Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.06.2004 at 00:16 #503686
Sæll aftur Corvus
Ef það er farið hjá þér hedd skaltu láta verðgildi bílsins ráða því hvað þú gerir.
Ef annað heddið er farið (sprungið) er líklegt að hitt eigi ekki langt eftir þar sem bæði heddin eru búin að upplifa sömu aðstæður.
Ódýrustu heddin eru (mér vitanlega) í Kistufelli og gætu kostað um 80.000 kr. stykkið.Munið eitt félagar að skifta um frostlög á 3 ára festi því þá fer hann að missa eiginleikana t.d. tæringarvörn og þá byrjar kælivatnið að tæra heddið að innan og jafnvel orsaka sprungur $$$$$$$$$
Vona að þetta komi að notum.
Kveðja Halli.
08.06.2004 at 18:04 #503678Sæll Corvus.
Kannast mjög vel við þessa lýsingu hjá þér.
Í mímu tilfelli var heddið farið og ég held að það sé ráðlegast hjá þér að fara beint í að rífa heddin af og ef þú sérð ekkert að heddpakninguni eða heddunum skaltu fara með þau í þrýstipróf (kistufell eða annað gott verkstæði)
Vona þín vegna að þetta sé bara pakningin.Kveðja Halli.
02.06.2004 at 14:50 #486936Sæll Pétur.
Ég setti spilbitann sjálfur á hjá mér. Sauð efnisrör á milli grindarbitanna og prófíl þar á (fram úr miðjugatinu á plasthlífinni). En það skröltir allt sem framan á það fer svo ég setti eins prófíla í ystu götin á plasthlífinni(í flútti við miðjuprófílinn) soðnir í beinu framhaldi af grindarbitunum og allt skrölt hvarf (þvílíkur munur). Þessa prófíla er hægt að nota fyrir drullutjakkinn og einnig ef þú ert vel fastur (td. í krapa) það má taka hraustlega á þeim, jafnvel slíta grindina úr bílnum án þess að prófílarnir gefa sig.
Ég setti myndir af þessu í albúmið (Pajeró)
og eins og sjá má eru gömlu drullutjakksfestingarnar nánast óþarfar.Kveðja Halli.
31.05.2004 at 22:04 #503299Fór upp á snæfellsjökul í dag.
Færið var mjög þungt og blautt.
Komst kanski hálfa leið upp, en veðrið var frábært.Kveðja Halli.
31.05.2004 at 12:31 #503295Sælir félagar
Var að sjá þennan póst fyrst núna, þar sem að síðan var óvirk á laugardagskvöldið (kemur aðeins of oft fyrir) og sunnudagurinn fór allur í fermingarveisluundirbúning og fl.
En vona að þessi sprunga hafi ekki orðið ykkur til trafala.
Tók punkt ca 3 bíllengdir fyrir neðan sprunguna.
64 48 211
23 46 472
Sprungan var þvert á akstursleið og ef hún er eins og hún var er hún ca 1m breið, efst var hún ca 30cm breið vegna lausasnjó og náðum við ekki að lýsa niður í botn.
Þegar lausasnjórinn efst í sprungunni bráðnar held ég að hún geti auðveldlega gleypt snjósleða.
Björgunarsveitarmaður sagði mér að betra væri að fara aðeins austar upp (spurning um "geðgóða" sjófellsmenn)
Var jafnvel að spá í að fara þarna upp í dag ?
Gaman væri að heyra hvernig gekk og hvernig færið var ?
Kveðja Halli.
25.05.2004 at 23:57 #486926Sælir félagar.
Þegar ég keypti minn bíl var hann á 38" og búið að keyra hann 60.000km og eitthvað á 38" og að ég best veit ekki búið að skipta um neitt í honum. Núna er hann komin í 130.000km. Það er búið að keyra hann ca 50.000km orginal og ca 80.000km á 38" (eitthvað á 39,5") og ennþá er ekki farið að skipta um neina krossa legur klafa fóðringar uppheingju eða stírisenda í honum (ekkert sem snír að hjóla eða drifbúnaðinum nema bremsuklossa)
(7 9 13) Kanski er komið að ÞVÍ ???Þetta finnst mér frábær ending á breyttum jeppa.
Ánægður Pajeró eigandi.
Kveðja Halli.
25.05.2004 at 10:18 #503031Fini er til bæði 12 og 24 volt
kveðja Halli.
16.05.2004 at 19:21 #502422Sæll aftur Bæring.
Afgashitinn hjá mér er 4-500°c fyrir túrbínu í venjulegri keyrslu (100) en við fullt álag fer hitinn strax í 740-750°c en á fullu álagi í lengri tíma fer hitin í rólegheitunum í 800°c.
Ádur en ég fiktaði við vélina hjá mér for afgashitinn í 950°c og kostaði það mig nýja pústgrein og hedd í 100.000km (1/3 af venjulegri endingu).
