Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.04.2004 at 19:11 #500613
Heyrði sögu af manni um daginn sem fenginn var í túrhestaferð. Hann hélt í sakleysi sínu að hugmyndin væri að sýna útlendingum landið og ferðast á þægilegum hraða til þess. Það var ekki langt liðið á ferðina þegar hann áttaði sig á því að hann var þáttakandi í hörku kappakstri eins og hann sagði sjálfur frá.
Sjálfur hef ég orðið vitni að því, þegar golfari í Húsafelli var að labba yfir brúna við golfvöllinn með sína golfkerru, að einn svona túrhestaökumaður gat ekki beðið eftir því að golfarinn labbaði yfir, heldur reyndi að troða sér með yfir brúnna. Það gekk nú ekki því brúin er nú ekki breið og sem betur fer sló hann af, en gat ekki stillt sig um að flauta á manninn.
Mér kæmi því ekki á óvart að Emil hitti naglann á höfuðið með almenningsálitið og jeppamennina. Þetta á þó örugglega ekki við alla þá sem sinna þessu starfi.
kv.
Eiríkur
05.04.2004 at 13:38 #495421Sæll Skúli
Ég sendi ritstjórum mbl.is athugasemdir varðandi leiðarann í morgun, bæði þetta með ruslið og einnig þá fullyrðingu þeirra að vænta megi að tillögum þjóðgarðsnefndarinnar verði vel tekið. Fékk svar þar sem þeir óskuðu eftir að fá að hafa samband og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Nú er bara að týna til sem flest rök í málinu. Öll aðstoð vel þegin.
kv.
Eiríkur
05.04.2004 at 13:38 #502744Sæll Skúli
Ég sendi ritstjórum mbl.is athugasemdir varðandi leiðarann í morgun, bæði þetta með ruslið og einnig þá fullyrðingu þeirra að vænta megi að tillögum þjóðgarðsnefndarinnar verði vel tekið. Fékk svar þar sem þeir óskuðu eftir að fá að hafa samband og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Nú er bara að týna til sem flest rök í málinu. Öll aðstoð vel þegin.
kv.
Eiríkur
03.04.2004 at 23:10 #495319Þetta átti víst að fara hér.
Já, þar kom að því. Eftir stanslausan áróður "nátturuverndarsinna" er Vatnajökulsþjóðgarður að verða að veruleika, með þeim annmörkum þó að akstur um hann verður takmarkaður. Ákveðinn svæði núna á ákveðnum tíma, reyndar besta ferðatímanum að mínu mati og það án nokkurs samráðs við okkar ágæta klúbb, eftir minni bestu vissu.
Það vekur furðu mína að þessi frétt skuli ekki verða tilefni meiri umræðu á hér á vefnum, og ég varð satt að segja hissa á að lesa viðbrögð Skúla við þessari frétt. hann tók upp símann og hringdi í Árna Bragason, og segir okkur svo að það þýði ekkert að gera neinar athugasemdir fyrr en eftir að ráðherra er búinn að kynna málið. Ég hvet nú bara alla til að senda umhverfisráðherra póst nú þegar og mótmæla þessu harðlega.
Ég man nú eftir því að í umræðu hér á vefnum um málefni Snæfellsjökuls og þjóðgarðsins þar, að Skúli hringdi þá einnig í Árna Bragason og var þess fullviss að ef til takmarkana á akstri á ákveðnum svæðum þar yrði að ræða yrði það gert í samráði við Ferðaklúbbinn. Því miður hef ég ekki þessa trú á þessum eflaust ágæta embætismanni.
Nú ætla ég ekkert að aftaka það að það gæti verið ásættanlegt að takmarka akstur á einhverjum svæðum á Vatnajökli vegna gönguferða, en nefna dagsetninguna 1. apríl í því sambandi hljómar afar illa. Apríl og maí eru oft skemmtilegustu mánuðurnir á þessum svæðum, og þá er slæmt að geta ekki farið þar sem mann langar til að fara.
Hins vegar er það ljóst í mínum huga að þetta er einungis fyrsta skrefið í svona takmörkunum, hér þarf að stíga fast á bremsuna og láta strax í sér heyra, bæði einstakir félagsmenn og klúbburinn í heild. Í það minnsta eigum við að mótmæla tímasetningunni og nefna frekar 1. júní, ef það á yfirhöfuð að taka undir þetta.
kv.
