Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.07.2009 at 00:07 #651000
Er ekki talað um Skuggana í VR, mér sýnist vera eitthvað svipað í gangi hér.
kv.
Eiki
18.06.2009 at 22:27 #649208Já, Skuggarnir eru víðar en í VR…
05.05.2009 at 11:43 #647000Það segir allt sem segja þarf um hugarfar ákveðins hóps í þessum félagsskap, að vera að snúa einföldun á lagaramma félagsins, upp í lögfræðileg álitamál.
Þar með er ég ekki að taka afstöðu um hvort lagabreytingarnar sjálfar séu góðar eða slæmar. Fólk ætti að kynna sér þær til hlítar, og mynda sér skoðun á hvort þær verði til góðs eða ekki, í starfsemi klúbbsins.
Ef breytingarnar eru hins vegar samþykktar undir lið 8 á aðalfundi, þá finnst mér bara sjálfsagt að kosning í nefndir, sem er undir lið 9, séu samkvæmt þeim.
Að fara að búa til deilumál um þetta finnst mér bara alveg út í hött.
04.05.2009 at 14:33 #647112Þegar Palli Halldórs var að trukka hjá Ármanni Leifs í gamla daga, þá bakkaði hann svona vagni eins og ekkert væri, jafnvel fyrir horn á planinu hjá VM í Borgartúni, gott ef hann bakkaði ekki hraðar en sendibíllinn kemst áfram…
kv,
Eiki
21.04.2009 at 16:25 #646242Veginum frá Húsafelli að Jaka er aldrei lokað á þessum árstíma.
Það sem vekur hins vegar athygli mína að það virðist sem allur akstur sé bannaður á Sprengisandsleið / Kvíslaveituvegi. A.m.k. er skilti þar.
kv.
eiki
10.03.2009 at 18:23 #642718Svo væri nú gaman að fá viðbrögð stjórnar við ofangreindum ummælum:
"ég held að þau stjórni klúbbnum að mestu leiti, ég veit allavega ekki hvar hann væri án þeirra."
Ég hélt allavega að klúbbnum væri stjórnað af þeim sem till þess væru kjörnir… það væri allavega æskilegt
Kv.
Eiki
10.03.2009 at 18:09 #642716Sæl Barbara
Ég skulda engum afsökunarbeiðni. Ég mynda mér mína skoðun á þeim skrifum sem fram hafa farið á þessum vef. Lella, það að stofna til þorrablóts í Reykjavík á sama tíma og árlegt þorrablót klúbbsins var haldið í Setrinu, það að hvetja félagsmenn til að nota facebook í stað f4x4.is, það er niðurrifstarfsemi að mínu mati. Mörg önnur skrif þín finnast mér einkennileg, og ekki til þess fallin að byggja upp þennan félagsskap.
kv.
Eiki
10.03.2009 at 15:27 #642702Fáránlegt að vera að hvetja menn til að hætta að nota vef klúbbsins. En þetta kemur svo sem ekki á óvart hjá Lellu, niðurrifstarfsemi virðist vera hennar ær og kýr.
kv.
eiríkur
04.03.2009 at 10:26 #637730Þarftu nokkra punkta Ingi, finnur þú ekki bara för eftir einhvern Fordinn…
kv.
eiríkur
12.02.2009 at 17:36 #640758Ég er alveg sammála Ólafi í þessu, held hins vegar að ástandið myndi batna mikið ef við breyttum þessu í karlaklúbb eingöngu…
04.02.2009 at 23:34 #640038Eru endurvarpar með sítón? Held ekki.+
kv.
E.
04.02.2009 at 22:02 #640030Mér finnst þetta líklegt hjá Skúla.
Önnur möguleg ástæða væri kannski að loftnetið væri ekki rétt stillt (klippt í rétta lengd) og þar sem tíðni á sendingu og móttöku er sitt hvor, að loftnetið passi betur f. sendingu en móttöku. Skot út í loftið.
kv.
E.
07.01.2009 at 11:38 #636430Nýr eigandi skipti held ég bara um framhjólalegur það er að segja.
07.01.2009 at 11:36 #636428Algengasta hlutfallið í Patrol er 5.42 ef ég man rétt, ekki 4.62 eins og Hafsteinn skrifar. Hvíta Patrolnum sem er á síðunni sem Hafsteinn vísar á, var breytt nýjum, og þegar ég seldi hann, var hann keyrður 130 þúsund þar af ansi drjúgt á fjöllum, og hafði aldrei skipt um legur í drifum. Nýr eigandi gerði það reyndar fljótlega eftir að hann keypti hann. Ég hef hins vegar aldrei heyrt um vandræði á afturhásingu eða yfirleitt á hásingum og drifum í Patrol.
26.10.2008 at 23:57 #631664Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því, að nokkur hópur manna úr klúbbnum hafi verið á ferð á Sprengisandi og þeim slóðum um helgina. En þar sem að þarna voru Patrolar og einhverjir sendibílar á ferð, mun væntanlega ekki fréttast neitt af þeim fyrr en líða fer á vikuna og búið að draga þá alla í bæinn.
11.03.2008 at 12:38 #615414[url=http://www.skessuhorn.is/Default.asp?Sid_Id=24825&tId=99&Tre_Rod=&qsr:qoiwtczz][b:qoiwtczz]Hér[/b:qoiwtczz][/url:qoiwtczz] er frétt um GSM sendi á Strút.
kv.
Eiki
05.02.2008 at 16:08 #613044Jú það er fullt af snjó á þessu svæði… aðeins rýrara í hrauninu næst Sigöldu. Þessi mynd er tekin úr skarðinu í Hnausunum, til norðurs…
[img:2ef2okxc]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5674/48301.jpg[/img:2ef2okxc]
og þessi til suðurs.
[img:2ef2okxc]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5674/48302.jpg[/img:2ef2okxc]
Við fórum svo heim norður fyrir Dyngjurnar og niður með Valagjá, þar var allt sléttfullt af snjó.
kv.
Eiki
04.02.2008 at 21:07 #613038svo auðvitað c.a. 200 hestöflum betra líka…
kv.
Eiki
04.02.2008 at 21:01 #201798Hlynur sendi inn þessa mynd í mars 2003, myndatextinn var „Það gerist ekki mikið betra á fjöllum“
en eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var á laugardaginn var (2. febrúar 2008) þá var þetta að minnsta kosti einum metra betra.
kv.
eiki
25.01.2008 at 15:31 #201713 -
AuthorReplies