að bílvélar séu að skila því sem hægt er stenst bara ekki, reynslan sýnir að það er alltaf hægt að gera betur. Við verðum líka að hafa í huga að framleiðendur eru alls ekki að gera sitt besta í þessu sambandi og þar kemur ýmislegt til. Að miklum hluta er það vegna kostnaðar, bílarnir verða að vera samkeppnisfærir í verði og það þýðir að alltaf er reynt að fara ódýrustu leiðina sem yfirleitt er ekki sú besta. Annað er að bílarnir verða að geta gengið vandræðalaust við misjafnar aðstæður og á misgóðu eldsneyti og þess vegna er farnar leiðir sem eru málamiðlun sem virkar við flestar aðstæður, atriði sem þeir sem tjúnna vélar með tölvukubbum eru einmitt að notafæra sér.
Ég er sammála Steinmari um að maður á ekki að gleypa hrátt það sem sölumenn segja um svona tækni en ég er á því að það á ekki að afskrifa svona hlut nema að prófa, þess vegna lýst mér vel á það sem Benedikt og félagar ætla að gera og ætla að fylgjast með.
20.03.2011 at 23:29 #724124Ég veit ekkert um hvort þetta virkar og er raunar svolítið vantrúaður á það.
En það sem mér finnst koma fram hérna aftur og aftur og er að menn halda að vetnið sé beinlínis ætlað sem eldsneiti (sá miskilningur er líka í útvarpsviðtalinu) en það gengur að sjálfsögðu ekki, Newton gamli bannar það enda kæmi þetta litla afl sem rafallinn framleiðir bílnum ekki langa vegalengd.
Eins og ég skil þetta er vetninu ætlað að breyta brunanum og þannig auka nýtinguna á raunverulega eldsneytinu sem er bensín eða dieselolía, þar er af nógu að taka enda nýtingin ekki sérlega góð, öðru hvoru megin við 20% ef ég man rétt. heldur skárra með diesel. Ef það er hægt er þetta flottur búnaður og verður gaman að fylgjast með ef menn ætla að fara að prófa þetta.
En því miður gildir oftast að ef það hljómar of gott til að vera satt er það oftast ósatt.
19.03.2011 at 19:54 #724004[quote="mhn":2vum9pmz]….. Eins og Land Rover var fjórhjóladrifni Gipsy með 4ra gíra samhæfðan kassa. …. [/quote:2vum9pmz]
Land Rover fór ekki að koma með alsamhæfðum gírkassa fyrr en með Series III árið 1971. Ég er alinn upp í Land Rover IIa og byrjaði að keyra hann þegar ég (og raunar bíllinn líka) var 10 ára. Sá var bara samhæfður milli 4 og 3 en ef skipta átti neðar varð að tvíkúpla.
Örlög Austin Gipsy voru ráðin þegar British Leyland var stofnað og þar með voru Land Rover og Austin Gipsy framleiddir af sama fyrirtæki. Annar varð þar með að víkja og þar sem Land Rover seldist betur hvarf Gipsy af markaðinum.
19.03.2011 at 13:49 #724000Millikassinn í Austin Gipsy hafði það fram yfir aðra að það var hægt að keyra bílinn hvort sem menn vildu eingöngu í afturdrifi eða eingöngu í framdrifi (og svo náttúrulega í 4×4).
Ég þekki ekki þessa kassa á útlitinu en ef spurningin snýst um eitthvað sem aðrir höfðu ekki þá gæti þetta verið svarið.
20.12.2010 at 19:43 #714118Snæfell er hæsta fjall utan jökla en síðast þegar ég gáði voru einhverjar grjóthrúgur í stóra skaflinum sem er kallaður Vatnajökull…..
20.12.2010 at 15:02 #713714Innskráningin á síðuna er tvöföld (síðan sjálf og spjallkerfið, þreföld ef við tökum myndasafnið með) en á að virka saman þannig að ef maður skráir sig inn á eitt kerfi skráist maður sjálfkrafa inn á hin kerfin. Stundum gerist það hins vegar hjá mér að þó að ég sé skráður inn á síðuna sjálfa dettur skráningin inn á spjallið (og þar með auglýsingarnar) út og þá þarf að skrá sig inn aftur. Hugsamlega er það vandamálið.
