Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.03.2004 at 20:25 #501371
Sæll Þórður.
Ef þú ert tilbúin að keyra á Snæfellsnes þá er ég meira en tilbúin að fara með þér upp á snæfellsjökul á morgun (ef veður leyfir.)Ekki væri verra ef einhverjir aðrir slægjust með í för. Fór þangað á síðasta mánudag og var rosalega gaman, þungt færi á jöklinum. (myndir úr ferðinni í myndaalbúmi Dittó undir Smæfellsjökull 22 mars)
Kveðja Halli. S: 866-7899
25.03.2004 at 11:21 #486754Til hamingju Geiri Gúrka með 100 póstinn á þessum spjallþræði og rjúfa þann múr.
Höldum áfram með málefnalegar skoðanir,pælingar, tækniuplýsingat, reynslusögur og fleira um Pæjurnar okkar.
Þessi þráður hefur ekki farið eins og margir góðir þræðir út í einhverja vitleysu (pabbi minn er sterkari en pabbi þinn) og að mínu mati er þessi þráður innihaldsmikill og góður. Vona að þessi þráður nýtist mönnum og konum hér eftir sem áður.
Kveðja Halli.
24.03.2004 at 23:56 #486752Sæll Siggi.
Þú talar um að blinda EGR ventilinn sem sé hluti af mengunarvörn.
Þetta líst mér vel á að öllu leyti nema einu.
Þegar vélin gengur hægagang dregur hún að hluta til heitt loft inn um þennan ventil frá pústgreininni sem leiðir af sér heitari gang á vélinni í hægagangi og heitari miðstöð, sem gæti komið sér vel við hinar ýmsu aðstæður.
En ef þetta hefur lítil sem engin áhrif á hita vélar (miðstöðvar)í hægagangi líst mér vel á þetta að öllu leyti.
Kveðja Halli.
24.03.2004 at 11:56 #486738Sælir félagar.
Til hamingju með póst nr. 100 Benni.
Fór á Snæfellsjökul í fyrradag (22 mars) á nýju skónum (39,5") Rosalega gaman, þungt færi en vantaði sambærilegan bíl á 38" til að fá samanburð á drifgetu.
Var samt mjög ánægður með hvað hann gat.
Setti myndir í myndaalbúmið (Snæfellsjökull 22 Mars).
Þarf að fara að komast í góða ferð með öðrum bílum og sjá hvað hann getur.
Kveðja Halli.
24.03.2004 at 10:59 #486730Sæll Siggi.
Þekki þessa bíla bara á orginal og 38"
þessa bíla er frábært að keyra á 38". Síst verri en óbreyttir. þannig að hann hlýtur að vera góður á 35"
Afl er kannski í lágmarki með óbreytta vél, en ef þú skoðar þráðinn hér fyrir ofan sérðu hvernig ég breytti minni vél.
Eru ekki BFG dekkin jafnbest? þekki BFG bara á öðrum bílum og líkaði vel.
Hafþór "Eiríksson", Benni "Hmm" og aðrir félagar þekkja þessa bíla miklu betur en ég á 35" (Með von um að reynslubolti á 35" Pæju bæti við þennan póst)
Kveðja Halli.
20.03.2004 at 20:53 #486726Sæll Siggi
´98 Pæjurnar eiga að vera með rafmagnsstýrða mæla.
Á mínum bíl er breytirinn á millikassanum en ef Hekla breytir svona bílum er líklegt að breytirinn sé undir útvarpinu.
Minn bíll er ekkert hækkaður á boddíi en samt á 39,5" dekkjum og hann tekur því bara nokkuð vel. (sjá myndir í albúmi, bílarnir okkar) þannig að þú ættir auðveldlega að koma undir hann 35" án þess að hækka hann á boddíi. Veit ekki hvort þú sleppur við það að færa hásinguna? Minn var skrúfaður upp að framan. Hásing færð aftur um nokkra cm. og settir 3cm klossar ofan á gormana þannig að það er spurning hvort þú þarft klossa fyrir 35". (Reyndar er ég komin með loftpúða að aftan og er það hrein snilld).
