Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.02.2005 at 21:08 #478876
Eflaust er hægt að sýna fram á gæði fjöðrunar með margskonar rökum og trúverðugum útreikningum.
Talsvert hefur verið rætt um hvað "sjálfstæða" fjöðrunin hljóti að vera mikið betri aksturslega svona yfirleitt.
Þannig er að ég ferðast þó nokkuð með jeppafólki á mismunandi tegundum bíla og með mismunandi fjöðrunarútbúnaði.
Tveir þeirra hafa fórnað sjálfstæðinu að framan fyrir rörið, margrædda.
Hvernig sem á því stendur, þvert ofan í fræðin, þá finnst þeim munurinn afskaplega mikill fjöðrunarlega séð á holóttum vegum og vegleysum, rörinu í hag.
Kann ekki skýringuna, en annar bíllinn er Terracan og hinn Four Runner.
Sjálfur er ég bara sáttur við fjöðrunina á mínum röravagni af Land-Rover gerð.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
05.02.2005 at 17:30 #515850Ég frétti að Reynir og Gísli hefðu bara drifið sig í Setrið til að kynda upp.
Enda vitað að þar sem Lúter fer, fer atvinnumaður í "uppákomum" sem telur ekki sólarhringana.
Þar að auki var liðsmunurinn orðinn sláandi í keppni, Patrol versus Paejero.
Þannig að það sem virtist "Rottulegt" hjá Reyni, var eftir á að hyggja, vel ígrundað!P.S. Hvað eru menn svo líka að þvælast til fjalla í svona færi.
Bið að heilsa, er farinn á þorrablót alla leið uppí Lindahverfi og bíst við þokkalegu færi.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
18.01.2005 at 20:06 #513776Jón þú skalt nú bara vara þig á hvað þú segir!
Veistu ekki að svona víðförlir bílar, eins og Slóðríkur 1. eru í sjálfu sér orðnir sagnfræðiheimild.
Þannig að ekki þurfti að koma á óvart að öll helstu kvikmyndaver heimsins slógust um að komast yfir gripinn.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, hreppti Saga film, hnossið fyrir met fé…Ekki er ólíklegt að fákurinn verði notaður sem sviðsmynd um ókomin ár, til að nýta fjárfestinguna.
Ég hefði sagt "aðgát skal sýna í nærveru sálar" ef farinn vegur benti ekki svo sterklega til að það sé óþarft…..
Hræ. Nei nei nei………
Bestu kveðjur Jón Ebbi
09.01.2005 at 18:47 #512682Hræddur er ég nú um Lúter minn að kaffið væri farið að kólna og pönnukökurnar að harðna, ef uppistaða Hofsjökulsflotans verður Patrúllar.
Og er rétt að benda á nýlegar reynslusögur í því sambandi frá Latabæjarjökli.
Svo ég tali bara fyrir mig, teldi ég tryggara að vera með í upphafi, frekar en að þurfa að sækja þá seinna!!!!!!!!
Með kveðju frá Bretlandi.
Jón Ebbi.
09.01.2005 at 08:28 #512678Eitthvað hefur skemmtanagildi "klifurmúsa" hrakað, síðan ég var yngri, ef þetta raus og föðurlegi tónn er það sem nú er í gangi. (Mætti ég þá frekar biðja um Árna Tryggva)
Ekki vantar nú umræðuna um dekk, vélar og hjöruliði, hér á vefnum, þannig að þó menn taki nú upp léttan húmor hér á köflum, þá ættu, jafnvel veikir menn að geta unnt öðrum þess.
Vona að mýslunni batni, okkar allra vegna.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
30.12.2004 at 23:45 #511868Nú verður sögð saga af nokkrum Rottum og fleiri tengdum persónum.
Á þriðjudagsmorgni þann 28/12 2004 fóru þeir Kalli og Gulli á fjöll til að dusta sumarrykið af jeppunum. Með í förinn var Spánverji sem þeir félagar höfðu gefist upp á að útskýra fyrir hvað snjór væri. Einnig var farþegi Aritekt sem Rottugengið hafði rétt lokið við að ?misnota?.
Jón Snæland var niðrí bæ í skuggalegu hverfi, upptekinn við brauðstritið.
