Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.08.2008 at 12:46 #626620
Sæll Dagur,
Af því að ég sé á skrifum þínum að þú veist ekkert hvað fundargerð er eða fundarritari þá finn ég mig knúna til að fræða þig svolítið, bara til að það líti betur út fyrir þig þegar þú ert að láta visku þína flæða yfir vefinn og okkur hin.
Fundargerð er afritun af því sem fram fer á fundinum, ég sé að þú hefur misskilið það þannig að þú virðist halda að fundargerð sé eitthvað allt annað.
Fundarritari er sá sem ritar fundargerðina, það er enginn annar sem ritar fundargerð og það eina sem fundarritari þarf að gera er að skrifa það rétt upp sem fram fer á fundinum. Hvort það er satt eða rétt sem fram fer á fundinum eða er sagt þar er ekkert sem fundarritari skiptir sér af, hann bara skrifar.
Ég er ekki viss um hvað þú ert svona ósáttur við í fundargerðinni en hef grun um að þú sért ekki sammála skýrslu stjórnar. Þú hefur fullan rétt á að vera henni ósammála en það gerir fundargerðina ekki ranga.
Kv.
Barbara Ósk (bara að hjálpa)
24.06.2008 at 16:37 #624798Krókurinn fannst, þökk sé Helga. Splittið virðist hafa dottið úr þó ótrúlegt sé.
Kv.
Barbara Ósk
23.06.2008 at 15:16 #202581Best að vara menn við því sem ég lenti í um helgina en þar sem við vorum á tjaldstæði á suðurlandi gat einhver fundið það hjá sér að stela króknum af bílnum hjá mér. Ég var með síkkaðan krók sem einungis er nothæfur á háa bíla og datt því miður ekki í hug að taka hann af yfir helgina. Þegar átti að fara að huga að heimferð í gær sunnudag kom í ljós að krókurinn var á bak og burt og þurfti að fá fólk til að koma og sækja fellihýsið fyrir okkur. Ósvífninni eru greinilega engin takmörk sett.
12.06.2008 at 14:51 #624466Sælir,
Langar að bæta hér inn jákvæðri reynslu af þjónustu Fjallabíla (stál og stansar).
Þeir skiptu um í afturdrifinu hjá mér í haust en eitthvað var innstillingin ekki nógu góð og brotnaði tönn fljótlega eða eftir ca. 2000 kílómetra án þess að nein hefði áreynslan verið á drifið.
Ég var ekki sátt og hafði samband við þá og án þess að málalengja það eitthvað frekar, tóku þeir bílinn inn, skoðuðu drifið og ákváðu að bæta mér það að fullu.
Kann vel við svoleiðis þjónustu og fer hiklaust til þeirra aftur.
Kv.
Dúkkan
15.05.2008 at 15:03 #202440Ég ákvað að fylgjast með og ná mynd af hæstu mælingunni á Setursmælinum í vetur. Svona af því að þetta var svo ánægjulegt.
11.05.2008 at 00:19 #622418Þorbjörn, mér vitanlega er ekki hægt að "ritskoða" fundargerðir, hvað þá aðalfundargerð sem er í eðli sínu aðeins frásögn af fundi. Fundargerðin hefur verið fjarlægð að ég held tímabundið af vefnum. Ég á frekar erfitt með að svara fyrir það. Eðlilegra að það geri núverandi stjórn klúbbsins.
Kv.
Barbara Ósk
10.05.2008 at 23:45 #622414Dagur, það fylgir því ábyrgð að koma með ásakanir í garð annarra á jafn opinberan hátt og hér á þessum vef. Þessi einstaki þráður hefur til dæmis verið lesinn 4.310 sinnum nú þegar þetta er ritað. Þar sem þú hefur nú sett fram á opinberan máta ásakanir um að ritari fundarins hafi sett "fullt" af rangfærslum í aðalfundargerð félagsins væri sjálfsagt að styðja það einhverjum rökum þannig að hægt sé að sjá hvort þær séu sannar.
