Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.12.2004 at 04:57 #195032
Ég er mikið búinn að fylgjast með þessum frábæra
vef þó ennþá sé ég ekki ekki orðin félagi en ætlunin er
nú að bæta úr því alveg á næstunni.Enn það var nú allt annað sem ég ætlaði að minnast á.
Ég sá það hér á síðunni að hjá því ágæta fyrirtæki
R Sigmundsson þá fá félagar 4×4 8% afslátt af Garmin
vörum.Mér þykir það lítið þar sem um stórt félag með
marga félagsmenn er að ræða,og örugglega stæðsti hlutinn
af þeim staðsetningar tækjum sem í notkun eru ,eru Garmin
plús annað sem þeim fylgir eins og kort og fleira.
Vinsamlegast leiðréttið mig ef ekki er farið rétt með.
Eru þessi tæki ekki velflest versluð hjá R Sigmundsson
að undanteknum einhverjum örfáum sem hafa verslað á netinu
vegna hve dollarinn hefur verið lágur undanfarna mánuði.
Ég og tveir félagar mínir erum að versla við R Sigmundsson
sem sagt þrjú Garmin GPS tæki og okkur var boðið 10%.
Miðað við það fyndist mér sangjarnt að þetta öfluga
félag fengi allavega 10% þegar einstaklingum sem eru ekki
einu sinni í neinum svona félögum stendur þetta til boða.
Ég er mjög þakklátur fyrir þennan afslátt sem okkur var
boðinn,vildi bara viðra þetta við ykkur því mér finnst
það sanngirnis mál að félagar 4×4 fái þann afslátt sem öðrum er boðið.Að sjálfsögðu snertir þetta mig líka ef
ég fæ inngöngu í félagið.
kveðja
Dreki1
11.12.2004 at 04:18 #510864PS.
10 ára bíll er farinn að láta undan tímans tönn,LÍKA
TOYOTA. 48 þús á mánuði!Það er eins gott að hafa
sæmileg laun(mikil hlítur þörfin að vera)
Nei ekki fyrir tíu ára.En reyndar er síðasti kjáninn ekki dauður enn svo ef ´heppnin er með !!!!!!! og eiga eftir að fæðast fleiri.
En nóg um það bara að reyna að fá smá líf í þetta.
11.12.2004 at 02:19 #510862Talandi um þægindi þá er ekki úr vegi að minnast
aðeins á aðall jeppanna,,,MUSSO.
Ólíkt er það nú skemmtilegri jeppi en Cruiser jálkurinn
níðþungur og stirður.
Lítum svo á verðið.2.990.000- og veðsettur í topp
10 ára gamall.En allt í lagi það má hver sem er verðleggja
dótið sitt eins og menn vilja,og kanski eðlilegt að
menn reyni að teigja sig eins langt og mögulegt er
sérstaklega ef eignarhluturinn er svona rýr.
Þegar ég ákvað að kaupa Mussoin þá var ég búinn að skoða og
prufa marga jeppa og þar á meðal Cruiser og varð ekki
var við neina yfirburði þar.
Svo til að vera með aðeins skítkast út í viðkomandi
bíl þá hef ég séð marga fallegri jeppa en þennan.
Gamlar ljótar stálfelgur og grútskítugt teppið
afturí
Mussokveðja Dreki1
12.05.2004 at 03:40 #501837Það fást bensinbrúsar í Verkfæralagernum niðri í Skeifu
og kosta 2900kr.
Þetta eru þessir venjulegu 20L stálbrúsar sem við höfum
verið að nota,svo eru líka til 10L á sama verði.
Ég lenti þarna inn fyrir örfáum dögum og það er allt mögulegt þarna á mjög góðu verði.
23.04.2004 at 12:32 #194254Sælir strákar.
Oft hafa sést kvartanir yfir því að mynda albúmið sé
fullt og óvirkt.
Væri ekki tilvalið að sleppa skuggamyndunum, það er að
segja þeim myndum sem eru svo dökkar að það er ekki hægt
að sjá hvert myndefnið sé.
Bara datt þetta svona í hug
06.04.2004 at 15:29 #496102Haukur í Blossa reyndist mér vel,fljót og góð þjónusta.
Settar nýar disur i 6 spíssa og stilltir kr 45þúsund
06.04.2004 at 15:29 #503425Haukur í Blossa reyndist mér vel,fljót og góð þjónusta.
Settar nýar disur i 6 spíssa og stilltir kr 45þúsund
-
AuthorReplies