Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.12.2003 at 17:51 #482308
Hmm, ég er að reyna að sjá hann fyrir mér með jólasveinahúfu…. jú svei mér þá þetta gæti verið maðurinn…
kv
Eiríkur
09.12.2003 at 14:28 #482304Já, þetta er sennilega hárrétt hjá þér Hlynur. Í morgunsárið sást einkennilegur maður ráfa út úr gangnamunnanum að norðanverðu. Hann var í jólasveinabúning með sígarettur í báðum munnvikum og leit út eins og hann hafi verið í bílaviðgerðum í 12 tíma streit.
Getur þetta verið sami maðurinn?
08.12.2003 at 22:59 #193297Það vakti furðu okkar Vestlendinga á jólafundinum okkar í kvöld að maðurinn sem átti að vera aðal númerið komst ekki á fundinn. Hann átti að fara fyrir fríðu föruneyti „að sunnan“.
Við vorum að velta fyrir okkur ástæðum þessa en gátum nú ekki orðið sammmála um niðurstöðuna, en þessar voru taldar helstar.
1. Í óbyggðabókinni er ekki að finna neina lýsingu á leiðinni „Sódóma Reykjavík – Akranes.
2. Veghalli upp norðurenda Hvalfjarðarganga er meiri en hægt er að leggja á Togogýta bifreið viðkomandi.
3. Heitt mun vera í hamsi milli Rottugengisins og Flugsveitarinnar, og þar sem Flugstjórinn á kafbátnum (þetta er eitthvað skrítið) hafði boðað komu sína fór viðkomandi í fýlu. Heyrst hefur að hann hafi jafnvel sótt um inngöngu í Fúlagengið.
4. Maðurinn hafði ekki nokkurn áhuga á öllum fimmþúsund köllunum sem biðu hans á staðnum, í býttum fyrir títtnenfda bók, enda maðurinn víst á lista Alþingis yfir þá sem hljóta rithöfundarlaun á næsta ári.
5. Á fundinum var kynnt bókin „Farið“. Samkeppnin bara fer með suma.
Fjarvera hans hafði hins vegar ýmsar hliðarverkanir.
1. Kalla varð út gamlan trukkadriver að vestan til að fara fyrir hópnum, annars hefði Flugstjórinn verið einn á ferð, og það vita nú allir að maður sendir ekki Trooper einbíla í svona háskaleiðangur.
2. Í talstöðinni heyrðist kallað SOS SOS SOS, hvar á að beygja. (Slóðríkur Ofsi Snæland, Slóðríkur Ofsi Snæland…). Enginn svaraði.
3. Jói Jó borðaði yfir sig af smákökum og kakói með rjóma, enda óvanur svona veitingum, á ferðum Sóðagengisins eru bara borðaðar Sóma samlokur sem eru komnar fram yfir síðasta söludag.
Bestu kveðjur af Skaganum
Eiríkurp.s Á einhver eintak af bókinni til sölu?
24.11.2003 at 00:50 #193219Hjá Nasa eru oft skemmtilegar myndir teknar úr gervitunglum, meðal annars
þessi sem tekin er á laugardaginn.kv.
Eiki
10.11.2003 at 16:22 #478620Jæja þetta er nú orðinn alveg svakalega skemmtilegur þráður. Ég var farinn að hugsa mér að stofna kviðdóm í málinu "SkúliH vs. BÞV – Drifhlutföll í Robba" en lögfræðingur BÞV kallaði "withdrawn" svo þess reyndist ekki þörf :-).
Annars hef ég nú bara átt smá komment í formi linka inn á amerískar vefsíður, og var kallaður rörakall fyrir vikið, en það varð nú til þess að lífga upp á þráðinn. Svo er ég bara stoltur af nafngiftinni.
Ég ætla að halda uppteknum hætti og senda link á frétt sem birtist á CNN í dag. Hún virðist nú staðfesta að einhverju leyti áhyggjur aumingja kanans af þessu veseni í Chrysler að vera að breyta þessu gamla og góða!
Jeep recalls 438,000 Liberty SUVs
Chrysler to inspect, replace front-suspension parts that could cause control loss on 2002-03 models.
