Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.02.2014 at 07:42 #451865
Takk sömuleiðis Jökull og Björg, þetta var frábær ferð í alla staði.
27.09.2011 at 16:58 #220556Ég hef verið að svipast um eftir 38″ dekkjum og hringdi út um borg og bý í leit að þeim núna nýlega. Ekki nokkur kjaftur virðist eiga eða vera að fá dekk á næstunni ef frá er talið að Gúmmívinnustofan á von á sendingu af Superswamper dekkjum í haust.
Er nokkur sem veit um dekk sem hægt verður að fá í vetur á Íslandi?Kv.
Barbara Ósk
24.09.2011 at 19:38 #737669Sæl(ir) félagar,
Ég þarf að byrja á að þakka fyrir það sem vel er gert í baráttunni, þ.e. að taka af skarið og birta alla ferlana sem verið er að pukrast með innan stjórnkerfisins og meiningin er að banna mönnum að aka, flesta hverja án þess að nokkur nothæf rök séu fyrir því. Ég held að það útspil klúbbsins, eftir langa bið eftir samráði stjórnenda og ferðamanna, hafi verið það besta í stöðunni. Því miður virðist þó að menn hafi ekki fyllilega gert sér grein fyrir því að þessu útspili myndi hugsanlega fylgja hörð viðbrögð stjórnvalda og því hafi menn ekki búið sig undir það að mæta því með vandlega hugsuðum rökum og staðfestu. Nú ríður á að bogna ekki þó reynt sé að snúa upp á handleggi einstakra aðila. Ferðamenn Íslands, hvort sem þeir eru gangandi, ríðandi, akandi eða hjólandi eiga allt undir því að félagasamtök þeirra standi sig í að berjast fyrir opinni, gagnrýnni umræðu og að ákvarðanir stjórnvalda séu teknar á upplýstan hátt af þekkingu og með það að leiðarljósi að skerða ekki ferðafrelsi og rétt manna án brýnnar ástæðu eða þarfar.Ég skora á stjórn klúbbsins að standa föst fyrir og birta alla slóðaferla áfram, það er enginn sem getur á löglegan hátt bannað birtingu þeirra og ég sé engin haldbær rök fyrir því að birta þá ekki. Hafi einhver rök verið sett fram í því samhengi vildi ég gjarnan sjá þau hér á vefnum svo félagsmenn og aðrir geti sjálfir tekið afstöðu til þeirra og fengið að ræða þá opinskátt.
Nú er lag því með þessu útspili klúbbsins virðast stjórnvöld loks hafa fengið á tilfinninguna að hér sé fólk sem er tilbúið að berjast fyrir rétti sínum. Við megum ekki bogna undan álaginu og gefa strax eftir. Birting ferlanna kallar á betri vinnubrögð stjórnvalda þar sem þau geta síður látið eins og þessir slóðar séu ekki til og verða því væntanlega að sýna faglegri vinnubrögð við að skoða þá og banna akstur á einhverjum þeirra.
Ég stend með ykkur í baráttunni og hvet ykkur áfram. Tökum slaginn núna, tíminn kemur ekki til með að vinna með okkur.
Barbara Ósk Ólafsdóttir
félagi í Suðurnesjadeild 4×4
19.11.2009 at 22:40 #208407Jólahlaðborð Suðurnesjadeildar 4×4
12. desember ætlar Suðurnesjadeild að halda glæsilegt jólahlaðborð í félagsheimili hestamanna að Mánagrund í Keflavík. Eins og í fyrra tekur Agnes K. Sig að sér að galdra fram matinn. Verði er stillt í hóf eða kr. 3500 fyrir manninn en inni í verðinu fyrir kvöldið er maturinn, happdrætti með góðum vinningum og notalegheit. Matseðilinn má skoða í viðhenginu. Félagsmenn í Suðurnesjadeild eru hvattir til að mæta og taka maka sína með. Skemmtum okkur og eigum góða kvöldstund með góðum mat í góðum félagsskap.
Greiðsla þarf að berast í síðasta lagi við afhendingu miða á desemberfundi 2. desember.