Kjartan var á Grimsfjalli með Hlyni Snæland og fleiri ?óþverrum?.
Þröstur var í nýsmíðuðu húsi sínu í vesturbæ Grafarholts gefandi gestum og gangandi kaffi.
Jón Ebbi var í heimsókn hjá fyrrnefndum Þresti sníkjandi kaffi til að þurfa ekki að vera í vinnunni.
Svo skemmtilega vildi til að Þröstur hafði rétt nýlokið við að segja Jóni frá símtati sem hann átti við Kjartan á Grímsfjalli skömmu áður. Þar sem hann hafði sagt honum frá færð á jöklinum (þar var víst svo slæmt færi og vont veður að eingöngu 44? bílum var út sigandi) þeir hefðu þurft að draga þessa 38? ?smábíla? meirihluta leiðarinnar sagði hann stoltur sem einn úr ofurbílaflokknum.
Stutt var liðið á spjallið þegar síminn hringdi, og hver annar en Kjartan á línunni.Heldur var lægra á honum risið núna. Brotinn stýrisendi og langt í búðina.
Bað hann Þröst að kanna með varahluti fyrir sig og eitthvað var spáð í hvernig þeir kæmust á Grímsfjall.
Illt var í efni, rottufélaginn með bilaðan bíl í sl________ félagsskab. Nú var gott að eiga góða að,,,,,
Kom á daginn að varahlutamaðurinn gat verið tilbúinn með íhlutina upp úr kl. 18
Gulli og Kalli brunuðu í bæinn, enda Spánverjinn að fá snjósting og arkitektinn búinn að vera alltof lengi frá 101 Reykjavík.
Jón Ebbi hringdi í Ofsa og sagði honum undan og ofan af því sem var að gerast. Þá nefndi hann líka að gott væri nú að hafa góðan kortalesara með því ekki væri nú veðurspáin neitt sérstök. Smjaðrið hreif á rithöfundinn. Hann henti frá sér hönskunum og sagðist vera á leiðinni.
Klukkan 20.00 var allt orðið snjóklárt og lagt í hann frá Jörva.
Áður höfðum við verið í sambandi við Grímsfjallagengið sem ætlaði að aka á móti okkur.
Sumir rottufélagarnir eru dálítið vanafastir. Og eins og áður hefur komið fram í skrifum um mannskapinn, þá er vaninn að hreinsa kjúklinaborðið í KÁ á Selfossi. En nú var lokað þegar við áttum leið um bæinn, þannig að Kentucky fékk ?lottóvinning? og getur víst haft lokað í janúar án þess að meðalveltan skerðist.
30 mínótna töf meðan beðið var eftir steikingarmaskínunni, en hvað er það í þessu dæmi.
Færið í Jökulheima var frekar þungt og skyggni takmarkað. Við tókum Jökulheimastyttinginn við Drekavatn, óttuðumst þó að við kynnum að fara á mis við jökulfarana sem ætluðu að koma á móti okkur. Það slapp reyndar til!
Dalitla stund tók að finna skárstu leiðin við jökulröndina, en eftir það sóttist okkur leiðin bærilega miðað við færð og veður. Það voru um 30 m/sek snjókoma og 7 stiga frost.
Af því við höfðum svo rúman tíma, tókum við nokkra aukahring þarna við Hábunguna ?svona rétt til að njóta landslagsins?
Held að kl. Hafi verið um tvö þegar við mættum Hlyni Snæland við Hábungu. Kjartan tók við sendingunni og eftir skamma stund skildu leiðir og við lögðum af stað heim.
Sindri var í einhverju basil nær Latabæ. En hann var Hlyni til halds og trausts í leiðangrinum?
Veit ekki af hverju Grímsfjallaskáli gengur undir þessu nafni núna, en maður heyrir svo margt í stöðinni í svona veðri!
Dálítið tafs var að komast af jöklinum en við reyndum þó að skilja eftir sæmileg för fyrir Latabæjarbúa til að liðka fyrir för þeirra daginn eftir. Ekki síst vegna þess hvernig þeim miðaði á móti okkur.
Það var sama hjakkið niður Jökulheimaleiðin en þó vorum við komnir í Hrauneyjar um kl. 19 á miðvikudaginn, með alla bíla og áhafnir í heilu lagi, þrátt fyrir að vera allir á aðeins 38? dekkjum.