November 10, 2003: 10:27 AM ESTDETROIT (Reuters) – Chrysler is recalling about 438,000 Jeep Liberty sport/utility vehicles after receiving 47 complaints from customers, some of whom lost control and crashed or had a wheel come off the vehicle due to a problem with the front suspension, the company said Monday.
Fréttin er í heild sinni [url=http://money.cnn.com/2003/11/10/pf/autos/jeep_recall.reut/index.htm:oocf91lk]hér[/url:oocf91lk]
kv.
Eiki
06.11.2003 at 14:21 #479798Það eru nú til allavega útfærslur á þessu. Það sniðugasta sem ég hef séð eru kúluliðirnir frá R. Sigmundssyni. Með smá útsjónarsemi má útbúa flott borð í bílinn með þeim búnaði.
kv.
Eiki
05.11.2003 at 12:21 #478518Jæja, nú fékk systursonur Dagga á Mælifellsá heldur betur á gúmorinn frá Ólsaranum. Sem betur fer beitti Ólsarinn bara lyklaborðinu, en það gæti nú breyst ef Þorri nálgast hann of mikið. Stundum gott að vera lengst úti á Seltjarnarnesi í öruggu skjóli og skjóta föstum skotum norður í Skagafjörð. :-).
Sjálfur fær maður smá yfirreið, kallaður rörakall, eins og maður sé einhver pípari eða eitthvað, með fullri virðingu fyrir þeim ágætu mönnum.
Í sakleysi sínu ætlaði maður að benda mönnum á að umræðan er svolítið öðruvísi annarsstaðar og fær líka þessa yfirreið. Málið er bara með blessuðu Ameríkana að þegar þeir fara á fjöll á klafadótinu sínu, og koma heim ýmist innskeifir, eða útskeifir eða eitthvað þaðan af verra, þá bara henda þeir draslinu og setja eitthvað undir sem virkar. Aðrir, t.d. sumir hér, fara heim og smíða klafadraslið upp á nýtt, aðallega til þess að aksturseiginleikar á Miklubrautinni tapist ekki.
Ég er nú samt ekki alveg sammála Ólsaranum um að þetta sé allt peningaspursmál, þetta kostar allt sitt. Fyrir mig er þetta spurning um að vera á jeppa en ekki bíl sem er smíðaður með það fyrir augum að drífa upp á gangstétt.
Bestu kveðjur af gamla og góða Skaganum.
Eiki
03.11.2003 at 21:57 #478480[url=http://www.4wheeloffroad.com/howto/19218:36av3ar0]Flatjárn í stað IFS[/url:36av3ar0]
03.11.2003 at 21:54 #478478[url=http://www.4wheeloffroad.com/howto/19218/
]Í Ameríku henda þeir IFS og setja flatjárn undir![/url]
03.11.2003 at 21:33 #478476Þetta fann ég í grein um Landcrusier 100 á netinu;
Even though a solid axle can still be had, this model and the 90 series Prado, makes it clear that the Land Cruiser has reached the end of it’s serious off road roots. With IFS and lower ground clearance, this generation just cannot complete with the older genertion Landcruisers when it comes to serious off road ability. However, Toyota does retain 4 wheel drive and low range as well as optional front and rear lockers. But, only the 70 series remains as a serious off road vehicle. Hopefully Toyota will continue 70 series production for many years to come.
03.11.2003 at 21:30 #478474[url=http://www.dirtroad.com/jeepwhat.htm:10dmyu9r]Þessi liggur ekki á skoðunum sínum varðandi IFS[/url:10dmyu9r]
26.10.2003 at 19:27 #479118Nei, Bjarki, gírinn ykkar er smíðaður af Ægi. Þar hafa verið vandamál með öxulinn ekki satt?
kv.
Eiki
22.10.2003 at 10:20 #478274Gamla lykilorðið mitt virkar fínt. Mér þætti í hæsta máti óeðlilegt ef hægt væri að fá lykilorðið sent á eitthvað annað netfang en það var skráð undir.
Vefstjóri hefur svo örugglega nóg á sinni könnu, þó hann sé nú ekki í einhverri handavinnu að berja inn lykilorð fyrir þá sem ekki kunna með þau að fara.
kv.