Ég var til dæmis sjálf þarna á fundinum og hef líka lesið fundargerðina en finn ekki þessar mörgu rangfærslur.
Þar sem þú berð þarna fram að fundarritari hafi logið, finnst mér sjálfsögð kurteisi og virðing við þá manneskju að rökstyðja það eða draga það til baka.
Kv.
Barbara Ósk
10.05.2008 at 22:42 #622410Þú gast fundið það hjá þér að dylgja um rangfærslur á þessum vef. Afhverju geturðu þá ekki rökstutt þær dylgjur á sama stað?
Eða afhverju fékk Sveinbjörn ekki beint þessar dylgjur þínar ef hann er sá eini sem á að fá rökfærslurnar fyrir þeim?Kv.
Barbara Ósk
10.05.2008 at 22:12 #622406Því miður hafa einhver, vonandi aðeins örfá atriði orðið útundan í ritun fundargerðar en það má og þarf að sjálfsögðu að lagfæra.
En Dagur, að það megi lengi telja og að fundargerðin sé full af rangfærslum er eitthvað sem ég myndi telja að þú þyrftir að færa rök fyrir. Bara svo það sé á hreinu að þetta séu ekki dylgjur einar. Það væri flott að fá að sjá hér hvaða "fullt af rangfærslum" er að finna í þessari fundargerð.
Kv.
Barbara Ósk
08.05.2008 at 13:37 #622366Það er magnað að sjá Einar hvernig þú svarar nú þegar bornar eru upp á þig lygarnar sem þú svo hæfilega sendir EKKI í tölvupósti heldur lést þær út úr þér í pontu á aðalfundi. Ég og fleiri stjórnarmenn höfum setið undir dylgjum og baknagi í heilt ár án þess að svara fyrir okkur og nú er komið nóg af því. Þú fullyrtir á aðalfundinum (með þínu orðalagi) að þú "ættir fjöldamarga pósta með bölvi og ragni frá Agnesi og Barböru". Nú skaltu standa við orð þín og birta þá opinberlega eða skammast til að biðjast afsökunar á lyginni. Ég veit vel hvernig ég skrifa og bölsót og ragn er ekki hluti af því, mér varð á að svara yfirgengilega dónalegum og persónulegum pósti frá meðlimi tækninefndar á föstudaginn fyrir fund og það er eini pósturinn sem svoleiðis hefur farið til þín eða tækninefndar frá mér. Þú hefur hingað til getað deilt út dylgjum og lygum á spjallþráðum hér og ættir að geta komið sannleikanum frá þér líka eða þagað ella.
Kveðja
Barbara Ósk
08.05.2008 at 10:00 #622354Einar, á nú að ráðast að starfsmanni klúbbsins með dylgjum um eitthvað sem ekki er hægt að sanna? Það eru lúalegar aðferðir. Komdu með það hvað nákvæmlega þú ert að tala um þegar þú dylgjar um lygar frá henni.
Og svona í leiðinni, viltu ekki birta þessa fjöldamörgu tölvupósta sem þú talaðir um að þú ættir með bölvi og ragni frá mér og henni. Mig langar svo að sjá þá, ekki eru þeir í mínu pósthólfi þrátt fyrir að ég hendi aldrei pósti.
Kv.
Barbara Ósk
08.05.2008 at 00:13 #622338Af því að menn iða í skinninu að fá að ráðast á einhvern þá væri örugglega notalegt fyrir þá að vita að hugmyndina að áróðursnefndinni átti ég. Það var lagabreyting sem Dagur taldi hinn mesta formgalla á þar sem hún bæri svo ljótt nafn. Þar verð ég reyndar að vera honum sammála og hefði gjarnan viljað breyta nafninu í Kynningarnefnd eða Hagsmunanefnd eins og Freysi stakk upp á í þræði hér fyrir aðalfundinn.
