Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.04.2002 at 20:57 #460580
Smá athugsemd vegna skrifa um páskatúr.
Væri nú eitthvað hæft í skrifum Jóns um mútuhneyksli og flótta slasaðra undan ofsóknum Læknis, þá vil ég segja nú skil ég betur hvað er átt við með orðinu trúnaðarbrestur.
En hið rétta er að ?sumir? höfðu vissulega beðið Snæland að leggja inn gott orð fyrir sig til foringjans því ég hafði áhuga á páskatúrnum. Þar sem mig var farið að lengja eftir svari og hafði að auki ákveðnar efasemdir um að fyrirspurnin kæmist til skila þá ákvað ég að heimsækja foringjann á hans annað heimili, bílskúrinn, hitt er víst hálendið, bar upp erindið og var það auðsótt enda foringinn bóngóður með afbrigðum. Hafi ég nefnt að Larsen færi með hefur það eingöngu verið vegna þess að ég var að
telja upp farþegana hvort sem var. Enda hvílík fjarstæða að láta sér detta í hug að það hefði einhver áhrif á þennan annálaða reglumann.
Ég læt Lækninn um að svara fyrir sig, þó læðist að mér sá grunur að hann sjái eftir að hafa ekki beitt á Snæland læknisráðinu sem hann mælti með forðum. Þ.e.a.s. Aflimun stuttu fyrir ofan axlir.
En túrinn var góður þótt útsýnið á Langjökli hefði getað verið betra.P.S. Larsen þurfti ekki far í bæinn.
Kveðja Jón Ebbi.
22.04.2002 at 20:49 #460578Væri nú eitthvað hæft í skrifum Jóns um mútuhneyksli og flótta slasaðra undan ofsóknum Læknis, þá vil ég segja nú skil ég betur hvað er átt við með orðinu trúnaðarbrestur.
En hið rétta er að ?sumir? höfðu vissulega beðið Snæland að leggja inn gott orð fyrir sig til foringjans því ég hafði áhuga á páskatúrnum. Þar sem mig var farið að lengja eftir svari og hafði að auki ákveðnar efasemdir um að fyrirspurnin kæmist til skila þá ákvað ég að heimsækja foringjann á hans annað heimili, bílskúrinn, hitt er víst hálendið, bar upp erindið og var það auðsótt enda foringinn bóngóður með afbrigðum. Hafi ég nefnt að Larsen færi með hefur það eingöngu verið vegna þess að ég var að Smá athugasemd vegna skifa um páskaferð.
telja upp farþegana hvort sem var. Enda hvílík fjarstæða að láta sér detta í hug að það hefði einhver áhrif á þennan annálaða reglumann.
Ég læt Lækninn um að svara fyrir sig, þó læðist að mér sá grunur að hann sjái eftir að hafa ekki beitt á Snæland læknisráðinu sem hann mælti með forðum. Þ.e.a.s. Aflimun stuttu fyrir ofan axlir.
En túrinn var góður þótt útsýnið á Langjökli hefði getað verið betra.P.S. Larsen þurfti ekki far í bæinn.
Kveðja Jón Ebbi.
10.03.2002 at 11:08 #459618Sæll Búbbi. Mér líst vel á framtakið og þætti vænt um ef þú vildir senda mér það á póstfang Jonhalld@simnet.is
Er reyndar ekki með tölvu í bílnum en hefði gaman af að skoða það heima.Kveðja Ebbi.
31.01.2002 at 09:23 #458706Það er rétt hjá þér Tingit að leiðin liggur rétt vestan Skálafells og gæti hæglega heitið Svínaskarð, allavega rennur á niður dalinn kjósarmegin sem heitir Svíná. Ekki veit ég um nafnið á hnjúkunum en smá tindur er vestan megin við leiðina sem er með einkennandi steini í hlíðinni og greinileg gönguleið uppá tindinn.
Greinilegt er af ummerkjum á slóðanum í dalnum kjósarmegin að þar getur verið erfitt yfirferðar í blautu vegna aurs.
Annars er leiðin hin skemmtilegasta þó eflaust væri heppilegra að keyra hana að sumarlagi.
Þar sem ég horfði á Jón kasta sér út úr bílnum verð ég að mæla með honum sem efnilegum áhættulekara. Sérstakleg þar sem svo lítið tilefni var valið til að sína taktana.Bið að heilsa.
Ebbi.
23.01.2002 at 23:49 #458506Það má gjarnan lesa á milli línanna þegar breyttur jeppi lendir í umferðaróhappi að það sé eins líklegt að þar sé ástæðuna að finna fyrir óhappinu.
En jeppi er sannarlega orðinn breyttur eftir að einhverjum tommum er bætt við dekkjastærð. Löngu áður en hann er kominn á 38". Varla er afhentur jeppi úr umboði án þess að eitthvað sé búið að fitla við hann sem flokka mætti undir breytingar.
Nýlega voru birtar sölutölur bíla ársinsis 2001 og miðað við þann fjölda jeppa sem þar var, í hlutfalli við fólksbíla væri óeðlilegt ef þeir ættu ekki öðruhverju aðild að óhöppum.
Því finns mér að við ættum að taka þannig athugun fagnandi, svo framarlega sem hún væri fagmannlega unnin, til að leiðrétta þennan misskilning að breyttir jeppar séu hættulegri en önnur farartæki.Keyrið varlega.
Ebbi.
