Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.12.2005 at 13:03 #533668
Sælir félagar.
það veit ég af eigin reynslu (þar sem við Gunni vorun saman á sjó í denn) að Gunni þarf ekki nein lyf til að vaka í nokkra sólahringa og fer létt með það, sefur bara þegar tími er til. Gunni er harður nagli og harðastur við sjálfan sig.
Svona ferðalag hjá Gunna er svipað og róleg törn á reknetum.
Ekkert lyfjakjaftæði hér.
Til hamingju Gunni.
Þetta er eins og allt sem Gunni tekur sér fyrir hendur, gert með STÆL.Kveðja Halli (Dittó)
es. ef að Gunni er farin að nota lyf til að halda sér vakandi þá ….þá …. er ég hættur að skilja hlutina.
25.11.2005 at 23:43 #534072Sæll vertu. Benni Akureyringur var búin að finna mjög sniðugt takkaborð sem er ætlað í báta, mjög nett og fullt af tökkum og þolir ýmislegt. Ef ég man rétt er þetta með útsláttaröryggjum og ljósum.
Kveðja Halli R-3636
24.09.2005 at 23:29 #527584Sæll Benni.
var þetta bara eitt dekk eða voru öll dekkin að fara svona?.
Sorglegur endir á dekkjum sem lofuðu góðu, og stóðu sig frábærlega vel, fram að þessu.
Kveðja Halli R3636
24.09.2005 at 23:22 #527560sæll sævar.
það er mikið til í því sem Vals segir. Ef það væri einn bíll áberandi bestur þá væru allir á slíkum bíl og ef ein dekkjategund væri best þá væru allir á slíkum dekkjum. En ef þú ætlar að eyða 1-2 millum í þetta þá getur þú valið úr miklu. Td. valdi ég Pajero af því að hann er sterkur, bilar lítið, vélarafl allt í lagi og hefur mikil þægindi. Allir bílar eiga sín færi og eiginleika og erfitt að segja KAUPTU ÞENNAN.líka spurning, í hvað ætlar þú að nota hann aðallega. Mundu eitt að ef þú byrjar í þessu verður ekki aftur snúið, þetta er bara gaman.
Eins og einhverjir myndu seigja, veldu rétt, veldu x –
Kveðja Halli R-3636
24.08.2005 at 11:12 #525848Byko er með herslumæla á viðráðanlegu verði
kv. Halli
06.08.2005 at 21:53 #525434Við keyptum 172c tæki í vor, og nýja kortið um leið og það kom, og erum mjög ánægð með það, tækið er staðsett upp á mælaborðinu, fyrir miðju. Við sjáum bæði mjög vel á skjáinn, þó að sólin skíni beint á hann þá truflar það ekkert. Við tókum 172c fram yfir hin tækin út af skjánum. Það er miklu meiri upplausn í skjánum á því heldur en hinum tækjunum og þú getur horft á það frá hvaða sjónarhorni sem er og sérð vel á það. Skjárinn er skýr við öll birtuskilyrði. Höfum ekki opnað fartölvuna á ferðum síðan við keyptum það. Aldrei nein fartölvuvandamál lengur.
Kveðja
Áhöfnin á Dittó.
20.07.2005 at 00:20 #524980Þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta var frábær helgi (kanski svoldið rótlaus á föstudeginum) en smá lágréttar skúrir í hita og logni voru bara þægilegar. Bíltúrinn á laugardeginum var skemmtilegur og fræðandi og skemmtiatriðin voru ágæt.
Kveðja. Áhöfnin á Dittó.
21.06.2005 at 00:04 #524282Sælir félagar.
