Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.04.2007 at 13:34 #200167
Fórum í frábæra ferð yfir Mýrdalsjökul í Hvanngil með Trúðum og fleirrum þann 4-7 apríl.
Settum fullt af myndum á heimasíðuna okkar(myndaalbúm) sem á reyndar eftir að texta.
Þökkum kærlega fyrir frábæra ferð.
Halli og Gunna Mgga. DITTÓ
Myndir
10.04.2007 at 20:56 #587094Sæll Brynjar.
Þessar myndir eru reyndar af annari vél en þú getur kanski áttað þig á því hvað er verið að meina. Færa membruna frá Westegate ventlinum. Þá þarf meiri þrýsting til að yfirvinna gormkraftinn (gormur inni í membruhúsinu, gormurinn stífast við þetta) þar af leiðandi blæs túrbínan hærri þrýsting áður en þrýstingurinn frá túrbínu yfirvinnur gormkraftinn og westegate ventillinn opnast. (framhjáhleypisventill á afgashlið túrbínu)
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1443:3pbrvpxo][b:3pbrvpxo]Myndir[/b:3pbrvpxo][/url:3pbrvpxo]
Vona að þetta skiljist og hjálpi eitthvað.
Kveðja Halli.
24.03.2007 at 23:35 #585954Sælir félagar.
Ég hef prufað þetta og mín reynsla er sú að 38" dekk þarf 5-8 sek. af startspray. Fer eftir því hvað felgurnar eru breiðar .(fer líka eftir hæð yfir sjávarmáli) en ég er sammála því að þetta er neyðarúrræði og mjög varasamt, menn hafa sprengt dekkin útaf felgunum og stórslasast.
Kv. Halli.
Ps. ef menn nota meira startspray en þarf er hætta á því að skemma dekkið þó að það sjáist ekki utaná því en dekkið fer að hoppa.
24.03.2007 at 07:29 #585898Sæll Svenni.
Bílanaust er með tvær tegundir af vetrarblöðum, "hefðbundin" blöð með gúmmíhlíf og svo blöð með einum mjúkum stálvír sem að leggst vel að rúðunni, þau eru nettari og kosta minna og eru betri að sögn manna þar á bæ.
Svo er eitt trikkið að taka gúmmílistann aftaná húddinu af, setja skinnur undir lamirnar og lifta húddinu aðeins upp að aftan og fá heitan blástur úr hesthúsinu á rúðuna, það kemur líka í veg fyrir að það myndist hitapollur aftast í hesthúsinu og allt kælir sig betur. Virkar kanski ekki vel á rúðuna í sterkum hliðarvindi.
Kv. Halli.
ps. það má ekki vera illa mokað hesthúsið, smit og óþefur, þá getur lykt komið inn í bíl með miðstöðinni.
22.03.2007 at 14:24 #585430Eitt hjól uppi, tvö hjól uppi.
bæði hjól uppi (á sama öxli), einn hring á hjólum og snúningar á drifskafti segja til um hlutföll.
Eitt hjól uppi, tvo hringi á hjóli til að yfirvinna "mismunadrifsrugl" og snúningar á drifskafti segja til um hlutföll.
Mikið þægilegra að lifta einu hjóli og snúa því tvo hringi.
Kv. Halli
22.03.2007 at 06:40 #585424þægilegast er að tjakka upp annað hjólið, sérstaklega ef drifið er ólæst, snúa því í 2 hringi og telja hringina á drifskaftinu, þá færðu "hlutföllin"
10,38 hjá Magna sýnist mér ekki vera rétt tala.
Kv. Halli
19.03.2007 at 21:20 #585214Flottur pistill hjá þér Benni. Gott hjá þér að senda þetta til fjölmiðla.
Kv. Halli
08.03.2007 at 10:36 #582896Er eitthvað verið að spá í að endurtaka ferðina um þessa helgi? Höfum áhuga á að fara eitthvað um helgina, ef veður leyfir.
