Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2003 at 12:39 #470190
Ekki skánar það nafni, Cherokee farinn líka. Iss maður verður bara að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti.
Ég var með staðhæfingar í gær að ég tæki mér jeppapásu núna, en ég stóð mig að því áðan að kíkja á bílasölur, þetta er svo gaman!
Er Cherokeeinn mikið skemmdur?
Kv Davíð
08.03.2003 at 22:33 #470182Það var nú ég sem velti Toyotunni minni. Ég var ekki á ferð með 4×4 og það komu allir ómeiddir úr þessu, sem betur fer.
Bíllinn er svolítið dældaður (kallast að vera ónýtur) en er annars í lagi, hann er líka til sölu ef einhver hefur áhuga.
Kv. Davíð
07.03.2003 at 00:56 #470066Ég er enginn spekingur, en það gæti virkað að lyft öðru dekkinu aðeins upp og prófa svo að keyra ef að hann fer af stað þá er læsing. Ef hann spólar á lausa dekkinu, þá er ekki læsíng.
Auðvelt og gott.
Kv. Davíð
07.03.2003 at 00:52 #469894Það er best að vera bara hógvær, ég hef það fyrir víst að góðir ökumenn geti farið langt, jafnvel þótt þeir séu á 44" Patrol.
Það getur orðið ervitt fyrir 35" manninn að lenda í förum eftir svona gríðarlega svakalega bíla, já ég viðurkenni það. Það segir sig sjálft.
Ég hef gaman af þessu sporti eins og örugglega allir sem lagt hafa orð í belg í þessum þræði. Þannig að ég held að málið sé að hafa bara gaman um helgina, við sjáumst á Skjaldbreið.
Venlig hilsen, Davíð bensín…
06.03.2003 at 00:27 #469884Það er alveg rosalegt hvað sumir eru viðkvæmir fyrir sandkassaleikjum, en það er alveg ólýsanleg skemtun að búa til flottan sandkastala, nú eða bara sandbleyju!!!
Ég skil ekki alveg síðasta ræðumann með að vera kominn á 38" fyrir Toyoturnar. En mér virðist sem þessar skurðgröfur sem Patrollinn er, skapi gríðarlega hættu á hálendi Íslands þar sem bílar endastingast ofan í þessar gjár með agalegum afleiðingum, hvort sem þar sé Toyota eða Pajero á ferð!
Flippi, eins og ég hef þegar sagt er ég alltaf til á fjöll á mínum 35" fjallabílabensínhák, en ég mun seint láta í minni pokann fyrir nokkrum manni, ekki nema þá að þakið eitt standi uppúr snjónum, þá er ég kannski fastur.
En regla nr.1 er að hafa gaman af þessu!!!!
Kv. Davíð slöngu…
04.03.2003 at 23:48 #469858Talandi um afl, ég er nú búinn að segja það áður að mín Toyota X-Cap stendur fyrir sínu og það er ekki alltaf aflið sem skiptir máli þó að það sé ekki leiðinlegt að hafa smá af því.
Þegar ég fór á Langjökul síðast voru allir stóru bílarnir, og kraftmyklu, að hjakkast og vesenast. Ég hjakkaðist og vesenaðist enn meira en það faratæki sem fór mest nær ekki nema 14 km. hraða.
Það er reyndar snjótroðari, en það segir okkur að hraðinn er ekki allt. Þolinmæði þrautir vinnur allar!Kv. Davíð, bensínkall (mosó)
03.03.2003 at 17:56 #469814Ég get nú ekki orða bundist og verð að segja að allir bílar hafa sína kosti og galla. Í dag ek ég um á Toyotu á 35" og ég fer allt, bara svolítið hægt. Ég tek alltaf með mér skóflu og spotta og hef gaman af því að vera til.
Ég er að breyta bílnum mínum fyrir stærri dekk til þess að komast hraðar og þegar það er búið þá fær maður sér eitthvað kraftmeyra. Þannig gengur þetta.
Þó svo að ég sé svona jákvæður þá verðum við að sjá það að ég er á Toyotu núna og þessvegna gef ég skít í alla aðra bíla!!! Svo ekki sé talað um blessaðan Datsuninn:)
Kv. Davíð
PS. Hvernig færi var uppað Skjaldbreið?
