Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.08.2007 at 22:00 #595264
Var að tala við pabba og björgunarsveitirnar ætla að vera hjá honum um kl. hálfellefu.
Ef það bregst, nú þá veit ég ekki hvað.
Takk fyrir hjálparboð
Kv. Barbara Ósk
23.08.2007 at 18:23 #595252Vörubílnum er ekki treyst niður brekkuna að Unimog þar sem hann er bara á afturdrifinu. Það vantar því enn hjálp en það ætti að duga einn spilbíll og einn ankerisbíll þar sem Unimogginn er ekki með nema eitt hjól alveg niðri og stendur á þurru öðru megin. Ef einhver veit um bíla nálægt þá væri mjög gott að frétta af þeim.
Kv. Barbara Ósk
P.S. Grimmhildur, þegar ég var krakki þá þurfti ég mikið að herma eftir pabba, nú hefur það snúist við
23.08.2007 at 16:22 #595246Fann vörubíl í Kerlingafjöllum sem er að fara á svæðið.
En vel á minnst, þetta er nýja stikaða leiðin í gegnum mýrina og hún er þá væntanlega ófær þar sem rignt hefur mikið uppfrá.
Kv. Barbara Ósk
23.08.2007 at 16:02 #200684Pabbi minn kær ætlaði niður í Setur úr Kerlingafjöllum og festi sig í drullunni við Kerlingafjöll. Hann er á Unimog þannig að það þarf öfluga aðstoð. Veit einhver um félaga þarna á ferð sem gætu hjálpað?
Síminn hjá honum er 854-1282 eða hjá mér 664-1090
Kv. Barbara Ósk
16.08.2007 at 10:40 #594732Tryggvi og þið radíósnillingar 4×4, þarna fáið þið kannski tækifæri til að læra enn betur á alla takkana…..
Míkrafónn,
halda inni – tala
sleppa – hlusta
15.08.2007 at 16:19 #594688Nei, ferðin á að sjálfsögðu að vera frá föstudegi. Ég er búin að laga dagatalið.
Kveðja,
Barbara Ósk
01.08.2007 at 13:37 #594172Mér finnst nú allt í lagi að fara að taka aðeins á skála og landvörðum víða um land, þessi umtalaði skálavörður í Álftavatnsskála er alls ekki sá eini sem lætur svona. Ég lenti sjálf í skálaverði í Landmannalaugum sem hoppaði og stappaði af bræði þegar ég og samferðamenn mínir komum upp úr jökulgiljunum, sagðist vera búin að loka þessari leið og að við værum bara í utanvegaakstri!!
Ég fór sjálf í sumar þessa leið niður að Torfahlaupi og þá var mér ráðlagt að tala við skálavörðinn fyrst svo hún yrði ekki vitlaus….
Vinnufélagi minn var "skammaður" af tveimur landvörðum á veginum milli Herðubreiðalinda og Öskju fyrir að víkja of vel þegar hann var að mæta þeim (hann setti þó aldrei nema tvö hjól upp á vegkantinn). Hvað er eiginlega að?
Erum við ekki í nógri varnarvinnu gagnvart akstri á hálendinu þó misvitrir skála og landverðir séu ekki á einkaflippi líka á móti okkur? Er ekki bara kominn tími til að eiga útprentaða bæklinga með úrdrætti úr þeim lögum og reglugerðum sem skipta máli svo við þurfum ekki að vera að snúa við eða hlíta svona einkalokunum skálavarða um landið? Að maður tali ekki um að maður þurfi svo ekki að hlusta á misviturt fólk vera að skamma sig eins og smákrakka fyrir eitthvað sem þeim sjálfum finnst að ætti ekki að vera leyft og láta eins og þeir hafi leyfi til að banna.
Kv. Barbara Ósk
23.07.2007 at 14:48 #593370Þetta var frábær skemmtun og ég vil taka undir með formanninnum, skipulagningin var að minnsta kosti 100%. Frábært kjarnafólk þarna í Vík. Takk fyrir mig. Þetta með góða veðrið er að mestu leyti satt utan þess að tjaldið mitt rigndi niður fyrri nóttina og hélt ekki vatni það sem eftir var helgarinnar þrátt fyrir mínar tilraunir til að tjalda því upp á laugardaginn. En svona án gríns, besta skemmtun og bíltúrinn fræðandi og skemmtilegur. Við fengum alla hátíðina frítt þar sem bæði aðstaða og matvæli voru gefin klúbbnum, ég vil þakka sérstaklega fyrir til Skeljungs, Myllunnar, Ölgerðarinnar og Gæðafæðis. Ég vona að ég hafi engum sleppt.