Þá fréttist af Hlyn og félögum enn á jöklinum eftir að hafa lagt af stað um kl 14.
Sólarhring síðar frétti ég af þeim á styttingnum 2 bílum færri og í tómu tjóni. Kannski ekki fundið förin?
Veit ekki hvort þeir eru komnir til byggða þegar þetta er skrifað.P.s. Sagan verður í sögusafni á Rottusíðunni síðar. Og þá öllu ítarlegri. Þessi er ekki endanlega yfirfarin.
Hafið það gott um áramótin.
Kveðja
Jón Ebbi.
06.04.2004 at 21:08 #496009Góð hugmynd frá síðasta ræðumanni.
Einmitt með því að sem flestir hafi skoðanir á málunum, og segi frá þeim, þá koma möguleikarnir upp hver af öðrum.
En ef málin eru ekki rædd gerist ekki neitt.
Ég veit að það þarf alltaf ákveðið átak til að breyta núverandi ástand, því tregðulömálið er ekki til vegna einskis.Hvet sem flesta til að láta skoðun sína í ljós.
Umhugsunarhveðjur.
Jón Ebbi.
06.04.2004 at 21:08 #503331Góð hugmynd frá síðasta ræðumanni.
Einmitt með því að sem flestir hafi skoðanir á málunum, og segi frá þeim, þá koma möguleikarnir upp hver af öðrum.
En ef málin eru ekki rædd gerist ekki neitt.
Ég veit að það þarf alltaf ákveðið átak til að breyta núverandi ástand, því tregðulömálið er ekki til vegna einskis.Hvet sem flesta til að láta skoðun sína í ljós.
Umhugsunarhveðjur.
Jón Ebbi.
04.04.2004 at 20:43 #194143Oft hefur það verið mér umhugsunarefni, þegar ég hef farið á fund í Mörkinni, af hverju þessi fjölmenni klassaklúbbur er ekki í sínu eigin húsnæði.
Sjálfsagt væri ég ekki að velta þessu fyrir mér nema af því hvað mér finnst núverandi aðstaða ömurleg í alla staði.Langar mig til að telja upp nokkur atrið til að styðja þá skoðun mín.
Eins og margir vita er húsnæðið sem notast er við uppi á háalofti undir súð. Þar er þokkalegur salur með borðum og stólum, til vinstri þegar komið er upp alla stigana. Til hægri er þessi fíni leðurhornsófi sem þeir verma gjarnan sem fyrstir mæta, sem eru gjarnan gamlir félagsmenn. Ekkert pláss er fyrir aðra þar í nágrenni til að blanda geði við sér fróðari menn.
Þar fyrir innan er eldhús inní horni, sem menn þurfa að smokra sér að ef þá langar í kaffi.
Við hliðina á því er fundarherbergi sem stjórnin situr í mestallan þann tíma sem húsið er opið.
Í salnum er sjónvarp og video, en þó hendingum háð hvort virkar eða ekki.
Enn eru til þeir sem reykja, þótt ótrúlegt sé að trúa að það sé enn til árið 2004, og þeir hafa sýnt það virðingarverða framtak að stunda þessa iðju sína utan dyra, þannig að sá hópur er að mestu utandyra á fundartíma, þar sem þeim finnst ekki taka því að þramma stigana á milli stautanna.Af þessu leiðir að fyrir nýliða og aðra sem langar til að blandast klúbbfélögum, er það ansi torsótt, og fráhrindandi ?frontur? klúbbsins gerir það að verkum að ný andlit sjást ekki oft í Mörkinni.
Þar fyrir utan er húsnæðið einungis til afnota einu sinni í viku og ber öll merki þess að vera annara en okkar.
Ekki er annað hægt en að nefna líka til sögunnar starfsmann klúbbsins, og þá ekki sem persónu, sem er inná milli annara starfsmanna Ferðafélagsins, stundum að vinna fyrir 4×4 og stundum ekki.Allt þetta sem tengist þessari aðstöðu er ótrúlega andfélagslegt og ekki til þess fallið að efla samkennd og samstöðu félagsmanna, sem þó er ekki vanþörf á um þessar mundir.
