Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.06.2012 at 11:15 #753917
Þá eru skráningar í Landgræðsluferðina farnar að streyma inn..
Skráðir:
Ólafur Magnússon +2
Hjörtur og Jakinn+1
Logi Már +1
Guðmundur G. Kristinsson +1
Guðmundur Geir Sigurðsson +1
Laila Margrét Arnþórsdóttir +2Veðurspá fyrir Þjórsárdalinn um helgina 8-10 júni er frábær sól og veðurblíða, sjá
[url=http://www.yr.no:33qt1co8]hér[/url:33qt1co8].
Kveðja Didda
30.05.2012 at 21:38 #223620Í „Reykjavík síðdegis“ á Bylgjunni var spjallað við Jón G. Snæland fyrr í dag (30.05.2012). Hann fjallar hér um lokanir slóða orsakir og afleiðingar þess.
Hægt er að hlusta á umræðuna hér. Gott viðtal við Jón.kveðja
Didda
26.05.2012 at 13:39 #753909Sæl,
Nú er komið að því að skrá sig í fyrstu skemmti og vinnuferð sumarsins. Þeir sem hafa vilja og tækifæri til leggja af stað föstudaginn 08.06.2012 að tjaldstæðinu Sandártungu í Þjórsárdal. Upp úr hádegi á laugardeginum 09.06.hittum við samstarfsaðila okkar hjá Hekluskógum og brunum með þeim að uppgræðslusvæðinu okkar í Núpsskógi og Þórðarholti. Þar munum við planta græðlingum sá grasfræi og dreifa áburði. Grillað verður um kvöldið í boði klúbbsins og gist fram til sunnudags. Þeir sem hafa ekki tækifæri til að gista geta mætt á laugardeginum, tekið þátt í starfinu og grilliveislu.
Hægt er að skrá sig [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285:36bg2fzo]hér[/url:36bg2fzo] á netinu .
Kveðja Didda
16.05.2012 at 13:12 #753851Einhverjar róteringar eru í Umhverfisnefnd
Staðan er eftirfarandi;
Anna Brynhildur Steindórsdóttir R 3486
Dagur Bragason R 1698
Hjörtur Sævar Steinason og Jakinn R 1790
Magnús Guðmundsson R 2136 – setu lokið – gefur ekki kost á sér
Sverrir Jónsson R 1721
Sæbjörg Richardsdóttir R 3756 – setu lokið – gefur ekki kost á sérElísabet Þorvaldsdóttir – hefur gefið kost á sér til eins árs
Með kveðju
Didda
14.12.2011 at 22:35 #744201Þetta áttu til – tær snild – er áægð með innleggið um náttúrurverndarsinnann.
Kveðja Didda
04.12.2011 at 15:04 #221537Varstu búin að sjá og lesa nýjustu grein Ólafs Magnússonar formanns Litlunefndar?
Greinin hans um Náttúruverndarólög bitist í Fréttablaðinu föstudagin 02.12.2011 sjá hér
Nokkuð góð grein sem hann er einnig búin að senda til allra þingmanna í Umhverfis og samgöngunenfd alþingis.Kveðja Didda
18.09.2011 at 19:45 #735617Heyrnarlausir jeppamenn í stikuferð – sjá í Landanum í kvöld
kveðja Didda
05.09.2011 at 14:44 #735613Þá er stikuferð á vegum Umhverfisnefndar f4x4 lokið þettað haustið, hún tókst allveg snildarvel.
Hér var um að ræða langa leið hátt á þriðja hundrað kílómetrar í heildina voru skimaðir með tilliti til stikunar og um 640 nýjar stikur reknar niður ásamt því að gamlar stikur voru lagaðar, ýmist endurreistar eða fengu á sig ný glitmerki. Stemningin í hópnum var létt og verkið unnið á mettíma.
Til gamans má geta þess að reikna má með að einhver umfjöllun verði í Fréttablaðinu á morgun um Stikuferðina, ásamt því að Landinn verður með lítið innskot síðar, um ferðina og samstarf F4x4 við heyrnarlausa.
Við þökkum öllu því frábæra fólki sem tók þátt í þessu góða starfi.