Eiríkur
28.07.2003 at 15:12 #475094Sælir
Mig langaði aðeins að leggja orð í belg varðandi vaðið við Ingólfsskála. Það virðist vera ansi erfitt á stundum, í fyrra í byrjun ágúst vorum við þarna á ferð nokkur úr vesurlandsdeild, og vaðið var algjörlega ófært eins og sjá má á þessari mynd.
[img:38zdmnp0]http://www.aknet.is/eiki/m1.jpg[/img:38zdmnp0]
Við vorum að koma frá Skiptabakka og það reyndist lítið mál að fara yfir tvær vestari kvíslarnar
Við fórum hins vegar upp með austustu kvíslinni, langleiðinna upp undir jökul og þar var fínt vað, reyndar í tveimur kvíslum.
[img:38zdmnp0]http://www.aknet.is/eiki/m2.jpg[/img:38zdmnp0]
Þegar við komum austur yfir duttum við nánast beint inn á nýlegan slóða sem liggur þarna með ánni og mínar heimildir segja að þetta sé á vegum Landsvirkjunnar. Við fylgdum honum svo að Ingólfsskála.
Trakkið lítur svona út.
[img:38zdmnp0]http://www.aknet.is/eiki/m3.jpg[/img:38zdmnp0]
20.05.2003 at 20:17 #473492Sælir félagar
Sem smá innlegg í þessa umræðu ætla ég að pósta hérna skeyti sem ég sendi dagsrkrárgerðarmanni á RÚV nú í vetur eftir að hafa hlustað á þátt í hennar umsjá.
Skeyti mitt til hennar var svo hljóðandi:
Sæl og blessuð Steinunn
Ég hlustaði á þátt þinn á laugardagsmorguninn síðastliðinn, þar sem þú talaðir meðal annars við Hjörleif Guttormsson, og konu sem ég man nú ekki hvað heitir en sér um "Green Globe" vottun eftir því sem mér skildist.
Mér fannst koma fram í báðum þessum tilfellum ekki síst þegar þú talaðir við konuna frá Green Globe, mikil andúð á ferðamennsku sem tengdist jeppum. Þetta finnst mér með öllu óviðunandi, að dagskrárgerðarmaður hjá ríkisútvarpinu ráðist með slíkum hætti að einni tegund ferðamennsku, og kannski ekki síst einni tegund atvinnugreinar í landinu, því mikil vöxtur hefur verið í jeppatengdri ferðamennsku.
Ég vil með þessu skeyti lýsa andúð minni á slíkum vinnubrögðum, sem eru hvorki þér né ríkisútvarpinu til sóma.
Eiríkur Þór Eiríksson
AkranesiÉg fékk svar frá þessari ágætu konu sem hljóði á þessa leið:
akk fyrir bréfið Eiríkur mér þykir alltaf gott að fá athugasemdir frá fólki og vil gjarnan gefa því tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Ég er alls ekki á móti ferðaþjónustu á jeppum nema síður sé og hef sjálf tekið þátt í slíku sem leiðsögumaður. En mér finst nokkuð stjórnleysi í þeim efnum hér af hálfu stjórnvalda . Hvað varðar Sjálfbærni þá vitum við að útblástur frá jeppum er mjög mikill og þeir brenna miklu eldsneyti.Það er líka staðreynd að jeppar eins og hér eru svo algengir hafa víða verið bannaðir á götum úti og strangar reglur eru um notkun þeirra. Nýverið komu fréttir um slíkt en í bili man ég ekki hvaðað land það er. Það er líka staðreynd að þeir sem elska að ganga um náttúruna í óbyggðum vilja ekki eiga hættu að mæta jeppalest á ferðum sínum sem bæði hljóð og loftmenga . Því er mikilvægt td á Vatnajökli að settar verði reglur um hvar megi fara á jeppum og vélsleðum og hvar ekki . Þú ert alltaf velkomin í þáttin til mín til að koma þínum sjónarmiðum á framfæri og ég hef gegnum árin ekki síður talað við jeppamenn hér í þættinum en fólk með aðra tegund ferðamennsku. Vonast til að heyra frá þér kveðja Steinunn H
Það er því fullljóst í mínum huga að við verðum að vera mjög á varðbergi í þessum málum, og umfram allt þarf félagið stöðugt að láta heyra í sér varðandi óheft aðgengi að hálendinu, því staðreynin er sú að þeir sem hafa hæst koma smám saman skilaboðum sínum á framfæri. Um það á okkar vinna að snúast, knýja á um óheft aðgengi að hálendinu, slóðum á sumrin og sem víðast á snjó á veturna. Hvort það er brú hér eða þar, virkjun einhversstaðar annarsstaðar er alls ekki mál klúbbsins og má ekki verða, burtséð hvaða skoðanir menn hafa á því persónulega.
