Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2003 at 17:59 #467692
Ástæðan fyrir þessari nýja tilfelli sem er mjög alvarleg mun hafa verið röng lyfjameðferð í afeitruninni.
(Afeitrunin var í sjálfu sér mjög eðlilegur hlutur að fara í þegar menn eru haldnir þessum kvilla).
En aftur að lyfjameðferðinni. Hann mun hafa fengið lyfið Primazol, en doktorinn fór dálkavillt, hann ætlaði að sjálfsögðu að velja Patrol.
Í lyfjabókinni segir um Primazol: Lyfið er notað gegn sýkingum af völdum baktería t.d. við bráðum eða langvinnum sýkingum…
Í lyfjabókinni segir um Patrol: Lyfið er notað til að koma viti fyrir menn sem aldrei ætla að læra af reynslunni. Með því að nota lyfið komast menn hvert sem þeir vilja hvenær sem er. Aldrei er hægt að taka of mikið af lyfinu…
Svo mörg voru þau orð…
04.02.2003 at 17:03 #467842Hvernig var með þá sem voru undir Loðmundi, voru þeir með VHF, og ef svo er heyrðist ekkert á milli þessara hópa?
kv.
Eiríkur
04.02.2003 at 10:51 #192113Ég ætlaði bara að senda inn línu til að undirbúa ykkur undir stórviðburð sem í vændum er. Viðburður þessi hefur farið mjög leynt, tengist þó ekkert Porsche kynningunni sem Benni var með á fundinum í gær.
Ýmsar vísbendingar hefur mátt sjá sem undanfara þessa atburðar. Ein þeirra er sú að ákveðinn aðili er algjörlega hættur að skrifa hérna á spjallið. Þessi maður hefur verið afar fylginn sér varðandi ákveðna bílategund.
Ástæðan fyrir því að hann mun ekki hafa skrifað undanfarið, mun vera sú að hann hefur verið í tegunda-afeitrun. (Stundum kallað Toyota-Afeitrun).
Afeitrunin mun reyndar hafa mistekist algjörlega, því hann smitaðist af vonlausu tilfelli.
Með von um bata
Eiríkur
01.02.2003 at 23:33 #467426Heyrðu Ofsi, þetta er bara frábært hjá þér. Endilega smelltu inn línu þegar þeir hringja úr Setrinu. Þú varst að reyna að ná í einhverja sem ætluðu vaðið, hefurðu heyrt eitthvað frá þeim?
kv.
Eiríkur
31.01.2003 at 23:48 #467392Endilega lofaðu okkur hinum að fylgast með. Hvernig er veður og færð hjá þeim.
Hefurðu nokkuð heyrt af þeim bjartsýnu mönnum sem skrifuðu hér í gær og ætluðu yfir Langjökul í kvöld, og gista á Hveravöllum "í nótt".
kv.
Eiríkur
13.12.2002 at 00:10 #4653921 = DC+
2 = Receive NMEA ———-
3 = External alarm (ColorTRAK only)
4 = Transmit NMEA ———-
5 = Ground ———-kv.
Eiríkur
23.10.2002 at 22:01 #463764Maður getur nú ekki orða bundist yfir þessu andskotans bulli í þér. Mennirnir sem nú starfa í skálanefnd eru sennilega þeir ósérhlífnustu sem ég hef séð til í þessum félagsskap frá því að ég gekk til liðs við hann, og hafa gert marga frábæra hluti í Setrinu.
Hvort sem það var rétt eða rangt að taka þennan ofn (mín skoðun er sú að það hafi fyllilega átt rétt á sér) þá gerir svona málflutningur ekkert annað en að fæla afbragðsfólk frá því að vinna í sjálfboðavinnu að málefnum klúbbsins.
En sem betur fer eru ekki margir svona hælbítar eins og þú Eyþór, menn sem eru til í að úthrópa aðra en ekki leggja neitt af mörkum sjálfir. Ég legga einfaldlega til að þú gistir annarsstaðar í framtíðinni, t.d. á Hveravöllum þar sem nóttinn kostar nú kr. 1700, auk þess sem það er skítkalt í húsunum að því að manni skilst hér í öðrum þræði á spjallinu.
Baráttukveðjur til Skálanefndar,
Eiríkur
23.10.2002 at 21:47 #463740Já vissulega eru þetta góðar fréttir. Mín reynsla af NMT segir mér þó að þessari þjónustu hafi hrakað umtalsvert síðasta árið. Ég hef borið þessa skoðun mína undir aðra og flestir verið mér sammála. Ég ræddi meðal annars við rútubílstjóra sem er á ferðinni um allt land og hann sagði mér að götunum í kerfinu fjölgaði ört. Það hefði hann greinilega orðið var við.
