Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.12.2006 at 12:03 #571166
Menn eru að tala um hvað það getur eyðilagt þegar settar eru sterkari perur í aðalljós en datt einhverjum í hug óþægindin sem það skapar í umferðinni ef að menn eru með of sterkar perur?
Held persónulega að það skipti meira máli en einn vír, plögg eða rofi.Kv. Davíð
05.12.2006 at 07:30 #570300Vegurinn um Borgarfjörð, frá Borgarnesi að Holltavörðuheiði er hlálegur og ekki boðlegur til vöruflutninga né heldur fólksflutninga. Það er ekki bara suðurlandsvegurinn sem er slæmur!!! Við verðum, eins og Rúnar bendir á, að nýta okkur það gullna tækifæri sem næstu kosningar gefa okkur, ella sætta okkur við það sem við höfum.
04.12.2006 at 17:25 #570288Ef að ég hefði látið gamlan draum rætast og boðið mig fram til þings fyrir næstu kosningar hefði ég lofað að setja Göng framhjá Óshlíð í fyrsta sæti svo hefði ég skoðað suðurlandsveginn sem er alveg fáránlegur með þessu 2+1 fyrirkomulagi. Ég ætla bara að vona að það komi ekki sjúkrabíll keyrandi á forgangi eftir einbreiða kaflanum á sama tíma og einhver er að skipta um dekk undir bílnum sínum.
–
En ég er alveg sammála fólki hér að það þarf að bæta samgöngur víða og forgangsröðin er í flestum tilfellum ekki öllum að skapi, þess vegna skulum við bara skrifa undir áskorun því með henni getum við þrýst á um bætur!!! Hættum að rífa kjaft og gerum eitthvað!
–
Kv. Castro
02.11.2006 at 22:33 #566022Heyrðu, er einar álfelga eitthvað tengdur Einari eik? Annars var þetta skemtilegt komment frá eik því að það má alveg koma krumpa í dekkið!!! Merkilegur maður sagði mér einu sinni að maður ætti að hleypa úr þangað til að það kæmi krippa en hvað veit ég..
–
Kv. Davíð
21.10.2006 at 09:34 #564768Það sést þó á fyrstu myndini að löggan er þar að taka af honum númerin..
20.10.2006 at 12:03 #564304Hrunalaug er við Hruna, ekki svo langt frá Flúðum.
19.10.2006 at 17:49 #564108Held að best sé að eiga engann jeppa, þá getur ekkert bilað og ekkert skemst. Maður getur alltaf komist í ferðir með einhverjum öðrum.
17.10.2006 at 12:05 #563708Það er allt að því ómannúðlegt að kasta fram svona spurningu og virðast fáir geta svarað henni. Væri ekki hægt að fá vísbendingu, eitthvað eins og í hvaða landshluta á þessi rennur.
–
Davíð
12.10.2006 at 12:29 #562778Ef að farið er út í skipulagða ferðaþjónustu með einhverjum metnaði þá er hægt að taka á móti 1.000.000 ferðamönnum án teljandi skemda á náttúrunni. Lagning göngustíga er þar eitthvað það brýnasta sem þarf að gera til verndar náttúrunni sbr. göngustígana á Hveravöllum sem eru til fyrirmyndar.
Semsé ef að við búum ekkert að ferðamönnum þá skemmist náttúran og þau ummerki sem göngustígar skilja eftir sig eru minniháttar og afturkræf.
–
Davíð
10.10.2006 at 16:08 #562768Hvaða lögmál er það að það þurfi að borga ef eitthverju er varið í málaflokkinn. Ég hef nú pissað ókeypis í tug klósetta um allt land sem einmitt eru ætluð ferðamönnum. Það er alveg hægt að fjárfesta í ferðaþjónustu, sem borgar sig upp með neyslu ferðamanna, eins og að fjárfesta í stóriðju. Eggin og allt það, ef að annar iðnaður fengi sömu fyrirgreiðslu frá ríkinu og stóriðja þá væri hægt að byggja hann upp. Það er allavega mín (barnslega) trú.
–
Davíð
10.10.2006 at 14:45 #562764Ef að peningum væri veitt í ferðaþjónustu haldiði virkilega að það yrði ekki til þess að það yrði uppbygging?
100 milljarðar í ferðaþjónustu gætu skilað síauknum tekjum í þjóðarbúið um ókomin ár. Fyrir 100 milljarða mætti hæglega búa þannig um ferðamannastaði að ekki væri tjón af ferðamönnunum. Þess í stað var sá póll tekinn að reisa virkjun fyrir 100 milljarða. Virkjun sem er ekki víst að skili arðsemi, virkjun sem er líklega ekki byggð á traustum grunni og síðast en ekki síst virkjun sem mun aðeins skila okkur verðmætum í takmarkaðan tíma.
Ég skal alveg viðurkenna að við þurfum rafmagn en þýðir það að við getum ekki virt náttúruna til verðmæta?
–
Sumir vitringar halda því fram að það væri eigingirni að virkja ekki því að þetta er svo umhverfisvænt hér á Íslandi. Það er líka eigingirni að neita að sýna ferðamönnum landið. Að tala um of marga ferðamenn, að tala um slæm umhverfisáhrif af ferðamönnum er að mínu mati vanhugsað því að ef að ásættanlegum fjármunum væri veitt beint í þennann málaflokk þá væri hægt að búa þannig að ferðamönnum að ekki yrðu spjöll á náttúrunni.