25.02.2003 at 00:58 #469174Ég veit ekki hvort að ég sé bara hörundsár, en eftirfarandi orð "muffin" í þræði 23 er ég ekki alveg sammála. Þá sérstaklega ekki þessum síðustu.
"…að við fáum nánast enga styrki frá þeim annað en t.d. reykjavíkursveitirnar sem fá tvær millur í vasann á ári án þess að lyfta litla putta,"
Þetta er svolítið djúpt í árina tekið, sennilega bara sagt til að leggja áherslu á orðin.
En ég segji ekki meir..Kv. Davíð
20.02.2003 at 00:15 #468252Ég vil þakka fyrir þær upplýsingar. Ég var að spekulera í því hvort að maður þarf að ráðast mikið á innra brettið á bílnum við breytinguna. Ef svo er hvað þarf maður að gera?
Annars þakka ég enn og aftur fyrir upplýsingarnar.
18.02.2003 at 21:46 #468248Vitið þið hvernig maður ber sig að þegar maður klippir úr fyrir 38". Hvað þarf að klippa mikið o.s.frv.
18.02.2003 at 21:42 #466800Þarf ekki bara að samhæfa "map datum"-ið í tækjunum?
Ekki það að ég viti hvar Hrolllaugseyjar eru.
12.02.2003 at 14:21 #468404Ég er á Toyotu X-cap og er búinn að vera á honum í 2 ár, ég mæli eindregið með Hiluxnum. Hann virkar vel í snjó á 35" og síðar eru endalausir möguleikar á að breyta og betrumbæta. Þá er ég m.a. að tala um 38" dekk með því sem því fylgir, fá aukinn kraft o.s.frv.
Súkkan er svo góð til síns brúks en bíður ekki upp á að verða með tímanum alvöru kvikindi á fjöllum!!!
En eitt þarf að vera á hreinu, þetta er oftast miklu dýrara en maður býst við og þá er bara málið að hafa gaman af þessu:)
Kveðja Davíð
12.02.2003 at 14:13 #468242Ég er nokkuð viss um að drifið sé rétt styllt inn, en með hverjum mælið þið annars, þetta er jú eitthvað sem maður vill vera handviss um að sé í lagi.
Ég fór í fyrstu ferðina á nýju framdrifi síðustu helgi og alltaf þegar ég var að hjakka (fara úr fyrsta gír í bakk) kom högg, frekar hátt, sem ég taldi koma úr drifinu. Gæti það orsakast af illa stylltu drifi eða eitthverju öðru?
12.02.2003 at 00:22 #468236Ég er með 5:71 í bílnum nú þegar þannig að það er eiginlega ekki spurning um hvaða hlutföll verða í bílnum. Er nokkur ástæða til að fara að hugsa út í að gíra bílinn niður svona þegar maður er rétt að byrja í þessum bransa?
Þegar kemur að styrkleika 5:71 drifhlutfallsins þá er ég búinn að eiga bílinn í 2 ár og ég er búinn að stúta, og þá meina ég stúta, framdrifinu einu sinni.
Kannski smá þjösnaskapur í mér en maður tapar sér jú stundum í gleðinni
10.02.2003 at 22:51 #468218Ég er með 5:71 hlutföll í bílnum og er að fá kannta ætlaða fyrir 38" dekk. En eru þessi hlutföll ekki ætluð fyrir 38" dekk?
10.02.2003 at 17:55 #192157Halló
Ég er að fara að brayta 35″ breyttum X-Cap fyrir 38″ og vantar upplýsingar um hvernig er best að fara að.
Bíllinn er þegar hækkaður um 2″ á boddíi, hvað er æskilegt að hækka hann mikið (ætla að klippa vel úr), hvernig er best að hækka hann (klafabíll)og hvað þarf að gera samhliða hækkuninni.
Hvað þarf ég að gera í viðbót?Ath! ég hef ekkert vit á því hvað ég er að fara út í, en ég ætla að gera þetta þannig að ég þarf allar þær upplýsingar sem í boði eru!!!!!
Kv. Davíð
PS. Ætla að setja smekklegt rör undir stuðarann, hvernig hljómar 4″ rör fagur-,og sérfræðilega séð? Er það ekki kannski aðeins of mykið:)
-
AuthorReplies