Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.10.2005 at 13:38 #529452
Sama hver á veginn þá er nú allt í lagi að taka tillit til þess hver hefur kostað lagningu hans og viðheldur honunm. Þetta eru ekki sjálfgefin þægindi að lagðir séu vegir að jökulrótum, jafnvel fólksbílafærir þannig að sýnum tillitsemi.
Kv. Davíð
11.10.2005 at 23:39 #529106Þessi umræða er að verða eitt helsta merki þess að veturinn sé að koma. Á hverju hausti þegar gránar í fjöllum fara menn að ræða þessi rosalegu dekk sem geta allt og gera allt margfallt betur, sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður.
Ætli það séu ekki 4-5 ár síðan sýnishornið kom hér til lands og allir fylltust eldmóð en síðan hefur lítið heyrst.
Maður gæti spurt sig hvort að þessi sýnishorn hafi bara verið gerð úr hagkaupspokum og matarlit því maður myndi ætla að þegar búið að framleiða 4 dekk þá ættu 400 í viðbót ekki að vera svo flókin aðgerð.
En já, sem fyrr, þá væri gaman að fá að vita hvort að þessi dekk séu að verða eins og He-man, bara til í teiknimyndum, eða hvort eitthvað fari að gerast.Kv. Davíð
29.09.2005 at 16:59 #528258Þetta er efni í gott spjall!!!
27.09.2005 at 12:04 #527978Þá gekk þetta hálfpartinn upp
Hélt að efnið af gamla vefnum hefði átt að koma sjálfkrafa yfir annars sá ég í öllum hamagangnum í mér í gær valmöguleika sem hét "flytja efni af gamla vefnum" eða eitthvað í þá áttina.
27.09.2005 at 09:14 #527970En af því sleptu þá eyðist nú ekki þetta albúm en ég þakka samt viðsleitnina og samhryggist/samgleðst fyrir albúmið þitt
Kv. Davíð
26.09.2005 at 22:15 #196331Þar sem menn hafa ekkert verið í því að ræða albúmið nýlega ákvað ég að bæta úr því. Ég er nefnilega ekki alveg að átta mig á því hvernig ég eyði út albúmi sem ég hef stofnað. Þar sem óþægilega margar heilasellur hafa brunnið við þennann þankagang vildi ég athuga hvort að einhver æðri maður gæti látið það hverfa. Albúmið heitir því lókíska nafni „eyða“ og er undir liðnum eyða.
Væri annars ekki ráð að hafa þennann möguleika aðgengilegann að menn gætu eytt sínum albúmum?Kv. Davíð
26.09.2005 at 12:59 #527888Hefur einhver séð um það hvar þetta er? Er það ekki grunvöllur þess að ætla að fara með þetta til Jóns Steinars og félaga. Svo er þetta ekki í fyrsta skiptið sem við sjáum myndir af náttúruspjöllum og þetta er ALLS EKKI það versta. T.d. hefur maður séð margt á myndaalbúmi á þessari síðu.
En við verðum að vinna að því að stoppa svona spjöll og einhvertíma verður að byrja.Vildi annars deila með ykkur ansi skemtilegum málshætti sem ég fann á netinu og óska eftir, þá í öðrum þræði, útskýringu á honum.
Ekki fretar mús eins og hestur þó rauf rifni.
Kv. Davíð
22.09.2005 at 21:29 #527392Það er ekki neitt vont við það að fara í ferð upp frá Jaka. Alltaf gott að hafa gát á en það er fínt færi á Langjökli þetta haustið, sérstaklega upp frá Jaka.
19.09.2005 at 10:09 #527146Held að þetta hafi verið síðasta vetur á Kaldadal örfáa km. frá pípuhliðinu sem er á þessari girðingu. Þarna sannast að misjafn sauður er í mörgu fé og þessi eini sauður hefur komið okkur öllum á þennan stall.