Kveðja Didda
02.09.2011 at 09:53 #735599Sæl,
Fram á síðustu stundu má sjá breytingar á listanum okkar góða um hverjir fara með í ferðina. Guðmundur og kóari detta út í þetta sinnið, en við sjáum hann örugglega í öðrum ferðum vetrarins. Hákon þurfti líka að hætta við á síðustu stundu og þótti það leitt – en lætur vonandi sjá sig síðar. Stefán Úlfur og Magnús pönnukökumeistari, ákváðu að kíkja með, þaulvanir kappar þar á ferð. Einnig hefur eitthvað bæst við af kóurum. Bæði ferskum stikuförum og vel-reyndum. Listin er þvi í þessa veru:
Sæbjörg Richardsdóttir 3
Hjörtur Sævar Steinason 2
Laila Margrét Arnþórsdóttir 3
Anna Brynhildur Steindórsdóttir 2
Dagur Bragason 1
Samúel Þór Guðjónsson 2
Ómar Wieth 2
Jóhann Björgvinsson 2
Vigfús Hallgrímsson 2
Steinþór Ólafsson 3
Olgeir Örlygsson 2
Gísli Kr Jónsson 2
Rúnar Sigurjónsson 1
Gnýr Guðmundsson 5
Hafliði Sigtryggur Magnússon 2
Jakob Á Jóhannsson 3
Guðmundur Magnússon 1
Haraldur Þór Vilhjálmsson 3
Stefán B og Magnús H N 2Hér stefnir allt í hina bestu ferð – stikubill og þeir sem vilja/geta fara frá Shell Select Vesturlandsvegi í dag uppúr kl.16.00. Aðrir mæta í Hólaskóg eftir hentugleikum
Kveðja Didda
31.08.2011 at 08:16 #735591Sæl,
Ég vil þakka stjórnendum í Kerlingarfjöllum fyrir flott tilboð, það verður gott að fá að kíkja í súpu til ykkar og taka um leið smá pásu í vinnunni.
Hópurinn okkar lítur heldur betur vel út og ég hlakka til að hitta ykkur öll. Magnús, við komum til með að sakna þín í ferðinni það er alveg klárt mál. Olgeir, við gerum ráð fyrir +1 með þér.Kveðja Didda
25.08.2011 at 20:36 #735569Það er gott að fá fyrirspurn sem þína – og ég verð að segja að það er ekki nema von að þér hrjósi hugur við sleggjumyndinni, hún var bara svo flott að ég varð að smella henni á forsíðuna í morgun.
Þessi glæsilega mynd var tekin í stikuferðinni 2009 og það er hann Logi Már sem mundar sleggjuna. Hjá mér heitir myndin "stikuvinna með gamla laginu". En Logi Már var sá eini okkar sem treysti sér til að beita sleggjunni á þennan máta.Góðir menn í klúbbnum smíðuðu stikuhamra fyrir okkur hin, en stikuhamar er hólkur sem smellt er yfir staurinn. Á hólkunum eru handföng og geta tveir aðilar þrykkt staurnum niður með nokkrum höggum. Húsfrúr í austurborginni ráða jafnvel við það !!
Umhverfisnefndin hefur komið sér upp góðu kerfi við stikunina, sem hefur gefist vel.
Fyrstur fer kerrujeppinn og stikum er kastað út með reglulegu millibili, þar á eftir koma bílarnir með stikuhamrana og þrykkja staurunum niður, í lokin koma þeir sem hefta glitmerkin á stikurnar.
Þegar þörf er á, er einnig reynt að raka yfir villuslóða og önnur óþörf akstursför. Þannig að hrífan er er gjarnan með í för.Mæli með því að prufa stikuferð, þær hafa reynst hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Kveðja Didda
25.08.2011 at 09:03 #735565Nú þegar eru 14 skráðir í stikuferð haustsins.
Þeir sem ætla að mæta eru:
Sæbjörg Richardsdóttir Didda 3
Hjörtur Sævar Steinason 1
Laila Margrét Arnþórsdóttir 3
Guðmundur G. Kristinsson 2
Anna Brynhildur Steindórsdóttir 2
Dagur Bragason 1
Samúel Þór Guðjónsson 2Hörkufólk – en enn er pláss fyrir fleiri.
Kveðja Didda
22.08.2011 at 23:04 #735557Opnað fyrir skráningar.
Búið er að opna fyrir skráningar í Stikuferðina 2011. Hægt er að skrá sig á skráningarformi sem hægt er að finna [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:2c1jpksb]HÉR[/url:2c1jpksb]. Einnig er hægt að skrá sig hér á spjallþræðinum – eða hringja í Diddu í síma 694 8862.
Kveðja Didda
22.08.2011 at 15:07 #735485Það er etv. ekki skrýtið að Náttúruverndarsamtök Íslands fái þá umfjöllun í fjölmiðlum sem raunin er. Samtökin hafa haft Árni Finnson sem launaðan fulltrúa sinn undanfarin ár . Hægt er að sjá bókun þess efnis í árskýrslu frá 2005, en hún er á þessa leið:
"Nýverið gerði stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands samning við Árna Finnsson um laun
fyrir störf hans fyrir samtökin árið 2005. Heildarlaunin fyrir 50% starfshlutfall með
launatengdum gjöldum eru 3 milljónir. Þessi samningur endurspeglar góða fjárhagsstöðu
Náttúruverndarsamtaka Íslands."Árni hefur komið sér vel á framfæri fyrir sín samtök og fjölmiðlar vita hvert á að leita til að ná sambandi við talsmann Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Klúbburinn okkar stendur höllum fæti, þó var reynt að snúa málum okkur í hag á síðasta aðalfundi félagsins F4x4 þegar lögð var fram eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 sem haldinn var 23.maí 2011 beinir því til stjórnar klúbbsins að kanna kosti þess að ráða framkvæmdarstjóra til starfa. Verði niðurstaða slíkrar könnunar jákvæð, verði hafist handa við ráðningu framkvæmdastjóra klúbbsins.
Ályktun þessari var vísað frá – og var sú frávísun samþykkt af miklum meirihluta fundarmanna.
Við höfum þar af leiðandi ekki fólk á okkar snærum sem hefur sambærileg tækifæri til að koma okkar málum á framfæri og stefna aðalfundar sú að slíkt sé óþarft. Öll hagsmunagæsla F4x4 er því unnin í sjálfboðavinnu.
Sjálfboðavinna er góð og gild í sjálfu sér, en skilar ekki jafn góðum árangri til frambúðar eins og þegar góður launaður aðili sér um hagsmunamál félagsins. Við höldum bara áfram að klóra í bakkann og furðum okkur á hversvegna öðrum verður ágengt en ekki okkur.
Kveðja Didda
21.08.2011 at 22:17 #220114Hér eru upplýsingar um væntanlega stikuferð.
Í ár verða leiðir í nágrenni Setursins stikaðar. Stikuð verður Gljúfurleit inn í Setrið og um Leppistungur frá Kerlingarfjöllum.
Stikuferðin verður farin fyrstu helgina í september 2-4 sept. 2011Við leggjum í´ann föstudaginn 2. september og höldum inn í Hólaskóg, en þar gistum við fyrri nóttina.
Byrjað verður að stika Gljúfurleit frá Sultartanga að Setrinu – haldið verður af stað úr Hólaskógi um kl.9.00 á laugardagsmorgni 3. september.
Gisting og grill verður á laugardagskvöldi í Setrinu.
Á sunnudegi 4. september verður keyrð Kerlingarfjallaleið – Sú leið var stikuð 2009, og það þarf að lagfæra stikur á leiðinni.
Frá Kerlingarfjöllum verður keyrð og stikuð falleg leið niður Leppistungur – að loknu því dagsverki er haldið heim.
Gistigjöld í Hólaskógi og Setri, sem og máltíð á laugardagskvöldi verða í boði Ferðaklúbbsins 4×4.
Við erum ekki farin að taka við skráningum í ferðina, en látum vita um leið og svo verður.
Takið helgina frá.
Kveðja Didda
20.08.2011 at 09:30 #220096Sæl,
Á undanförnum árum höfum við verið að fylgjast með og reynt mikið til að koma okkur inn í umræðuna um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
Þetta er okkar hjartans mál, enda fellur skálinn okkar Setrið innan stækkunar. Félagar úr F4x4 hafa mætt á fundi hjá Umhverfisstofnun, þar sem hefur m.a. verið fjallað um ferðaleiðir innan stækkaðs friðlands og jafnvel rædd friðun Hofsjökuls.
Hinsvegar hef ég ekki heyrt um Hofsjökulsþjóðgarð fyrr en ég las grein í morgun um Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða. Sjá má í fréttablaðinu í dag eða hér. Það verður gamana að fá að hafa skála F4x4 í Hofsjökulsþjóðgarði !!Kveðja Didda
09.08.2011 at 20:45 #734941Það er allavega til kort af miðhálendinu- það er frekar óskýrt hægt er að sjá það [url=http://www.halendi.is/Svaedisskipulag2015/:nq77smy7]hér[/url:nq77smy7] á síðu Samvinnunefndar miðhálendisins
kveðja Didda
08.08.2011 at 21:57 #734933Sæl,
Við eigum mjög skýr lög um akstur utan vega, en þau eru að finna í 17. grein í lögum um náttúruvernd 44/1999 en 17. greinin heitir „Akstur utan vega“. Lögin segja einfaldlega:
[b:1bcm1ppo]Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega.[/b:1bcm1ppo]Svo koma undantekningarnar fyrir hinn almenna ferðamann;
[b:1bcm1ppo]Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.[/b:1bcm1ppo]Svo koma undantekningarnar fyrir aðra:
[b:1bcm1ppo]Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) í reglugerð2) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir.[/b:1bcm1ppo]Lögin segja einnig:
[b:1bcm1ppo]Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.[/b:1bcm1ppo]
Sem gefur ráðherra verulega heimild til að takmarka vetrarakstur.Framangreint táknar einnig að til er reglugerð nr 528/2005 sem fjallar um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.
