Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2008 at 10:57 #608742
Svo ég hef þá upptalninguna.
Ég myndi vera dugleg að mæta á námskeið sem haldin væru ódýrt eða ókeypis, þá væntanlega í húsnæði klúbbsins. Frábært að mæta á svona eins eða tveggja kvölda námskeið eða fræðslu.
Sé fyrir mér t.d. eftirfarandi sem spennandi kosti:
Námskeið í rötun (með gps)
Námskeið í notkun tölvukerfa fyrir gps ferlun og úrvinnslu ferla
Fræðslukvöld um veðurfræði á hálendinu, umgengni við bílinn í ferðum (á vetrum þá aðallega) og það má örugglega telja meira upp en ég ætla að leyfa fleirum að koma með hugmyndir.
Kv.
Dúkkan
31.12.2007 at 17:46 #608328Ég þakka sömuleiðis fyrir það sama og góða viðkynningu á árinu. Hef eignast marga góða kunningja og nokkra vini, meira að segja einn frænda í klúbbnum á árinu sem er þakkarvert.
Góður þráður hjá þér Agnes
Kv.
Barbara Ósk
22.12.2007 at 11:30 #607508Við mæðgur óskum félögum okkar í 4×4 og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Þökkum frábært jeppaár sem er ekki alveg liðið enn.
Kv.
Barbara Ósk og Hugrún Tanja Rut
20.12.2007 at 11:00 #607374Þetta var upplífgandi, ég grét úr hlátri yfir þessari upprifjun á góðri mynd.
Kv.
Dúkkan
18.12.2007 at 12:39 #606984Ég hef sökum anna í starfinu sem ég fæ greitt fyrir að vinna ekki haft tíma til að lesa mikið á vefnum og því síður haft tíma til að svara því sem þar er beint til mín eða stjórnar undanfarna daga. Nú gengur þetta hins vegar svo langt að ekki er annað hægt en að svara þeim ásökunum sem hér hafa gengið.
Þar sem ég hef ekki haft samráð við stjórn um þetta svar skal það tekið fram að ég skrifa hér í mínu nafni, ekki stjórnar 4×4.
Hvað er eiginlega að? Enn einu sinni kemur fólk fram opinberlega til þess að ærumeiða stjórn félagsins. Og þetta eru ekkert annað en ærumeiðingar. Þegar Einar fer hér á kostum í að því virðist þeirri trú að hann sé í krossferð að bjarga félagsmönnum frá Tetra.
Ég hef ekki verið beitt neinum þrýstingi til að gera samning við Neyðarlínuna um Tetra, þvert á móti held ég að rétt sé hjá mér að sóst var eftir því að félagsmenn 4×4 hefðu þetta val þegar þeir skipuleggðu sín eigin öryggismál. Neyðarlínan hefur aldrei farið fram á að félagsmenn 4×4 hefðu ekki aðgang að hverju öðru fjarskiptakerfi sem þeim sýnist að nota og ekki heldur farið fram á að stjórn 4×4 þrýsti félagsmönnum í þetta kerfi. Mesti þrýstingurinn sem ég hef verið beytt í þessu máli kemur frá stöku félagsmönnum með Einar Kjartansson fremstan þar í flokki, um að bjóða ekki Tetra sem valkost í fjarskiptum. Allavega get ég engan veginn skilið skrif hans hér á þessum þræði öðruvísi.
Þegar ég bauð mig fram til stjórnar í vor var ég full af áhuga og hafði mikinn tíma til að sinna starfi sem ég vissi fyrirfram að tæki mikinn tíma. Ég hef ekki séð eftir mínútu af þeim tíma sem farið hefur í starf fyrir klúbbinn, þ.e. mest allur minn frítími yfirleitt og tel honum vel varið í hagsmunabaráttu fyrir jeppa og ferðafólk. Það sem kom aftur í bakið á mér voru endurteknar atlögur félagsmanna að æru stjórnarmanna og nú flóir út úr mælinum.
Geti einhver hér sannað það að ég vinni ekki af heilindum fyrir Ferðaklúbbinn 4×4 og þiggi mútur eða láti undan þrýstingi fyrirtækja eða stofnana út í bæ klúbbnum í óhag mun ég láta af störfum fyrir hann strax.
Ef svo er ekki frábið ég mér ógrundaðar og óstaðfestar atlögur að æru minni og vonast til að halda mannorði mínu þegar mín tvö ár í stjórn eru á enda.
Kveðja,
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
17.12.2007 at 11:16 #607116Keypti í sumar 20 metra splæst í báða enda og borgaði u.þ.b. 9þúsund fyrir hann sem er verulega lægra en á öðrum stöðum sem ég kannaði.
Kv.
Barbara Ósk
06.12.2007 at 09:25 #605466N1 hefur ekki í hyggju mér vitanlega að hætta að gefa félagsmönnum afslátt í gamla Bílanaust.
Kv.
