Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.10.2007 at 21:44 #600484
Ég tók mig til og reiknaði þróun félagsgjaldsins frá því að neysluvísitalan er skráð á Hagstofuvefnum sem er þá frá 1989. Það kemur í ljós að ef félagsgjöldin hefðu fylgt eftir vísitölunni til dagsins í dag ættu þau að vera kr. 6.175.-
Það er vert að geta þess að 1989 var enginn starfsmaður hjá ferðaklúbbnum, fjarskiptakerfið var ekki komið og ekki var klúbburinn að leigja sér félagsaðstöðu.
Kv.
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
26.10.2007 at 21:46 #601102Ég var að vona að það tæki enginn eftir þessu en jú, ég klikkaði á dagsetningunni. Þetta varður lagað á mánudaginn en árshátíðin er að sjálfsögðu 3. nóvember eða næsta laugardag.
Kv.
Barbara Ósk
23.10.2007 at 13:05 #600698Ég uppástend að ég hafi verið bláedrú, en samt man ég ekkert eftir árshátíðinni.
Mér hlýtur að hafa verið byrluð ólyfjan.
22.10.2007 at 16:35 #600664Sælir, það eru reyndar til gamlir þræðir hér þar sem kostir og gallar ýmissa tækja eru skoðaðir. Það er eitt sem mér finnst skipta töluverðu máli en það er stærð skjás á tækjunum. Þegar litlu tækin eru notuð þá þarf að mínu áliti að vera með auka skjá eða tölvu þar sem myndflöturinn á litlu tækjunum er svo lítill. Ég ætlaði upphaflega að fá mér svoleiðis tæki líka en hætti við eftir að hafa rætt við vana notendur og fékk mér tæki með stærri skjá. Ef þarf að fara að keyra eftir tækjunum við erfiðar aðstæður er lítill skjár mikill ókostur að mínu mati. Ég myndi frekar taka auka göngutæki.
Kv. Barbara Ósk
17.10.2007 at 22:28 #600252Sæll Halldór,
Aðalfundur 4×4 hækkaði félagsgjöldin í 6000 krónur síðastliðið vor en aðal forsendurnar voru aukinn kostnaður félagsins meðal annars vegna starfsmanns og húsnæðis. Að auki spila verðlagshækkanir inn í þannig að ljóst er að hækka verður félagsgjöld reglulega ef þau eiga ekki að lækka að raungildi.
Það sem þú færð fyrir félagsgjöldin þín er er ekki eingöngu afslættir heldur margt fleira, þar má ekki gleyma hagsmunabaráttu jeppamanna, öryggi í fjarskiptum á fjöllum sem liggur í fjölda endurvarpa á fjöllum og rásum 4×4.
Ef þú hins vegar telur bara afsláttinn sem þú færð af eldsneytinu sem þú notar á hverju ári er líklegt að þú borgir upp félagsgjöldin á því eingöngu.
Kv.
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
08.10.2007 at 19:38 #597070Því má svo bæta við að auðvitað átti langafi minn skjátuna….
Kv. Dúkkan
08.10.2007 at 19:06 #597068Húnvetningarnir tveir, Jakob og bróðir hans ætla held ég að láta sjá sig en svona af því að Ofsinn er að tala um sauðaþjófa þá gefa húnvetningar skagfirðingum ekkert eftir í þeim efnum. Ég átti langafa sem lenti í stríði við nágranna sinn og ættingja um rollugrey og þurfti að kalla til sýslumann til að úrskurða um eignarhaldið. Það fór þó ekki betur en svo að reikningurinn frá sýsla var hærri en lambsverðið og varð úr þessi vísa hjá afa gamla:
Íslensk réttvísi
Deildu tveir grannar um dálítinn kálf,
Því dulráðin virtist sú gátan,
hvors þeirra eign væri hann heil eða hálf,
svo helst vildi hvorugur lát’ann.
En svo fóru leikar að lögreglan sjálf
til liðveislu kom þar – og át hann.Kv.
Dúkkan
05.10.2007 at 11:20 #597040Strákar, bara passa tímasetninguna, hún klikkaði illa í fyrra.
