Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.02.2003 at 22:10 #468792
Sæll
Við hérna á Skaganum notum mest spotta sem við fengum hér á Nótastöðinni (Hjá Magga Sól) á fínu verði.Þetta er 100% nælon ef ég man rétt með svakalega fínni teygju. Þetta er 25mm sver spotti held ég, og við höfum aldrei slitið svona spotta.
kv.
Eiríkur
18.02.2003 at 18:58 #468760Takk fyrir þetta Óli, þetta eru frábærar myndir. Gaman að heyra að ekki urðu nein stórtjón í ferðinni. Torfærukappinn kippir sér væntanlega ekki upp við svona smotteríisbilanir..
kv.
Eiríkur
18.02.2003 at 18:56 #465688EIK skrifaði:
Samkvæmt lögum félagsins er meðal markmiða þess að:
Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
ATH. "annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum.".
Þetta er akkúrat það sem klúbburinn hefur unnið að, meðal annars með því að fá því framgengt að akstur á snjó er leyfður með lögum. Það að við getum áfram breytt bílunum okkar og áfram keyrt um á snjó er eitthvað sem við getum öll verið sammála um að eru málefni sem Ferðaklúbburinn 4×4 á að berjast fyrir. Það verður aldrei sátt um ályktanir út og suður um virkjana, skipulags eða samngöngumál frá hendi klúbbsins. Þeir sem svo telja eru einfaldlega að mínu mati að berjast fyrir þessum málum á röngum vettvangi. Þar með er ég ekki að gera lítið úr þeirra skoðunum, og er sjálfsagt sammála þeim að einhverju leyti, en þetta er einfaldlega ekki rétti vettvangurinn til að vinna þeim fylgi, heldur vís leið til þess að kljúfa þennan ágæta félagsskap í fylkingar.
Kveðja,
Eiríkur
17.02.2003 at 22:54 #468700Var að hringja í Jón Bergs. Náði ekki í hann en talaði við son hans. Jón var úti að hjálpa einhverjum að koma dekki á. Þeir eiga eftir 5 kílómetra í Sigöldu og það er búinn að vera þokkalegur gangur síðustu 2 tímana, c.a. 2-3 kílómetrar.
Þeir eru sæmilega settir með olíu, eitthvað búnir að miðla á milli bíla, en eru bara brattir annars. Orðnir soldi þreyttir en þetta hefst allt hjá þeim. Það er seigt í þeim þarna fyrir sunnan.
Við sendum þeim bara góðar kveðjur, það verður gaman að fá lýsingu á þessum túr hjá þeim.
kv.
Eiríkur
17.02.2003 at 22:42 #465660Ég verð annars að taka undir orð Björns Þorra um ótrúlega áráttu sumra að vilja etja Ferðaklúbbnum 4×4 út í forarpytt hinnar pólitísku umræðu.
Virkjana og samgöngumál eru í eðli sínu pólitísk mál sem fá sína umræðu og afgreiðslu á sínum eðlilega vettvangi, í stjórnmálaflokkunum, á Alþingi og eftir aðstæðum í þeim stofnunum sem ætlað er að fjalla um þau.
Eitt af markmiðum klúbbsinns er:
"Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd".
Ég get ekki skilið að út frá þessu markmiði þurfi klúbburinn að marka sér stefnu í Virkjana og samgöngumálum. Hins vegar hefur klúbburinn beitt sér fyrir umræðu um þessi mál, meðal annars með því að fá á fundi ýmsa aðila sem tengjast þessum málum, en að sjálfsögðu bæði þá sem eru "með og á móti".
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort aðilar sem tala í þessa áttina, séu einfaldlega að reyna að sækja sínum flokki liðsstyrk. Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja,
Eiríkur
17.02.2003 at 22:02 #465656Já þetta er nú svona. Yfirleitt komast menn af sportbíla aldrinum uppúr tvítugu og fara að huga að því að fá sér jeppa. Sumir sleppa bara jeppatímabilinu (Barbí er nú varla jeppi er það) og fara beint í sportbílana.
Já lengi má manninn reyna.
kv.
Eiríkur
16.02.2003 at 19:54 #468604Sælir félagar
Eitt með okkur landsbyggðarmenn, við virðumst hafa ótakmarkaða skynsemi til að bera. T.d. Ólsarinn, í lýsingu á bílnum sínum segir hann:
Tja, það er varla hægt að segja frá því ógrátandi, en í raun á ég engan almennilegan bíl sem stendur, en ek um á Pajero árg. 1999 2800 Td
Geta menn verið skynsamari en þetta, eða hefur þetta eitthvað með það að gera að maðurinn er úr Skagafirðinu. Björn Þorri, smá komment á þetta, af því að ég veit að þú átt ættir að rekja í Skagafjörðinn.
Kveðja,
Eiríkur
14.02.2003 at 22:06 #468594Mér finnst Palli nú ekki vera alveg fair í þessu. Ég get að vissu leyti tekið undir með Iceman, að það orkar tvímælis að vera að auglýsa svona viðburð kl. 16.45 sama dag og þetta á sér stað. Það var stjórnarmaður í félaginu sem setti þetta inn, svo við verðum að líta svo á að þetta hafi verið unnið í einhverju samráði við stjórnina.
