Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.02.2005 at 01:01 #515870
Sæll Benni
Þegar ég fór frá Hveravöllum upp úr kl. 13:00 á laugardaginn, á leiðinni Húsafell-Hveravellir-Setur-Sóleyjarhöfði, var enginn norðanmaður mættur ef frá eru taldir þeir sem komu rétt á eftir okkur yfir Langjökul.
Þeir fóru svo frá Hveravöllum um svipað leyti og við til að aðstoða þá sem voru að koma að norðan, sögðu að einhverjar Toyotur væru á kafi í krapa á leiðinni, búið að brjóta stýrismaskínur og eitthvað fleira í þeim dúr. Hefur þú eitthvað heyrt af þessu, var þessi nokkuð á 39,5" Irok?
kv.
Eiríkur
01.02.2005 at 11:05 #515054Að þeir…
"Komu í bæinn í gærkveldi, 17 bílar með fararstjórum…,
Fóru frá Hrauneyjum og gistu í Setrinu, gekk vel þaðan að Kerlingafjöllum ,en eftir það gekk mjög illa í krapa."Eitthvað mun hafa verið um bilerí, ábyggilega í Trúper.
kv.
Eiríkur
24.01.2005 at 17:17 #514546Hér eru leiðbeiningar um þetta vandamál.
[url=http://www.nobeltec.com/knowledgebase/kb20045.htm:3sca91js]Nobeltec[/url:3sca91js]
17.01.2005 at 00:23 #513698Hún Soffía hefur lætt inn öðru hverju, nafni á einhverri netagerð eða eitthvað svoleiðis í Hafnarfirði, sem mun vera með mjög góða teygjuspotta.
Ég tel að það sé fullt mark takandi á Soffíu í þessu máli, enda vandfundndir þeir jeppaeigendur sem notað hafa spotta meira en þau hjónin, enda aka þau á Trooper.
kv.
Eiríkur
16.01.2005 at 22:22 #513456Eru norðanmenn ekki komnir heim ennþá?
14.01.2005 at 09:28 #513484Talaðu við Gunna Egils á Selfossi. Hann er búinn að vera með svona lengi, og hefur sett svona á nokkra bíla. Hann er einnig að flytja inn og selja svona spil.
kv.
Eiríkur
09.01.2005 at 22:02 #509658Það er eitthvað að klikka með albúmið. Ef ég fer í upplýsingar um Birdie í gegnum þennan þráð, þá sé ég gömlu albúmin, en ef ég fer í nýjustu myndirnar sé ég bara nýja albúmið sem hann var að búa til
kv.
Eikip.s. Annars er þetta held ég ein flottasta breytingamyndasaga sem maður hefur séð. Frábært framtak.
09.01.2005 at 14:10 #512890Mér finnst alveg af og frá að hér fái einhverjir útvaldir aðilar að stunda auglýsingastarfsemi á spjallinu. Þeir geta bara keypt sér auglýsingar á forsíðuna eins og aðrir.
Þætti gaman að heyra frá Skúla hvort það er rétt að hann hafi gefið þessum ákveðna aðila leyfi til að stunda slíkt. Það væri lítið varið í spjallið ef svona 20 aðilar væru komnir með slíkt "leyfi".
kv.
Eiríkur
21.12.2004 at 12:19 #511254Já það verður bara að stækka albúmið fyrir Val því þetta eru frábærar myndir.
Áttu tök á að senda mér track úr þessari ferð?
kv.
Eiríkur
17.12.2004 at 11:44 #511228Sæl Soffía
Ég vildi bara benda þér á að það var ekkert kakó sem þér var boðið uppá á Akranesi. Það heitir Súkkulaði, enda búið til úr "suðusúkkulaði" eða einhverju enn betra og er því hér með komið á framfæri.
Við hér í Vesturlandsdeild höfum aldrei drukkið svona dósakakó eins og þú bauðst væntanlega upp á í gærkvöldi.
Bestu kveðjur,
Eiríkur
11.12.2004 at 21:09 #510608Sæll Ási
Það að bjóðast til að sjóða í nýtt dekk kalla ég ekki lagfæringu, heldur viðurkenningu á því að dekkið er gallað.
kv.
Eiríkur
11.12.2004 at 15:36 #510600Þetta er flott hjá þér Teddi. Ég ætla að segja nokkur orð um ábyrgð dekkjasala, vonandi stelur það ekki þræðinum frá þér, en verð bara að koma þessu á framfæri.
Það er afar athyglisvert að sjá Ása hjá GVS skrifa hér á vefinn um ábyrgð dekkjasala á sölu gallaðra dekkja, því sjálfur hef ég keypt gallað dekk hjá GVS og ekki fengið það bætt.
Í júní síðastliðnum keypti ég mér Trexus 44" til að nota sem sumargang. Hann var settur á felgur hjá GVS, felgur með engum kanti eða neinu slíku.
