Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.11.2005 at 20:56 #532644
Toppinn fyrir slífina hef ég séð bæði í Stillingu og Bílanaust. Ráðlegg þér að kaupa spindla sem eru með svokölluðum "full metal stud". Einnig ættir þú ekki að kaupa efri spindil nema hann sé smyrjanlegur eftir að þetta er allt komið í (smurkoppur vísar aftur). Dæmi um framleiðanda á góðum spindlum sem uppfylla bæði þessi skilyrði er Moog.
Varðandi ísetninguna þá má ekki losa upp á rónum þegar þú ert búinn að herða þetta. Rærnar eru "torque-prevailing" og gera ekki sama gagn eftir að búið er að losa upp á þeim (má ekki endurnota). Slífin er fyrst sett í, hert niðri, slíf hert og svo efri róin. Ekki skrúfa hana til baka til þess að koma splittinu í, herðir bara örlítið meira. Herslutölur og lýsing á ísetningu eiga að fylgja með öllum betri spindlunum. Það er mjög mikilvægt að gera þetta rétt því annars þarftu að skipta um þetta mjög fljótlega aftur. Eftir hersluna ættir þú að prófa að nota pundara-vikt eða álíka til þess að mæla þvingunina á því að snúna "Knuckle"-inu. Átakið á ekki að vera meira en 26 lbs. Annars er þetta ekki í lagi.
Þetta er ansi flottur Skáti hjá þér Geiri. Er hann búinn að eyða ævinni hérna á klakanum eða var hann fluttur inn uppgerður?
kv.
15.11.2005 at 19:06 #519758Held að það hafi verið mjög lítið flutt inn af þessum bílum 92-96. Landinn var alveg búnn að missa áhugann á amerískum bílum á þessum árum og Japaninn átti alveg markaðinn. Þessir bílar eru með skæra hásingu að framan sem menn henda miskunarlaust undan við breytingu.
14.11.2005 at 13:07 #519752Er ekki ísland allt of lítið land til þess að stofna bara félag utan um "early bronco". Væri ekki meira vit að hafa alla bronco-a með. Nú er bráðum að verða komin 10 ár síðan framleiðlu á bronco línunni var hætt (tel ekki concept bílinn með) og þeim farið að fækka verulega á götum og upp um fjöll og fyrnindi.
14.10.2005 at 11:08 #529230Það er alveg merkilegt hvernig allir þræðir hérna virðast ná því að þróast yfir í það að verða elska / hata Patrol umræður. En sama hvernig því líður skil ég mórallinn í sögunni þannig að oft breyta menn langt yfir skammt. Þegar á öllu er á botninn hvolft þá hefði bíllinn alveg verið frambærilegur ferðabíll eins og hann var + kannski læsingar. En svo verður auðvitað að taka það inn í myndina að fyrir suma er það skrúfi og viðgerða fettisið sem gerir mest fyrir þá í sportinu.
06.10.2005 at 23:17 #527616Þegar menn þurfa að taka það fram að eitthvað "sé alveg augljóst" þá er það það yfirleitt ekki því annars hefði ekki þurft að benda á það. Spáðu í því Ási…
kv.
25.08.2005 at 23:09 #525860Frábær hugmynd hjá hjá þér Guðmundur.
Smá ráðleggingar:
– Vefurinn mun held ég ekki virka almennilega nema að skráningarnar séu amk. tengdar við ákv. bíltegund til þess að auðvelda leit í þessu (gengur aldrei upp að láta slá tegund og árgerð inn í frjálst textasvæði, engir tveir notendur munu gera það eins).
– Sölulaun, tja, veit ekki. Endar bara á þvi að einhver annar kemur með annan svona vef sem er frír. Tekjur verða að koma með öðrum hætti
kv.
14.06.2005 at 12:28 #5241202000 og hluti af 2001
kv.
09.05.2005 at 20:04 #522372Frábært framtak!!! Ömulegt samt af fréttarstofu Stöð 2 að lesa yfirlýsingu frá FÍB undir. Fari þeir í fúlan pitt!
kv.
Diesel
17.04.2005 at 22:37 #521182Enga vitleysu, ný vatnsdæla í 2.8 nissan, kostar 6-7 þús í Bílanaust / Stillingu. Ef það er á annað borð verið að rýfa þetta þá setur maður compl. nýja dælu í þetta og sparar tíma og peninga.
Endurnýja kassann strax, það er algjört nó nó að láta hann verða svona í þessum álhedda grjóna baukum.
kv.
07.04.2005 at 00:36 #520564Ég held að menn séu oft að ofmeta það hvað þeir þurfa sterkan spotta. Ég t.d. hef verið að nota 28 mm spotta, sem þolir 16 tonna slitþunga, í patrol sem skagar hátt upp í 3 tonn full hlaðinn. Að mínu mati þá er sá spotti full stífur (tegist ekki nóg). 24 mm er feiki nóg svo lengi sem gætt sé að því að spottinn sé í lagi. Held að þumalputta reglan sé að spottinn þoli amk 3 x þunga bílsins sem kippir í.
kv.
-
AuthorReplies