–
Davíð
09.10.2006 at 18:29 #562746Hvar hefur gömlum slóðum verið lokað vegna þess að ferðaþjónustuaðili hefur lagt pening í hann? Mér er spurn.
–
Davíð
07.10.2006 at 20:14 #562724Er það ekki alveg klárt að ef að annar rekstur í landinu byggi við sömu fríðindi og ál-iðnaðurinn, væri hægt að auka fjölbreytni og minni fyrirtæki gætu fótað sig á markaði? Í dag fer klárlega allt púðrið í erlend risafyrirtæki í stað þess að byggja undir nýsköpun fólksins í landinu.
–
Davíð
07.10.2006 at 16:16 #562706Ég ætla að vitna í Glanna:
"Það eru engar virkjanir í heiminum jafnvistvænar og virkjanirnar okkar, viljiði frekar sjá kjarnorkuver eða kolavirkjanir á Íslandi?"
Þetta er ekki rétt að það séu engar virkjanir í heiminum eins vistvænar og á Íslandi og má geta þess að [url=http://www.orkutolur.is/mm/orkusjodur/verkefni_i_gangi.html?year=2001&id=4:3d7jbmww][b:3d7jbmww]sjávarföll[/b:3d7jbmww][/url:3d7jbmww] eru líka vistvæn og sólarorka þó svo að þær virkjanir gætu kostað meira til skams tíma en væru líklega hagkvæmari til lengri tíma vegna stöðugleika þeirra.
–
Óafturkræfni er augljós í þeim tilvikum þar sem jökulföll eru virkjuð. Jökulár bera með sér aur sem sest í lónstæði og breytir landslagi mikið. Þar af leiðandi hlýtur landslag ofan stíflu að vera óafturkræft.
–
Ef að fram heldur sem horfir í virkjanamálum með tilheyrandi stíflugerð og lónum er þess ekki langt að bíða að jeppum verði lagt fyrir báta, sjáið bara Ómar.
–
Davíð
06.10.2006 at 22:40 #562344Þarna hinu megin við ánna
06.10.2006 at 22:03 #5623361. Þórsmörk
Síðan kemur allt hitt á eftir
27.09.2006 at 15:48 #561604Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær (fimmtudag) erindi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík um myrkvun borgarinnar. Það er því ljóst að á opnunarkvöldi hátíðarinnar 28. september verða öll götuljós í Reykjavík slökkt frá kl. 22:00 – 22:30.
–
Er þá ekki stórgott að miða við að vera mættur fyrir 22?
26.09.2006 at 12:58 #561440Kanski er hér kominn grundvöllur fyrir klúbbsátt um að veita stjórn vinnufrið. Öll félagasamtök hafa átt undir högg að sækja vegna skorts á fólki til að draga svona klúbba áfram. Ástæða er til að þakka þeim sem gefa sér tíma til að vinna í stjórn þessa klúbbs og annarra. Vissulega verða allir að geta tekið gagnrýni, bæði stjórn og þeir sem gagnrýna, og ætti sú gagnrýni heima á fundum þar sem menn koma og færa rök máli sínu til stuðnings, það þarf nefnilega þroska til að tala augliti til auglitis.
Mig mynnir að Barbara hafi talað um að menn verði að líta í eigin barm og held ég að allir ættu að gera það og vinna þannig að uppbyggingu klúbbsins. Svo mynni ég á góða vísu til að virka skarpur:
–
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
–
Ég held að Jón, án þess að ég þekki hann, hafi ástæðu til að starfa áfram EF HANN KÝS það sjálfur.
–
Kv. Davíð
18.09.2006 at 14:44 #560496[url=http://brunnur.stjr.is/servlet/stjrtid/B/2005/528.pdf:2n1hlpm0][b:2n1hlpm0]Hér[/b:2n1hlpm0][/url:2n1hlpm0] er slóð á reglugerð um takmarkanir á umferð í nárrúru Íslands. Mér virðist þetta nokkuð afdráttarlaust bann við utanvegaakstri og erum við því nokkuð upp á náð og miskun lögreglu og dómsvalds ef að við verðum tekin á Krossáraurum, Landeyjafjöru eða öðrum stöðum sem menn hafa farið um með góðri samvisku hingað til.
[url=http://www.ust.is/media/aksturutanvega//Akstur_utan_vega.pdf:2n1hlpm0][b:2n1hlpm0]Hér[/b:2n1hlpm0][/url:2n1hlpm0] er svo slóð á bækling UST um utanvegaakstur, ég gat reyndar ekki opnað þetta en það getur það kannski einhver annar.
Kv. Davíð
17.09.2006 at 16:05 #560470Væntanlega verður afleiðing algers banns við utanvega akstri sú að staðir á borð við Landeyjafjöru og aðrar sandstrendur verði lokaðar fyrir umferð, er það ekki?
Spurning hvort það sé forsvaranlegt að setja blátt bann við utanvega akstri, þó svo að brín þörf sé á að eitthvað sé gert. Þarf ekki að skilgreina einhverjar undantekningar á þessum lögum eða á maður bara að treysta á að lenda á góðri löggu?
Kv. Davíð
-
AuthorReplies