Rúmum mánuði síðar tók ég eftir því að það voru að myndast sprungur á einu dekkinu upp við felgu. Þetta eru sumardekk eins og ég tók fram áður, aldrei verið hleypt úr þeim eða neitt slíkt, enda á ég annan gang, nelgdan á felgum með góðum kanti.
Ég fór til þeirra í GVS til að sýna þeim þetta og mældu þeir rifuna og skoðuðu þetta í bak og fyrir, og var þar ofangreidur Ási í fararbroddi. Ég vil taka fram að Ási hefur alltaf verið kurteis í okkar samskiptum.
Ási viðurkenndi að dekkið væri gallað, en hann yrði að tala við eigandann um málið. Var hann svo kallaður til, og ég hef nú varla lent í öðru eins, maðurinn var þvílíkt dónalegur, ég ætla nú ekki að lýsa því einu sinni því þið mynduð ekki trúa mér. Hann sagði síðan að þetta dekk yrði ekkert bætt, nema framleiðandinn bætti honum það. Áður var hann búinn að segja mér að þetta gerði ekkert til hann ábyrgðist að þetta dekk myndi aldrei gefa sig þarna. Hann var hins vegar ekki tilbúinn til að gera það skriflega.
Ég sættist á að þeir mynduðu dekkið og sendu út til framleiðanda og ég fengi að vita innan viku um niðurstöðuna. Ási ætlaði að sjá til þess sjálfur að málinu yrði fylgt eftir.
Það er skemmst frá því að segja að það hefur aldrei neitt komið út úr þessu hjá þeim. Ég er búinn að hringja í þá margoft og það eru eilífar afsakanir og fyrirsláttur.
Ef þið lendið í því að kaupa hoppidekk, þá eruð þið alveg jafnsettir þó þið farið þessa leiðina, að minnsta kosti af minni reynslu að dæma.
kveðja,
Eiríkur
01.12.2004 at 16:29 #510072Allavega er stór munur á hraðanum á síðunni. Þetta er mun hraðvirkara en þetta var.
kv.
Eiríkur
21.11.2004 at 12:56 #509058Sæll Lalli
Það er greinilegt að þú dauðsérð eftir því að hafa selt jeppann og vera komin á einhvern semi-jeppa. Á von á því að sjá barbíinn auglýstan fljótlega. Ef ég man rétt var Patrolinn seldur af því að það snjóaði aldrei. He he.
kv.
Eiríkur
05.11.2004 at 15:53 #507626Eitthvað klúðraðist fyrri póstur hjá mér… prófum aftur.
[url=http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=16719:33elxnmi]Myndir af gosinu[/url:33elxnmi]
05.11.2004 at 15:50 #507624[HTML_END_DOCUMENT][url=http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=16719</a]http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=16719</a[/url]
01.11.2004 at 21:06 #194772Klippti þetta af mbl.is
Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum
Líklegt má telja, að hafið sé eldgos í eða við Grímsvötn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni. Tilkynningin er svohljóðandi: ?Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa kl. 20.10 í kvöld. Líklegt má telja að þá hafi gos hafist í eða við Grímsvötn. Fylgst verður með framvindunni á Veðurstofunni.?
21.09.2004 at 22:37 #505384[url=http://www.arabianautomobiles.com/utility/brochure/a_line/patrol.pdf:1mea217o]Nýi patrol[/url:1mea217o]
20.09.2004 at 23:51 #506160Á vef umferðarstofu er að finna ýmsan fróðleik um þessi mál.
Um yfirbyggingu: [url=http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/100/3.+kafli+-+Yfirbygging.pdf:14vhh9rl]Hér[/url:14vhh9rl]
Í þessu skjali kemur fram að mesta breidd bifreiðar má vera 255 sentimetrar, með þeirri undantekningu þó að einangraðir kælivagnar mega vera 260 sentimetrar.
Um ljósabúnað: [url=http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/106/1.+kafli+-+Skynb%FAna%F0ur.pdf:14vhh9rl]Hér[/url:14vhh9rl]
Hér kemur fram að ekki megi vera meira en 40cm frá brún að ljósi. Þó eru á þessu undantekningar, meðal annars eftir því hvenær bíllinn var skráður og fl.
Svo eru örugglega fullt af aðilum sem kunna þessar reglugerðir upp á tíu og eiga eftir að hella úr viskubrunnum sínum hér.
kv.
Eiríkur
02.08.2004 at 20:45 #505196Sælir
Ég flutti inn bíl frá Kanada í vetur, fann bílinn á netinu. Sami aðili er búinn að selja nokkra bíla til viðbótar til Íslands og stendur 100% við sitt. Þetta er mjög stutt frá viðkomustað Eimskipa og er því enginn auka kostnaður við innanlandsflutning. Ef einhverjir hafa áhuga á að komast í samband við þennan aðila þá geta þeir sent mér tölvupóst.
kv.
Eiríkurp.s. Myndir af bílnum í albúminu mínu.
-
AuthorReplies