You are here: Home / Einar Gylfason
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Á félagsfundi hér um árið var umræða um heimildir til að loka vegum með keðju og lás sem lagðir eru fyrir opinbert fé.
Flestir þessara vega eru línuvegir á vegum Landsvirkjunar og vegir að endurvarpsstöðvum á fjallstoppum.
Ekki vil ég hvetja til lögbrota en mig grunar að verið sé að brjóta á okkur lög með því að loka þessum vegum, alla vega sumum þeirra, miðað við framsögu lögmannsins sem kom á þennan fund okkar. Þessi lögmaður sagði að við gætum kært lokanir sem þessar til lögreglu og færi málið þar með í farveg til opnunar veganna.
Einn góður félagi okkar sagðist ávalt vera með aukahengilás í bílnum til á bæta á keðjur sem væru fyrir svona vegum og hann teldi vera á gráu svæði. Það getur flokkast undir þögul mótmæli.
Sæll,
Kjartan og félagar í Flugumýri 16 í Mosfellsbæ þekkja þessa bíla vel og eru búnir að breyta nokkrum, ég hef hins vegar ekki heyrt um miklar breytingar á þeim, mest 37" breytingu. Gaman að fylgjast með ef eitthver veit meira um það.
Einar Gylfason R2322
það er staðurinn fyrir VHF stöðina, ég er búinn að eiga tvo Troopera og var með hana þarna í þeim báðum. Fer vel þarna og er handhæg og aldrei fyrir.
Kveðja
Einar Gylfason
Sæll,
ég er nýbúinn að kynna mér þessi mál og keypti síðan F-150, þetta er of langt mál að telja upp hér, ég veit ekki hvernið þú hyggst nota bílinn og hverju þú ert að fiska eftir.
Þú mátt hringja í mig í síma 695 1854 og ég skal segja þér það sem ég veit.
Kveðja
Einar Gylfason
Sæll,
ekki ætla ég að bera saman bílana, en hef átt 2 stk Troopera á 38" s.l. 6 ár. Bilarnir virka vel og reynsla mín af umboðinu IH er ágæt. Láttu ekki sleggjudóma manna sem ekki hafa átt eða prófað Trooperinn villla fyrir þér, þetta er góður valkostur á góðu verði.
Einar Gylfason
ég las þráð um bílasala hér áðan en nú er búið að eyða honum, þetta voru málefnaleg skrif undir nafni, hver tekur ákvörðun um að eyða svona skrifum?
Einar Gylfason