kveðja,
Eiríkur
16.05.2003 at 09:15 #467806Sælir
Engin séð Trabbann á götum höfuðborgarinnar, sbr. póst hér að ofan?
kv.
Eiríkur
13.05.2003 at 08:39 #467784Torkennilegur bíll sást koma af Langjökli á annan í páskum. Vitið þið nokkuð hvernig bíll þetta var. Félagar mínir sáu til bílsins og grunaði helst að þetta væri breyttur Trabant. Ástæðan mun vera sú að hjólin hölluðu líkt og á Trabantinum. Hefur einhver séð til þessa bíls?
kv.
Eiríkur
06.05.2003 at 22:28 #473130Er maðurinn í framboði…? :-))
09.04.2003 at 09:47 #471906Ég get með engu móti samþykkt að umrædd síða sé hluti af heimasíðu klúbbsins, hér er eingöngu um útúrsnúning að ræða. Þótt myndaalbúmið sé geymt á annari vél, þá tilheyrir það léninu f4x4.is sem er lén klúbbsins, og undir því ættu allar síður klúbbsins að vera, líka síður umhvefisnefndar.
Í þessu tilfelli er um að ræða margra ára gamla skoðun fyrrverandi formanns fjarskiptanefndar á VHF kerfinu, þegar nýbúið var að setja upp fyrsta endurvarpann.
Ég veit ekki betur en að allar tilkynningar og upplýsingar frá fjarskiptanefnd sem settar hafa verið á netið, allavega síðustu tvö árin, hafi birst undir léninu f4x4.is. Ég blæs því á útskýringar eik, enda deginum ljósara að þarna fann hann setningu sem gat þjónað hans skoðunum, og auðvitað var betra að það fylgdi, að þetta væri af heimasíðu klúbbsinns, sem það alls ekki er.
Varðandi umræðuna um NMT vs. VHF, þá er í mínum huga alveg ljóst að hvorugt kemur í staðinn fyrir hitt, VHF er hins vegar ekki síðra öryggistæki heldur en NMT. Því til staðfestingar skal ég segja eina sögu.
Fyrir 3 árum vorum við í Veiðivötnum nokkrir félagar úr Vesturlandsdeild, þegar við fengum beiðni um að aðstoða mann á vélhjóli sem hafði keyrt ofan í gilskorning norðan Ljósufjalla, ekki langt frá Heljargjá. Þegar við komum að manninum þurftum við að hafa samband við lækni sem var á leiðinni í björgunarsveitarbíl. Síminn var ekki inni, en með því að kalla í gegnum endurvarpa björgunarsveitanna, náðum við í Gufunes sem hringdi fyrir okkur í Björgunarsveitarbílinn. Gott dæmi um það að þessi kerfi bæði standa fyllilega undir nafni sem öryggiskerfi. Það er því þarft framtíðarverkefni að fjölga endurvörpum klúbbsins og auka enn á öryggi í ferðalögum um hálendið.
Kv.
Eiríkur
08.04.2003 at 17:50 #471892http://www.itn.is/bragi/4×4/VHF-hugleidingar.txt.
Get með engu móti samþykkt að þetta sé heimasíða klúbbsins. Ef til vill er tilvísun í þessa síðu, en hún hefur ekkert með klúbbinn að gera. Hins vegar eru þetta hugleiðingar fyrrverandi formanns fjarskiptanefndar á hans persónulegu síðu. Rétt skal vera rétt.
kv.
Eiríkur
-
AuthorReplies