Eiríkur
03.04.2004 at 23:10 #502648Þetta átti víst að fara hér.
Já, þar kom að því. Eftir stanslausan áróður "nátturuverndarsinna" er Vatnajökulsþjóðgarður að verða að veruleika, með þeim annmörkum þó að akstur um hann verður takmarkaður. Ákveðinn svæði núna á ákveðnum tíma, reyndar besta ferðatímanum að mínu mati og það án nokkurs samráðs við okkar ágæta klúbb, eftir minni bestu vissu.
Það vekur furðu mína að þessi frétt skuli ekki verða tilefni meiri umræðu á hér á vefnum, og ég varð satt að segja hissa á að lesa viðbrögð Skúla við þessari frétt. hann tók upp símann og hringdi í Árna Bragason, og segir okkur svo að það þýði ekkert að gera neinar athugasemdir fyrr en eftir að ráðherra er búinn að kynna málið. Ég hvet nú bara alla til að senda umhverfisráðherra póst nú þegar og mótmæla þessu harðlega.
Ég man nú eftir því að í umræðu hér á vefnum um málefni Snæfellsjökuls og þjóðgarðsins þar, að Skúli hringdi þá einnig í Árna Bragason og var þess fullviss að ef til takmarkana á akstri á ákveðnum svæðum þar yrði að ræða yrði það gert í samráði við Ferðaklúbbinn. Því miður hef ég ekki þessa trú á þessum eflaust ágæta embætismanni.
Nú ætla ég ekkert að aftaka það að það gæti verið ásættanlegt að takmarka akstur á einhverjum svæðum á Vatnajökli vegna gönguferða, en nefna dagsetninguna 1. apríl í því sambandi hljómar afar illa. Apríl og maí eru oft skemmtilegustu mánuðurnir á þessum svæðum, og þá er slæmt að geta ekki farið þar sem mann langar til að fara.
Hins vegar er það ljóst í mínum huga að þetta er einungis fyrsta skrefið í svona takmörkunum, hér þarf að stíga fast á bremsuna og láta strax í sér heyra, bæði einstakir félagsmenn og klúbburinn í heild. Í það minnsta eigum við að mótmæla tímasetningunni og nefna frekar 1. júní, ef það á yfirhöfuð að taka undir þetta.
kv.
Eiríkur
03.04.2004 at 23:06 #484014Já, þar kom að því. Eftir stanslausan áróður "nátturuverndarsinna" er Vatnajökulsþjóðgarður að verða að veruleika, með þeim annmörkum þó að akstur um hann verður takmarkaður. Ákveðinn svæði núna á ákveðnum tíma, reyndar besta ferðatímanum að mínu mati og það án nokkurs samráðs við okkar ágæta klúbb, eftir minni bestu vissu.
Það vekur furðu mína að þessi frétt skuli ekki verða tilefni meiri umræðu á hér á vefnum, og ég varð satt að segja hissa á að lesa viðbrögð Skúla við þessari frétt. hann tók upp símann og hringdi í Árna Bragason, og segir okkur svo að það þýði ekkert að gera neinar athugasemdir fyrr en eftir að ráðherra er búinn að kynna málið. Ég hvet nú bara alla til að senda umhverfisráðherra póst nú þegar og mótmæla þessu harðlega.
Ég man nú eftir því að í umræðu hér á vefnum um málefni Snæfellsjökuls og þjóðgarðsins þar, að Skúli hringdi þá einnig í Árna Bragason og var þess fullviss að ef til takmarkana á akstri á ákveðnum svæðum þar yrði að ræða yrði það gert í samráði við Ferðaklúbbinn. Því miður hef ég ekki þessa trú á þessum eflaust ágæta embætismanni.
Nú ætla ég ekkert að aftaka það að það gæti verið ásættanlegt að takmarka akstur á einhverjum svæðum á Vatnajökli vegna gönguferða, en nefna dagsetninguna 1. apríl í því sambandi hljómar afar illa. Apríl og maí eru oft skemmtilegustu mánuðurnir á þessum svæðum, og þá er slæmt að geta ekki farið þar sem mann langar til að fara.
