Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2006 at 21:09 #539666
Þarf ekki bara að búa til nýjan flokk á spjallinu? Flokkinn óæskilegur húmor og skot svo að menn lendi ekki í að lesa þetta óaðvitandi.
Kv. Davíð
06.01.2006 at 23:37 #538112Troðari fastur í krapa í Jaka þessa stundina og troðari næstum fastur í Skálpanesi í gær… Góða skemtun… :-/
20.12.2005 at 10:56 #196895Á þessum umbrotatímum þar sem jafnrétti skal í hávegum haft er ekki hjá því komist að velja konu ársins. Ekki ætla ég þó að nefna neina séstaka konu til að bera þennann titil en þó er mér sagt að árshátíðin hafi verið nokkuð vel heppnuð í ár (hint eða hvað?).
Með von um drengilega keppni, kv. Davíð
13.12.2005 at 13:28 #535790Það breytist seint að þjóðin skiptist í tvær filkingar í þessu máli. ,,þessi“ Kárahnjúkavirkjun sem menn tala um mun klárlega ekki borga sig m.v. hlutlausar útektir hagfræðinga. Virkjunin mun valda umhverfisspjöllum í gríðarlegu mæli. Uppistöðulónið mun valda mikilli koltvísýringsmyndum þegar lífverurnar (setið) á botni lónsins mun rotna. Við munum horfa á hræðilegt leirfok úr botni lónsins yfir sumartímann sem mun að öllum líkindum auka á austfjarðaþokuna, sem Birkir mynnist á.
Sú staðhæfing að þeir sem eru mótfallnir þessari stóriðjustefnu séu að einblína, röksemdalaust, á virkjanalaust land án tillits til hags þjóðarinnar er orðin langþreytt. Er ekki jafnmikil rökfærsla að segja þá sem einblína á stóriðju sjái ekki heildarmyndina og möguleikana sem felast í landsins gæðum og hugviti landanns?
Það er alveg klárt að vegna afskiptaleysis eru hátæknifyrirtæki að flýja land, þar hverfa tekjur og störf, fyrir 0,1% af þeim kostnaði sem fer í að reisa Kárahnjúkavirkjun mætti gera alveg ótrúlega margt til að létta undir hagkvæmari og vistvænni atvinnugreinum hvað þá 1%. Þess má geta að 0,1% af áætluðum kostnaði Kárahnjúkavirkjunar eru 100 milljónir. Það er svigrúm til að skoða aðrar leiðir til að fjármagna jeppakaup og það er að mínu mati betra en að einblína á Stalínisman þ.e. stóriðjustefna. Það er líka hættulegt hagkerfinu að treysta á einn atvinnuveg í landinu, hvað ef menn fynna nú upp nýtt og betra efni í stað áls? Þá er stór hópur fólks í vanda, sbr. Stáliðnaðinn í Englandi og breytingar á fiskvinnslu hér á Íslandi.
Það talaði einhver um það að sá sem er á móti áfengi ætti ekki að drekka. Ég drekk, ég er ekkert á móti því en ég veit að ef ég drekk of mikið þá getur farið illa hjá mér.Kv. Davíð
13.12.2005 at 13:07 #196858Búinn að skrifa stórkostlega grein fyrir þráðinn um frumvarp… í word skjali en þegar ég ætla að pósta þráðinn fæ ég:MySql.Data.MySqlClient.MySqlException: You have an error in your SQL syntax. Check the manual that corresponds to your MySQL server version for the right syntax to use near ‘þessi“ Kárahnjúkavirkjun sem menn tala um mun klárlega ekki bor
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.CheckForError()
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.ReadHeader()
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.OpenPacket()
…o.s.frv.
07.12.2005 at 10:39 #535198Er maðurinn að leita ráða eða er þetta þjóðfélagsádeila? Ef þetta á að vera einhver ádeila þá er þetta heldur fáránlegt.
02.12.2005 at 22:27 #534630Er klúbburinn að stiðja við bakið á námsmönnum?
02.12.2005 at 18:33 #534534Slípirokkur og rafsuðuvír!
Svona ef þú átt þetta tvennt eða kemst í það þá er örugglega hægt að redda þessuAlltaf gaman að reyna sjálfur og spara nokkra 100 kalla.
01.12.2005 at 20:49 #534502Þú þarft væntanlega að stefna á Langjökul, um Kjalveg, og taka af þegar þú sérð að komið sé sleðafæri.
30.11.2005 at 13:02 #534242Ekki ætla ég að spökulera í því af hverju bílar eyða mismiklu eldsneyti m.v. hitt og þetta. Það er þó mjög merkileg staðreynd sem Ofsi bendir á að 8 cl. bensín jeppar eru að verða algengari og áhugaverðari kostur heldur en díseljeppar í kjölfar þungaskattsbreytinga. Það væri gaman að sjá sölutölur bílaumboða hvort að sala á díselbílum hafi aukist eða dregist saman við þessa breytingu.