Barbara Ósk
04.12.2007 at 18:39 #605440Sigþór hringdi í mig og bað mig um að láta vita að hann hefði aðeins hlaupið á sig þegar hann setti þessa fyrirspurn inn á vefinn. Við ræddum saman og gerðum gott úr þessu okkar á milli
Kv.
Barbara Ósk
04.12.2007 at 17:21 #605432Góðan dag.
Ekki veit ég Sigþór hvaða upplýsingar þú hefur undir höndum um annað en klárlega er ekki verið að hlunnfara félagsmenn í eldsneytisverði. Stjórn hefur gert samning sem samkvæmt okkar bestu vitund er það besta sem okkur stóð til boða og er þar bæði verið að hafa hag félagsmanna og klúbbsins sjálfs að leiðarljósi. Það er skylda stjórnar og við leggjum okkur fram um að uppfylla þær skyldur. Tel ég mig vinna af heilindum fyrir félagið og líkar frekar illa að sjá dylgjur um annað.
Kv.
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
04.12.2007 at 15:22 #605420Félagsskírteinið dugar á Skeljungsstöðvum þar sem þú getur greitt á kassa. Á Orkunni þarf hins vegar að greiða í sjálfsala og þá yrðir þú að hafa viðskiptakortið. Hins vegar kemur nýtt kerfi hjá Skeljungi í mars og þá koma ný vildarkort sem duga hvort sem er í Skeljungsstöðvum eða Orkunni.
Kv.
Barbara Ósk
25.11.2007 at 15:38 #604452Jæja, fólkið er á línuveginum og skemmtir sér vel. Agnes færði mér þær fréttir að nýliðarnir í hópnum hefðu tilkynnt að þeir væru komnir með malbiksofnæmi. Ekki slæmt.
Kv.
Dúkkan
24.11.2007 at 18:01 #604444Var í Tetra sambandi við hópinn og fékk þær fréttir að þurfti hefði að tappa dekkið á þessum Rocky "til helvítis" að sögn Tryggva. Snjór er lítill en gaman engu að síður. Þau eiga von á því að það verði 1,5 til 2 tímar þar til þau koma í Hólaskóg.
Kv.
Dúkkan
21.11.2007 at 11:00 #603304Ég held einmitt að þessi orðræða endurspegli viðhorf tölvuverðs hluta samfélagsins. Því miður. Það er einmitt sóknarfæri í þessum málum hjá klúbbnum að kynna betur starfsemi og viðhorf klúbbsins og félaga hans, svona einhverskonar fræðsluvinna út á við.
Kv.
Barbara Ósk
21.11.2007 at 10:52 #604134Strákar, eruð þið með mynd af svona lásum?
Mér er illa við lása en er samt að spá í að fá mér einn.
Kv.
Dúkkan
19.11.2007 at 15:01 #599344Margar gullfallegar þarna hjá þér Gunni.
Kv.
Dúkkan
18.11.2007 at 23:18 #603894Magni, ég vona að FÍ hafi fengið að heyra það í fyrra eftir að við sváfum i 20 stiga gaddi í Landmannalaugum þegar engin leið var að ná hita í húsið þó hitaveitan væri í bakgarðinum.
En hvað sem því líður, vélin VAR AÐ BILA, hvað á að gera ráð fyrir snöggri viðgerðaþjónustu? Og það er að sjálfsögðu ljóst að rafmagnið í skálanum verður alltaf háð ljósavélinni. Klósettin verða alltaf háð því að hafa rafmagnsdælu. Kamínan á að virka þó ljósavélin sé úti. Eldavélin gengur fyrir gasi og svo eru tveir gasofnar í húsinu.
Þessutan þarf að sjálfsögðu að reikna með því að allt getur bilað einhverntíma.
Ég veit að menn eru þegar byrjaðir að huga að því að leysa þetta mál og verður þess vonandi ekki langt að bíða að þessi fíni skáli verði aftur með rafmagn og rennandi vatn fyrir ferðalanga.
Kv.
Barbara Ósk
16.11.2007 at 23:41 #201192Hefur einhver frétt hvernig hefur gengið hjá Gemlingum? Eru þeir komnir í Setur?
Kv.
Dúkkan
16.11.2007 at 19:11 #603292Það er alveg ljóst að í þetta verkefni hefði alltaf verið farið hvort sem við hefðum tekið þátt í því eður ei. Ef við hefðum ekki tekið þátt þá hefðu færri leiðir orðið til út úr því á endanum, það er líka alveg orðið ljóst þeim sem eru að vinna í þessu. Hluti af ástæðunni fyrir þessari vinnu umhverfisráðuneytis er líka að ekki hafi tekist að fá sakfellingar fyrir utanvegaaksturinn í fyrra. Það beinlínis liggur í orðum umhverfisráðherra að breyta þurfi lögum til að ná þeim yfir þennan akstur. Að sjálfsögðu stendur til að yfirfara þessa slóða og loka hluta af þeim. Það hvort að við erum þarna inni breytir því ekki. Hins vegar eru okkar hagsmunir svo ríkir þarna að við hreinlega verðum að taka þátt til að geta haft einhver áhrif.
