Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2008 at 16:06 #612930
Ef þetta verður veðrið sem spáð er í dag þá erum við mjög heppnar.
Frétti að eiginmenn væru þegar farnir að skipuleggja vaktina á Eirhöfðanum um helgina.
Kv.
Dúkkan
27.02.2008 at 10:49 #613286Sælir, ég er ekki búin að drífa mig útí bíl að taka mynd af mínu borði en það sem er hér á undan í þræðinum er mjög svipað, þ.e. stöng upp úr gólfinu með kúlu og RAM armur á endanum. En það sem truflaði mig við borðin frá RAM er fyrirferðin, þau eru andstyggilega þykk og enginn stuðningur við skjáinn. Fór því upp í Plexigler í Síðumúlanum og þeir smíðuðu fyrir mig borð með götum fyrir snúrur og og smá baki til að fá stuðning við skjáinn. Neðan á borðið var svo RAM kúlan skrúfuð. Að endingu voru sterkir franskir rennilásar límdir á borð og tölvu og allt helst þetta fast og fínt. Þetta gerir mjög litla fyrirferð til viðbótar við tölvuna sem reyndar mætti vera minni. Ég borgaði auk þess aðeins 3.500 kall fyrir þetta og var bara mjög sátt.
kv.
Dúkkan
19.02.2008 at 09:57 #612840Margrét, þessi gávaða fer seinnipartinn með mér, hún hringdi í mig í gærkvöldi. Hún ætlar samt að vera í hópnum hennar Halldóru. Það má því alveg stofna einn svona bláan og fínan og setja mig eina í hann.
Kv.
Dúkkan
18.02.2008 at 11:03 #612836Ég held að það væri feikna fín hugmynd að virkja bláa hópinn ef ég verð ekki ein í honum. Tvær til þrjár væri fínt, allavega fyrir okkur sem þurfum að leggja seinna af stað. Það væri fínt að reikna með brottför kl. 16:00 eða 17:00 en ef einhver þarf að leggja seinna af stað þá er það alveg í lagi mín vegna að seinka meira.
Kv.
Dúkkan
15.02.2008 at 15:43 #612826Já ég var á fundinum, kölluð Dúkkan.
Annars er ég ekki alveg viss hvað ég er að gera þarna hjá ykkur rauðum, var svona frekar á því að fara seinna af stað enda er ein önnur sem getur ekki með góðu móti farið fyrr en eftir vinnudag. Ef það hefur breyst þá getur verið að ég breyti líka hjá mér. Á eftir að fá þetta á hreint hjá stelpunum.
Kv.
Barbara Ósk
15.02.2008 at 11:29 #613900Við erum að vinna í málum í dag. Kemur vonandi í ljós seinnipartinn hvernig þetta verður.
Sjáumst í fyrramálið í Mörkinni.
Kv.
Barbara Ósk
14.02.2008 at 22:36 #613888Sælir félagar.
Nú er málningarvinnu lokið og er verið að klára að gera klárt fyrir bón. Gólfin verða svo bónuð á morgun og svo eru flutningarnir á laugardaginn.
Gert er ráð fyrir að byrja að flytja á laugardagsmorguninn klukkan 10:00.
Þeir sem geta séð af smá stund til að hjálpa til við flutningana mega gjarnan mæta þá.
Kv.
Barbara Ósk
14.02.2008 at 00:03 #613884Sorglega fáir félagsmenn hafa mætt á Eirhöfðann til að hjálpa til við að gera hann klárann fyrir flutninga.
Enn og aftur, við getum notað aðstoð við málningarvinnuna og þrif á morgun og föstudag svo hægt sé að flytja. Einnig vantar mannskap í flutningana um helgina ef okkur tekst að klára.
Kv.
Barbara Ósk
13.02.2008 at 10:56 #613882Mig langar að hvetja félagsmenn til að mæta á Eirhöfðann í kvöld og annaðkvöld til að klára málningarvinnuna fyrir helgi svo hægt sé að flytja í nýja húsnæðið um helgina. Margar hendur vinna létt verk.