Þeir sem hafa þegar skráð sig eru:
Steinar Freyr 2
Hörður B 2
Matti Sigbjörnss 1
Sæþór 2
Arnoddur 2
Þórmar 2
Bjössi 2
Gústi 2
Viðar Sig 2
Óskar Friðriksson 3
Jökull 2
Ragnar Magnússon 1
Hreinn Magnússon 1
Ólafur Gunnbjörnss 2
Jóhann Bertelsen 1
Agnes 2
Heiðar 2[attachment=0:3n9lb622]Jólahlaðborð matseðill 2009.pdf[/attachment:3n9lb622]
23.06.2009 at 22:44 #650344Sæll Árni,
Ég á manualinn og þér er velkomið að fá hann en ég sendi hann varla þar sem hann er 21mb að stærð. Ertu ekki hér í Keflavík, kíktu bara við hjá mér með USB lykil.
Kv.
Barbara Ósk
10.06.2009 at 13:10 #648786Til lukku með nýtt vefsíðukerfi.
Þetta lofar góðu og lítur vel út. Eins og oft hefur verið tuggið var gamla síðan sem aldrei var kláruð hrein martröð í gjörgæslu og varð að fara. Nú erum við komin með vefsíðukerfi sem er hægt að þróa í takt við tímana þar sem þetta er opinn kóði sem sífellt er í þróun um allan heim.
Besta mál og enn og aftur, til lukku.
Kv.
Barbara Ósk
24.05.2009 at 20:12 #648084Ég leitaði mikið á sínum tíma að snorkeli á minn en fann ekkert nema þessi sem voru bílstjóramegin.
Hins vegar mun þetta vera þokkalega dýrt, komið til landsins.
Ég hef reyndar ekki séð Musso með snorkel hér og bendi á að nokkrir hafa breytt loftinntaki og sett barka upp í hvalbak sem ætti að duga fyrir flest allar vatnsferðir. Bendi á að Logi Már gerði svoleiðis breytingu hjá sér sem er vel tíunduð í myndasafninu hans.
Kv.
Dúkkan
21.05.2009 at 20:34 #648028Ég fékk mér stykki sem tengist við USB port en er með serial tengi á hinum endanum og gabbar tölvuforrit til að halda að það sé serial port á vélinni. Þetta kostaði ekki mikið og fékkst í nokkrum verslunum en var þá ódýrast í Íhlutum, Skipholti.
Kv,
Barbara Ósk
18.03.2009 at 19:46 #643098Sæl öll,
Því miður sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta ferðinni um eina viku þar sem fyrirséð er að allt verði á kafi í vatni og krapa um helgina vegna hitanna í þessari viku.
Miðað við veðurspár fyrir næstu viku mun þetta lagast aftur og því reynandi að fara viku síðar.
Þeir sem vilja geta haft samband og fengið endurgreiðslu en annars munum við gera ráð fyrir þeim áfram. Vegna þessa mun skráningarfrestur framlengjast til miðvikudags í næstu viku.
Kv.
Barbara Ósk
16.03.2009 at 23:01 #643094Skráning:
Heiðar Snær og Barbara Ósk
Hjörtur og Erna
Jökull og Björg
Benni og Agnes
Gústi og Sigga
Bjössi og Hulda
Sigurgeir og ÞóreyMöguleiki er á að bæta við þremur pörum. Ég minni á að greiðsla þarf að koma á morgun vegna matarinnkaupa, Reikn 0142-26-444444. kt. 6002972529
kv.
Barbara Ósk
12.03.2009 at 21:52 #643086Á meðan ég man, það stendur til að fara snemma af stað heim á sunnudeginum þar sem nokkrir úr ferðahópnum þurfa að komast í fermingarveislur. Ef vel viðrar er þá hægt að skipta hópnum upp og fara lengri leið heim fyrir þá sem sleppa við svoleiðis.
Kv.
Barbara Ósk
12.03.2009 at 21:45 #643186Ég er sammála Skúla, þú ættir ekkert að vera að hlæja að karlkyns dramadrottningum á jeppum. Þetta er að verða spennandi þróun og við gætum jafnvel haft eitthvað gott út úr þessu. Ég á nú þegar heimavinnandi mann sem eldar ofaní mig og tekur til áður en ég kem heim úr vinnunni. Þetta er alveg æðislegt og ég er alveg til í að þola smá drama til að geta snúið við hefðbundnum kynjahlutverkum. Áður en hann snýr sér við þá verð ég orðin bílstjórinn á stóra tröllinu….
Kv.
Barbara Ósk
12.03.2009 at 09:18 #643084Skráning:
Heiðar Snær og Barbara Ósk
Hjörtur og Erna
Jökull og Björg
Benni og Agnes
Gústi og Sigga
(Bjössi og Hulda)
11.03.2009 at 08:19 #643074.
