Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.02.2004 at 22:54 #486586
Þú ert ekkert að fara útfyrir efnið Stefán. Við skulum spá og spekulera um allt sem viðkemur okkar bílum.
Ég er ennþá að nota kóarann sem tölvuborð en það breytist vonandi fljótt.
Það eiga eflaust einhverjir góðar hugmyndir (jafnvel myndir)af tölvuborðsfestingu í pæjurnar okkar og vonandi til í að deila því með okkur.
Kveðja Halli.
03.02.2004 at 13:00 #486582"Pajeroinn" var að spá í hvað mætti skrúfa mikið upp í olíuverkinu.
Þær upplýsingar sem ég hef eru að menn skrúfa magnstilliskrúfuna (réttsælis / herða) 15 min. (1/4 úr hring)
Það svínvirkar til dæmis í borgarakstri og styttri sprettum. Ég mæli ekki með svo mikilli aukningu ef menn eru ekki með afgashitamælir og keyra lengi á fullu álagi. Það kostaði mig ónýta pústgrein í 110.000km og ónýtt hedd í 120.000km.
Kveðja Halli.
02.02.2004 at 23:39 #486576Benni
Við Valur fengum okkar mæla í Samrás
Kveðja Halli.
02.02.2004 at 23:29 #486574Ég prófaði própan á mínum bíl. (heimaskítmix) Var með kútinn við hliðina á mér og slöngu fram í loftínntak.
Skrúfaði svo frá smátt og smátt á keyrslu en fann ekki neina kraftaukningu, bara meira vélarhljóð og aðeins hærri afgashita. Hann hinsvegar bætti við sig snúning í hægagangi.
Þetta prófaði ég reyndar áður en ég fór að fikta í boostinu.
Kanski þarf flóknari búnað við þetta og svona heimaskítmix virkar ekki????????
Kveðja Halli.
02.02.2004 at 23:12 #486572Er með ódýran þrýstimælir ú landvélum. Var með mælir sem síndi 15 pund og nálin titraði töluvert. Er núna með mælir sem sínir 20 pund og nálin titrar nánast ekki neit.
Var að spekulera, þurfum við ekki mælir sem sínir líka mínustölur (vacum). Sjáum við þá ekki þegar við gefum inn og mælirinn sínir mínustölu (áður en túrbínan kemur inn)hvort loftsían er að stíflast (hversu neðalega mælirinn fer)??????????
Kveðja Halli.
02.02.2004 at 18:53 #486564Sæll Emil.
Væri alveg til í að fá nánari lýsingu á þessum booststillibúnaði hjá þér. Hljómar nokkuð vel, og veit ég að fleiri hafa áhuga á þessum búnaði.
(Fæ kanski að skoða þetta hjá þér næst þegar ég er á höfuðborgarsvæðinu).
Kveðja Halli. E-1339
02.02.2004 at 18:32 #486560Gaman hvað Benni tók vel við sér og ákvað að flýta breytingum á Pajerónum sínum.
Mín reynsla er sú að mér finnst minn bíll fara meira á 15" breiðum felgum heldur en á 13", þannig að ég mæli með 14" frekar en 12". (er á Ground Hawk).
Ég er með KN síu en orginal púst þannig að ég finn ekki mun að neinu gagni. En sverara púst er á leiðinni. Spurning hvort 2 1/2" opið púst væri ekki nóg á þessar vélar.
Ef þú ætlar að bæta við olíuverkið ráðlegg ég þér að bæta lítillega við það og auka boostið um leið til þess að afgasið fari ekki upp úr öllu.
"Pajeroinn" var að spá í túrbínuinnkomuna (á öðrum þræði).
Túrbínan hjá mér kom inn með sparki á 1700-1800 sn. en eftir að ég jók boostið kemur hún inn á 1500 sn. (með sparki). Túrbínan hjá vini mínum "Vals" kemur inn jafnt og þétt og veit ég ekki hvort er eðlilegra.
Emil Toyotumaður, engin fýla þó að þú skrifir hérna, reynsla annara er velkomin hérna, besta mál, og ekki skemmir ef við Pajeró eigendur getum nýtt okkur hana.
