Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.04.2003 at 10:16 #471736
Það vantaði nú alveg að dásama stikurnar á Bláfellshálsinum í ferðasögunni. Ég trúi ekki öðru en að umhverfisnefnd og Arnþór hafi fundið hlýja strauma þegar við vorum að paufast yfir hálsinn í blindbyl.
kv.
Eiríkur
31.03.2003 at 23:52 #471372Er endurvarpinn á Bláfelli bilaður. Ég var að reyna að nota hann um helgina en fékk hann ekki til að svara.
31.03.2003 at 23:37 #471734Við fórum á 5 bílum af Skaganum á föstudegi og ætluðum að fara yfir jökul á Hveravelli. Þetta var hópur sem var búinn að taka Þverbrekknamúla á leigu og ætlaði í afmæliskaffi í Setrinu, en það var blásið af því Palli þurfti að fara og passa pæjurnar. :).
Þegar ferðin á Hveravelli var blásin af fengum við að nota gistinguna sem búið var að panta. Við renndum í Húsafell þar sem tveir bílar bættust í hópinn. Ekkert skyggni var á jökulinn, auk þess sem við fengum fréttir af mjög þungu færi. Því var sú ákvörðun tekin að keyra norður þjóðveg og fara upp Kjalveg að norðanverðu. Segir nú ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við fórum að nálgast Hveravelli. Vestan við flugvöllinn komum við að tveimur bílum, annar vel fastur í krapa. Rétt búnir að koma auga á þá þegar þrír bílar úr okkar hóp voru búnir að sökkva í krapann. Vel gekk að ná þeim upp og svo var bara að læðast yfir. Enduðum síðan á að draga þennan sem við komum að upp úr krapanum. Fréttum seinna að þetta hefðu verið staðarhaldarar á Hveravöllum á leið að gera við hitaveituna í gamla skálanum. Fengum samt engann afslátt.
Laugardagurinn brosti við okkur með veðrinu sem við vonumst alltaf eftir að lenda í þegar við förum á fjöll, brakandi sólskini og blíðu, svipað og er á Skaganum flesta daga. (Spyrjið þið bara Tedda). Ákváðum að taka stefnuna á Setrið, tókum beint strik á Fjórðungsöldu í fínu færi og þaðan stefnuna á Loðmund. Smá krapavesen á leiðinni, en með því að hafa augun hjá sér og forðast mestu lægðir þá gekk þetta bara vel. Færið þyngdist aðeins eftir því sem nær dró Kerlingarfjöllum en þó ekkert til vandræða. Hittum svo hluta af Seturhópnum á sléttunum undir Loðmundi, þar sem þeir voru á leið í Kerlingarfjöll. Við héldum hins vegar áfram í Setrið og fengum okkur kaffi, þó ekki afmæliskaffi.
Fórum svo frá Setrinu í Kerlingarfjöll þar sem einn bíll bættist í hópinn, en hann kom yfir Bláfellsháls og norður Kjöl. Síðan var keyrt aftur yfir á Hveravelli, þar sem kokkurinn galdraði fram dýrindis máltið á augabragði, punkturinn yfir i-ið á vel heppnuðum og góðum degi á fjöllum. Þess má geta svona í framhjá hlaupi að engin Toyota var með í för.
Kl 10 á Sunnudagsmorgni mættum við til að tanka. Þar bættist einn bíll í hópinn, "Djúpa Laugin" í óvissuferð og fengu þau að slást með í för. Ákváðum að fara út í Þjófadali yfir Þröskuld og keyra svo niður hraunið meðfram Fúlukvísl. Fínt færi og nægur snjór á þessari leið, en lentum nokkrum sinnum í krapafestum. Þó ekkert í líkingu við krapann sem Beggi og Soffía lentu í, en þau eru líka extreme í öllu sem þau taka sér fyrir hendur, er það ekki.