Langaði að deila með ykkur minni reynslu af klöfum og öðrum búnaði í framhjólastellinu í mínum Pajero sem er árg ’99. Hann er keyrður 165.þ km. þar af 115.þ km. á 38" og 39,5". Framan af var ég á 15" breiðum felgum en síðustu 45þ. km er ég búin að vera á 39,5 TrXus á 15,5" breiðum felgum með backspace 105 mm. Var sagt að þessi dekk og þessar felgur myndu hrista framhjólastellið í klessu mjög fljótlega En staðan er sú að ég er ennþá með allt orginal að framan nema 1 öxulhosa og sýírisupphengja sem þarf að skipta um reglulega, líka á óbreyttum Pajero. Hef ekki einusinni opnað legurnar og skpft um feiti á þeim eða hert upp á þeim, eins og mér skilst að margir þurfi að gera. Þetta finnst mér frábær ending og væri hissa ef margir ‘rörabílar’ gætu státað af slíku.
Sumarveðja, áhöfnin á Dittó
05.06.2005 at 20:00 #523842Þakka þér Óskar, settum inn myndir sem voru hver ca 64k að stærð. en við hverja mynd sem við settum inn hurfu ca 400 – 500k. Þannig að ekki var hægt að setja margar myndir inn. Svo hentum við myndum út og fengum ekkert pláss til baka, þannig að þetta er ekki að virka sem skildi það er nokkuð ljóst.
Með von um að þetta lagist sem allra fyrst.
Áhöfnin á Dittó
05.06.2005 at 03:33 #196006Hvað er að ské? var að reyna að setja inn myndir en ekkert gekk. Myndapláss 0. fór að eyða út myndum en ennþá var myndapláss 0 ? Veit að vinur minn lenti í því sama, og þurfti hann að fá annan til að setja inn myndir fyrir sig hér á vefinn. Samt var hann búin að eyða slatta af myndum ?. Veit að ég átti ónotað pláss á gamla vefnum. er hægt að fá stækkað mynni fyrir myndir, eða er þessi vefur að fara í einhverja vitleysu ?. Veit að þetta vesen á nýja vefnum er búið að fæla frá töluvert !.
Vona samt að þetta fari að komast fljótlega í lag. Áður en þetta fer að skemma verulega þennan frábæra félaggsskap.
Kveðja áhöfnin á Dittó.
04.06.2005 at 20:34 #196004Sælir félagar.
Hvað með að skreppa á Snæfellsjökul á morgun, sunnudag. Var að spá í að leggja af stað um hádegi frá Grundarfirði. hafið samband í síma 866-7899 og ef þið viljið staldra við í kaffi hér á Grundargötunni áður en lagt verður af stað þá eru þið velkomin. Fór upp á Búlandshöfða í dag og jökullinn skartaði sínu fegursta og veðurspáin er góð fyrir morgundaginn.
Kveðja, áhöfnin á Dittó.
10.12.2004 at 10:28 #506576Saelir felagar.
(afsakid stafina, er i Tyskalandi og tölvan sem eg er i getur ekki betur)
39,5" Irok er ad svinvirka hja Benna, tad er ekki spurning.
For med Benna upp a Vadlaheidi, eg a 39,5" TrXus, Benni a 39,5" Irok, 3 Pattar voru med i för. einn a 39,5" Irok, einn a 38" Micky Tomson, einn a 38" Mudder og er skemst fra tvi ad segja ad Pattarnir höfdu ekkert i okkur Benna ad gera. Var reyndar dalitid hissa a tvi hvad Benni var ad drifa mikid meira en Pattinn a Irok dekkjunum.
Tetta er svo erfidi kaflinn i tessum posti; Benni var ad fara meira en eg, (best ad segja satt og rett fra) en ef eg hefdi haft sludurgir eda logir og asnast til ad tjöruhreinsa dekkin (er buin ad vera ad tilkeyra dekkin i allt sumar ag aldrei sett tjoruhreinsi a dekkin) ta er eg nokkud viss um ad vid hefdum verid ad fara svipad.
39,5" TrXus eru ekki god a malbikinu tannig ad ef eg vaeri ad kaupa dekk i dag mundi eg spa alvarlega i 39,5" Irok.