Mín skoðun er sú að klúbburinn eigi að marka sér þá stefnu að komast í eigið húsnæði. Sé ég þá fyrir mér c.a. 200m2 á jarðhæð með nægum bílastæðum. Húsnæðið mætti vera illa til haft á góðu verði.
Þar ætti að koma upp góðum sal, sem hugsanlega mætti leigja félagsmönnum og öðrum fyrir margskonar uppákomur, svo sem árhátíðir, fermingar og margt fleira.
Gott eldhús væri nauðsynlegt. Og auðvitað fundarherbergi.
Góðar græjur fyrir hverskonar myndasýningar, því efni til sýninga er út um allt.
Þarna ætti alltaf að vera starfsmaður ákveðinn tíma á hverjum degi til þjónustu fyrir félagsmenn. Einnig ætti að vera míniverslun með namm og Coke og einnig margskonar vörum með merki klúbbsins, sem stórlegur skortur er á.Ég geri mér fullljóst að málið snýst um peninga að miklu leiti, en það snýst ekki síður um framsýni og framtíðarsýn!
Ef margir legðust á eitt er ég viss um að lausn findist til að fjármagna svona dæmi og örugglega yrðu margir fúsir til að leggja sitt af mörkum við standsetningu svona húsnæðis.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
04.04.2004 at 19:41 #495265Sæll HarSv. Eins og Dóri Sveinn sagði, þá er best að átta sig á sögupersónununum með því að skoða heimasíðuna.
Takk fyrir góð orð í garð höfundar og gaman að sjá að einhver hafði ánægju af lestrinum.
En ástæðan fyrir því hversu kynningarnar á mannskapnum eru slakar er að annálinn var soðinn saman í tilefni af þorrablóti sem við héldum og lesinn upp þar.
Hann var alls ekki ætlaður til opinberar birtingar, en látinn flakka þegar eftir var leitað.Sé pistillinn læsilegur er aðalástæðan sú hversu efniviðurinn var mikill og góður. Eiginlega á þetta frekar skilt við sagnfræði en annað!
Bestu kveðjur.
Höfundur Rottuannáls Jón E. Halldórsson.
04.04.2004 at 19:41 #502590Sæll HarSv. Eins og Dóri Sveinn sagði, þá er best að átta sig á sögupersónununum með því að skoða heimasíðuna.
Takk fyrir góð orð í garð höfundar og gaman að sjá að einhver hafði ánægju af lestrinum.
En ástæðan fyrir því hversu kynningarnar á mannskapnum eru slakar er að annálinn var soðinn saman í tilefni af þorrablóti sem við héldum og lesinn upp þar.
Hann var alls ekki ætlaður til opinberar birtingar, en látinn flakka þegar eftir var leitað.Sé pistillinn læsilegur er aðalástæðan sú hversu efniviðurinn var mikill og góður. Eiginlega á þetta frekar skilt við sagnfræði en annað!
Bestu kveðjur.
Höfundur Rottuannáls Jón E. Halldórsson.
31.03.2004 at 23:09 #476636Sorry ég sé að spjallið ræður illa við exelinn, en með góðum vilja er hægt að sjá hvað ég var að reyna að sýna.
Jón Ebbi.
31.03.2004 at 23:07 #476634Fastagjald c.a. Verð á l. núna. Eftir breyt. Eknir km. Eyðsla á 100km. Lítrar alls. Kostn.alls.
150.000 42 0 19.000 14 2.660 261.720
0 0
150.000 42 20.000 16 3.200 284.400
0 0
150.000 42 20.000 18 3.600 301.200
0 0
150.000 42 15.000 17 2.550 257.100
0 0
150.000 42 25.000 17 4.250 328.500
0 0
150.000 42 30.000 17 5.100 364.200Sami díselbíll.
0 99 19.000 14 2.660 263.340
0 0
0 99 20.000 16 3.200 316.800
0 0
0 99 20.000 18 3.600 356.400
0 0
0 99 15.000 17 2.550 252.450
0 0
0 99 25.000 17 4.250 420.750
0 0
0 99 30.000 17 5.100 504.900Jafnþungur bensínbíll + 30 %
0 99 19.000 18,20 3.458 342.342
0 0
0 99 20.000 20,80 4.160 411.840
0 0
0 99 20.000 23,40 4.680 463.320
0 0
0 99 15.000 22,10 3.315 328.185
0 0
0 99 25.000 22,10 5.525 546.975
0 0
0 99 30.000 22,10 6.630 656.370Smá pæling varðandi fyrirhugaðar gjaldbreytingar.