[b:1bcm1ppo]Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að náttúruvernd og tryggja að umgengni um náttúruna sé með þeim hætti að ekki hljótist af náttúruspjöll[/b:1bcm1ppo]
Í reglugerðinni má finna skilgreiningu á orðinu vegur – en slíkt er ekki að finna í náttúruverndarlögunum sjálfum.
[b:1bcm1ppo]Vegur: Varanlegur vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að staðaldri til umferðar[/b:1bcm1ppo]Í 5.grein reglugerðarinnar fjallar um „Akstur utan vega vegna tiltekinna starfa“ þar segir:
[b:1bcm1ppo]Við akstur vegna starfa við landbúnað er heimilt að aka utan vega á ræktuðu landi. [/b:1bcm1ppo]
Sem táknar að bóndinn hefur m.a. heimild til að t.d .að slá og hirða hey af túnum sínum. (sem er nú eins gott)Að auki stendur:
[b:1bcm1ppo]Einnig er heimilt að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. [/b:1bcm1ppo]
Ég ímynda mér að það gefi bónda leyfi til aksturs vegna girðingavinnu, að sinna skepnum og allar annarar vinnu sem þarf að inna af hendi til að hægt sé að reka starfsemi á búinu – (sem er líka eins gott)Þá bætist við klausa sem leyfir mörgum ansi mikið þegar kemur að utanvegaakstri:
[b:1bcm1ppo]Heimilt er ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, línulagnir, vegalagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, rannsóknir, landmælingar og landbúnað enda sé ekki unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Sérstök aðgát skal viðhöfð við aksturinn til að draga úr hættu á náttúruspjöllum. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks aksturs. Við framangreindar athafnir skal leita leiða til að flytja efni og annað sem til þarf á þann hátt að ekki sé þörf á akstri utan vega.[/b:1bcm1ppo]
Ekki er heimild í lögum eða reglugerð til að skrá þá ferla sem myndast hjá þeim sem starfa sinna vegna þurfa að aka utan vega. För og slóðar í landslagi sem koma til vegna þessa, eru því hugsanlega skrifuð á hinn almenna ferðalang sem ólöglegur utanvegaakstur.Svo er það tjaldstæðið – en náttúruverndarlögin taka sérstaklega á því….
[b:1bcm1ppo]Við tjöldun skal ætíð virða ákvæði 17. gr. um bann við akstri utan vega, svo og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað[/b:1bcm1ppo].Þessar klausur gefa vonandi einhverja yfirsýn. Skýringar eru mínar – og ég vil taka það fram að ég er ekki löglærð.
Kveðja Didda
28.07.2011 at 15:37 #219882Sæl,
Eins og sjá má er Eyjafjarðardeild að blása til stikuferðar !!
Um að gera að fá skemmtilega dagsferð – frá Akureyri – um Gæsavatnaleið og Vonarskarð (að Gjóstu)
Það er hægt að skrá sig í ferðina á þessum spjallþræði eða hjá Ella Þorsteins í síma 894 4722
27.06.2011 at 01:06 #732237Sæl,
Mig langar til að þakka öllum þeim sem komu inni í Þórsmörk í tengslum við skoðunarferð F4x4 á Merkurranann. Margir hverjir gistu inni í Básum og áttu þar góðan tíma, aðrir tóku sér dagsferð í Mörkina – en öll fylgdust við með kynningu Guðjóns Magnússonar hjá Landgræðslunni, skoðuðum Merkurranann, dreifðum áburði og settum upp "sandgildrur" inni í Húsadal. Ég vil þakka Guðjóni fyrir einstaklega góðar móttökur og skemmtilegar kynningar. Öllum söng og spilaglöðum stuðboltum, "hardcore" konum og tjald-lánurum sendi ég gleðikveðjur… já og Jose sem sá til þess með sendingu sinni að eitthvað klingdi í gleri innan um alla þessa bauka.
Lovely helgi
Kveðja Didda og babybíllinn
-
AuthorReplies