Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.06.2009 at 11:13 #648562
Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti, þá er þetta stórgott mál. Veit ekki hver það er sem sefur og flýtur að feigðarósi.
–
Kv. Davíð
12.03.2009 at 13:26 #643176Kæru jeppamenn, ég tel alla sem hér hafa lagt orð í belg séu vel færir um að hugsa um börnin sín og gæta þeirra eins og kostur er.
–
Ég kýs að nota orð eins ummælanda: "ef við [þið] ættum að gera ráð fyrir öllu svona værum við [þið] með magasár í fóðruðu herbergi".
–
Kæra kveðja
Davíð
18.10.2008 at 13:12 #630918Ég hef lengi verið á móti uppbyggingu stóriðju á borð við álver og aðra málmvinnslu. Rök mín hafa verið af ýmsum toga t.d. að ekki eigi að setja öll eggin í sömu körfuna, að kynslóðir framtíðar eigi ekki að gjalda fyrir skammtímahagsmuni og að lægðin sem kemur á eftir þennslunni verði það djúp að ástæða sé til að leita annarra lausna.
Líklega vegur þó dýpst í þessari skoðun minni hvað mér þykir vænt um náttúruna og hvað mig dreymir um að geta montað mig af henni við túrista. Að ógleymdri óbeit minni á landsbyggðarfólki, að því er virðist, því það að vera ekki sáttur við virkjanir og álver er jú skýr afstaða gegn landsbyggðinni.
–
Nú, í kjölfar þess að olíuverð fór í hæðstu hæðir ekki alls fyrir löngu fór ég að hugsa hversu lengi álrisarnir væru tilbúnir að flytja súrálið sitt frá S-Ameríku og Eyjahafi til Íslands og aftur ál frá Íslandi til vinnslu erlendis m.v. olíukostnað. Kannski sjá þeir fyrir að sú lækkun sem nú hefur orðið á olíu sé viðvarandi og því sé ekkert mál að leggja í þessa olíubrennslu. Kannski seljum við raforkuna á svona hlægilegu verði að olíuverð skipti þá engu máli. Þá spyr ég mig ef að olíuverð fer upp aftur er þá nokkur hagkvæmni í því að halda úti álframleiðslu úti í n-atlandshafi? Ef að olíuverð hefur ekkert að segja, erum við þá ekki að selja raforkuna allt of ódýrt?
Er okkar glæsta þjóð á hausnum þess vegna?
–
Það yljaði mér um hjartarætur í upphafi hrunsins um daginn þegar að Geir eða einhver vinur hans sagði m.a. "ferðaþjónustan hefur aldrei staðið sterkari en nú".
–
Hvenær ætli við lærum á hugtakið "að leita nýrra leiða?"
11.05.2008 at 12:33 #622674Hérna er eldflaugaskotpallurinn uppi á söðli á Langjökli. Það eru margir hérna á spjallinu fróðari en ég um þessa bíla og væri gaman að heyra meira um uppruna þeirra hérna á spjallinu.
[img:1baozhe8]http://cs-001.123.is/DrawPicture.aspx?id=8f69b63d-b819-4a3e-a95c-0cd5af79f557[/img:1baozhe8]
[img:1baozhe8]http://shim1.shutterfly.com/procgserv/47b6cf35b3127cce98548b5b5b2000000017100EbMXDJs5ZMY[/img:1baozhe8]
Þessi var svo burðarás Paris Dakar á sínum tíma
–
Er ekki málið að skella inn mynd af nýja HSSR vörubílnum, hann er virkilega kynæsandi fyrir trukkadellukarla.
18.02.2008 at 20:51 #614534[img:28dac822]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4325/29649.jpg[/img:28dac822]
Líklega er ekki til neinn bíll sem er of þungur, held að þessi sé um 17 tonn.
21.01.2008 at 20:44 #610332Staðfærður texti úr Ríki Platons.
–
Ef að (klúbbur) ríki sem samanstæði af góðum mönnum risi nú á legg, þá er sennilegt að þar yrði slegist um að komast hjá stjórnastörfum eins og nú er slegist um að hreppa þau og þar kæmi bersýnilega í ljós að hinn sanni stjórnandi hugsar ekki um eigin hag heldur hag þess sem er stjórnað. Hver heilvita maður kysi líka heldur að njóta góðs af öðrum en að ómaka sig við að sjá hag annarra borgið.
–
Það er því, út frá þessu, nokkuð ljóst að klúbburinn er skipaður góðum mönnum þar sem fáir sækjast eftir því að stjórna. Ef að menn hafa aðrar skoðanir á því þá verður væntanlega hart barist um stjórnarstöður í næstu kosningum.
–
Og eins og sófariddari nr. 2 sagði… Góðar stundir
17.01.2008 at 20:27 #610542Get ég verið, fréttin sjálf í fréttatímanum var betri en hún kemur hérna: [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397808/10:2bm404vh][b:2bm404vh]http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397808/10[/b:2bm404vh][/url:2bm404vh]
17.01.2008 at 19:19 #610530Það lýsir þeim best sjálfum að þeir skuli velja sér troðnar brekkur til að sanna karlmennsku sína eða hæfileika.
17.01.2008 at 19:02 #201644http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item186773/
Patrol er einfaldlega betri og sterkari en aðrir bílar.
