Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.10.2007 at 13:45 #596922
Mér finnst þetta ósanngjarnt. Hér er ég búin að redda mér herbergisfélaga (settist á hann og píndi til að lofa mér að deila með mér herbergi) og formaðurinn tekur hann af listanum. Mér finnst nú bara réttlátt að það sé skráð á þennan lista að ég sé með herbergisfélaga. (Bara svo það fari nú ekki milli mála)
Kv.
Dúkkan
23.09.2007 at 17:03 #597680Æ Skúli, leit ekki rétt á upplýsingarnar, fannst ég vera að lesa 300mm sem myndi gefa 30cm snjólag sem er sennilega ekki svo fjarri lagi. Hef reyndar lúmskan grun um að þessi cm merking í sviganum eigi að vera mm. Allavega er kvarðinn þannig að ég á frekar bágt með að trúa því að hann sé að sýna hundruð metra.
Kv.
Barbara Ósk
23.09.2007 at 14:46 #597672hér á okkar vefsíðu er undir Fróðleikur linkur á síðu sem vísar meðal annars á sjálfvirka veðurstöð á sléttunni fyrir neðan Setur. Auk þess má finna linka í upplýsingar um veður á hálendinu.
Hér er síðan:
[url=http://www.f4x4.is/new/misc/default.aspx?file=34/11:3kafciml][b:3kafciml]Veðurupplýsingar[/b:3kafciml][/url:3kafciml]
22.09.2007 at 11:41 #596868Ég og minn herbergisfélagi ætlum að koma á föstudag.
Kv.
Dúkkan
19.09.2007 at 22:51 #59670210. September 2007 | Litlanefndin
Nú er komið að fyrstu ferð Litlunefndar á þessum vetri
Stefnan sett á Setrið að gömlum sið helgina 21.- 23. september.Sú breyting hefur verið gerð að núna verða í boði tveir brottfaratímar
þ.e.a.s. farið verður frá Select Vesturlandsvegi föstudaginn 21. sept kl
18:30 og svo laugardaginn 22. sept kl. 8:30.
Verðið fyrir gistingu er samkvæmt gjaldskrá klúbbsins 1000 kr per nótt fyrir félagsmenn og kr 1500 per nótt fyrir utanfélagsmenn og ógreidda 2007, að auki 500 krónur á bíl.
Greiðslur skal leggja inn á reikning klúbbsins ekki seinna en 20.09.2007.
Reiknisno 111-26-74444-7010891549.
Vinsamlegast sendið rafrænakvittun á f4x4@f4x4.is
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd.
Veitingar verður hver og einn að sjá um fyrir sig en nefndin mun koma með
kol og kynda upp stóra grillið á laugardagskvöldið.
Skráning í ferðina er hafin og tekur Addi við skráningum með tölvupósti á
netfangið addik@simnet.is, sendar verða til baka staðfesting og uppl um hvar
skuli leggja inn greiðlur.
Skráningu líkur kl 22:00 þann 20. sept.
Fyrir hönd Litlunefndar
Arngrímur Kristjánsson
Þetta er auglýsingin eins og hún leggur sig, get ekki séð staf um miða í henni.
19.09.2007 at 22:32 #596698Ef þú lest innleggið mitt ættirðu að sjá að þarna er ég að vísa í gamla auglýsingu um aðra ferð og þetta á ekki við.
Það er væntanlega annar greiðslufrestur á ferðinni um helgina enda ekki matur þar inní sem þarf að kaupa með fyrirvara.
Kv.
Barbara Ósk
19.09.2007 at 22:08 #596692Þetta er ekki rétt hjá þér Laugi, það hefur bara verið Litlanefndin sem hefur gert þetta öðruvísi þrátt fyrir reglur um annað.
Svona af því að þú fullyrðir að svona hafi þetta ekki verið gert þá get ég sagt að ég fór í fleiri en eina skipulagða ferð í Setrið í fyrravetur og þurfti ávallt að borga fyrirfram og var gistingin þá innifalin þó ég ætti kort til að nota við önnur tækifæri sem ég hef gert.
Og bara að gamni þá hitti ég á eina ferð sem farin var í fyrra í fréttasafninu okkar þar sem þetta er bara tiltekið og læt ég copy/paste af henni fylgja hér:
Fjallaferð stjórnar
Ferðatilhögun er þannig að allir koma sér sjálfir í skálann Áfanga við Kjalveg. Þaðan verður lagt af stað klukkan 9:30 á laugardagsmorgun og ekið inn að Miðjunni og þaðan í Setrið.
Þátttökugjald er kr 3500 og þarf að greiða fyrir kl 20:00 á miðvikudagskvöld. Þeir sem ekki hafa greitt þá falla út af lista og öðrum hleypt inn í staðinn.
Þeir sem gista bara í Setrinu greiða 2500.
Innifalið í þáttökugjaldi er kvöldmatur á laugardagskvöld.
Á sunnudeginum verður ekinn Klaksleið og að Draugakvíslargiljum og þaðan um Öræfi og niður Heljarkinn við Klettskála.
Fararstjórn áskilur sér þó rétt til þess að breyta ferðarskipulagi ef þurfa þykir.
.
Eins og sést er þetta stjórnarferð sem auglýst var í fyrravetur og þar kemur þetta skýrt fram. Við þetta tækifæri var annar formaður 4×4.
Það er ljóst að í 4×4 eiga sömu reglur að gilda um alla og einstakar nefndir geta ekki breytt þeim sjálfar.
Kv.
Barbara Ósk
18.09.2007 at 17:05 #596830Ósköp er vel hugsað um mann. Ekki datt mér í hug að þú værir líka að vinna í því að fá herbergisfélaga fyrir mig en ég þakka innilega og hlakka til að sjá ykkur fyrir norðan
Kv.