Sumarkveðjur, Barbara Ósk
19.07.2007 at 10:06 #593690Ég fór þetta um daginn einbíla, reyndar fór ég ekki á sandinn heldur kom niður í Fljótshlíðina. Vegurinn er fínn og ekkert að því að fara hann einbíla.
Kv. Barbara Ósk
18.07.2007 at 15:13 #593326Ég var að vona að þeir myndu mæta, er búin að ákveða að sækja um heiðurstúkusæti í Druslugenginu.
Kv. Dúkkan og Mikki refur Druslugengis-kandidat
16.07.2007 at 00:19 #593294Elsku kerlingin mín, ég bið forláts, er miður mín að hafa móðgað þig en svona hlaut að fara þegar ég byrja að flokka fólk niður þar sem ég þekki ekki nærri alla í þessum góða klúbbi.
Ég vona að þú getir fyrirgefið mér og takir þetta ekki mjög óstinnt upp…
Þetta er ástæðan fyrir því að ég bað fólk um að láta vita ef ég flokkaði einhvern ranglega (sem ég vissi að ég myndi líklega gera). Ég leiðrétti allar vitleysur eins fljótt og mér er unnt.
Kveðja,
Dúkkan
15.07.2007 at 16:25 #593274Við erum byrjuð að merkja við þá sem eru í gengjum og þá sjáum við svart á hvítu hver eru flottustu gengin. Þar sem ég er ekkert alltof klár á því hverjir eru í hvaða gengjum þá má gjarnan leiðrétta mig ef ég flokka ekki rétt eða ef ég hef sleppt einhverjum úr.
Kv. Barbara Ósk
13.07.2007 at 21:25 #593586Þar sem Íslendingar eru nú að eignast konungsfjölskyldu á ný og það íslenska í þetta sinn þá er vel við hæfi að RÚV, sjónvarp allra landsmanna hefur tekið ákvörðun um að sjónvarpa brúðkaupinu beint á morgun. Ég vona að sem flestir setjist fyrir framan kassann klukkan 13:30 en þá verður farið yfir sögu þessa frábæra pars fyrir athöfnina sjálfa.
Til hamingju hátignir Íslands!
09.07.2007 at 11:32 #593234Ég kem, í bili eru það 2 fullorðnir en gæti fjölgað um tvö börn. Ég ætla bara rétt að vona að mér verði ekki settar einhverjar skorður um fjölskyldu í þessari ferð. Það var sko púra heppni að mér tókst að uppfylla kröfurnar í síðustu ferð.
Kv. Barbara Ósk
29.06.2007 at 20:53 #200483Fyrirspurn fyrir pabba. Hvaða dælu eru menn að nota til að dæla milli olíutanka?
Kv. Barbara Ósk
29.06.2007 at 18:05 #593020Ég tapaði ferðafélaganum inn á sjúkrahús í dag. Var svoleiðis búin að ætla mér í skemmtilega ferð um helgina. Nú nenni ég ekki að fara ein í þetta skiptið ef ég get sloppið við það. Er ekki einhver eða einhverjir að fara út bænum í kvöld sem eru til í að taka mig með í hópinn? Síminn minn er 664-1090
Kv. Barbara Ósk
27.06.2007 at 11:26 #592936Er ekki lokað þangað ennþá? Ég legg til að menn skoði kortið hjá Vegagerðinni áður en farið er af stað um helgina þar sem enn hafa ekki allir hálendisvegir verið opnaðir fyrir umferð, t.d. ekki Syðra-Fjallabak og Sprengisandur.
[url=http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/faerd-um-allt-land/island1.html:ifnxj32k][b:ifnxj32k]Kort Vegagerðarinnar[/b:ifnxj32k][/url:ifnxj32k]
Nýtt kort ætti að koma á morgun fimmtudag.Kv. Barbara Ósk
25.06.2007 at 13:03 #592860Ég er að halda í vonina um að einhver hafi rekist á vélina og tekið hana með sér.
Kv. Barbara
24.06.2007 at 22:34 #200458í landgræðsluferðinni upp í Merkurrananum. Þetta er Olympus vél í svörtu og bláu hulstri. Hennar er ákaflega sárt saknað þar sem nokkur hundruð myndir voru líka inni á disknum. Ef einhver skyldi hafa rekist á hana á rananum og tekið til handargagns (veik von) þá má sá hinn sami gjarnan hringja í mig í síma 664-1090
Kv. Barbara Ósk
21.06.2007 at 15:51 #592174Þú ert skráður með mér, ég fékk þig lánaðan til að uppfylla fjölskyldustærð mína skv. kröfu Umhverfisnefndar.
Sjáumst á morgun,
Kv. Barbara Ósk
-
AuthorReplies