Kv.
Barbara Ósk
12.02.2008 at 20:26 #613878Nú þegar eru mættir á Eirhöfðann 2 félagsmenn til að hjálpa til við að mála og gera klárt fyrir flutningana. Þetta rokgengur.
Kv.
12.02.2008 at 11:16 #613908Þeir voru með tilboð á rafgeymum þennan mánuð fyrir félagsmenn 4×4.
Kv.
Dúkkan
08.02.2008 at 15:54 #613340Valur, ég þarf greinilega að enduskoða þessar heimildir sem ég hef, eða heimildamenn, eða eitthvað.
Það er samt miklu skemmtilegra að hafa þetta svona í sögunni.
Það verður gaman að fylgjast með þeim á morgun, ég verð allavega með kveikt á Tetra um helgina.
Kv.
Dúkkan
08.02.2008 at 13:56 #613320Hljómar eins og besta ævintýri, synd að hafa ekki komist með. Þetta er orðinn árlegur viðburður að lenda í veseni með að koma matnum í Setrið á þorrablótið.
Kv.
Dúkkan með ókláran Mikka
04.02.2008 at 15:38 #612720Sælar,
Agnes og Ásdís kóari
04.02.2008 at 13:58 #612716Ég vil endilega vera þarna á listanum.
Sjáumst á fimmtudaginn.
Kv. Dúkkan
25.01.2008 at 15:10 #201712Býr framkvæmdastjóri í þér?
Hér er upplagt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga. Ekki væri heldur leitt að þarna sæti 4×4 félagi.
Auglýsing
Kv.
Dúkkan
17.01.2008 at 20:44 #610236Það verður engum bannað að vita um þessa ferð, ég á sjálf von á að skrifaðar verði ferðalýsingar í smáatriðum og settar inn myndir af öllum sem þarna verða, ekki er það meira leyndó en það. Hvað varðar peningahliðiðna þá verður væntanlega ljóst eftir helgina eða nokkrum dögum síðar hvað ferðin kostaði. Ég veit reyndar að það er örugglega til fyrir henni og vel rúmlega það svo það er ekkert til að hafa áhyggjur af en eins og ég sagði áðan þá hefur verið unnið ötullega í því að hafa hann eins hóflegan og kostur er.
Kveðja,
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
17.01.2008 at 20:02 #610232Sæl Ella, ég fagna þessum áhuga þínum á öllum þáttum þingmannaferðarinnar í ár. Það er alltaf uppörvandi að finna stuðning félagsmanna við störf stjórnar. Kostnaðartölur við ferðina liggja ekki fyrir fyrr en eftir helgi en þó er ljóst að hann verður ekki hár þar sem aflað hefur verið styrkja í mat og gistingu auk þess sem stjórn og bílstjórar gefa að sjálfsögðu vinnu sína og eldsneyti eins og áður hefur verið. Það er frábært að finna að menn eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ferðaklúbburinn geti sýnt ráðamönnum þjóðarinnar hvernig ferðamennsku okkar er háttað.
Með bestu kveðju,Barbara Ósk Ólafsdóttir
gjaldkeri 4×4
15.01.2008 at 16:53 #610358Býður fram þrjá bíllausa menn til að ferja matinn upp í Setur….
Eftir því sem ég best veit þá hefur enginn boðið fram þjónustu sína í þetta svo þið labbið bara af stað fljótlega.Kv.
Barbara Ósk
15.01.2008 at 15:54 #201623Kæru félagsmenn.
Óskað er eftir einum eða fleiri aðilum til að taka að sér skipulag og framkvæmd snjóþotuferðar sem auglýst er á viðburðadagatalinu fyrir næsta sunnudag.
Viðkomandi hafi samband með tölvupósti á stjorn@f4x4.is eða við mig í síma 664-1090 eftir kl. 18:00 í dag.
Ef ekki tekst að manna þessa ferð verður hún felld niður á morgun.Kv.
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
-
AuthorReplies