Kv. Halli og Gunna Magga
04.03.2007 at 23:25 #579652Erum loksins búin að texta [url=http://www.123.is/ditto/default.aspx?page=albums:1jf5am3r][b:1jf5am3r]myndirnar[/b:1jf5am3r][/url:1jf5am3r] á heimasíðunni okkar úr paraferðinni.
Kveðja Halli og Gunna Magga.
27.02.2007 at 21:25 #582228Sæll Svenni og takk fyrir síðast.
Þegar þú síkkar turnana er þá ekki rétt að athuga að þá breytist afstaða stífu gagnvart drifskafti og færslan á dragliðnum á drifskaftinu eikst. ath hvort að dragliðurinn ræður við þessa færsluaukningu.
Langaði bara að vera með.
Kv. Halli
24.02.2007 at 22:13 #581828Þetta var bara gaman. Nýju dekkin voru að svínvirka. (nýju DC) [url=http://www.123.is/album/allinone.aspx?fn=ditto&aid=362795990:1bzqvwbz][b:1bzqvwbz]Myndir [/b:1bzqvwbz][/url:1bzqvwbz] úr ferðinni, það á eftir að texta þær, verður gert við fyrsta tækifæri.
Þökkum kærlega fyrir frábæran dag.
Kv. Halli og Gunna Magga.
24.02.2007 at 07:45 #581824Vonumst til að hitta þig Bjarki, á Select kl 9.
24.02.2007 at 07:23 #581822Ekki málið, förum frá Select kl 9 og rennum á þingvöll. Verðum á rás 45. Luxunum fækkar eitthvað en ég vona að það bætist fleirri bílar í hópinn.
Kv. Halli og Gunna Magga.
23.02.2007 at 23:07 #581818Select kl 9.
23.02.2007 at 21:06 #581816Nei nei við erum ekki búin að plana neitt nema að okkur langar á Langjökul. Hugmyndir óskast. Var að frétta af 44" Ford sem var að koma af Langjökli og það er hægt að finna bæði harðfenni og kúludrátt, þetta verður bara gaman.
Kv.
23.02.2007 at 11:18 #581810Það hentar okkur best að fara á morgun (laugardag) veðurspáin er góð og langar okkur að fara á Langjökul. Endilega að koma sem flestir, það verður örugglega bara gaman.
Kv. Halli og Gunna Magga.
Es. Hvað með Select kl. 9
22.02.2007 at 08:31 #581808Sæll og blessaður Svenni.
þessi ferðahugmynd kom uppá seint í gær og ekkert leiðarval komið ennþá, okkur Gunnu Möggu langar að prufa nýju dekkin sem að við vorum að kaupa undir Luxann. Veit ekki til þess að þú þekkir neinn í þessum hópi, en heimurinn er oft minni en maður heldur. Vertu velkominn.
Kveðja Halli og Gunna Magga.
Es. gæti kanski hentað betur að fara á laugardag ? við þurfum nefnilega að vera heima fyrir kl 18:00 á sunnudag. Veit ekki hvernig staðan er hjá hinum varðandi laugardaginn.
21.02.2007 at 22:09 #581804Erum, jafnvel 4 Luxarar á 38" að spá í að fara á Langjökul á sunnudag ef aðstæður og veður leyfa.
kv. Halli
19.02.2007 at 20:58 #579632Værum til í að fá myndir frá sem flestum, þeir sem hafa áhuga á að fá myndir frá okkur á disk, hafa bara samband.
Kv. Halli og Gunna Magga.
19.02.2007 at 16:46 #580870Einnig er kjörnað í blokkina (á planinu) hvaða pakkningu á að nota. Aldrei má nota þynnstu pakningu þar sem á að nota þykkustu pakkningu, þá lemur stimpillinn upp í heddið og úpps. Þetta er mjög nákvæmt og munurinn á þynnstu og þykkustu pakkningunni er brot úr millimeter.
kv. Halli
-
AuthorReplies