15.12.2001 at 21:48 #191234Síðbúinn pistill um nýliðaferð í Setur um síðustu mánaðarmót. Ég er einn hinna svokölluðu nýliða sem tók þátt í þessum „skreppitúr“ upp í Setur jeppafólksins. Tildrög ferðarinnar hjá mér voru þau að ég keypti mér sýnishorn af jeppa í vor því ég var orðinn hálf leiður á malbikinu. Því var það að þegar auglýst var áðurnefnd ferð þá var tilvalið að skrá sig í klúbbinn og ferðina og láta reyna á getu bílsins í vetrarfærð og var ég einn af þeim heppnu sem komst með því eftirspurnin var talsvert meiri en framboðið. Ekki dró úr áhuga mínum að Skálanefnd stóð fyrir ferðinni, en af þeim hafði ég haft talsverð kynni. Einhverjar spurnir höfðu menn af því að færðin væri ekki góð því hópar sem ætluðu í Setur urðu frá að hverfa. Þannig að nokkuð ljóst var að ferðin yrði ekki fýluferð, það er að segja við að finna snjó. Enda kom á daginn að ekki þurfti að fara langt til að finna þann hvíta því fyrstu bílarnir festu sig skammt fyrir ofan Gullfoss. Ég er ekkert að segja hverjir. Lestin þokaðist ótrúlega hægt upp Kjöl með tilheyrandi spottadráttum og spóli. Þegar loks var komið í Árbúðir var orðið nokkuð ljóst að komutími í Setur gæti eitthvað dregist. Eflaust hefur farið um huga einhverra nýliðanna hvort ekki væri nú rétt að reyna þetta frekar seinna og fara að koma sér til baka í koju. Þar sem ég þekkti til fararstjórnar þá taldi ég mig vita að spurningin væri ekki hvort við kæmumst í Setrið heldur hvenær. Sú varð raunin við vorum að jeppast alla nóttina og komum í Setrið upp úr hádegi á laugardag. Ferðin gekk að mestu áfallalaust en einhverjir affelguðu og margir festu sig, jafnvel oft. Rétt er að geta þess að veðrið var frábært, nánast logn um 10 stiga frost, stjörnubjart og tunglskin. Algjör forréttindi að vera á fjöllum þessa nótt. Enkennandi var hvað allir voru í góðu skapi og til í að hjálpa hver öðrum. Og auðvitað lenti það mest á þeim sem voru best búnir að aðstoða hina. Ekki var að sjá að þeim þætti það leiðinlegt. Við svona aðstæður líður tíminn fljótt hvort sem er dagur eða nótt. Tími til að sofa eftir komuna í Setrið var mjög af skornum skammti, enda slepptu því margir þar til næstu nótt. Eftir góða grillveislu að hætti hússins um kvöldið fengu einhverjir sér í aðra tána og höfðu það gott við spjall eða söng. En allir voru komnir í koju á kristilegum tíma, næsti dagur beið handan við hornið með heimferð á dagskrá. Upp úr 9 á sunnudagsmorguninn var lagt í hann á ný. Fararstjórarnir héldu uppteknum hætti og leituðu að skárstu leiðinni og tróðu brautina af miklum móð fyrir okkur hina sem á eftir komum. Ákveðið hafði verið að reyna við Sóleyjarhöfðavað. Þegar þangað var komið eftir allmarga klukkutíma, nokkur skorin dekk og brotna hjöruliði, sem fararstjórarnir aðstoðuðu menn með jafnharðan eins og ekkert væri eðlilegra og á svo skömmum tíma að fyrstu bílar gátu ávallt haldið sínu striki. Þá kom í ljós að ekki væri ráðlegt að leggja í eystri hvíslina á Þjórsá þar sem bakkar voru háir og áin djúp. Ekki var um annað að ræða í stöðunni en fara Gljúfurleitisleið sem var varaáætlun, enda skammt undan. Tíminn leið og leið og ljóst að við myndum eyða annari nótt við akstur. Spurnir bárust af því að félagar okkar úr tækninefnd væru lagðir af stað á móti okkur og ætlunin að troða slóð til móts við okkur til að flíta för. Því greip um sig ákveðin bjartsýni um stund að við næðum að mæta til vinnu á mánudag þrátt fyrir allt. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Okkur sóttist ferðin seint í snjó og grjóti sem sást ekki vel, serstaklega var erfitt að komast upp bratta og langa brekku eftir að við höfðum farið yfir á sem ég kann ekki að nefna, kannski hét hún bara lækur. Mótfarar okkar lentu líka í hrakningum í annar á en eig þó skilið allar bestu þakkir fyrir framtakið enda farið að minnka verulega á tönkunum hjá sumum eftir þennan þanga akstur. En þeir komu bæði með olíu og bensín sem margir nýttu sér, því enn var talsverður spotti eftir í næstu bensístöð. Ferðinn lauk á mánudagsmorgunninn eftir allmikinn akstur og lítinn svefn en verulega skemmtilega helgi. Gott ef við getum ekki bara kallað okkur annað en nýliða eftir þessa helgi á fjöllunum. Ég vil þakka Skálanefnd og öðrum sem að ferðinni stóðu mikið vel fyrir mig, því skipulag og hjálpsemi var til fyrirmyndar. Einnig vil ég þakka öðru leiðangursfólki samfylgdina.
P.S. Þar sem oft fer meira fyrir því sem miður fer en hinu sem vel er gert fannst mér rétt að setja inn þennan pistil þótt seint væri.
Kveðja Ebbi.
-
AuthorReplies