Einnig er spurning ef t.d. bæði internet Explorer og Firefox eru opnir inn á síðuna þá dugir ekki að skrá sig inn í öðrum til að vera skráður inn í hinum. Innskráning í einni tegund vafra er algjörlega óháð innskráningu í annari tegund vafra.
15.12.2010 at 13:45 #709744Það eru tvær aðferðir við að setja inn myndir í svona spjallborð, önnur er að vísa í slóðina á mynd, annaðhvort sem maður setur einhverstaðar sjálfur á vefinn eða á vefsíðum hjá öðrum. Algengustu mistökin sem menn gera með þessari aðferð er að vísa í vefsíðuna sjálfa en ekki slóðina á myndina sjálfa.
Það er einn stór galli við þessa aðferð og hann er sá að ef myndin er fjarlægð af vefnum eða slóðin á hana breytist hverfur hún út úr þræðinum sem skemmir hann verulega ef verið er að lesa hann seinna.Hin aðferðin er miklu betri og hún er að setja myndina inn sem viðhengi, þá er myndin alltaf inni í þræðinum nema einhver fari beinlínis inn og taki hana út. Þetta kostar hinsvegar að oftast þarf að minnka myndina áður en hún er sett inn, en það á ekki að vera mikið mál jafnvel þó menn séu ekki mjög tölvufærir, flest myndvinnslu og myndasafns forrit geta þetta og auk þess er til fullt af litlum fríum forritum sem gera þetta á einfaldan máta.
Hins vegar á spjallsíðan okkar að geta minnkað myndir sjálfkrafa niður í ákveðna stærð ef hún er of stór og ég skil ekki hvers vegna vefstjórarnir okkar hafa ekki virkjað þann möguleika, þræðirnir verða miklu læsilegri ef það eru ekki of stórar myndir í þeim.Hvað varðar upprunalega málið í þessum þræði þá er mjög algengt á spjallborðum að auglýsingar séu höndlaðar á þennan veg, vandamálið liggur meðal annars í því að spjallborðið og auglýsingar eru eitt og sama kerfið og um það verða að gilda sömu aðalreglur og ef hagsmunir spjallsins stangast á við hagsmuni auglýsinganna þá hlýtur spjallið að ráða. Það væri ekki mjög sniðugt ef menn gætu eytt hérna út heilu spjallþráðunum, held að menn yrðu ekki ánægðir með það. Og það að geta breitt endalaust setur oft allt úr samhengi fyrir þá sem lesa þræðina seinna, það var prófað á gamla spjallinu.
Persónulega held ég að það hefði verið betra að keyra sérstakt sérhæft auglýsingkerfi (sem mér skildist í haust að væri hugsamlega verið að spá í að gera) eða vera með tvær sjálfstæðar uppsetningar af spjallkerfinu, aðra fyrir spjall en hina fyrir auglýsingar þannig að uppsetningarnar væru ekki að stangast á.
PS.
Svo gengur mér afskaplega illa að melta það að menn sem setja saman bíla í heimsklassa úr brotajárnshaugum (og Toyotum) og keyra í blindbil um jökla eftir einhverjum tölum á skjá getir ekki lært á nokkra takka á vefsíðu, þetta er allt spurning um að setjast niður og spá í hvernig hlutirnir virka og hvað er hægt að nota þá í. Þetta eru engin töfrabrögð, bara hlutir sem hafa ákveðna virkni sem hægt er að læra á alveg eins og bílana og GPS tækin.
15.12.2010 at 06:16 #709740[quote="jakinn":3h4abtez]
Eins og hér……………………….
[img]C:Documents%20and%20SettingsHjörturDesktopminna[/img]Og hér…………………………..
[img]C:Documents%20and%20SettingsHjörturDesktopBílar%20AllirJAKA%20FORDMyndir2009Ford%20’97%20or%20möppu%2005[/img]
[/quote:3h4abtez]Þetta getur ALDREI virkað af þeirri einföldu ástæðu að þetta er slóð inn á harða disknum á tölvunni þinni sem hvorki ég né vefsíðan höfum aðgang að. Þetta eru tvær möppur á skjáborðinu hjá þér sem heita "minna" og "Bilar allir" (og undirmöppur undir henni).
16.10.2010 at 15:43 #649372Smá hugleiðing um vefsíðuna okkar.
