Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.12.2007 at 22:46 #607496
Sæl öllsömul.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, sérstaklega vil ég senda Óskari (skara) innilegar samúðarkveðjur fyrir að hafa ekki efni á að starta sinni 6.2 disel (nema á steinolíu), og greyinu honum Tedda við að reyna að troða þessum bensínhák ofan í 60 krúserinn sinn
Jólakveðja
Einar Sturlu
21.12.2007 at 19:20 #607406Sæll Óskar.
Ég prófaði steinolíuna þegar ég fór að vinna hjá ónefndu olíufélagi (’98-’99 og ’06). Starfsfélagarnir hvísluðu því að mér að það væri ekkert mál að keyra á 100% steinolíu á mínum ofur krúser með hinni rómuðu 2.4 dísel turbo.
Ég var samt ekki alveg að kaupa það svo ég gerði mér ferð (’98) í Bræðurna Ormsson, sem alla vega voru með umboð fyrir Boss olíuverk. Þar hitti ég ónefndan boss sérfræðing sem fræddi mig um það að á síðasta ári (’97) fengu þeir boss sérfræðing í heimsókn frá Þýskalandi sem fullyrti aðspurður að öll þesstíma olíuverk þyldu steinolíuna ekki síður en díselinn. Hann hafði þó séð einhverja gamla landróvera á götunum sem hann sagði að þyldu alls ekki steinolíu (af hverju fylgdi ekki sögunni).
Hann mælti þó með því að hella einum lítra af smurolíu (nb. ekki tvígengisolíu) til þess að minnka glamrið í vélinni.
Ég varð himinlifandi við þessar fréttir og fór að ráðleggingum þessa sérfræðings. Ég verð þó að segja að ég heyrði ekki nokkurn mun á vélarhljóðinu hvort ég blandaði smurolíunni útí eða ekki svo ég hætti því fljótlega.
Krúserinn var keyrður 300.000 km þegar ég fór að nota steinolíuna (nb. óblandaða) og notaði ég hann þannig næstu þrjú árin samtals 40.000 km. Eftir það fékk hann einn og einn díseltank.
Mín reynsla af steinolíunni er sú að hann missti c.a. 5-10% kraft (sem hann mátti alls ekki við blessaður) og stein hætti að reykja þó að maður stæði hann í rauða botni, sem kom ansi oft fyrir (ekki það að það væri svo sem mikið að gerast).
Þrátt fyrir þessa reynslu mína ætla ég ekkert að fullyrða hvernig aðrar vélar bregðast við steinolíunni en ég fiktaði aldrei í olíuverkinu til að endurheimta orkutapið.
Ég skal samt éta hattinn þinn ef þessi frekar slappi 6.2 ltr. mótor þinn þolir ekki 100% steinolíu. Alla vega myndi ég ekki hika við að nota hana óþynnta en í þínu tilviki mundi ég alvarlega spá í að tjúna rækilega upp í olíuverkinu:)
Kveðja
Einar Sturlu
-
AuthorReplies