Kv. Davíð
13.09.2005 at 13:07 #526690Það er mjög góð stefna að fara ekki út í skítkast á persónur eða fyrirtæki. En ég spyr þó hvort þetta sé ný stefna klúbbsins þar sem ég hef oftar en ekki séð ansi harkalega gagnrýni/skítkast á kostnað fyrirtækja hér á spjallinu sem var þó oftar en ekki nafnlaust. Hver gæti til dæmis gleymt skítkastinu sem var beint á Fjallasport hér um árið? Því var í raun beint að fyrirtæki og persónu!
En það er þó tilefni til að fagna þessari breyttu stefnu.Kv. Davíð
12.09.2005 at 08:45 #526586Tja maður spyr sig hvort að þetta geti verið, ég á Toy. Corollu og er til í að prófa ef að menn stofna til samskots fyrir nýrri vél ef illa fer!!!
04.09.2005 at 21:19 #526244Birkir ég hefði ekki treyst mér til að orða betur lýsinguna á staffinu þarna í Skálpanesi. En það er annars gott að vetrarvertíðin sé að hefjast, njótum nú lífsins!!!!
01.09.2005 at 10:04 #526120Ég veit ekki hvort það sé efniviður í bros en ég hef það fyrir víst að uppi á söðli á Langjökli hefur snjóað upp undir meter síðustu vikuna. Þó ber að taka það fram að það er um 1 cm við jökulrönd þannig að stutt er í sprungurnar á leiðinni upp.!
16.08.2005 at 17:46 #525704Hvernig trukkur er þetta? Er þetta alvöru kvikindi eða er þetta gamli vörubíllinn hans afa? Þætti gaman að vita það því maður fær aldrei nó af góðum trukkum.
Kv. Davíð
13.08.2005 at 15:18 #525652Ég verð bara að spyrja eins og sá sem kemur af fjöllum hvað gerðu FÍB?
Maður verður nú að vita það til að geta verið með á mótí þeimKv. Davíð
18.07.2005 at 17:43 #524908Tilhugsunin að vera laus við holóttan og ömurlegan Kjalveg er óneitanlega góð og hef ég ekkert á móti því. Það er þó, að ég held, óhófleg bjartsýni að tala um heilsársveg þar sem hann einfaldlega liggur um mitt ísland.
Það er líka spurning hvernig gjald verður innheimt, nú fara nokkrir jeppar með túrista í Skálpanes og í Hagavatn á hverjum degi, ætli þeir þurfi þá að borga fyrir afnot af öllum Kjalvegi? Líklegt er þó að það verði gjaldskýli með reglulegu millibili þar sem menn borga fyrir smá kafla í einu, þannig er það leyst.En persónulega vill ég sjá þessa leið lagaða bundnu slitlagi af vegagerðinni og litið á þetta sem góðan sumarveg. Það er mikil starfsemi við Kjalveg á sumrin og gífurleg umferð af túristum á Jarisum sem dröslast þarna um ömurlegan veginn og lenda í misjafnelga miklum vandræðum. Kostnaður bílaleiganna hlýtur að vera svakalegur við að viðhalda þessum bílum því að útlendingarnir hafa ekki hugmynd um hvað má og hvað má ekki.
Ég held að þessi vegur myndi borga sig fyrir ríkið í aukinni og bættri starfsemi og þjónustu á hálendinu á sumrin sem leiðir til tekna fyrir ríkið í formi virðisauka og hvað þetta heitir allt saman.Þó tel ég ákkurat engar líkur á að nokkuð gerist á þessu svæði þar sem planlagt var samkvæmt vegaáætlun að byggja upp vegin frá Sandá að Grjótá í sumar en ekkert hefur verið gert og ekkert verður gert. Það er vegargerðinni ómögulegt að hefla veginn hvað þá meira!!!