–
Veljum rétt – veljum Patrol
07.01.2008 at 20:27 #609382Þú hefur aldeilis unnið þér inn rétt til að tuða yfir þessu rugli í mér og játa ég mig sekann um hrikaleg afglöp. Skömm mín er alger og kaus ég því að breyta fyrri skrifum mínum svo að rétt eru.
–
Davíð
"ákaflegaauðmjúkur"
07.01.2008 at 19:30 #609378Að mínu áliti eru gífurlega margir staðir sem vert er að skoða og eru 3 vikur án efa góð byrjun. Ég vill samt mæla sérstaklega með einum stað sem hefur orðið útundan í mjög mörgum ferðahandbókum, allavega fara ótrúlega fáir þangað þrátt fyrir gott aðgengi og nálægð við þjóðveg 1.
Nú geri ég ráð fyrir að fólk sé orðið spennt að komast að því hvaða staður þetta er og því læt ég það flakka hér með. Staðurinn er Fjaðrárgljúfur sem er við veginn upp í Lakagíga og sjást gljúfrin mæta vel frá þjóðvegi 1.[url=http://www.123.is/images/GenerateImageWatermark.aspx?fn=davidh&aid=-450873460&i=020:2d9flx4u][b:2d9flx4u]Hér er að finna mynd af gljúfrunum[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u]
[url=http://www.123.is/album/display.aspx?fn=davidh&aid=-450873460:2d9flx4u][b:2d9flx4u]En hér[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u] og [url=http://www.123.is/album/display.aspx?fn=davidh&aid=-697621628:2d9flx4u][b:2d9flx4u]hér[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u] eru margar ágætar myndir sem ég hef tekið á ferðalögum. Svo mæli ég með [url=http://nat.is/isl_main.html:2d9flx4u][b:2d9flx4u]www.nat.is[/b:2d9flx4u][/url:2d9flx4u] þegar menn eru að leita af upplýsingum.
–
Kv. Davíð
–
(Eitthvað pikkles á myndasíðunni þegar linkarnir voru settir inn en þeir verða væntanlega komnir í lag fljótlega)
04.01.2008 at 21:40 #608986Þeir sem vilja vita að Patrol er einfaldlega einn öflugasti og besti bíllinn sem er í boði í dag. Mér er nokk sama hvað þessir Toyota sinnuðu menn, svo ekki sé talað um Ameríku aðdáendurna, segja Patrol er kominn til að vera (og sigra)
–
Kv. Davíð
04.12.2007 at 22:12 #605340Það voru ekkert þungir skaflar við Mýrdalsjökul… nei já, þú varst bara á 44" bíl…
07.11.2007 at 17:08 #602436Að mínu mati eru þau slæm í hálku, slabbi, snjó og sem keyrsludekk.
–
Kv. Davíð
29.10.2007 at 16:11 #601308Gaman að benda á að Langjökull er jafn varasamur hvort sem maður er vanur eða ekki, snjódýptin fer ekki eftir reynslu.
–
Það hlaut annars eitthvað að hafa komið fyrir Hlyn á laugardaginn hann var greinilega að drekkja einhverjum sorgum þetta sama kvöld…
22.10.2007 at 10:59 #549010Er þetta þá ekki örugglega Maríufoss? Eða hvort vilja menn kalla fossinn Maríufoss eða Maríufossa, hvort tveggja virðist vera notað. Líklega samt sama rugl og með Þursaborg- borgir. [img:3jzeouiu]http://www.123.is/images/GenerateImageWatermark.aspx?fn=davidh&aid=-1480378432&i=001[/img:3jzeouiu]
22.10.2007 at 10:46 #600424Fallegur pistill hér á undan og dettur mér ekki í hug að væla yfir of háum félagsgjöldum enda hef ég ekki borgað þau í nokkur ár.
Hins vegar væri gaman að sjá einhvern áhuga eða viðleitni til að svara einni af upphafsspurningum þessa spjalls, þ.e. að maður borgar 4.200 fyrir mánuði og svo kemur annar gíróseðill núna? Hvað réttlætir það????
–
Kveðja úr sveitinni
Davíð
13.09.2007 at 19:12 #594782Einhver talaði um aðgerðir, einhver talaði um hvað Íslendingar láta alltaf ganga yfir sig. Það er með þetta eins og svo margt annað, hættiði þessu blaðri og farið að gera eitthvað, farið og brennið dekk.
Þar að auki þýðir ekki að senda fréttatilkynningu á fréttastofur með hálfsmánaðr fyrirvara þegar menn ætla að mótmæla eins og þegar trukkabílstjórar "mótmæltu" olíuverði á svo eftirminnilegan hátt án þess að valda öðrum neinu ónæði.
–
Þetta er mitt innlegg og vona ég að það hjálpi einhverjum í sínum aðgerðum, gangi ykkur vel.
11.09.2007 at 09:52 #596372Er hann ekki að bera saman akstur í grifju og framkvæmdir?
Annars væri fróðlegt að heyra hvort að ekki örugglega hafi verið leifi fyrir þessum grifjuakstri? Því ef svo er, og/eða ekki hafa komið fram neinar kvartanir frá elítunni í Vík, þá er þetta mál smávægilegt.
10.09.2007 at 14:52 #596424Svo er náttúrulega ekki sama hvaða leið er farin upp á hásléttu jökulsins. Endilega hafðu feril af leiðini ef þú ferð þar um.
-
AuthorReplies