1. Almennt:
Ég hef séð menn vera að dásama gömlu síðuna (sem er skemmtilegt þar sem áður fundu menn henni allt til foráttu) en sú síða var hugverk fyrirtækis og klúbburinn var fastur í þeirri gildru að þurfa að reiða sig þjónustu þeirra og borga bara þegjandi reikninginn ef einhverju þurfti að breyta eða laga. Öll þekking á utanumhaldi var bundinn við örfáa einstaklinga og mikið mál að koma upp þekkingu ef skipt er um mannskap. Það var því mjög brýnt fyrir klúbbinn að koma sér út úr þessari hít sem svona kerfi getur auðveldlega orðið og finna einfaldari og ódýrari lausn.
Sú leið sem var farinn er að nota eitthvað af stóru "opnu" kerfunum sem eru algengust í heiminum í dag, það eru mörg svona kerfi til, þau stærstu eru líklega WordPress (meira fókusað á blogsíður og hefði ekki hentað okkur), Drupal og Joomla!. Klúbburinn valdi [b:1uz7ypg5]Joomla![/b:1uz7ypg5] sem er góður kostur, á Íslandi eru hundruðir ef ekki þúsundir síðna að nota þetta kerfi þannig að líkindin til þess að finna einhverja innan klúbbsins sem kunna allavega undirstöðu atriðin í umsýslu á kerfinu eru mikil.
En svona kerfi er bara grunnurinn, af því að hér eru bílamenn má kannski segja að Joomla! kerfið gegni hlutverki grindar og gangverks í bílnum. Síðan er byrjað að raða utaná.2. Útlit:
Í Joomla er útlit síðunar sér hluti sem bætt er við. Kerfið kemur með einföldu grunnútliti sem fáir nota en það eru þúsundir einstaklinga og fyrirtækja út um allan heim í því að búa til útlit fyrir svona síður og margir sem hafa þekkingu til þess gera það sjálfir. Það er jafnvel hægt að vera með nokkur mismunandi útlit inni og bjóða notendum að velja sjálfir hvernig síðan lítur út. Ég hef ekki hugmynd um hver gerði þetta fyrir klúbbinn en mér finnst heildarmyndin ágæt en litavalið hræðilega grámyglulegt.3. Spjall:
Hér fór klúbburinn aftur góða og örugga leið og valdi kerfi sem heitir [b:1uz7ypg5]phpBB[/b:1uz7ypg5]. Ef menn hérna stunda einhverjar aðrar spjallsíður þá eru mikil líkindi fyrir því að þeir hafi verið að nota þetta sama kerfi. "Keppinauturinn" jeppaspjall.is er t.d. að nota sama kerfi, munurinn er að þar stendur það sjálfstætt á meðan að hér er það fellt inn í Joomla! síðuna. Að mínu áliti er þetta langbesta kerfið sem ég hef séð og notað og valið rétt.
Það þyrfti hins vegar einhver að fara yfir kerfið og laga nokkur smáatriði eins og t.d. hvernig spjallið fellir inn myndir í þræðina.4. Myndasafn:
Hvað þetta atriði veit ég ekki hvað skal segja, hér var aftur farin "örugga" leiðin og valið eitt útbreiddasta og vinsælasta kerfi sem til er og heitir Gallery2. Líklegast er þetta umdeildasti hluti síðunar og ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna. Það sem mér dettur helst í hug er að kerfið hafi of marga möguleika og sé þess vegna að vefjast fyrir mönnum, síðan er kerfið bara að hluta á Íslensku og því koma möguleikarnir upp sitt á hvað á íslensku eða ensku sem gæti verið að trufla menn. Það má líka færa rök fyrir því að andlitið sé svolítið óskipulegt en þannig er bara hönnuninn og lítið hægt að gera í því. Það er nýlega komin út útgáfa 3 (við erum með 2) af þessu kerfi og þar eiga að vera talsverðar endurbætur á kerfinu gagnvart notendum en ég hef ekki skoðað það og ætla ekki að tjá mig um hvort það gæti leist vandamálið en það hlýtur að koma að því fyrr eða seinna að kerfið verði uppfært.5. Uppröðun síðunar:
Um þetta atriði geta menn endalaust deilt um og sitt sýnist hverjum. Uppsetningin hjá okkur er mjög klassísk, fyrst kemur haus síðan aðalvalmynd, afgangurinn deilist síðan í 3 dálka á forsíðu en verða 2 þegar komið er inn í efni síðunar.