Dúkkan
18.09.2007 at 15:16 #596824Af því að ég fyrirsé ákveðnar líkur á því að ég fái ekki herbergisfélaga til að nota svona tveggja manna herbergi, verður verðið fyrir eins manns herbergi voða hátt?
kv. Dúkkan
18.09.2007 at 00:08 #596820Nú er þetta farið að hljóma ansi vel
Kv.
Dúkkan
17.09.2007 at 20:08 #200810Þessi frétt með mynd barst undirritaðri í pósti. Hér er um að ræða einkennilega staðsetta bifreið, sérstaklega breyttri á 38 tommum. Þar sem ég er ekki alveg viss, og skyggnigáfu minni verulega ábótavant, langar mig að spyrja Ofsann að því hvort þessi sé í slóðaleit? Var hann sendur af þér í ferð?
16.09.2007 at 19:44 #597204FÍ notar rás 42.
Vil gjarnan ítreka að ef einhverjir hafa veður af ferðaskrifstofuaðilum sem eru að nota okkar rásir væri mjög flott að koma því á framfæri við stjórn klúbbsins. Það má til dæmis senda póst á stjorn@f4x4.is eða hringja í skrifstofuna á skrifstofutíma.
Kv.
Barbara Ósk
14.09.2007 at 20:34 #596772árshátíð.
Allavega ætla ég að mæta.
Maður verður að treysta því að Akureyringarnir verði flottir á þessu.
09.09.2007 at 02:00 #595278Það voru mjög fáar myndir teknar en ég setti tvær í safnið hjá mér [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5631:1vugr4od][b:1vugr4od]Myndir[/b:1vugr4od][/url:1vugr4od]
Kveðja,
Barbara Ósk
04.09.2007 at 11:41 #595962Budget bílaleiga á tvo 38" breytta Landrover jeppa sem þeir leigja út.
Kv. Dúkkan
03.09.2007 at 11:58 #595764Hvað með þá sem komast hvorki í kvöld né annaðkvöld?
02.09.2007 at 23:09 #595776Er alltaf á vinstra megin á hverri síðu hér á 4×4. Það er hægt að flakka milli mánaða og smella á dagana til að sjá hvað er á seyði. Þeir dagar sem hafa eitthvað skráð á eru bláir að lit.
Góða skemmtun
Barbara Ósk
31.08.2007 at 11:50 #200721Mig langar að vekja athygli á því að vetrardagskrá Suðurnesjadeildar er komin inn á atburðadagatalið. Ég hvet félagsmenn til að skoða dagatalið þar sem dagskrá funda og ferða margra deilda er komin þar inn og telst mér að í dagatalinu séu nú yfir 150 atburðir skráðir á árs tímabili eða fram í maí 2008.
Með bestu komandi vetrarkveðjum,
Barbara Ósk
29.08.2007 at 20:33 #595704[b:blcb5bk1]
Svifryk alvarlegt heilsufarsvandamál
[/b:blcb5bk1]
Vinnuhópur umhverfisráðuneytis og samgönguráðuneytis um svifryk leggur til víðtækar aðgerðir gegn sótmengun frá dísilbílum. Sótsíur, gjaldtaka af mengandi bílum, og takmarkaður aðgangur að þéttbýli eru meðal tillagna vinnuhópsins.
Fram kemur í skýrslu vinnuhópsins að svifryk sé alvarlegt heilsufarsvandamál, einkum í þéttbýli. Svifryk er afar fíngert og flýtur um, eða svífur, í andrúmsloftinu og á fyrst og fremst rætur að rekja til bílaumferðar. Fram kemur í skýrslunni að sót frá dísilbílum sé verra en annað svifryk.Sótið getur safnast fyrir í lungum manna og eru börn sérlega viðkvæm fyrir áhrifum þess. Meðal tillagna vinnuhópsins til að draga úr sótmengun frá bílum er að settar verði takmarkandi reglur um notkun aflaukandi tölvukubba í bílum, en þeir geta aukið mjög á sótmengun. Farið verði að tillögum stýrihópsins Vettvangs um vistvæna orku um gjaldtöku á bifreiðum, sem leiða myndi til að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra. Einnig bendir stýrihópurinn á mögulega leið til að stemma stigu við innflutningi gamalla, mengandi bíla, en það mætti gera með sérstöku sótgjaldi. Veittur verði skattaafsláttur af gömlum bílum, sem settar eru sótsíur í. Á sama hátt yrðu lagðir mengunarskattar á gamla bíla, sem ekki væru búnir sótsíum. Skapaður verði lagagrundvöllur til að skilgreina umhverfissvæði í borgum og bæjum, þar sem bílar, sem ekki uppfylla tiltekna mengunarstaðla, megi ekki aka inn í. Gert verði fræðsluátak með því markmiði að minnka lausagang bíla. Átak verði gert í mengunarvörnum strætisvagna og hópferðabifreiða, sem sinna þjónustu í þéttbýli og gerð verði krafa um mengunarvarnir gegn sóti í framkvæmdaútboðum ríkis og sveitarfélaga.
23.08.2007 at 23:55 #595274Björgunarsveit Biskupstungna kom og reddaði þessu snarlega og mega þeir eiga þakkir fyrir.
Á meðan karlinn var að bíða eftir björgunarsveitinni þá kom þjóðverji akandi að og fór út í mýrina og pikkfesti sig á slyddujeppa þrátt fyrir að pabbi reyndi að koma í veg fyrir að hann færi útí og varð það því næsta verkefni hjá björgunarsveitinni að losa hann.
Kv. Barbara Ósk
-
AuthorReplies