Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.05.2004 at 23:55 #502582
Kvöldið félagar
Núna í kvöld eru komin 52 á skrá í þórsmörk
Aðeins 12 Tímar þangað til að hætt verður að taka á móti í skráningu.
kv JÞJ
18.05.2004 at 23:45 #502820Sæll Bazzi
Ég held að það sé ekki spurning um hver er betri til lengri ferða hvað þægindi fyrir farþega varðar,þá er nokkuð öruggt að Runner hafi mikla yfirburði fram yfir DC.
kveðja
Jóhannes
18.05.2004 at 10:48 #502555Sæll Benedikt
Já það verður sennilega mjög gaman í mörkinni,og ég á ekki von á öðru en að það verði mjög flott á jöklinum hjá ykkur sem þangað fari.
Við komum til með af hafa gott auga með kallinum (ég meina tíkinni)hann verður nú að komast heim aftur.
Annar var tíkin að pæla í því að taka flugréttindin af honum og taka sjálf við.Bestu kveðjur á jökulinn
Jóhannes
18.05.2004 at 01:06 #502547Sæl/ir félagar
Mér datt í hug að setja inn fjöldann sem þegar er skráður núna í þórsmörk,og svona er lýtur þetta út.
Fjöldi manns = 40
Bílar = 16
_________________________________Lísa ég sendi þeim sem verða í skálanum Email um hvernig hægt verður að ganga frá skálagjaldi.
kveðja
Jóhannes
17.05.2004 at 13:17 #501893Hvernig er það er ekki hægt að fá seglpoka sem er hægt að setja brúsana í til að koma í veg fyrir svona tjón á teppum,eða annarskonar poka sem heldur ef eitthvað kemur uppá.
kv JÞJ
15.05.2004 at 00:09 #502357Sorry: það var skorið nokkuð mikið úr að framan,svo það er vel rúmt þannig að dekkin rekast hvergi utaní í beygjum.
15.05.2004 at 00:04 #502353Sæll Bjarki
Minn bíll er nú ekki mikið breyttur það var skorið úr að framan og skrúfað örlítið upp af framan,síðan var settur lober á kantana þar sem ég nota enn 31" kantana,og síðan voru dekkin sett undir og málið dautt,það eru enginn púði settur að aftan hjá mér
Kostnaður við þetta hjá mér með notuðum
35"dekkjum,notuðum felgum,úrskurði og með lober á kantana var 110 þúsundÉg þarf hins vegar að fá mér stærri kanta og líklega þarf bíllinn að koma aðeins hærra upp að aftan þar sem ég er búinn að fækka um eitt fjaðrablað.
Strákarnir í Bílar og hjól skáru úr fyrir mig og settu loberinn á.
kveðja
Jóhannes
14.05.2004 at 22:51 #502344Sæll
Þú getur haft samband við Aron í jeppasmiðjunni eða breytir,þeir eru að fara samstarf.
Einnig er hægt að hafa samband við þá í Bílar og hjól í Reykjanesbæ Nánar tiltekið Njarvík þeir eru með símann 421-1118,þeir eru Toppmenn með allar græjur.kveðja
Jóhannes
14.05.2004 at 21:20 #502158Sælir félagsmenn
það er laust pláss fyrir 2prs í skálann inní þórsmörk.
nú er um að gera að vera fyrst/ur og tryggja sér náttpláss.kveðja
Jóhannes
jthj@simnet.is
14.05.2004 at 21:14 #488720Hefur eitthvað verið rætt af stjórn eða félagsmönnum hvort það sé grundvöllur fyrir að útbúa merki á númeraplötur eins og merki klúbbsins eru.
kveðja
Jóhannes
R-3257
14.05.2004 at 21:14 #494427Hefur eitthvað verið rætt af stjórn eða félagsmönnum hvort það sé grundvöllur fyrir að útbúa merki á númeraplötur eins og merki klúbbsins eru.
kveðja
Jóhannes
R-3257
14.05.2004 at 14:02 #502292Sæll Patrolman
Það er nú gott að þú sért á lífi,ég var farinn að halda að eitthvað annað.