Jæja hvað um það, einn félagi okkar ákvað að slást í hópinn og brunaði norður Kjöl og við fórum á móts við hann þar sem hann kom yfir Svartá fyrir norðan Innri-Skúta. Héldum okkur frekar austan til í hrauninu eftir það og þar virtist vera minni krapi, lentum bara einu sinni í krapa frá Innri-Skúta niður að vaði við Árbúðir, þar sem við fórum yfir. Áin var lokuð en krapi svo það var aðeins bras en ekkert til að tala um. Þegar þarna var komið vorum við í fínu veðri, aðeins ofankoma sem gerði skyggnið svolítið leiðinlegt, en þegar við erum að keyra upp brekkuna frá vaðinu skall á blindbylur. Við vorum því drjúga stund að koma okkur niður að brúnni yfir Hvíta, en þar rofaði aðeins til. En Adam var ekki lengi í Paradís, þegar við vorum komin fram hjá Beinakerlingunni brast á aftakaveður auk þess sem mikið hafði snjóað og skafið í skafla. Við vorum því drjúgan tíma að komast niður af hálsinum, en um leið og við fórum að lækka okkur hlýnaði og úrkoman breyttist í rigningu og það hætti að skafa. Ferðahraðinn var því talsvert minni heldur en daginn áður. Þess má geta svona í framhjá hlaupi að þarna hafði ein Toyota bæst við í hópinn.
Eftir það var leiðin greið, síðasta stopp var á Geysi þar sem sjoppan var opnuð fyrir okkur, einhverjir þurftu eldsneyti og aðrir eitthvað annað. Vorum kominn á Skagann um miðnættið eftir aldeilis fína helgi.
Ferðakveðja,
Eiríkur
19.03.2003 at 10:12 #470654Öll 1:50000 kortin eru með Mercator vörpun og skerast vel saman í Visual Navigation Suite (VNS)
1:250000 kortin nota Lamberts vörpun og VNS ræður ekki við að klippa þau rétt saman. Ég átti bréfaskipti við Nobeltec fyrir 2 árum eða svo út af þessu, þau könnuðust við málið en ekki stóð til að gera neina bragarbót, því þeirra fókus lá fyrst og fremst í 3D kortum.
Þetta er engu að síður eitthvað betra í útgáfu 6.5 sem ég er með inni hjá mér núna.
kv.
Eiríkur
14.03.2003 at 17:13 #470806Sæll
Ég er með samskonar bíl og þú og er nýbúinn að bæta við auka rafgeymi. Það var gert með því að færa vacum kút fyrir bremsur fram fyrir vatnskassa og setja rafgeymirinn ofaná innra brettið vinstra meginn.
kv.
Eiríkur
11.03.2003 at 17:29 #470438Það geta allir fengið sér VHF og rás 45. Rás 45 er oft kölluð "Veiðimmannarás" og eftir því sem ég best veit geta allir fengið þá rás.
kv.
Eiríkur
10.03.2003 at 21:06 #470410Verðmunurinn er ekki eitthvað sem fólk sem er í þessari útgerð ætti ekki að setja fyrir sig.
Verðmunurinn er ekki eitthvað sem fólk sem er í þessari útgerð ætti að ráða við.
Svona er þetta þegar maður ætlar að skrifa tvær setningar í einu.
kv.
Eiríkur
10.03.2003 at 21:04 #470408Sælir
Nú eru 2 ár síðan ég henti CB stöðinni úr bílnum, og var ég þeirri stundu fegnastur, það er hægt að halda uppi samræðum við kóarann eftir það.
Nú er svo komið að hér í Vesturlandsdeild eru fæstir af þeim sem eru að ferðast með CB. Um leið og menn kynnast VHF þá sjá þeir hvað þetta tæki hefur mikið fram yfir CB.
Verðmunurinn er ekki eitthvað sem fólk sem er í þessari útgerð ætti ekki að ráða við. Þetta kostar nú svipað og eitt 38" dekk, en um leið og þetta er besta fjarskiptatækið sem við eigum völ á á milli bíla, þá er þetta einnig orðið öryggistæki með tilkomu endurvarpanna.
kv.