Það er greinilegt þegar maður skoðar ýmsa möguleika að nýja fyrirkomulagið er okkur afar óhagstætt miðað við það sem er í gildi í dag, nema fyrir smæðstu bílana og náttúrulega þá sem sem ekkert keyra!
En það er huggun harmi gegn að það mun samt verða talsvert hagstæðara að aka um á dísel en bensíni enn um sinn svo framarlega sem líterinn mun kosta svipað og bensínið gerir núna.
Díselkveðjur.
Jón Ebbi.
25.03.2004 at 22:29 #194070Loksins kominn úrdráttur úr ferð Rottugengisins um Vonarskarð í Laugarfell á dögunum.
Er undir ferðasögur á Rottusíðunni This.is/Rotta
08.03.2004 at 21:53 #491050Sæll Maggi, ég vil þakka þér fyrir að flytja fréttaþyrstu fólki fregnir af okkur Rottufélögunum, ásamt öðrum fréttum af nýliðaferðum, sem voru nú öllu svæsnari.
Framtak sem þetta mætti oftar sjást þegar mikið er um að vera á fjöllum, því allir vilja jú vera á fjöllum, að minnsta kosti í huganum.
Annars mun ítarleg ferðasaga af túrnum, Hrauneyjar, Vonarskarð, Laugafell, Nýjidalur, Reykjavík, líta dagsins ljós innan fárra daga á Rottusíðunni.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
08.03.2004 at 21:53 #497632Sæll Maggi, ég vil þakka þér fyrir að flytja fréttaþyrstu fólki fregnir af okkur Rottufélögunum, ásamt öðrum fréttum af nýliðaferðum, sem voru nú öllu svæsnari.
Framtak sem þetta mætti oftar sjást þegar mikið er um að vera á fjöllum, því allir vilja jú vera á fjöllum, að minnsta kosti í huganum.
Annars mun ítarleg ferðasaga af túrnum, Hrauneyjar, Vonarskarð, Laugafell, Nýjidalur, Reykjavík, líta dagsins ljós innan fárra daga á Rottusíðunni.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
05.03.2004 at 20:56 #490868Heldur fannst ónefndum manni í Kópavogi, Ofsi fara frjálslega með bókanir, þegar hann hvatti fólk til að skrá sig í æfintýraferðir í þessum byltingarkennda hermi.
Og vildi hann koma því á framfæri að hann persónulega hefði tekið að sér að prufusitja V.S.O.P. salinn, svo ekki komi nú upp einhver vandamál síðar.
Mætti senda inn fyrirspurnir um salinn í fyrsta lagi síðsumars.
P.S. Annars er það af Rottugenginu að frétta að þeir hafa rottað sig saman, flestir hverjir í Hrauneyjum, og hyggjast stefna til fjalla í bítið.
Með kveðju Jón Ebbi.
05.03.2004 at 20:56 #497450Heldur fannst ónefndum manni í Kópavogi, Ofsi fara frjálslega með bókanir, þegar hann hvatti fólk til að skrá sig í æfintýraferðir í þessum byltingarkennda hermi.
Og vildi hann koma því á framfæri að hann persónulega hefði tekið að sér að prufusitja V.S.O.P. salinn, svo ekki komi nú upp einhver vandamál síðar.
Mætti senda inn fyrirspurnir um salinn í fyrsta lagi síðsumars.
P.S. Annars er það af Rottugenginu að frétta að þeir hafa rottað sig saman, flestir hverjir í Hrauneyjum, og hyggjast stefna til fjalla í bítið.
Með kveðju Jón Ebbi.
25.02.2004 at 21:49 #489892Flottar myndir félagar.
Var ekki smalaslóðinn annars, bara greiðfær?
Esjukveðjur.
Jón Ebbi.
25.02.2004 at 21:49 #496474Flottar myndir félagar.
Var ekki smalaslóðinn annars, bara greiðfær?
Esjukveðjur.
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies