Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.06.2007 at 12:17 #592168
Góðan dag,
Nú þegar stefnir í all svakalega þáttöku í Landrgræðsluferðina okkar sem er bara vel.
Það eina sem ég er að hafa áhyggjur af er fyrirsjáanlegur rottugangur í Mörkinni. Hvernig er með hin gengin? Ætlið þið að láta Rotturnar yfirtaka þetta bara? Hvar eru Heimsgir, Flugsveitin og fleiri?Kv. Dúkkan sem er að hugsa um að stofna gengi en vantar flott nafn á það.
21.06.2007 at 08:43 #592664Þetta er athyglisvert.
Kv. Barbara Ósk
20.06.2007 at 13:13 #592658Það má bæta við að klúbbnum væri fengur í því ef félagsmenn gæfu afrit af myndum úr ferðum bæði fyrr og síðar.
Kv. Barbara Ósk
20.06.2007 at 12:30 #592156Sönn ánægja að ferðast með þér.
Skúli,
Nú er þetta alveg að koma, búin að redda einu "barni". Dagur svarar ekki aðstoðarbeiðni minni þannig að þá er það vara-vara ráð. Má það vera kona? Ef það er í lagi þá myndi ég koma með konu og eitt barn og uppfylli um leið þessi margumtöluðu skilyrði Umhverfisnefndar fyrir minni þáttöku í Landgræðslufeðinni. Ég vil fyrir alla muni ekki koma mér illa við nefndina.
Kv. Dúkkan
19.06.2007 at 23:43 #592140Mér skilst að Umhverfisnefndin sé að búa sig undir að sekta mig fyrir að uppfylla ekki þeirra skilyrði um fjölskyldustærð í ferðina.
Þetta fer að líkjast einelti af verstu sort. Ég er reyndar búin að auglýsa eftir fjölskyldu, reyna að leigja hana erlendis frá en ekkert gengur.
Dagur, ert þú ekki bara á lausu? Þá vantar bara krakkann, það hlýtur að vera hægt að fá lánað eitt stykki.Kv. Dúkkan
18.06.2007 at 23:54 #592612Strákar mínir, fann myndbandið á youtube:
[url=http://www.youtube.com/watch?v=h5aJ0iDNYns:2yubifcq][b:2yubifcq]Video[/b:2yubifcq][/url:2yubifcq]
15.06.2007 at 19:20 #592102Ég vil minna fólk á að vera með félagsskírteini með sér og sýna til að fá þetta fína gistiverð sem formaður og nefndarmaður (Dagur) Umhverfisnefndar náðu samningum um við framkvæmdastjóra Útivistar en það er 550 kr. fyrir nóttina.
Kv. Barbara Ósk
P.s Valur, já, fyrrverandi manninum mínum fannst þetta líka með kröfuhörkuna. Ég verð eitthvað að taka mig á.
15.06.2007 at 15:09 #592098Nú hefði verið sniðugt að lesa aðeins hægar yfir innleggið hans Magga. 😉
Hann er einmitt að segja það að miðarnir verði afhentir á staðnum.
Hins vegar er það skiljanlegt að skráningar sé krafist þar sem við þurfum að kaupa matinn og ekki er það góður bísness að kaupa bara einhvern helling til að vera örugglega með nóg…Vona að ég sjái þig í Mörkinni enda duglegur maður á ferð.
Kv. Barbara Ósk
15.06.2007 at 13:58 #592094Úff, þetta verður sjö ára ógæfa ef Rottugengið fær að toppa mætinguna.
Hjálp!!
15.06.2007 at 13:21 #592088Ég vil skora á gengin í klúbbnum að toppa Rottugengið í mætingu á þessa ferð. Ofsinn verður óþolandi næstu sjö mánuðina ef þeir ná að verða fjölmennasta gengið.
Plís…Kv. Dúkkan
14.06.2007 at 16:51 #592074Bara að benda á að listi yfir skráða í landgræðsluferðina er í næst efsta innlegginu í þessum þræði.
Kv. Barbara Ósk
13.06.2007 at 13:49 #592436Gengur aldrei,
hann er ekki á hásingum!
11.06.2007 at 20:21 #592056Veistu nú ekki hverjir eru inni í þinni eigin skráningu? Síðast þegar ég gáði voru Magnús Guðmundsson og Magnum einn og sami maðurinn.
Kv.
P.s. var það ekki ég sem var ósofin??
11.06.2007 at 16:05 #592046Þakka viðleitnina en verð að segja þér að því miður varð þetta ekki svona "þau lifðu hamingjusöm til æviloka" dæmi.
Ég hringdi í þessa miðlun og tókst á endanum með miklu harðfylgi að fá mannandsk… sem svaraði til að skilja hvað mig vantaði að ég hélt. Því miður er enskukunnáttan þarna ekki til fyrirmyndar. Lengi vel hélt maðurinn að ég hefði eikki heiðarlegt mjöl í pokahorninu og reyndi að selja mér eistneskan gigolo á ofurprís.
Loks skildi maðurinn að mig vantaði fjölskyldu á leigu til einnar helgi, þ.e. mann og eitt til tvö börn (ég gaf þó að minnsta kosti val). Loks gaf hann mér upp nafn á einhverjum manni sem ég ekki get borið fram nafnið á og símanúmer. Ég hringdi í manninn og komst að því að hann talaði ekki stakt orð í ensku. Þá voru góð ráð dýr en ég dó ekki ráðalaus og hringdi aftur í skrifstofuna og fékk manninn þar til að túlka fyrir mig.
Til að gera mjög langa sögu stutta þá var mér allri lokið þegar niðurstaðan var orðin sú að ég ætti að borga morð fjár fyrir leigu á þessari fjölskyldu og í ofanálag vildi mannfýlan ekki samþykkja ferðina nema hann fengi að keyra Mikka ref.
Ég bað mannin vel að lifa, Mikka keyrir enginn nema ég og hananú.
Ég eyddi þarna meira en hálfum degi í símanum til Eistlands, kostnaðurinn fer að slaga upp í helgarferð til London og ekkert kom út úr þessu.
Nei, svona aðstoð þiggur maður ekki að órannsökuðu máli aftur
Kveðja, Dúkkan
11.06.2007 at 10:55 #591630Ég þakka öllum sem skelltu sér í ferðina, þrátt fyrir að séð yrði að nætursvefn yrði af skornum skammti. Sverri þakka ég fararstjórnina. Þetta var frábært og gaman að fá að vera móttökunefndin þegar strákarnir kláruðu verkefnið sem er algjört þrekvirki.
Kv. Barbara Ósk
11.06.2007 at 10:53 #591628Hér er færslan síðan í morgun:
Klukkan 00.45 voru 5tinda menn komnir upp á topp á Heklu. Þeir voru sem sagt komnir upp á topp á seinasta tindinn. Þvílíkt afrek. Það voru níu (ritarinn hafði áður skrifað 10) jeppar sem fylgdu þeim að fjallsrótum Heklu. Jepparnir biðu síðan meðan að 5tinda menn skokkuðu upp á Heklu, og voru fjórir aukagöngugarpar með þeim í för. Heim til sín hafa þeir síðan komið á milli 03.00-04.00. Miklar líkur eru á því að þeir hafi endað ferðina á góðu baði!! Ritarinn lætur af störfum. 5tinda menn verða síðan í Íslandi í dag,í kvöld. Og þeir koma örugglega til að skrifa allt um ferðina, sem og að láta inn fullt af myndum.Annajulia
Monday 11 June 2007 – 08:16:07
10.06.2007 at 16:21 #591620Tekið af vefn 5 tinda:
Klukkan 12.30 voru 5tinda menn komnir niður af Snæfelli, og voru þá búnir að vera um 8 klst. á ferðinni. Vegna mikillar seinkunnar þá er búist við að þeir komi að Heklu um 21.00, en áður var talað um 16.00. Tímaseinkunin er auðvitað lítið mál, til móts við það að 5tinda menn eru allir sprækir ennþá, þeir eflast bara með tímanum. Orkan er auðvitað farin að minnka, en hugurinn eykst bara eftir því sem orkan minnkar.Núna tekur við keyrsla að Heklu. Þar bíður eftir þeim 4×4 klúbburinn, og munu þeir ferja þá að Heklurótum, en það er um 40 mín. keyrsla fram og til baka. Kærar þakkir til 4×4 klúbbsins. Fjallgangan á að taka um þrjá klst. Núna ná þeir vonandi að hvíla sig smá á keyrslunni, og má benda fólki á það að hringja sem minnst svo þeir nái að hvílast á keyrslunni.
Ritarinn skellir inn frétt um leið og þeir eru komnir að Heklurótum.
Annajulia
Sunday 10 June 2007 – 14:48:01
10.06.2007 at 13:17 #591608Tekið af vef 5 tinda:
Klukkan 11.15 þá voru 5tinda menn upp á topp á Snæfelli (1833m). Þessi ferð hefur vægast séð gengið ílla, og eru þeir því komnir þó nokkuð á eftir í tímarammanum. Til að byrja með þá festu þeir bílinn, en það hafðist þó að losa hann. Þegar að þeir höfðu gengið um 1500m, þá urðu þeir að snúa við vegna sprungusvæða, sem koma vegna mikilla leysinga. Þeir þurftu því að ganga aftur niður í 500m hæð, áður en hægt var að ganga aftur upp á topp. Þangað eru þeir sem sagt komnir, eftir rúmlega 20km göngu. Þeir kappar eru á leið niður núna, og mun ritarinn skella inn frétt um leið og haft verður samband við hana.Það gefur auga leið að tímasetningin á Heklu, og síðan heimkomu, er orðin breytt. En mestu máli skiptir að þeir eru fjallhressir, og eru hreint alls ekki að gefast upp. Nú kemur heraginn úr Boot-camp að góðum notum.
Ritarinn vill síðan minna lesendur á söfnunina fyrir Sjónarhól, sem er aðalmarkmið 5tinda manna. Eftir allt það sem að þessir kappar hafa lagt á sig þessa helgi, þá ættum við hin sem höfum legið í leti, að hringja inn og gefa pening. Það þarf ekki að vera stórt, því smáar upphæðir, verða fljótt að einni stórri. Koma svo lesendur, hringja, hringja. Það hafa allir gott að því að gera eitt góðverk á dag, þetta gæti verið góðverk dagsins.
Annajulia
Sunday 10 June 2007 – 13:00:15
09.06.2007 at 23:25 #591594Tekið af vef 5 tinda:
Klukkan 19.00 voru kapparnir upp á topp á Kerlingu. Kerlingin var talin erfiðust, þá væri orkan farin að minnka og þreytan farin að segja til sín. Eftir það mundu þeir fara áfram á huganum og þrjóskunni. Ekki hefur hugurinn minnkað í mannskapnum þótt þeir séu búnir að ganga þrjú fjöll á rúmum sólarhring, því að sá elsti í hópnum segir þetta ekkert mál, hann bíði bara af og til eftir hinum í hópnum!!!
5tinda menn eru eitthvað á eftir tímamörkunum sem að þeir settu sér, en þó ekki mikið. Hér má sjá tímarammann sem að þeir gerðu í byrjun.
Lagt af stað úr Reykjavík 16.000
Heiðarhorn búið 21.00
Kaldbakur 04.00-07.00
Kerling 15.00-20.00
Snæfell 02.00-06.00
Hekla 13.00-17.00
Heimkoma 19.00Þeir eru þegar búnir að fresta tímanum á Heklu til 16.00. Ritarinn mun skella inn fréttum um leið og heyrist í þeim.
Annajulia
Saturday 09 June 2007 – 19:59:00
09.06.2007 at 18:01 #591590AF vef 5 tinda:
Núna klukkan 16.00 þá heyrði ritarinn í elsta meðlim 5tinda, honum Birgir. Þá voru þeir búnir að fara um 560m upp Kerlinguna, en hún er um 1538 m. Áætlað er að þeir verði komnir niður milli 19.00-20.00. Kapparnir eru aðeins á eftir áætlun þar sem að þeir lentu í því að tvær rúður brotnuðu á bílnum, eftir grjótkast. Ekki ósjaldan sem þetta skeður í lausamölinni við að mæta norðlensku bílstjórunum. Farið var með bílinn á bílaleiguna þar sem þetta verður lagað, en þeir fengu annan bíl til að nota á meðan að Kerlingin yrði tekin!!. Þegar að niður verður komið, þá skipta þeir aftur um bíl, enda 5tinda bíllinn allur þaulmerktur þeim, og þeirra styrktaraðilum. Vegna tímaseinkunnar þá ætla þeir að taka pizzur með sér úr Greifanum, og nota þá tímann frekar til að reyna að komast í heita pottinn í sundlaug Akureyrar.Næst liggur leið þeirra austur og áætlaður tími þangað er um 5 klukkutímar. Þar er það Snæfell sem verður klifið, en það er um 1833 m.
Annajulia
Saturday 09 June 2007 – 16:46:09
-
AuthorReplies