You are here: Home / Egill Þorsteinsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Til hamingju með þennan samning. Þetta er glæsilegt. Kærar þakkir.
Góðan daginn.
Ég er á LC 120 og mig langar að fjárfesta í kösturum á bílinn. Ég myndi setja þá á grind framan á bílnum, en á grindinni eru engin önnur ljós. Ég er einnig að kaupa mér HID kit í bílinn þannig að mig langar í kastara sem myndu vinna vel með þannig ljósum.
Hvað mælið þið með?
B.Kv.
Egill
Sælir. Hvað eru þessi Xenon ljós mörg Kelvin? Þ.e.a.s þessi sem koma með stafrænu spennunum.
Kveðja,
Egill Þ
Glæsilegt Agnes, þú færð mitt atkvæði.
Kveðja,
Egill
Sælir.
Fór inn i Bása, það var ekki mikið í ánum og vegurinn var þokkalegur. Fór á LC 120 á 35".
Gangi þér vel.
Kveðja
Sælir, Það er rétt, á skiltinu stendur "öll óviðkomandi umferð bönnuð". LV hefur einnig lokað betri veginum frá þjóðvegi 1 á Hellisheiði inn í Innstadal en ennþá er hægt að fara Hengilsdalsána inn í Innstadal. Þetta leit svona út síðastliðið sumar allavega. Kveðja,
Hvað finnst ykkur um að Landsvirkjun sé að loka sumum línuvegum? Landsvirkjun fékk þetta land með eignarnámi að ég held, ekki ósvipað og þegar land er tekið undir virkjunarframkvæmdir. Fyrirtæki sem getur í krafti landslaga tekið land með eignarnámi ætti að mínu mati ekki að geta leyft sér að loka svo vegunum. Allir landsmenn ættu að geta notið þess að þessir vegir hafa verið lagðir þvers og kruss um landið. Sá línuvegur sem ég hef séð að Landsvirkjun hefur lokað er línuvegur frá afleggjaranum að Sultartangavirkjun að Stöng í Þjórsárdal. Hverju loka þeir næst?
Góðan dag. Ég er á 33″ og var að velta fyrir mér ferð á morgun inn í Þórsmörk, Bása. Veit einhver um færðina, er mikið í ánum núna?
Kveðja,
Egill