10.03.2009 at 20:15 #204007Skráning er hafin í hjóna og paraferð Suðurnesjadeildar 20. til 22. mars.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst vegna matarinnkaupa.
Skráning:
Heiðar Snær og Barbara Ósk
Hjörtur og Erna
Jökull og Björg
Benni og Agnes
02.03.2009 at 23:01 #640664Hvernig væri nú að vefnefndin færi að svara fyrirspurnum hér?
Getur verið að skortur á svörum hér sé hreinlega vegna þess að ekki sé hægt að viðurkenna að ekkert sé í raun að gerast í vefmálum. Ég get vel skilið að það sé erfitt að svara ef sú er raunin. Reyndar held ég að það væri löngu komið svar ef vinna væri í fullum gangi við síðuna og jafnvel hægt að gefa áætlaðan tíma í síðulok.
Sá vefur sem við erum að nota núna er hægur og leiðinlegur, vefumsjónin handónýt enda var hún aldrei kláruð og beðið eftir því sem á að koma í viðbót við það sem nú er.
Getur verið að nefndin ráði ekki við verkefnið eða hafi ekki tíma? Ef svo er væri þó betra að biðja um aðstoð til að klára heldur en að sitja bara og bíða með hendur í skauti.
Það er ekki ásættanlegt að vefnefndin svari ekki fyrirspurnum um vefinn enda búið að kosta til peningum og tíma í hann.
Enn á ný (í þriðja sinn), getum við fengið svör?
Kv.
Barbara Ósk
28.02.2009 at 15:26 #642142Sæll,
Það er ekki hægt að nota MapSource til að keyra eftir lengur. Til þess hefurðu annað forrit sem heitir NRoute. Gögn er hægt að vinna með í MapSource og flytja yfir í NRoute til að keyra eftir þeim og öfugt.
Það eru reyndar til nýlegir þræðir um þessi mál.
Kv.
Dúkkan
28.02.2009 at 15:03 #640660Það er nú langt frá því að ég sé búin að gleyma því hvernig er að sitja hinu megin við borðið og hef trú á því að það gleymist seint.
Hins vegar er fyrirspurn mín langt frá því að vera ósanngjörn eða ókurteis og ég veit ekki til þess að ég hafi sýnt ókurteisi eða hegðun líka því sem ég mátti þola þegar ég sat við hina borðhliðina.
Ég minnist þess þó að almennum fyrirspurnum frá félögum um vinnu nefnda hafi yfirleitt verið svarað. Veit það líka að nefndarmenn annarra nefnda í klúbbnum svara yfirleitt fyrirspurnum hér á vefnum fljótt og skilmerkilega.
Ég hef engan áhuga á að haga mér líkt því sem sumir hafa gert gagnvart mér og reyni því að sýna sjálfsagða kurteisi í fyrirspurnum.
Er eitthvað rangt við að spyrja um vefinn eða að vilja svör???
Kv. Barbara Ósk
28.02.2009 at 12:27 #640654Sælir,
Nú hef ég ekkert svar fengið frá vefnefnd við þessari fyrirspurn. Eins og ég hef sagt áður þá skilaði SKÝRR vefnum af sér í september. Ekki ætti að vera ástæða fyrir margra mánaða bið eftir því að koma honum í loftið. Sé sú ástæða til væri tilefni til að tíunda hana hér þegar félagsmenn eru að bíða eftir nýjum vef.
Kv.
Barbara Ósk
11.02.2009 at 19:18 #203794Góðan daginn,
Nú langar mig mikið að fá að vita hvernig málin standa með nýtt vefumsjónarkerfi og vef sem átti að vera kominn á koppinn fyrir margt löngu.
Þar sem SKÝRR skilaði af sér kerfinu í september í fyrra og þá var eftir að færa gögn á milli og íslenska vefumsjónarhlutann mátti skilja svo að stutt væri að bíða að nýr vefur liti dagsins ljós. En margendurteknar fyrirspurnir félagsmanna hér á vefnum hafa lítinn árangur borið og það eru nú liðnir fimm mánuðir síðan SKÝRR skilaði af sér.
Er ekkert að gerast í málinu? Er hægt að svara einhverju um þetta?
Kv.
Barbara Ósk
-
AuthorReplies