Við hjá Vesturlandsdeild fengum menn frá Tetra Ísland á síðasta fund til að forvitnast um hvað væri að gerast hjá þeim, hvort Tetra væri að verða raunhæfur valkostur á móti NMT. Eftir þennan fund er það mín skoðun að þeir séu með allt á hælunum varðandi útbreiðslu kerfisins, ég hefði að minnsta kosti kosið að þeir væru komnir mun lengra.
Enn um sinn verður NMT að duga, og svo auðvitað okkar ágæta VHF kerfi.
Kveðja,
Eiríkur
01.10.2002 at 17:05 #463434Sælir félagar
Í mínum huga er framtíðarlausnin á þessu máli fólgin í samtengingu Tetra og Vhf endurvarpa klúbbsins. Ef þið skoðið nýjustu fréttina á vefnum hjá Sigga Harðar, þá er hann að lýsa akkúrat þessari lausn. Ég geri ráð fyrir að þetta sé mun hagkvæmari lausn heldur en að fara með snúru, þar sem stofngjöld og afnotagjöld af leigulínum eru talsvert há.
Kveðja,
Eiríkur
22.09.2002 at 22:48 #463176Siggi Harðar hefur skrifað frétt um upps. á endurvarpa á Strút og Gagnheiði.
{http://www.rsh.is/frett-end-strut.html}
18.09.2002 at 10:11 #463172Það hefur nú ekki verið útbúið kort af útbreiðslu endurvarpans á Strút, líkt og hefur verið gert við flesta aðra endurvarpa í eigu klúbbsins, og hægt er að skoða á VHF síðunni. Eddi ætlar að ég held að skoða þau mál.
Á þessum stutta tíma hef ég þó vissu fyrir því að hann næst vel um allan Borgarfjörð, út á Snæfellsnes (Fróðarheiði og víðar), á Þorskafjarðarheiði, Arnarvatnsheiði og að Vestur-Hópsvatni. Hann næst af Akranesi og einnig af Seltjarnarnesi, allavega ef farið er út undir golfvöll, eða út að Gróttu. Síðan ætti hann að nást vel á Kaldadal og um allan vestanverðan Langjökul, en hef engar fréttir ennþá af útbreiðslu þar.
Ég held að menn eigi að nota endurvarpana eins og þeir þurfa. Orkuuppsprettan eru rafgeymar, samtals um 460 amperstundir. Sendirinn er held ég að taka 1,2 amper í útsendingu. Við þá er tengd sólarsella.
Endurvarpinn á Strút er á rás 44.
Kveðja,
Eiríkur Þór Eiríksson
Vesturlandsdeild 4×4
16.09.2002 at 23:55 #191686Endurvarpi á Strút er nú kominn í gagnið eins og fram kemur á upphafssíðu þessa ágæta vefs. Sjálfsagt kemur ekki almennileg reynsla á hann fyrr en í vetur en allavega virðist hann lofa góðu.
Undirritaður hefur ekki haft tök á að fara um Kaldadal eftir að endurvarpinn var settur upp svo gaman væri að fá af því fréttir hvernig hann næst þar. Eins væri gaman að fá komment á það hvort menn telji að endurvarpi á þessum stað nýtist þeim.
Eiríkur
E-1362
02.05.2002 at 17:42 #460758Þetta er nú flott. Einfalt og þægilegt. Glæsilegt hjá þeim feðgum.
kv.
Eiríkur
11.10.2001 at 15:31 #457474Ég er nú alveg sammála Birni Þorra um kosti VHF fram yfir CB.
CB stöðin mín er að minnsta kosti kominn upp í skáp í bílskúrnum og er ekki á leiðinni þaðan.
Ég er hins vegar ekki sammála þeirri skoðun að VHF sé dýr kostur. Þetta er fyrst og fremst öryggistæki og miðað við allan þann kostnað sem menn eru að leggja í breytingar á bílum þá er VHF stöð fyrir c.a. 50. þús. komin í bílinn ekki mikið.
Uppsetning á endurvörpum fyrir VHF held ég að sé eitt mesta framfaramál sem klúbburinn hefur staðið fyrir og vonandi sjáum við fram á ennþá fleiri á komandi árum.
ég skipti
Eiríkur
E-1362
-
AuthorReplies