Hvernig er það með Patrol er hann ónýt eða ertu orðinn leiður á kraftleysinu í honum þar sem þú ert að pæla í LCcrus með GM.
Annars er nú gott að pillurnar virki og betri maðurinn sé að brjótast út,þar sem hinn var var búinn að taka yfir svo um munaði og gerði þér bara vont.
Hvenær förum við svo á fjöll að leita að manninum sem þú skildir eftir þar,var hann kannski kominn til byggða með ferosa í eftirdragi.kv JÞJ
14.05.2004 at 01:57 #502223Til hamingju með tilvonandi Suðulands litlunefnd og megi hún vaxa hratt hjá ykkur.
Mbk
Jóhannes
R-3257
13.05.2004 at 12:33 #501969Er komið stríð eða hvað er að gerast,ég hef nú haldið því fram að Litladeildin sé í raun innan klúbbsins og allt það sem henni viðkemur verður að vera í samræmi við stjórn F4x4.
Leyfum þeim í Írak halda utan um stríðið en við hér heima á fróni ættum frekar að halda saman utan um klúbbinn.kv Jóhannes
13.05.2004 at 12:17 #194351Sælir/ar félagar
Ég vil minna ykkur Vetrarslútt 22 MAI í Þórsmörk nánar tiltekið í Básum.
Frekari upplýsingar á heimasíðu Litludeildarinnar.
Skráning er hafin í netf: jthj@simnet.iskveðja,
Litlanefndin
Laugi
Stefanía
Stefán
Nína
Jóhannes
12.05.2004 at 19:09 #488712Jeep sheep beep eða þannig.
MMC er mátturinn og hana nú,þá vitið þið hvaða tegund á að vera á merkinu.JÞJ
12.05.2004 at 19:09 #494411Jeep sheep beep eða þannig.
MMC er mátturinn og hana nú,þá vitið þið hvaða tegund á að vera á merkinu.JÞJ
12.05.2004 at 15:18 #501921Sælir félagar
Tek undir hvert orð hér að ofan,Mörkin er löngu búin að sprengja allt sem á að heita pláss utan af sér,innan F4x4 klúbbsin eru margir sprenglærðir einstaklingar sem eru með mjög góða sérþekkingu á mörgum sviðum og finnst mér að klúbburinn ætti að boða þessa félaga á fund og fá gróft mat á hlutina sem síðan er hægt að útfæra betur þegar einhver ákvörðun er komin.kv
Jóhannes
R-3257
10.05.2004 at 00:01 #501752Núna þegar sumarið er að ganga í garð fer torfæran að komast á fullt skrið og henni verður líklega sjónvarpað,er ekki möguleiki að ræða við þá sem framleiða þá þætti og fá þá jafnvel til að gera þátt um breytta jeppa,eða að fara í samstarf við þá um einn eða tvo þætti.
Nú eða að ræða við þá í Umferðaráði um gera þátt eða þætti.
Hvernig er það var ekki Artic Trucks að gera einhverja þætti um breytta jeppa frá þeim einhvern tíman eða er það vitleysa hjá mér.
Svo er það líka möguleiki að ræða jafnvel Ómar Ragnarsson þann landskunna bílaáhugamann,kannski að hann eigi einhverjar spólur um breytta jeppa.
Það er líka jeppaáhugamaður að vinna á stöð 2 sem hefur verið að prófa hinu ýmsu jeppa og önnur faratæki fyrir Ísland í dag,kannski væri ráð að tala við þá á stöð 2 um gerð á einum þætti.
kv
Jóhannes
R-3257
08.05.2004 at 23:07 #500857Það er bara ekkert gaman að láta tala svona um sig:
Þetta voru orð þín luxilíus fyrir stuttu,ef þú kannt ekki að taka gríni mæli ég með að þú hættir að skjóta þínum skotum á aðra og jafnvel hverfir inní skelina þína því mér finnst þú persónulega eyðileggja vefinn hérna með aulahúmornum þínum.
-
AuthorReplies