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Kveðja Halli.
20.03.2004 at 18:35 #499509Sælir félagar.
það sem ég gerði var að ég fékk mér ventlastút með klemmu og bensínslöngu (þrykkt og flott) í Landvélum. Boraði ventlastútinn út (fljótari að pumpa í pílulausa ventla, sérstaklega útboraða) fékk mér svo annan ventlastút (með klemmu) sem ég sting upp í hinn þegar ég er að pumpa í ventla með pílu í. Smellpassar og svínvirkar.
Vona að þetta skiljist.
Kveðja Halli.
20.03.2004 at 18:35 #492249Sælir félagar.
það sem ég gerði var að ég fékk mér ventlastút með klemmu og bensínslöngu (þrykkt og flott) í Landvélum. Boraði ventlastútinn út (fljótari að pumpa í pílulausa ventla, sérstaklega útboraða) fékk mér svo annan ventlastút (með klemmu) sem ég sting upp í hinn þegar ég er að pumpa í ventla með pílu í. Smellpassar og svínvirkar.
Vona að þetta skiljist.
Kveðja Halli.
19.03.2004 at 23:19 #499498Líka til í Fossberg á tilboði.
19.03.2004 at 23:19 #492238Líka til í Fossberg á tilboði.
19.03.2004 at 13:40 #486718Sæll Benni. Takk fyrir hólið strákar.
Það gekk mjög vel að koma þessu undir, skrúfaði bílinn aðeins upp að framan og örlítið meira loft í púðana að aftan, annað gerði ég ekki. Þar sem minn bíll er ekkert hækkaður á boddíi hlítur þetta að ganga á Pæjum sem er búið að hækka á boddíi. Í fullri beygju og keyra í mishæðir ná dekkin aðeins að narta í stuðarahornin.
Mér finnst þessi dekk ekki eins góð og GH á malbiki en samt finnst mér þau betri en DC.
Veit ekki hvort þetta er "this is it" er bara búin að vera með þessi dekk undir í nokkra daga. En það sem komið er lofar góðu.
Það er greinilega þyngra að snúa þessum dekkjum, td. brekkur sem bíllinn hélt 100kmh. á GH fer hann nú á 90kmh. Eiyðslutölur hef ég ekki ennþá, en þær koma.
Já það væri gaman að reyna sig við sambærilega bíla og sjá hvort þetta brölt á mér sé að skila einhverjum árangri.
(myndir í albúmi)Kveðja Halli. (bara bjartsýnn)
19.03.2004 at 01:07 #486712Sælir félagar.
Var að setja nýja skó undir pæjuna.
39,5" TrXus.
Vona að þetta komi vel út. Á eftir að reyna þessa fínu skó af einhverju viti. Hef bara prufað þá í einni ferð upp á Snæfellsjökul og var með í för 38" björgunarsveitar Patrol og fannst mér ég hafa yfirburði í þeirri ferð. (kannski ósangjarnt að miða sig við þungan Patta á 38").
Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig þetta kemur út.
Kveðja Halli.
07.03.2004 at 14:40 #468536Veit ekki hvernig þetta er í 2L vélinni en lenti í því að á MMC Galant (reyndar 2000 bensínvél) sem sonur minn eignaðast að hann gekk illa og þjappaði illa á 1 og 2. Komst að því að fyrri eigandi var búin að eiga lengi í þessum leiðindum, hann var búin að láta plana heddið og skifta tvisvar um heddpakningu en ekkert gekk. Ég reif heddið í sundur mældi ventlana og komst að því að tveir ventlar voru 0,4 mm of langir (útblástursventlar á 1 og 2). Þetta var meira en vökvaundirlyfturnar réðu við. Stytti þá, setti saman og vélin gengur eins og klukka.