Eiríkur
28.02.2003 at 11:08 #469648Sælir félagar.
Það er rétt sem Einar segir að þarna er mikill munur á vatnsstöðu og stundum þornar vatnið alveg á sumrin.
Það eru nú ekki bara súkkur og dæjar sem fara þarna niður, ég held ég fari rétt með, en Heiðmar setti International á bólakaf fyrir einhverjum árum, sást bara í ljósin niðri í vatninu.
Fyrir 2-3 árum setti einhver björgunarsveit snjóbíl þarna niður, það þurfti jarðýtu og einhverjar álíka æfingar til að ná honum upp.
Þetta er því leiðinda svæði upp á þetta að gera.
kv.
Eiki
27.02.2003 at 17:08 #192252Sælir félagar
Enn og aftur eru menn að missa bíla niður í Sandkluftavatn. Ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta. Sjá mynd hér
Á klúbburinn að gera eitthvað í þessu. Dettur mönnum eitthvað í hug. Áminning í Setrinu einu sinni til tvisvar á vetri. Stika leið uppi í slakkanum framhjá vatninu, setja upp skilti?
Hvað segið þið?
kv.
Eiki
25.02.2003 at 22:34 #469248Ja, ég gæti til dæmis nefnt uppbyggingu VHF kerfisins
kv.
Eiríkur
25.02.2003 at 21:58 #469244Sælir félagar
Eins og ég var að benda á og Viðar og fleiri staðfesta, þá er Útivist fyrst og fremst að gera út á skipulagðar ferðir þar sem eins og kemur fram hér að ofan menn eru að borga 14-16 þúsund fyrir utan mat, enda fá fararstjórar greitt bæði fyrir mann og bíl eftir því sem mér skilst.
Ferðaklúbburinn 4×4 er auðvitað með miklu meiri starfsemi í þágu sinna félaga heldur en Útivist hvað varðar jeppamennsku, þó með fullri virðingu fyrir þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þar má nefna stöðuga vinnu við að viðhalda því sem áunnist hefur í sambandi við breytingar á bílum, akstur á snjó, skálamál og margt fleira.
Ferðaklúbburinn 4×4 tekur ekkert gjald nema fyrir þeim kostnaði sem af ferðum hlýst, þ.e. sameiginlegur matur skálagjöld og þess háttar. Allir þeir sem koma að skipulagningu ferða og vinnu við þær taka ekkert kaup fyrir.
Kveðja,
Eiríkur
24.02.2003 at 23:42 #469230Ég tel nú ástæðuna fyrir því að t.d. jeppadeild Útivistar hefur verið að stækka eins og Emil benti á vera þá að þar koma aðilar að sem 100% þiggjendur. Ferðin er skipulögð fyrirfram, búið að ráða fararstjóra og jafnvel kaupa mat og svo framvegis. Staðreyndin er sú að það er til fullt af fólki sem vill ekkert hafa of mikið fyrir hlutunum, heldur mæta á fyrirfram ákveðnum tíma og fara í jeppaferð. Þó veit ég vel að einhverjar erfiðari ferðir á vegum Útivistar eru undirbúnar með svipuðum hætti og nýliðaferðir klúbbsins, sem hafa tekist vel undanfarin ár og eru nátturulega kjörinn leið fyrir nýja félagsmenn til að komast af stað.
Þeir sem hafa komið að skipulagninu slíkra ferða vita að þetta er umtalsverð vinna og ég held að Ferðaklúbburinn 4×4 muni seint fara að gera alfarið út á slíkar ferðir, enda menn þá komnir í bullandi bísniss.
kveðja,
Eiki
24.02.2003 at 23:21 #469156Af því að Björn Þorri minntist á strípuóðan ríkislögreglustjóra, þá má benda á [url=http://www.landsbjorg.is/umrbj.nsf/str/5B69C6572A44826300256CBE0043D570?OpenDocument:5e06l839]þennan[/url:5e06l839] þráð hjá Landsbjörgu, en þeir munu vera í startholunum í að strípuvæða allar björgunarsveitir.
kv.