Kær kveðja Halli
02.02.2004 at 14:40 #486556Ég setti inn mynd af stilliskrúfunni í olíuverkinu á 2,8 tdi. Myndaalbúm Dittó (Pajeró)
Það er alveg skelfilegt að komast að þessari skrúfu. Ég myndi ekki reyna að komast að henni öðruvísi en að rífa spíssarörin frá. Reyndar er ég með barka frá stilliskrúfunni og inn í bíl. En hef ekkert fiktað í þessu þar sem ég er að fikta í boostinu til að samræma það afgashitanum.
02.02.2004 at 11:35 #485972Sæll Bjarki
Skoðaðu þráðinn Pajeró tækniþráður/fróðleikur.
Kveðja Halli
02.02.2004 at 11:27 #486546Til þess að auka boostið í Pajeró 2,8 tdi.
Ef þið skoðið myndaalbúm Dittó (Pajeró) þá segja myndirnar allt sem segja þarf.
Prófaði 2,0 mm skinnur sem gáfu ca, 1 pund boostaukningu
Prófaði 5,2 mm skinnur sem gáfu ca, 4 pund boostaukningu
prófaði 3,9 mm skinnur sem gáfu ca, 3 pund boostaukningu
4 punda boostaukning er aðeins of mikið (í mínum bíl)þá átti öriggisventillinn sem er aftaná soggreininni það til að blása út.(á að vera stiltur á 17 pund)
Nota 3,9 mm skinnur (3×1,3mm) og er boostið hjá mér 14 pund eftir millikælir (15 pund fyrir millikælir)
Ég finn greinilegan mun á afli og afgasið er mun lægra.
Rúnar tæknimaður hjá Heklu sagði mér að það væri í lagi að fara með boostið í 13 pund (þannig að ég er að svindla á einu pundi)
Kveðja Halli E-1339
ps. það var búið að skrúfa upp í olíuverkinu hjá mér og var afgasið allt of hátt. Fór upp í 950°c. ég minkaði örlítið við olíuverkið og jók boostið og afgasið lækkaði niður í 750°c (á fullu álagi) Krafturinn er síst minni.
Halli.
01.02.2004 at 20:32 #193627Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
(óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
Vonandi er framtíð í þessum þæði
Kveðja Halli E-1339
29.01.2004 at 13:40 #484236Sælir félagar.
Er á Pajeró Árg. 98 2,8 tdi.
38" dekk, org. hlutföll, beinsk.
eiðslan er 13-15 L/100 km. í blönduðum akstri.
Félagi minn "Vals" er á eins útbúnum bíl nema að hanns er
sjálfsk. og er hann að sjá mjög svipaðar eiðslutölur.
Mjög sáttir Pajeró eigendur.
Kveðja Halli E-1339
28.01.2004 at 14:07 #485964Sælir félagar.
Margt hefur verið prófað, spáð og spekulerað.
Menn eru að bæta við oliuverkið, bæta við boostið, fá sér Hiclone og jafnvel sprauta gasi inn á vélina.
Og virðist mér flestir vera að slást við það sama, of háan afgashita.
Mér finnst líka gaman að spá og spekulera. Hefur einhver prófað að sprauta súrefni inn á vélina í staðin fyrir gas.
Gefur það ekki hreinni bruna og kaldara afgas?
Kveðja Halli E-1339
26.01.2004 at 22:51 #485914Sæll Jón Þór
Rúnar tæknimaður hjá Heklu segir að það sé óhætt að blása 13psi í 2,8 Pæjuvélarnar.
Minn er að blása 12psi (2,8 Pæja) og er ég að Spá í að fara í 13psi.
Er þetta ekki eithvað svipað hjá Patrol ?
Vona að þetta komi að notum.
Kveðja Halli E-1339
16.01.2004 at 15:34 #484568Sæll paejo. Þegar glóðakertin fóru hjá mér í ca 100.000km.
birjaði hann á þessu prumpi í gangsetningu (kaldur)og
reykti eins og Patrol á meðan hann var að hökta í gang.
Fékk mér kerti í Bílanaust, kostuðu minna en entust alveg
í heila 15.000km. Fékk mér orginal kerti í Heklu sem kostuðu
aððeins meira ca.15.000kr (4stk.) með 4×4 afslætti.