Fyrir mína parta myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um heldur fá mér bensínjeppa ef ég væri í þeim hugleiðingum. Munurinn er hverfandi á hagkvæmni díselvélanna og þó svo að maður spari 1-2 lítra á 100 km. þá er það ekki neitt í samanburði við brosið sem kemur á smettið á manni þegar maður hefur hestöflin með sér í liði.Kv. Davíð
29.11.2005 at 20:55 #534216Getur þú ekki líka hækkað og lækkað í sjónvarpinu með hugarorkunni?
29.11.2005 at 15:01 #534208það gengur náttúrulega ekki að gráta það sem bílarnir eyða, ef að menn vilja vera lausir við eyðsluna verða menn bara að vera heima hjá sér þannig eyða menn engu.
Það er hins vegar mjög fróðlegt að sjá hvað menn eru að eyða af eldsneyti í þessum ferðum og sýnist mér skemtilegasta framtíðin vera í 8 gata Grand Cheroky.
22.11.2005 at 16:22 #533696Það er þetta með trúarbrögð í þessum heimi. Ground Hawk vs. Mudder, Toyota vs. Patrol, Ski-doo vs. Polaris….. Annars eru nýju AT dekkin spennandi en væntanlega lítil reynsla komin á þau ennþá. En ef ég ætlaði að fá mér dekk núna þá fengi ég mér Ground Hawk.
Kv. Davíð
22.11.2005 at 16:17 #532804Þar sem menn mynntust eitthvað á Vonarskarð þá vil ég nú engum svo illt að fara þar um þessa dagana. Fór þar fyrir tæpum 2 vikum í ákaflega leiðinlegu færi, talsvert um erfiðleika vegna áa og lækja sem sumir voru huldir með þunnum snjó og annarsstaðar voru skarir. Vorum yfir 30 tíma frá Jökulheimum um Vonarskarð og niður í Nýjadal. Annars var þá gott færi inní Jökulheima.
Kv. Davíð
10.11.2005 at 16:27 #531790Núna er ég nokkuð sammála verkfræðingnum okkar, er ekki nauðsin að halda sömu stefnu nú sem áður. Það er ekki langt síðan kommentum frá ónafngreindum mönnum var eitt út! Bara svona hugleiðing.
Kv. Davíð
10.11.2005 at 10:19 #531774Að þetta nafn skuli vera birt hér er til skammar og er okkur ekki til framdráttar. Vissulega er ekki ásættanlegt þegar menn spræna út og suður umferðaeyjar en það er ekki í okkar verkahring að dæma menn á þennan hátt. Í raun ætti netstjóri að fjarlæga þetta nafn úr þræðinum.
Kv. Davíð
18.10.2005 at 20:27 #529562Það er áralöng hefð fyrir því að maður þegir um hvar maður verslar vín en margt getur gerst í ölæði
Ykkur hinum þakka ég kærlega stuðninginn eftir þessar hræðilegu ásakinir en vil þó taka fram að allt sem ég kann í drykkjunni lærði ég á fjöllum en hef þó viðhaldið þekkingunni svo um munar í nágreni Bifrastar!!!
Kv. Davíð
18.10.2005 at 19:37 #529554…Kom í ljós að Patrolinn var stopp á ESSO í Ártúnsbrekku þegar Ladan þauqt fram úr, en þær eru samt alltaf ljúfar þessar Lödur.
En manni getur nú sárnað, Hlynur þú getur ekki ráðist á mitt helgasta vé. Rakkað niður það eina sem ég geri vel og er stoltur af, ég er ekkert lélegur drykkjumaður og ég skora á þig, í votta viðurvist, í drykkjukepni um næstu helgi. Ertu maður eða mús?Kv. Davíð
PS. Patrol er ekkert við hliðina á Ford!!!
18.10.2005 at 09:11 #196474Hvað segja menn, hvaða bílar eru öflugastir og komast lengst? Frétti af Lada Nivia á 33″ sem tók einu sinni fram úr 44″ Patrol hafa menn frétt af því? Er Nivia ekki bara málið? Hlynur hefur þú ekki neina skoðun á þessu?
Óska eftir málefnalegum umræðum.Kv. Davíð
17.10.2005 at 09:44 #529472Ferðaþjónustan hefur ekki leifi til þess að fara um lokaða vegi þó að vegagerðin viti af því að það sé gert. Þannig að það má kanski kalla þetta þögult samþiki.
En ég stórefa það að Birkir geti tekið sig til og lagað viðmót allra þeirra sem koma að sleðaferðum á jöklum landsins en ég held að oftast nær geti menn ekki kvartað yfir því viðmóti sem þeim mætir hjá þessum þjóðflokki sem kúldrast í þessu túristabrasi.
Allir geta átt þessa umtöluðu erfiðu daga en það réttlætir auðvitað ekki dónaskap en hér komum við að því sem er rauði þráðurinn í þessu, tillitsemi og virðing af beggja hálfu er bráðnauðsinlegur þáttur í ferðamennsku almennt og gerir hana skemtilegri fyrir vikið.Kv. Davíð
-
AuthorReplies