Dekkin hja mer voru ekki ad virka fyrr en undir 2 psi tegar tau voru ny en i hveravallaferdinni (fyrsta ferd eftir tilkeyrslu) voru tau ad virka betur i 3 psi. en 2 psi. tannig ad eg a eftir ad laera mikid a tessi dekk.
Alltaf gaman ad spa og spekulera!Kvedja Halli.
28.11.2004 at 19:33 #509730Votta aðstandendum alla mína samúð
Kv.Halli
03.11.2004 at 12:31 #487014Sæll Pjotre.
Hjá mér kom túrbínan fyrr inn við það að auka
túrboþrystinginn, KN sía og sverara opið púst.
En ég held að olíumagnstilliskrúfan ráði mestu um það.
Eins og þetta er hjá mér þá er ég með KN síu, aukin
túrboþrysting, 2,5" opið púst og barka sem ég tengdi við
olíumagnstilliskrúfuna. Þannig að ég get stillt olíumagnið
innan úr bíl, ég get ráðið því hvort túrbínan
kemur inn við 1500 eða 2000 sn/min. og allt þar á milli.
Hvort hann er latur og eyðir lítilli olíu og afgasið lágt.
Eða hvort hann er sprækur og eyðir góðum slatta og
afgashitinn upp úr öllu.
En með svona mix er nauðsynlegt að hafa afgashitamælir.ps. Þegar túrbínan kemur inn við 2000 sn. fer afgashitinn
ekki yfir 600°c (fyrir túrbínu).
En þegar túrbínan kemur inn við 1500 sn. fer afgashitinn
yfir 900°c.(þessar tölur miðast við fullt álag í lengri tíma)Kveðja Halli.
29.07.2004 at 12:30 #505166Sæll Baldur.
Erfiður í gíra og ýskur sem hverfur þegar þú kúplar frá.
Hljómar í mínum eyrum eins og að kúplingslegan sá farin.Kveðja Halli.
27.07.2004 at 15:50 #505108Sæll Stebbi.
Ég hef gaman að því að "gramsa" í bílnum mínum, þessir bílar eru að mörgu leiti mjög skemtilega hannaðir, en ég hef örugglega ekki gramsað manna mest í svona bíl,(hef bara mikinn áhuga á þessum bílum) en ef einhver kemur neð spurningu þá reyni ég að svara og ef ég veit ekki svarið þá reyni ég að afla mér upplýsinga um það.
Það er að öllum líkindum farin hjá þér skynjari á millikassanum (þarf að mæla hann út)
Vona að þetta komi að notum.Kveðja Halli.
27.07.2004 at 00:49 #505104Sæll Pæji.
Lenti í því sama á mínum bíl og endaði með því að mælirinn datt alveg út.
Það sem var að gerast var að vírinn frá hraðabælisbreytinum að mæli var að nuddast í sundur (við breytirinn) og fór síðan alveg í sundur. (lóðbyssa og gott tape reddaði málinu)
Ef breytirinn er ekki á millikassanum eins og hjá mér gæti hann verið undir útvarpinu. (Hekla notar þá aðferð)
þannig að nú er bara að bretta upp ermarnar og fara að leita að skemmdum vír og vona að það sé ástæðan.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.Kveðja Halli.
17.07.2004 at 10:56 #504854Sæll Eiður.
Þú startar þræði með spurningu en þráðurinn fer strax út í eitthvað annað (skeður stundum) og ekkert svar ?
Gúmmívinnustofan er að selja þessi dekk. Er sjálfur á 39,5" TrXus og líkar vel.
Kveðja Halli.
17.07.2004 at 10:39 #486944Japanskar Vélar áttu eina svona vél árg "97
en það er þó nokkuð síðan og kannski löngu seld ?Kveðja Halli.
22.06.2004 at 00:04 #504072Sæll Agnar.
Athugaðu háspennukeflið, það gæti lýst sér svona þegar það fer (ónýtt)
Kveðja Halli.
-
AuthorReplies