Það er þó fóður í svolitla viðbót við þennan þráð fyrir nefnd sem starfar hér í klúbbnum og myndi sjálfsagt vera látin heita Baknags- og persónuárásanefnd, en nefnd þessi mun vera sjálfskipuð nokkrum ötulum pennum sem sjást gjarnan hér á þessum vef. Það er alveg spurning hvort ekki eigi að bera upp lagabreytingartillögu á næsta aðalfundi um að stofna hana sem fastanefnd þar sem hún virðist komin til að vera.Kv.
Barbara Ósk
01.05.2008 at 13:32 #621694Sælir félagar,
mig langar að leggja inn í umræðuna og útskýra aðeins hvað liggur að baki þessari hugmynd um breytingar á vefnefnd og ritnefnd.
Þar sem ný vefsíða er að fæðast með nýju kerfi er líklegt (reyndar ekki annað ásættanlegt) að umsjón með vefsíðunni eftir að hún hefur verið smíðuð verði að mjög litlu leyti forritun, meira almenn vefumsjón og töluvert umsvifaminni en sú slökkviliðsstarfsemi sem vefnefnd hefur þurft að sinna frá því núverandi síða kom í gagnið. Verkefnin ættu því að snúast einnig um að ritstýra síðunni og setja inn efni sem nýtist þá félagsmönnum. Þar sem verkefni ritnefndar hafa farið minnkandi með minnkandi útgáfu er hugsanlegt að hægt væri að nýta þeirra starfskrafta meira í að setja inn efni á vefsíðuna og efla útgáfuna þar í staðinn.
Með þessar hugmyndir var þessi lagabreytingartillaga gerð og var þá hugsað sem svo að þessar nefndir ættu vel saman í einni sem myndu þá hugsa saman um þennan þátt starfseminnar.
Það er gott að fá umræðu um svona svo við getum séð rökin í báðar áttir, þannig fæðast góðar hugmyndir og auðveldara er að átta sig á því hvort um góða eða slæma lagabreytingu er að ræða áður en hún er borin undir atkvæði.
Kveðja,
Barbara Ósk
14.04.2008 at 10:54 #619802Í stjórn eru tveir einstaklingar sem eiga eftir ár af sínum kjörtíma, það eru Eyþór og undirrituð. Því eru laus þau sæti í stjórn sem tiltekin voru hér að ofan.
Öll framboð í stjórn eða nefndir sem komið hafa eru skráð hér að ofanverðu.
Kv.
Barbara Ósk
10.04.2008 at 14:21 #620038Gulan Willys 6×6 á Guðjón Egilsson, bróðir Gunna Icecool.
Svo á Hörður eldklári í Suðurnesjadeild að mig minnir Suzuki í smíðum sem er spennandi kanditat.
Megas er í eigu Ómars, Suðurnesjadeild.
Kv.
Dúkkan
12.03.2008 at 10:51 #617408Skelli mér með
kv.
Barbara Ósk R-3919
10.03.2008 at 10:40 #617234Tek undir með ykkur strákar, til hamingju með daginn.
Kv.
Dúkkan
04.03.2008 at 22:38 #616164Dúkkan
03.03.2008 at 13:42 #615944Og takk fyrir ferðina stelpur. Laugardagurinn var frábær og skemmtiatriðin af betri endanum, Eva fór á kostum.
Ekki spillti svo heimferðin, það var bara ævintýri. Kóarar hópsins eiga heiður skilinn fyrir sín framlög. Fín ferð sem skipulögð var af Suðurlandsdeildarkonum.
Við sjáumst svo vonandi í einhverjum af ferðum vetrarins.
Kv.
Dúkkan (eða sleðabaninn)
28.02.2008 at 10:42 #612936Stelpur sem ætla að vera síðastar úr bænum, það væri gott að vita að tíminn (17:00) standist. Ef einhverjar eiga erfitt með þennan tíma og vilja fara síðar þá þyrftum við að vita af því. Annnars göngum við útfrá auglýstum tíma.
Kv.
Dúkkan
-
AuthorReplies