Hef heyrt að fari hitinn yfir 750°c (fyrir túrbínu) í lengri tíma byrji líftími vélar (hedd pústgrein og túrbína) að styttast.
Hef líka heyrt að munur á afgashita fyrir og eftir túrbínu geti verið allt að 100°c en þú ert með mælirinn í kuðungnum þá gæti munurinn verið eitthvað minni ??
Reyndar er ég á Pajeró en þú á Hilux. Er ál og stál frá japan ekki sami grautur í sömu skál ???
Vona að þetta komi að notum.
Kveðja Halli.
16.05.2004 at 01:34 #502413Sæll Bæring
Ertu með afgashitamælirinn fyrir eða eftir túrbínu ????
Kveðja Halli.
14.05.2004 at 23:29 #502215Sæll Sigurfari.
Ég er með ballansstöngina í hjá mér og er alltaf með opið á milli púðanna og bíllinn er ekkert svagur við þetta reyndar skemmtilegri fjöðrun í venjulegum akstri en í miklum hliðarhalla loka ég á milli púðanna (get blásið í annan og hleypt úr hinum)
Með því að hafa opið á milli púðanna held ég (vona) að ég komist hálfa (jafnvel alla) leið í það að aftengja balansstöngina. (miðað við orginal, gormar + ballansstöng)
Vona að þetta skiljist.
Kveðja Halli.ps. ég hef verið að spá í hvort það sé munur á að vera með gorma og enga ballansstöng í misfjöðrun. Þá er töluverð spenna á öðrum gorminum en hinn nánast hlutlaus. og hinsvegar púða og ballansstöng og opið á milli púðana, þá eru púðarnir hlutlausir en spennan bara í ballansstönginni (fer kannski mest eftir stífleika ballansstangarinnar)
Vona að þetta skiljist líka.
Er þetta ekki bara málið.
14.05.2004 at 18:07 #502194Sæll aftur Keli
loftpúðarnir mínir 1300kg kostuðu um 15.000kr stykkið -4×4 afsláttur og fittings um 5.000kr af einföldustu gerð. ventill, T stykki, tveir kúlulokar, slöngur, og hné sem skrúfast í púðana.
1500kg púðarnir eins og Vals er með kostuðu um 23.000kr stykkið -4×4 afsláttur og er loftstýribúnaðurinn hjá honum mun dýrari og fulkomnari.
vona að þetta hjálpi.
Kveðja Halli.
13.05.2004 at 23:28 #502163Sæll Keli
Þekki ekki þetta sem þú ert að spá í en er sjálfur með loftpúða að aftan og það er skemst frá því að segja að þetta er hrein snilld. Ég er með 1300 kg púða með 30cm slaglengd og "Vals" er neð 1500kg púða með 25,4 cm slaglengd og þetta er að svínvirka hjá okkur. Púðana færð þú í Part ehf Eldshöfða og fittings í Barka Kópavogi.
Erum báðir á ´98 Pæjum 2,8 dísel
Vona að þetta leiði þig á rétta braut :0)
(kanski er þetta sniðugt sem þú ert að spá í, veit ekki)
Kveðja Halli.
07.05.2004 at 13:18 #486892"Vals" var að spá í hita í sjálfskiftingu.
Og ætla ég enn og aftur að vitna í upplýsingar úr höfuðstöðvunum.
60°c er normal. 80°c allt í lagi. Viðvörunarljósið kveiknar í ca. 100°c. Olían síður við ca. 120°c
Sjálfskiftingin á að þola þennan hita en ef olían ofhitnar ca. 120°c (nóg einusinni) missir hún eiginleikana og byrjar að skemma sjálfskiftinguna. Ef þig grunar að olían hafi hitnað upp að suðumarki skalt þú skifta strax á skiftinguni.
Vona að þetta svari einhverju.
Kveðja Halli.
07.05.2004 at 12:58 #486890DABYPAJ var að spá í hvort það væri segjutengsl í millikassanum í Pajeró.
Þær upplýsingar sem ég frá höfuðstöðvunum eru þær að það er segjutengsl (Vicous kúpling) í millikassanum.
Hún virkar þannig að þegar keyrt er með bílin í framdrifinu (ekki með læstan millikassa) og framhjólin fara að snúast hraðar en afturhjólin (eða öfugt) hitnar Vcu kúplingin og myndar tregðu á milli fram og afturhjóla. Stórsniðugt Td. í hálku, en ef þetta er notað í lengri tíma undir álagi er hægt að skemma þessa kúplingu.
Kveðja Halli.
01.05.2004 at 21:18 #500425Smá viðbót í umræðuna.
Litlir hræddir við stóra!
Sumir hræddir við að mæta öðrum, aðrir hræddir við að mæta hormónatröllum (breyttum jeppa) á þá bara að banna breytta jeppa?