Það má færa rök fyrir því að það ætti bara að vera einn dálkur þegar komið er inn í efni síðunar, aðalvalmyndin sér um að koma manni eitthvað annað ef á þarf að halda, þetta gæti verið betra fyrir þá sem eru með lítið skjápláss. Þetta og önnur uppröðun á síðunni er einfalt að breyta ef vilji er fyrir því en það er örugglega aldrei hægt að setja þetta upp þannig að öllum líki.6. Vefnefnd:
Ég ætla ekki að skamma vefnefnd, hún er búin að vinna mikið starf, það að setja upp og halda utanum stóra síðu eins og f4x4.is er ekkert einfalt og mikil vinna. Eitt ætla ég þó að segja, ég held að menn hefðu getað sparað sér mikil leiðindi og baktal og skítkast með því að vera með betri upplýsingagjöf til þeirra sem nota síðuna. Þó að ekkert kæmi nema: "Vegna anna höfum við ekkert getað gert síðustu viku í máli X" þá yrðu menn rólegri heldur en ef þeir vita ekkert hvað er að gerast. Stundum eru "ekki fréttir" betri en engar fréttir og kannski væri ágætt að setja upp þráð sem væri eins konar fréttabréf um hvað er verið að gera og spá.7. Notendur:
Og síðan legg ég til að í stað þess að ergja sig endalaust yfir hlutunum og einhverju sem þeim finnst ekki virka að setja sig í samband beint við vefnefnd og athuga undirtektir og fá skýringar.
Síðan eiga menn endilega að setjast niður eina kvöldstund og læra að rata um og nota síðuna í staðin fyrir að leggjast í einhverja neikvæðni. Vefsíður eru engin galdratól en það það þarf að læra á þær eins og annað til að geta notað þær almennilega (líka myndahlutann), hér er fólk sem setur saman heimsklassa bíla úr brotajárni og ratar um jökla blindandi eftir mælitækjum, ég vorkenni ykkur ekkert að læra á eina litla heimasíðu. Þið gætuð jafnvel fengið brilljant hugmynd um hvað er hægt að gera betur og sent til vegnefndarEn nú ætla ég að hætta þessu bulli og ég tek fram að ég er ekkert tengdur vefnefnd og á engra annara hagsmuna að gæta heldur en að vera notandi síðunar og félagi í klúbbnum.
R156
Einar Steinsson
16.10.2010 at 09:59 #649368Ef allt ætti að vera á forsíðu væri síðan ónýt vegna þess að þá yrði forsíðan þvílíkur grautur að engin myndi finna neitt. Þess vegna er verið að hafa þennan vallista þarna uppi, ef þig vantar eitthvað sem tengist nefndum þá smellirðu á "Nefndir", ef þig vantar eitthvað í sambandi við myndir þá smellir þú á "Myndir", ef þig vantar eitthvað í sambandi við spjallið smellir þú á "Spjallið" o.s.fr.
Svona eru flestar vefsíður í heiminum sem eru með eitthvað meira efni en einn efnisflokk hannaðar. Góð vefhönnun er að hafa á forsíðunni sem allra fæst nema algjörar grunnupplýsingar um hverskonar síða þetta er, hverjum hún tilheyrir og hvernig á að hafa samband (símanúmer og netfang) og hugsamlega 2-3 nýjustu fréttir/tilkynningar en síðan koma vel skipulagðar og skýrt uppsettar krækjur á annað efni á síðunni. Uppsetning eins og þú ert að biðja um þar sem allt er í einum graut á forsíðu heitir fúsk.
Það má síðan endalaust deila um hvernig á að setja upp þessar krækjur og vallista.
15.10.2010 at 23:25 #649364Það er ekki hægt að hafa allt á forsíðu.
Ef þú smellir á "Spjallið" í aðalvalmyndinni undir hausnum á forsíðunni (eða hvaða hluta síðunar sem þú ert staddur á ef út í það er farið) þá færðuspjallflokkana á síðuna og "Innanfélagsmál" er efsti flokkurinn.
Athugaðu samt að síðan sjálf og spjallið eru tvö kerfi með sitthvora innskráningunna (Joomla og phpBB), það er í kerfinu tengill sem á að sjá um að skrá þig inn í bæði kerfin þegar þú skráir þig í annað en allt getur klikkað þannig að fræðilega séð gætirðu verið skráður inn á síðuna en ekki spjallið og þá sérð þú ekki "Innanfélagsmál" en það ætti ekki að leyna sé ef svo væri.