Þetta var einfaldlega allt of seint auglýst, ekki bara fyrir landsbyggðarlýðinn, heldur líka marga aðra. Hvað með þá sem ekki hafa aðgang að netinu.
Svona viðburðir hafa komið upp áður hjá öðrum aðilum, en allt öðruvísi verið að þeim staðið. Ég geri þó ráð fyrir að þetta skrifist fyrst og fremst á óvönduð vinnubrögð söluaðilans, en ekki stjórnarinnar.
Kveðja,
Eiríkur
14.02.2003 at 09:39 #468562Sæll
Ég veit að Hjalti nokkur á Skaganum er með svona hjól. Síminn hjá honum er 431-1376. Hann er líka með tölvupóst, hjalti@aknet.is
kv.
Eiríkur
13.02.2003 at 12:24 #468322Nú fer að vera gaman að fylgjast með. Framvarðasveit Heklu mætt til varnar, en svo virðist sem Eik hafi öll tromp á hendi.
Áfram með smjörið…
13.02.2003 at 00:06 #468442Hvað þarf Teddi þá að láta blása mikið þegar hann kemst út úr skúrnum?
kv.
Eiríkur
11.02.2003 at 13:07 #468180Sérstaklega þetta "eftir starfslok…."
11.02.2003 at 12:52 #468178Þetta er tekið af Vísi.is.
Hinn dæmigerði íslenski stjórnandi er karlmaður á aldrinum 36-50 ára. Hann hefur brotist til frama á eigin verðleikum. Hann gengur í jakkafötum og ekur Pajero eða Land Cruiser 100.
Hann stefnir að því að hætta störfum fyrir sextugt enda vinnur hann að meðaltali 60 klukkustundir á viku og flestar helgar er hann í vinnunni. Eftir starfslok ætlar hann að leggjast í ferðalög. Sem lykilatriði í árangri telur hann hæfni til góðra samskipta og getu til ákvarðanatöku. Hann hefur miklar mætur á Davíð Oddssyni forsætisráðherra og hjá honum er fyrirtækið Össur hátt skrifað. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem fjallað er um í Sjónarhóli, fréttablaði KPMG og heimur.is fjallar um á vefsíðu sinni.
11.02.2003 at 12:44 #468176Góður Hlynur…
Já er það tilfellið með kallinn, er hann genginn í sérstrúarsöfnuð… ég vissi að það væri eitthvað í gangi.
Getum við ekki gert eitthvað til að rétta hann af, spurning um að bjóða honum í almennilegan jeppatúr.
Hann er alveg hættur að fara á fjöll, og mér skilst að miðað við græjurnar sem hann er að kaupa þá verði hans helstu jeppatúrar upp í Breiðholt í framtíðinni…
kv.
Eiríkur
10.02.2003 at 17:16 #468170Já svona er þetta, en til að lenda nú ekki í neinum sóðaskap þá var vinningnum samstundis ánafnað í tækjasafn Vesturlandsdeildarinnar, svona passar maður sig.
Við verðum að taka góðar og gildar þessar útskýringar á nafngiftinni, finnst þó grunsamlegt hve menn ganga langt í útskýringunum…
Kveðja,
Eiríkur
09.02.2003 at 18:50 #468166Sælir félagar.
Eins og Björn Þorri skrifaði þá var rífandi stemming í Húsafelli. Frábær matur, heimatilbúin skemmtiatriði og síðan stiginn dans við undirleik hljómsveitar.
Þetta með að vera þvoglumæltur er nú ekki rétt hjá í Birni Þorra, ég varð hins vegar að skella óvænt á hann því það var verið að draga í happdrættinu, en þar fékk undirritaður einmitt aðalvinninginn.
Hins vegar er rétt hjá honum að það var þarna ungur maður sem hefur hlotið afar slæmt uppeldi í Sóðagenginu, sem fór nánast úr hverri spjör. Það þarf að fara að endurksoða það hvernig þeir fengu þetta nafn á sig…
Myndir af blótinu sjást vonandi í myndaalbúminu þegar það rætist úr með geymslurými.
kv.
Eiríkur
07.02.2003 at 10:53 #468094Hvernig er með Tedda, hefur hann ekki skoðun á málinu…, eða er breytingin á Toylettinu svona tímafrek…
kv.
Eiki
06.02.2003 at 19:38 #468040Á heimasíðu klúbbsins undir GPS grunnur er hægt að ná sér í punkta af þessari leið. Einnig hægt að skoða mynd af korti með leiðinni. Síðan eru punktarninr í Excel skrá, Nobeltec skrá og Garmin skrá ef ég man rétt.
kv.
Eiríkur
06.02.2003 at 12:40 #468006Hentu henni og fáðu þér VHF. Ekki hlusta á einhverja sem eiga eftir að skrifa hér og dásama CB. Þetta er ónýtt, amk. til fjarskipta. Spurning kannski um look á mælaborðinu.
kv.
Eiríkur
05.02.2003 at 15:57 #467708Pelisson þú áttar þig ekki á hvað þessi þráður fjallar um. Hann fjallar um mun merkilegri viðburð heldur en einhvern meting um bílategundir. En þú ekur líka á Toyotu, við hverju var að búast… :)))))
kv.
Eiki
-
AuthorReplies