Eiríkur
24.02.2003 at 23:18 #469154Það er nú lífleg umræða um þessi mál á vef landsbjargar. Sjá [url=http://www.landsbjorg.is/umrbj.nsf/str/B751FFC15017DA2500256CCC004B5D87?OpenDocument:v20cogaw]hér[/url:v20cogaw]
24.02.2003 at 22:59 #468844Vissulega mikið undrunarefni… og Toyotukallarnir þöglir sem gröfin…
kv.
Eiki
21.02.2003 at 13:58 #468956Nei, það er rétt Teddi, maður notar þær lítið í skúrnum… :).
Á Patrol frá 1999 módeli eru hitarar í framrúðunni undir þurrkunum. Mín reynsla er nú sú að ef maður er að nota þetta í einhverju frosti að ráði, þá safnar þetta meira á sig heldur en ef maður notar þetta ekki. Þetta gefur ekki frá sér nógan hita til að bræða, allavega ekki við allar aðstæður. Hvort þessar rúðuþurrkur eru betri en þetta veit ég ekki.
Ég nota hins vegar alltaf snjóblöð, þ.e. þurrkublöð sem eru alveg gúmmíklædd.
Kveðja,
Eiríkur
19.02.2003 at 22:59 #467748Mikið jafnaðargeð hefur þessi maður, held að hann hafi það af Skaganum…
Já þetta er orðið ágætt af góðlátlegu gríni, það verður bara gaman að sjá þig á nýju græjunni þegar þar að kemur. Vonandi verður Pæjan klár fyrir afmæliskaffið í Setrinu, þá getum við tekið upp þráðinn…
Kveðja,
Eiki
19.02.2003 at 12:33 #467732Já þá höfum við þetta hér með skjalfest. Um er að ræða vonlaust tilfelli, eins og skrifað var í fyrsta skeytið í þessum þræði.
Það sem er öllu verra að hann er búinn að smita félaga sína af þessari óværu. Reyndar þurfti Jói að fá sér nýjan bíl, því hann fór Kjalveg á Landsfundinn í haust, Kjalvegur var þá mjög holóttur. Pajeroinn hans Jóa var ónýtur eftir ferðina, ég held að hann hafi farið beint í Sorpu. Talandi um Sorpu, er það ekki miklu sniðugra nafn á nýja bílinn, tengist líka Sóðagenginu …, er það ekki kvenkyns?
Þetta er nú alveg ótrúlegt með Björn, ekki það að ég skil alveg að hann hafi hent Toyotunni. Ég var hins vegar búinn að benda honum á skynsamleg orð eins félaga okkar úr Skagafirðinum, og ekki eru orð "jsk" síðri hér í þræði sem heitir Patrol. Hann segir:
"Eftir að hafa undanfarin ár átt ýmsa jeppa á 31-33" dekkjum þá er fjölskyldan nú búin að ákveða að koma sér upp alvöru ferðajeppa sem hægt er að nota í vetrarferðalög. Fyrir valinu varð gott eintak af Patrol árg. 1995."
Sáuð þið þetta "alvöru ferðajeppa", enda mín skilgreining að jeppi er fjórhjóladrifin bifreið með háu og lágu drifi og röri að framan. Restin er bara fjórhjóladrifnir bílar/sportbílar. Ég geri þar af leiðandi ekki greinarmun á Pajero eða Subaru Impreza.
En annars… til hamingju með nýju bifreiðina Björn Þorri :)))
Kveðja,
Eiríkur
18.02.2003 at 22:13 #468794Við erum með margar lengdir. Vesturlandsdeildin á 50m, 25 metra og svo eru nokkrir með 10-15 metra spotta í bílunum hjá sér. 50 metra spotta notar maður ekki nema við sérstakar aðstæður, en það er þrælfyndið að draga með honum. Maður dregur og dregur og finnur ekkert átak, en svo spýtist bíllinn sem er verið að draga upp úr festunni.
kv.
eiríkur
-
AuthorReplies