Þegar ég er í umferðinni hvort heldur á mínum fjallajeppa eða mínum fólksbíl finnst mér ekkert mál að mæta hormónatröllum eða fullvöxnum flutningabílum.
Það er eitt sem mér finnst hrikalegt að mæta á þjóðvegum landsins. Það er þegar bændurnir skríða úr púpunum sínum á vorin og æða um alla vegi fram eftir sumri á sínum "traktorum", sumir hverjir hrikalega stórir og ná töluverðum hraða, með gálga (ámoksturstæki) framan á þessum vélum og þar framaná heykló, heyrúllugaffla, eða annað ógnvekjandi og keyra með þetta fulla ferð, gafflana beint fram og í framrúðuhæð á mínum bíl.
Sem betur fer eru ekki allir sem haga sér svona en það skeður samt of oft.
Þetta finnst mér hrikalegt og á ég þá ekki bara að fara fram á að banna "traktora" á þjóðvegum landsins, eða þarf ég að hafa einhverja ráðherratign til þess að það það sé hlustað á mig. :0)Kveðja Halli.
es.Held áfram að vera í góðu skapi. :0)
09.04.2004 at 13:22 #486874Sælir félagar.
Smá reynsla af 39,5" TrXus.
Ætlaði að leifa ykkur að fylgjast með hvernig þau kæmu út.
Fór upp á Langjökul um síðustu helgi. Tvær Pæjur og tveir Pattar. Hinir voru á 38".
TrXusinn var að koma alveg ágætlega út. Fannst hann vera að virka aðeins betur en hinir í upphafi ferðar en svo hleyptu þeir meira úr og fannst mér við vera að fara svipað, hélt að ég væri búin að hleypa meira en nóg úr, ca 2 psi. (kann ekkert á þessi dekk) en í lok ferðar hleypti ég meira úr, ca. 1,5 psi. og þá fannst mér ég fara aðeins meira en hinir. (kanski var þetta "fannst mér" einhver vitleysa, en manni verður að finnast!!!)
Ég er búin að vera í töluverðu sambandi við Benna á Akureyri (hann hefur töluverða reynslu af þessum dekkjum) og sagði hann mér að ég gæti orðið fyrir vonbrigðum fyrst um sinn á meðan dekkin væru að mýkjast og tilkeyrast.
Ef þetta eru vonbrigðin þá er ég mjög ánægður með það sem komið er og hlakka til þess sem framundan er.
Þetta er líka spurning um felgubreidd. Benni er með 12,5" breiðar felgur en ég er með 15,5" breiðar felgur. Benni segist vera búin að prófa allt upp í 16" breiðar felgur og finnist honum 12,5" koma best út.Held áfram að leyfa ykkur að fylgjast með.
Kveðja Halli.
PS. Ætlaði að setja inn myndir en myndaalbúmið virkar ekki.
Þær koma bara seinna.
07.04.2004 at 12:46 #486850Sælir félagar.
Það var spurt hér ofar á spjallinu hvaða 38" dekk væru best.
38" GH finnst mér vera jafnbest undir Pæjurnar.
(veghljóð, drifgeta, rásfesta, verð og fl.)
Hjólbarðahöllin og Dekkjalagerinn hafa verið að slást um besta verðið á þessum dekkjum.
Annars er ég að prófa 39,5" TrXus sem lofa góðu sem komið er, en ég þori ekki að mæla með þeim strax fyrr en ég hef meiri reynslu af þeim.
Kveðja Halli.
07.04.2004 at 12:29 #486846Sælir félagar.
"skurvesen" var að spá í hvort bíllinn reykti meira ef fiktað væri í olíuverkinu og hvað væri gert?
Ef þú eykur við olíuna þá fer hann að reykja meira, en ef þú skoðar spjallið hér ofarlega á þræðinum þá ætti það að svara þér mörgum spurningum um þessi mál. Td. eru myndir í myndaalbúmi mínu til útskýringar.
Kveðja Halli.
07.04.2004 at 12:14 #486842"Láfi" varað spá í sverara púst, hvar ætti að versla.
Þegar ég var að spá í þetta var pústverkstðið "Hjá Einari" (Kópavogi) með besta tilboðið.
Kveðja Halli.
26.03.2004 at 20:25 #501371Sæll Þórður.
Ef þú ert tilbúin að keyra á Snæfellsnes þá er ég meira en tilbúin að fara með þér upp á snæfellsjökul á morgun (ef veður leyfir.)Ekki væri verra ef einhverjir aðrir slægjust með í för. Fór þangað á síðasta mánudag og var rosalega gaman, þungt færi á jöklinum. (myndir úr ferðinni í myndaalbúmi Dittó undir Smæfellsjökull 22 mars)
Kveðja Halli. S: 866-7899
-
AuthorReplies