Ég vil það frekar ef endingin er kanski 7 sinnum lengri.
Vona að þetta komi að notum
Ps. Er með 2,8 Pajero árg. 98
Ps.Ps. Þegar kertin fóru hjá mér þá stittist hitatíminn
úr ca 4-5 sek í 1-2 sek. vegna þess að klukkan reiknar út
viðnámið í kertunum.
Kveðja Halli
E-1339
08.12.2003 at 15:02 #468500Þessar tölur eru fyrir túrbínu.
Pústgreinina fann ég bara í umboðinu og kostar hún þar rúmar 30.000 alíslenskar krónur :@(
Samt snjókveðja Halli E-1339
08.12.2003 at 14:30 #468494Sælir félagar!
Reyndar slæ ég af áður en afgasið fer í 940°C. Hef heyrt að afgashitinn megi ekki fara yfir 700 – 740°C. Ef afgashitinn fer yfir 700 – 740°C fer pústgreinin að hvítna og síðar að vinda uppá sig og springa sem leiðir síðar niður í túrbínu og þá þurfa menn að eiga svert peningaveski! Ég reyni að passa að fara ekki yfir þann hita, (nema í stuttum brekkum þá kannski ca. 800°C). Áður en ég fékk afgashitamælirinn var ég stundum að draga hestakerru (og þá með allt í botni ef það var mótvindur eða hallaði á móti). Og þá hefur afgashitinn verið yfir 900°C og hugsa ég til þess með hryllingi! Enda grillaði ég pústgreinina, fékk mér aðra pústgrein og afgashitamælir og hef reynt að passa uppá hitann eftir það, (ein pústgrein kostar svipað og 2 afgashitamælar).
Vona að þetta komi að einhverjum notum.
Snjókveðja!! Halli E-1339
07.12.2003 at 00:47 #468474Boostið hjá mér er 12 pund.
samt hef ég séð afgasið fara upp í 940°c (fyrir túrbínu)
Kveðja Halli
E-1339
06.12.2003 at 13:55 #193286Sælir félagar. Langaði aðeins að segja ykkur frá viðskiptum mínum við Bílanaust, (en Bilanaust hefur verið dálítið á milli tannana á fólki hérna á vefnum og þá helst á neikvæðum nótum) Þannig er að ég bý úti á landi og fékk bílaverkstæði staðarins til þess að panta fyrir mig glóðarkerti í Pæjuna mína sem var ekkert mál og allt gekk vel. En 15.000 km síðar voru öll kertin ónýt. Ég hringdi í verslunarstjórann í Bílanaust og sagði honum sögu mína,(kertin sem ég nota voru uppseld í Bílanaust og ég keypti ný annarstaðar). Verslunarstjórinn sagði ekkert mál við endurgreiðum þér kertin. Komdu bara með gömlu kertin og nótuna eða sendu mér þetta. Ég fór síðan til Reykjavíkur með kertin en gleymdi nótunni. Talaði við verslunarstjórann, hann var ekki við en hringdi í afgreiðslumann sem fletti smá stund í tölvunni og, ekkert mál ég fékk kertin endurgreidd. Þessi þjónusta fannst mér alveg frábær. Skiftumst á reynslusögum, líka jákvæðum.
PS Ég er óhlutdrægur að öllu leiti varðandi Bílanaust.
Það hlýtur að koma meiri snjór.
Kveðja Halli. E-1339
21.11.2003 at 13:14 #481162Bensínslanga sem ég keypti í Landvélum er mjúk, þolir góðan þrýsting og mikið frost. Lét þá þrykkja á endann ventlastút sem ég boraði síðan út. (gott fyrir pílulausu ventlana sem ég boraði líka út) Keypti síðan annan ventlastút sem ég sting uppí utboraða ventlastútinn ef ég þarf að pumpa í ventla með pílu í. (Er með Fini loftdælu og þrýstingurinn frá henni dugir ekki einn og sér á stífar pílur.)
Þetta kostar sáralítið.
Kveðja Halli.
E-1339
-
AuthorReplies