Hins vegar er það ljóst í mínum huga að þetta er einungis fyrsta skrefið í svona takmörkunum, hér þarf að stíga fast á bremsuna og láta strax í sér heyra, bæði einstakir félagsmenn og klúbburinn í heild. Í það minnsta eigum við að mótmæla tímasetningunni og nefna frekar 1. júní, ef það á yfirhöfuð að taka undir þetta.
kv.
Eiríkur
28.02.2004 at 20:31 #490114Sæll Ofsi
Já það er sannkölluð gúrkutíð á vefnum, enda hefur Þorri varla skrifað línu síðan Ólsarinn hótaði honum einum á gúmorinn ef hann hætti ekki að kalla Dömuna jeppa, og þess heldur er hann bæði orðin sammála Eik og SkúlaH í einu og öllu.
Svo er það hann Ofsi, sem virðist lagstur í einhverskonar hýði, eða hefur hreinlega breyst í bókaorm. Hann skrifar varla línu nema heimta einhverjar upplýsingar um bústaði landnámsmanna.
Þó virðist einn bústaðurinn sem hann er að leita upplýsinga um vera úr nútíðinni, að minnsta kosti sá eini sem finnst stafkrókur um á Google. Það er Dragakofi, en hann má sjá [url=http://www.vopnafjordur.is/frettir/jeppar22feb/index.htm:1c48dp7u]hér[/url:1c48dp7u]
Einfaldast væri sennilega að hafa samband við Örvar Sveinsson sem tók myndirnar (mailto:orvarsveins@simnet.is)Hafðu það sem best í hýðinu.
Kveðja af Skaganum
Eiríkur
28.02.2004 at 20:31 #496696Sæll Ofsi
Já það er sannkölluð gúrkutíð á vefnum, enda hefur Þorri varla skrifað línu síðan Ólsarinn hótaði honum einum á gúmorinn ef hann hætti ekki að kalla Dömuna jeppa, og þess heldur er hann bæði orðin sammála Eik og SkúlaH í einu og öllu.
Svo er það hann Ofsi, sem virðist lagstur í einhverskonar hýði, eða hefur hreinlega breyst í bókaorm. Hann skrifar varla línu nema heimta einhverjar upplýsingar um bústaði landnámsmanna.
Þó virðist einn bústaðurinn sem hann er að leita upplýsinga um vera úr nútíðinni, að minnsta kosti sá eini sem finnst stafkrókur um á Google. Það er Dragakofi, en hann má sjá [url=http://www.vopnafjordur.is/frettir/jeppar22feb/index.htm:1c48dp7u]hér[/url:1c48dp7u]
Einfaldast væri sennilega að hafa samband við Örvar Sveinsson sem tók myndirnar (mailto:orvarsveins@simnet.is)Hafðu það sem best í hýðinu.
Kveðja af Skaganum
Eiríkur
24.02.2004 at 08:28 #489762Síðustu vetur hefur ekki verið hægt að fara leiðina sem Einar lýsir vegna snjóleysis. Svo mun einnig vera nú. Hins vegar er hægt að fylgja veginum inn í Úlfsvatn, einu farartálmarnir eru þá kleifin niður af hálsinum vestan við Strút, en þar getur oft verið klammi sem gerir kleifina ófæra. Það er hins vegar hægt að brölta þarna niður fyrir ofan veginn, nokkuð óslétt en engin torfæra þannig lagað, og svo Norðlingafljótið, en oftast er það ísi lagt.
kv.
Eiríkur
24.02.2004 at 08:28 #496344Síðustu vetur hefur ekki verið hægt að fara leiðina sem Einar lýsir vegna snjóleysis. Svo mun einnig vera nú. Hins vegar er hægt að fylgja veginum inn í Úlfsvatn, einu farartálmarnir eru þá kleifin niður af hálsinum vestan við Strút, en þar getur oft verið klammi sem gerir kleifina ófæra. Það er hins vegar hægt að brölta þarna niður fyrir ofan veginn, nokkuð óslétt en engin torfæra þannig lagað, og svo Norðlingafljótið, en oftast er það ísi lagt.
kv.