Vona að þetta hjálpi.
Kveðja Halli.
05.03.2004 at 15:08 #486706Eins og af flestu fer tvennum sögum af eyðslu, með superchips. Þær upplýsingar sem ég hef eru að eyðslan getur minnkað í sparakstri (meira tog), eyðslan gæti orðið svipuð í venjulegum akstri, en þar sem að þú ert að fá fleiri hestöfl út úr vélinni kallar það á meiri eyðslu við mikið álag. Hér er svo linkur á heimasíðu Superchips á Íslandi, http://www.superchips.is/
Kveðja Halli
27.02.2004 at 10:17 #486702Sæll misa
Til að ná meira afli úr V 6 3000 er einfaldast að svera pústið og setja í hann super chips tölvukubb sem breytir spíssatíma og kveikjutíma. (Hekla mælir með þeim kubb þar sem hægt er að tengja bílinn við bilanagreynir með þeim kubb.) Síðan er hægt að fara lengra og plana heddið (ná upp hærri þjöppu) einnig er gott að setja í hann flækjur sem auka togið töluvert, en það framleiðir engin flækjur í þessar vélar og það er dýrt að láta smíða þær (hátt í 100.000)
Vona að þetta svari einhverju.
Kveðja Halli
27.02.2004 at 09:58 #486700Sæll Krossi
L 200 ´98 á að vera með aftengingu öxla inn við köggul eins og pajeróinn.
Ef ekki þá á driflokan úr eldri Pajeró að passa á hjá þér , en öxulinn er aðeins innar og það þarf að breyta einhverri skinnu til þess að öxullinn nái að tengjast driflokunni almennilega. (á svona lokur úr ´87 pajeró)
Kveðja Halli
25.02.2004 at 22:31 #486696Sæll "Pajeroinn"
Þetta hljómar svipað og þetta er hjá mér.Heklu menn segja að óhætt sé að fara með boostið í ca 13-14psi. (fyrir millikæli) en ég er með boostið 14psi eftir millikæli. (svindla kannski á einu psi.)
Olíumagnsaukningin hjá mér er svipuð og þú ert að spá í.
þrýstitapið í millikælinum er 1 psi. (Þú skildir þetta rétt)
Við þessar breytingar hjá mér breyttist afgashitinn ekkert í langkeyrslu við "normal" aðstæður, ca 350-500°c.(fyrir túrbínu) en við fullt álag lækkaði hitinn úr 950°c í 750- 800°c og krafturinn ekki síðri.
En fáðu þér sem fyrst afgashitamælir.ps. "400.000 kr Hekluheddin" eru til í Kistufelli á 103.000 kr.
Kveðja Halli.
20.02.2004 at 12:59 #486674Sæll hj
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef (úr höfuðstöðvunum) eru allar pæjur með eins vindustangir. (sama stífleika og lengd) Bensín, dísel, stuttir, langir. Síðan eru settir í þá demparar sem hæfa hverjum bíl og stilliskrúfan stillt eftir atvikum.
Kveðja Halli.
20.02.2004 at 12:48 #486672Sæll Siggi "Traxxas"
Ef þú ert á dísel og reykurinn ekki mikill er þetta eðlilegt. (olíuverkið að stilla sig aftur inn miðað við aðstæður). Ef þú ert með 2,8 vélina er hún viðkvæm varðandi loftsíuna. Ef þú ert með bensínvél er hugsanlegt að þetta séu ventlaþéttingarnar. (sel þetta ekki dýrara en ég keypti þetta, í Heklu.)Kveðja Halli.
20.02.2004 at 12:29 #486670Sæll AGNARE.
V 6 3000 vélin árg. 89 er 142 hö.
Árið 94 koma þessar vélar 24 ventla og eru þá um 160 hö.
Þessi vél hjá þér er öflug og þolir að vera tjúnuð upp.
Kveðja Halli.
-
AuthorReplies