Við eigum og þurfum að vera umsagnaraðilar að svona verkefnum og að því höfum við verið að vinna í mörg undanfarin ár. Loks er þó farið að sjást í árangurinn af þeirri vinnu.
Við höfum verið að kalla eftir aðstoð og samstöðu í þessu verki til að hámarka okkar árangur og aðgengi að hálendi Íslands. Enn og aftur vil ég ítreka þörfina fyrir þessa samstöðu og aðstoð í verkefninu.
Því sama hversu okkur langar til að stinga höfðinu í sandinn, þessi vinna fer fram, með eða án okkar áhrifa. Okkar aðkoma að verkinu á að tryggja að okkar málstað sé ekki ýtt út af borðinu.
Kveðja,
Barbara Ósk
16.11.2007 at 10:54 #603276Það er alveg ljóst að þetta mál er líklegt til að verða eitt það áhrifamesta á sjálfstæða ferðamennsku utan alfaraleiða á Íslandi. Það má sjá af þessum umræðum, sem og öðrum sem farið hafa fram á þingi um þetta mál að tilgangurinn með þessari slóðasöfnunum er sá að fara yfir slóða á landinu og loka því sem kallað er "óþarfa" slóðum. Eins er alveg skýrt að þeir slóðar sem ekki verða inni í safni LMÍ eftir að þessu verkefni lýkur, verður lokað fyrir öllum akstri og á það litið sem utanvegaakstur, sama hvað.
Með því að taka þátt í þessu verki er Ferðaklúbburinn að ná að hafa áhrif á útkomuna en betur má ef duga skal. Það er skelfilega lítill tími til stefnu, nú getum við hvenær sem er farið að búast við því að yfirvöld fari að vinna í svæðum sem þau álíta slóða- og vegasöfnun lokið í. Þá verður væntanlega farið yfir slóða sem til eru og vinsað úr og lokað því sem talið verður óþarfi.
Mikilvægt er að heimildir sem fólk býr yfir um vegi og slóða berist klúbbnum til að hægt sé að leggja fram í þessari vinnu og enn og aftur vantar sárlega að fá ferla sem félagsmenn búa yfir en ekki hafa ratað inn í ferlaverkefnið. Þetta á við um allt landið, hvort sem um er að ræða Suðurnes, Austfirði, Norðurland, Vestfirði eða hvaða fermeter af landi sem menn hafa í sínum bakgarði.
Það er alveg ljóst að það verður ekki aftur snúið í þessum málum, stefnan er að loka slóðum. Við erum í björgunaraðgerðum og vantar hjálp og stuðning félagsmanna um land allt.
Nú er komið að því að við sýnum samstöðu í verki, að við séum ein heild.
Kveðja,
Barbara Ósk
15.11.2007 at 13:57 #601996Nýliðaferð smájeppanna í Hólaskóg.
Getum bætt við skráningar í nýliðaferð smájeppanna 24-25 nóvember.
Skráning hjá stjorn@f4x4.is eða hérna á spjallþræðinum. Muna eftir að láta símanúmer fylgja með.
1 Valur Marteinsson 1 – MMC 35
2 Tómas og Halldóra 2 – Tacoma 38
3 Logi Már 1 – Musso 33
4 Gunnar 1 -Vitara 30
5 Barbara Ósk 1 – Musso 38 fararstjórn
6 Agnes, Benni og Andrea Lind – Patrol 38 fararstjórn
7 Ofsi og Þóra 2 – Runner 44 fararstjórn
8 Tryggvi 2 – Titan Nissan 32
9 Kristinn R. Kristinsson 1-2 Hilux 33
10 Lea Eir og Óttar Patrol 44.
11 Tryggvi 1 – LC80 44 fararstjórn
12 Daði 2-3 – Hilux 32"
13 Stefán Baldvinsson – Pajero 38.
14 Maggi suðurlands kóngur og 2 útlendingar
15 Baldvin Zarioh og 9 ára gutti á Terrano II á 33
16 Þorbjörn Gerðar 2 og 8 ára gutti Patrol 44
17 Einar Sól og Eva Sif 11 ára á Toyota DC á 38
18 Þórður Ingi og Bjarni Dagur 12 ára Hyundai 31"Samtals 34 manns 18 bílar komnir
Greiðslur vegna ferðarinnar þurfa að hafa borist inn á reikning klúbbsins ekki seinna en á miðvikudaginn 21 nóv 07.
Reikningur 111-26-74444-7010891549
kr 4200 per fullorðin frítt fyrir 12 ára og yngri.
vinsamlegast sendið rafræna kvittun á f4x4@f4x4.is
kv
Stjórn
-
AuthorReplies