14.09.2010 at 18:53 #702744Þetta eru teikningar eftir Halldór Pétursson en hann lést 1977. Myndirnar hans eru algjör snilldarverk.
05.07.2010 at 13:23 #697566…sko…
Það er alltaf vont þegar menn komast í þann ham að fara að persónugera deilur og skoðanaskipti.
Ég er allavega þannig gerður að þegar ég les á svona spjalli yfirlýsingar eins og: " Hann Jón er asni" þá afgreiði ég það í huganum þannig líklega sé sá sem skrifar bara sjálfur asni.
Hins vegar ef menn taka þá línu að segja eitthvað eins og t.d.: "Mér finnst að það sem hann Jón er að segja vera bull vegna þess að…." þá er mun meira mark takandi á því vegna þess að það er verið að fjalla um mál en ekki persónu og rök látin fylgja.
En endilega sækið þið he%&#/is tunnuna.
05.07.2010 at 12:38 #697364Þjóðverjar gera talsvert af því að flytja inn alvöru jeppa með vélum sem ekki standast Evrópustaðla (UN Toyotur og annað slíkt dót) og einfaldlega laga vélarnar til að þær standist staðlana og fá þá þar með löglega skráða.
Af hverju gera Íslendingar sem hvor eð er smíða bílana nánast upp frá grunni þetta ekki?
02.07.2010 at 23:00 #697522Að fílósófera um tunnuna já sko….
Litli jeppakarlinn á þessa tunnu ekki, til þess er mjöðurinn of dýr og litli jeppakarlinn hefði aldrei skilið hana eftir og auk þess ekur hann um á sparneytnum jeppa og þarf enga tunnu.
Stóri feiti jeppakallinn á hana ekki heldur, þó hann hefði allveg efni á að skilja hana eftir er hann of nískur til þess.
Tunnan tilheyrir einhverju fyrirtæki sem er með illa launaða starfsmenn sem nenna ekki að vinna vinnuna sína.
Sú staðreynd að það vantar í hana tappann bendir til að þjófótti jeppakarlinn hafi átt leið um og fengið sér smá skvettu.
02.07.2010 at 18:38 #697406Held að það sé ekkert sem bannar að bílar séu með stýrið hægra megin. Hvað varðar bíla frá t.d. Ástralíu er væntanlega meira mál hvort vélin stenst Evrópskar kröfur. En bílar frá Bretlandseyjum ættu ekki að vera vandamál.
02.07.2010 at 16:52 #688740Nýr þráður "Startar ekki heitur"
Velja "Forsíða" (athuga að hér er átt við forsíðu spjallsins [b:qbsbm0z0]EKKI[/b:qbsbm0z0] forsíðu síðunar), síðan er valinn flokkur sem passar og þegar komið er inn í hann birtist stór og mikill hnappur sem á stendur með rauðum stöfum "Nýr Þráður".
Væntanlega er þetta haft svona til þess að þræðir lendi síður í röngum flokki.
01.07.2010 at 18:33 #688736Það voru fleiri bílar en blessuð bjallan svona einfaldir hérna áður. Lenti einu sinni í því að ná ekki ónýtum olíutappa úr pönnunni á Subaru árgerð 1978. Engin gryfja og engin lyfta bara úti á skítugu gólfi í gömlu fjósi út í sveit. Nennti ekki að slást við tappann á skríðandi á skítugu gólfinu undir undir bíl þannig að ég skrúfaði bara mótorinn úr (tók um 10-15 mínútur og mótorinn var svoddan kettlingur að maður tók hann bara í fangið þegar hann var laus) og brasaði síðan við ónýtan tappann uppi á borði og þegar því var lokið fór mótorinn í aftur. Miklu einfaldara og þægilegra.
19.06.2010 at 09:07 #696626Yfirleitt fer það betur með mótora að láta þá snúast létt heldur en að vera pína þá niður með tilheyrandi sótmyndun en svo er heldur ekki gott að keyra þá tímunum saman uppi við rauða strikið. Það er með þetta eins og flest annað að meðalhófið er best.
Einhverstaðar sá ég haft eftir einhverjum mótorspeking að ef menn vildu vita á hvaða snúning þeir ættu að halda mótornum þá ættu þeir að skoða tork-kúrvuna fyrir viðkomandi mótor.
-
AuthorReplies