Eiríkur
23.02.2004 at 19:58 #489720Það væri gaman að sjá til samanburðar Trxus 44"*21"
kv.
Eiki
23.02.2004 at 19:58 #496302Það væri gaman að sjá til samanburðar Trxus 44"*21"
kv.
Eiki
12.02.2004 at 17:42 #487992[url=http://www.truckworld.com/Truck-Tests/03-powerstroke/02-powerstroke.html:i64eyl6i]Powerstroke 6.0, það er málið[/url:i64eyl6i]
12.02.2004 at 17:42 #492974[url=http://www.truckworld.com/Truck-Tests/03-powerstroke/02-powerstroke.html:i64eyl6i]Powerstroke 6.0, það er málið[/url:i64eyl6i]
31.01.2004 at 16:54 #486366Sælir
Ég vona að sem flestir hafi gert sér ferð og kíkt í Heklu og haft gaman af. Sjálfur hafði ég ekki tök á að komast.
Mig langaði hins vegar að gera athugasemd við skrif Palla um að hann hafi farið í kring um Eiríksjökulinn.
Það má til sanns vegar færa að ef þú ferð upp á Langjökul við Þjófakrók og keyrir niður Þrístapajökul og þaðan niður að Kalmanstungu, sem leið liggur að afleggjaranum upp Kaldadal, þá sértu búinn að keyra hring og að Eiríksjökull lendir þarna inni í hringnum. Mín skoðun er nú sú að til að keyra í kring um Eiríksjökul þá þurfi maður nú að keyra sem næst stapanum, eða svona eins og næst verður komist á bíl, allan hringinn, þar með talið að fara í gegn um Flosaskarð.
Svo Palli, fórstu hringinn í kring um Eiríksjökul að fórstu bara í hring?
Kv.
Eiki
20.01.2004 at 20:06 #485028Verð nú að játa að ég veit ekki alveg hvað Hlynur er að fara með þessari spurningu.
Réttindi og skyldur landsbyggðardeilda koma skýrt fram í lögum félagsins og koma því lítt við hvort læsa eigi Setrinu eða ekki.
kv.
Eiríkur
29.12.2003 at 20:08 #482916Beggi flugsveitarforingi sýndi okkur spotta sem mér leist vel á, á fundi nú í haust. Þetta var nælon, fléttaður, sem gerir hann þjálli heldur en snúna spottann.
Annars er best að Beggi lýsi þessu öllu sjálfur, enda efast ég um að á Íslandi fyrirfinnist meiri spottaspekinugur, enda maðurinn á Trooper og alltaf fastur, svo segja þeir í Rottugenginu að minnsta kosti.
kv.
Eiríkur
10.12.2003 at 22:34 #482506Ég held að myndaalbúmið hans Tedda segi allt sem segja þarf um hans jeppasögu. Í albúminu er 16 myndir, 13 úr skúrnum, 2 úr tölvunni og 1 á fjöllum.
Það er, til að Teddi geti keyrt 1 klst. á fjöllum þarf hann fyrst að eyða 2 tímum í tölvunni og síðan 13 í skúrnum.
Er þetta ekki nokkuð nærri lagi Teddi?
kv.
Eiki
10.12.2003 at 11:54 #482318Sæll Hansi
Eins og sést á meðfylgjandi mynd hef ég áreiðanlegar upplýsingar um að hann sé á lífi, en haldi til í Akrafjallinu með hinum jólasveinunum.
[img:x0g1sda6]http://sersveitin.k2.is/uploads/ImageGallery/Images/Eiki/img_0111_medhufu.jpg[/img:x0g1sda6]
kv.
Eiki
09.12.2003 at 19:50 #482312Hey, ekki vera i fýlu við mig þó þér hafi ekki verið boðið…
Félagar þínir ákváðu að vera ekkert að taka þig með, því þá hefðu þeir fengið minna af rjómakakóinu, smákökunum og skonsunum.
Ekki nema þú hafir verið samferða Slóðríki og þið séuð bara ennþá á leiðinni… þið áttuð að fara upp á Skaga, ekki Skagafjörðinn…
kv.
Eiki
-
AuthorReplies