Bara enn aðrar pælingar í þessa umræðu, veit ekki hvort að nokkur átti sig á hvað ég meina
Kv. Davíð
12.07.2005 at 14:08 #524850Það er þokkalegt færi á Langjökul frá Jaka En þó er ráð að passa sig fyrstu kílómetrana á klakanum. Mæli samt ekki með bílferðum uppá Geitlandið en allt í lagi að Þursaborg en sprungið milli Þursaborgar og Péturshorns og svo er varasamt niður í Skálpanes. Veit ekki hvernig íshellarnir í Langjökli eru en síðast þegar ég vissi þá voru þeir að syngja sitt síðasta.
25.05.2005 at 11:32 #523266Ég þakka kærlega fyrir svörin og hvet enn og aftur alla til að senda póst á ráðuneytið því það er nú þannig að ráðamenn eiga að þurfa að hlusta á sauðsvartann almúgan og eiga að þóknast okkur til þess að við kjósum þá á þing. Þó svo að því hefur ekki verið þannig háttað um þónokkurt skeið þá má alltaf halda í vonina.
Kv. Davíð
Sem er búinn að senda póst!
25.05.2005 at 10:18 #523260Ég held að það geti í það minsta ekki skaðað að senda póst á umhverfisráðuneytið, því fleiri því betra.
Vill þó endilega fá að sjá þessi drög áður en ég fer að tjá mig við svona merkilegt fólk, hvar get ég séð þau? Sá á öðrum þræði að þau fynndust á rottusíðunni en ég hef nú ekki fundið þau. Öll leiðsögn í þessum efnum væri vel þegin.Og munið: postur@umhverfisraduneyti.is
Kv. Davíð
24.05.2005 at 12:19 #523224Það er með öllu óskiljanlegt að á tímum stórframkvæmda sé verið að koma með reglugerðir (eða allavega drög að þeim) sem eru svo úr takti við raunveruleikann að það hálfa væri nóg.
Ég veit að allir þeir sem á annað borð ferðast um að vetrarlagi vita að akstur á frosnum mel sem þakinn er 5 cm harðfenni verður ekki fyrir varanlegum skemdum, sjálfsagt ekki neinum. Þar að auki er okkar góða land þakið svokölluðum hæðum og lægðum og því eru snjólög ákaflega mismunandi eftir því hvoru megin hæðarinnar maður er.Það er líka umhugsunarvert að á þessum tímum umhverfisverndar og þar sem ríkisstjórninni er virkilega umhugað um að vernda landið þá sé landið víða svo ókræsilegt að maður skammast sín fyrir að bjóða túristum upp á það, og verð ég nú að segja ykkur sögu.
Þannig er það nú að ég gerði þau herfilegu mistök að ganga um eina helstu "náttúruperlu" okkar íslendinga nú um daginn þ.e. hverasvæðið við Geysi og ég varð orðlaus. Þetta svæði sem nokkurn veginn allir erlendir ferðamenn skoða er ekki boðlegt.
Þarna er búið að rífa upp hellur og gera stíflur í læki, allt úttraðkað svo ekki sé talað um að það er gat í skál Geysis og pípa sem gengur þar út. Einnig eru þarna steypt ferlíki yfir marga hveri sem væntanlega er til að auðvelda nýtingu hitans fyrir þá starfsemi sem er við Geysi.
Skömmu síðar talaði ég við ferðamann sem vann að bók um goshveri og var hann að mynda á Geysissvæðinu og sagðist hann aldrei hafa séð aðra eins umgengni á ferðamannastöðum í heiminum. T.d. tók hann sem dæmi að hiti fyrir hótelið sem stendur við Gamla Trygg í Yellowstone þjóðgarðinum kemur um nokkurra kílómetra vegalengd þar sem ekki er leifilegt að nýta hitann sem er á ferðamannastaðnum nokkra metra frá.Sumsé boðskapurinn er sá að ríkistjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að gera ferðamannastaði landsins boðlega ferðamönnum áður en farið er að ana út í annað eins bull og vitleysu og nú stendur til.
Bara svona smá pælingar,
Kv. Davíð
-
AuthorReplies