Kv. Dúkkan
05.10.2007 at 09:15 #597030Það er að verða spennandi, tekst Heimsgum að framkvæma rétt það sem þeir skipuleggja fyrir þessa árshátíð eða gefast þeir upp af því það misheppnaðist í fyrra?
Kv.
Dúkkan
04.10.2007 at 20:25 #597024Er ekki bara fínt að það komi á óvart?
Ég áskil mér rétt til að svara þeim spurningum eingöngu sem mér dettur í hug að svara um þetta mál, eða ekki.
Kv. Dúkkan
04.10.2007 at 18:54 #597020Herbergisfélaginn er hvorki úr gúmmí né latex, heldur af holdi og blóði og sprellifandi.
Hvaða vantrú er þetta eiginlega?
Kv.
Dúkkan
04.10.2007 at 17:24 #597016Heppinn ertu ef konan hendir þér ekki út fyrir það eitt að kalla hana kellingu á almannafæri.
Kv.
Dúkkan
04.10.2007 at 16:01 #597012Ég er spenntari að sjá danskennsluna hjá honum
Kv.
Dúkkan
02.10.2007 at 22:04 #598456Ferilvöktun er eitthvað sem er val tækishafa. Það er hægt að slökkva á gps sendingum úr tækinu og þá sér Neyðarlínan ekki tækið. Aðeins er um að ræða að ef við erum nálægt slysstað í óbyggðum þá er hægt að keikja á gps sendum sem eru þar í kring til að biðja þá um hjálp. Það er hins vegar fulljóst að ef viðkomandi treystir sér ekki þá er enginn að gera kröfu um að við förum á slysstað. Þetta er hins vegar eins og talað var um í gærkvöld, töluverður möguleiki á að auka okkar eigið öryggi í fjallaferðum.
Kv.
Barbara Ósk
02.10.2007 at 20:35 #598450Ég er með þetta tæki og það er væntanlega nauðsyn að hafa það í bíladokk og með bílaloftnet. Loftnetið gerir gæfumuninn og þá næst gott samband. Ég vel handtækið framyfir bílstöðina vegna þess að það er hægt að taka úr bílnum og labba með upp á hól ef bíllinn er stopp niðri í lægð þar sem hann nær ekki sambandi. Ekki spillir það fyrir heldur að geta tekið tækið með ef maður ætlar að ganga eitthvað útfrá bílnum.
Kv.
Barbara Ósk
02.10.2007 at 15:34 #598622Var að skoða lýsinguna á jeppanum á prófílnum þínum, finnst það nett fyndið að sjá upptalningu á rúðupissi og miðstöðvarstillingum (eitthvað sem er greinilega merkilegt að hafa í Patrol en þykir sjálfsagður hlutur í flestum öðrum jeppum). Hinsvegar er ég hrifin af þessum verkjatöflum sem þú ert með, ég myndi hafa þær líka í bílnum mínum ef ég ætti Patrol, til að deyfa vonbrigðin yfir getuleysinu. Þessi grey þurfa lágmark 44" til að dragnast eitthvað áfram.
Kv. DúkkanP.S.
Ég skal skipta við þig á sláttuvélinni minni, hún drífur líka ágætlega.
01.10.2007 at 17:00 #598376Heiðar, smíðaðu nú flóttalúgu á toppinn. Það er alltaf skynsemi í því fyrir svona kafbáta.
Kv.
Barbara Ósk
01.10.2007 at 16:41 #596938Sátt eða við sama borð er sitthvor hluturinn. Þetta með latexið er að sjálfsögðu ekki svaravert enda argasti dónaskapur. Ég er ekkert viss um að ég verði sátt við þig og svo fer að verða spurning um borðið…..
Kv.
Dúkkan
01.10.2007 at 16:26 #596932Tryggvi minn, þú gleymdir að lesa fyrirsögnina, þessi herbergisfélagi er alvöru, hold og blóð, bein og innyfli. Klárlega allt jukkið sem þarf í alvöru manneskju (hundarnir fá ekki inni á hótelinu svo það eru ekki þeir, veit hvað hefði komið næst hjá þér)
Kv.
Dúkkan
01.10.2007 at 16:07 #596928Tryggvi minn, ég þarf sko ekki dúkku, er með alvöru herbergisfélaga úr góðu efni.
Kv.
Dúkkan
-
AuthorReplies